Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 1
„Hjer hefir steinninn mannamál og moldin sál“. . D. St. Reykvíkingar! AtkvæðagreiðJan um skilnaðarmálið og stofnun lýðveldisins hefst kl. 10 árd -í dag í Miðbæjarbarna- skólanum- Það er áríðandi, að kjósendur dragi ekki að greiða atkvæði. Er það því mjög alvarlega brýnt fyrir mönnum, að mæta á kjörstað strax í dag og greiða atkvæði. Ótrúlegt er, að Reykvíkingar verði eftirbátar annara landsmanna í þessari örlagaríku atkvæða- greiðslu. Vitað er um mörg hjeruð, sem hafa sett sjer það markmið, að ná hverjum einasta kjósanda á kjörstað- Hver verður metnaður Reykvíkinga í þessari samkeppni ? Það er tvent, sem menn verða að muna í sambandi við atkvæðagreiðsluna. 1, Að mæta snemma á kjörstað og greiða atkvæði 2. Að setja kross framan við „já“-in á báðum kjör- seðlunum, sem eru á einu og sama blaðinu- Reykvíkingar! Sýnum í dag, að við fögnum frels- inu. Sýnum það í verki með þyí að fjölmenna á kjörstað. Á bls. 5 og 7 eru prentaðar, leiðbeiningar fyrir kj ðsendur. Fánann að hún ! í DAG gengur íslenska þjóð- in að kjörborðinu til þess að endurheimta lýðveldi sitt. Þetta er mikill hátíðisdagur. Sýnum þetta í verki, Reyk- víkingar, með því að draga fána að hún. Islenska fánann að hún á hverri einustu stöng í dag! • ' 11 131 ÞÆR ERU tvær spurning- arnar, sem lagðar eru fyrir kjósendur í dag. Onnur er um skilnaðinn við Dani. Það er efri kjörseðillinn. Hin spurningin er um stofn- un lýðveldis á Islandi (neðri kjcrseðillinn). Allir Islendingar þrá lýð- veldið. Þessvegna krossa þeir fram- an við ,,já“ á báðum seðlunum. „Þitt stríð er orðið langt og þungt, vort land! Nú loks á móðir kost að reisa bú með sonastyrk. Hvað gerir því þá grand? Hví grípa þeir ei tækifærið nú?“ Hannes Hafstein. „Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, lítil þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki — vilji er allt, sem þarf“.------Einar Benediktsson. „Við börn þín, ísland blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna“. Davíð Stefánsson. „En allra mest ríður á, að allir beir geðkostir, sem eru einkennilegir þrekfullri og vel mentaðri þjóð, dafni í landinu: föðurlandsást og ósjerplægni og mannlund, at- orka og dugnaður til andlegra og líkamlégra fram- kvæmda. þolgæði og stöðuglyndi að framfylgja því, sem rjett er og þjóðinni gagnlegt, og sönn dyggð og trúrækni yfir höfuð að tala, — því það er ekki rjett skilin trúrækni og dyggð, sem ekki lýsir sjer eins í athöfnum til þarfa fósturjarðar og samlanda eins og í lííerni hvers eins sjer í lagi“. Jón Sigurðssou. 31. árgangur. 110. tbl. — Laugardagur 20. maí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. jT A þessum stað verður lýðveldið endurreist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.