Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 16
16 Landgræðslusjóður Skógrækía rf j elagsins. iFjársöfnunin ijyrjar í da Skrifstofan í Bánað- arfjelagi íslands FJÁRSÖFNUN í Land- græðslusjóð Skógræktarfjelags íslands byrjar í dag, eins og áður hefir verið vikið að. Hef - ir Búnaðarfjelag Islands lánað Skógræktarfjelaginu skrifstof- ur sínar í Lækjargötu, til þess að þar sje hægt að taka á móti tillögum manna í sjóðinn. Hugmyndinni um stofnun Landgræðslusjóðs hefir verið tekið ákaflega vel. Mönnum þykir vænt um, að fá tækifæri til þess að sýna hug sinn í verki til landsins, í sama mund j og þeir grciða atkvæði sitt um j enc'"rheimt frclsis þjóðarinnar. ! Titlág hvcrs eir.staklings þarf eklci að vera mikið. En ef þjóð- in verður samhuga í ræktunar- máiunum, „munu sárin foldar gróa“. Sjálfboðaliðar með auðkenn- isborða munu aðstoða við fjár- söfnunina í bænum í dag og á morgun. Þeir, sem ekkí hafa epn gefið sig fram, en vilja nota eina eða fleiri dagstundir til að vinna að þessu máli, ættu að snúa sjer til skrifstofunnar í Búnaðarfjelagshúsinu. sími 3110, eða til skrifstofu Skóg- ræktarfjelagsins á Laugaveg 3, sími 3422. Kunnir msnn að skotæiingum Þegar Churchill forsætisráðherra var að líta á innrasarherinn fyrir skemstu, ásamt Eisenhovver hershöfðingja, reyndu þeir skötfimi sína með spánýjum byssum. Hjer eru þeir að miða. Frá vinstri: Eisenhower, Churchill og Omar Bradlcy hershöfðingi. u Götiibarclagar í Oslo Bíil og sumarbú- staður í einum drætii Erlendum sjómanni bjargað írá drukknun í GÆR fjell erlendur sjómað ur 1 höfnina, en var bjargað. Nánari tildrög eru þau, að hinn erlendi sjómaður vrar að mála skip og sat hann á planka, er hjekk utan á skips- hlíð, milli skips og bryggju. Richard Wagner Runólfsson, verkamaður hjá Eimskipafje- lagi Islands, sem var að vinna á brvggjunni, hafði veitt manni JíeSsum athygli. — Skyndilega íieyrði Richard skvramp og sá þegár, hvað skeð hafði. Brá hann þegar við og hljóp á stað- inn. Greip hann, ásamt öðrum rnanni, reipstiga, er lá á þiljum skipsins og klifraði niður til rnannsins og gat náð taki í öxl hans. Sá hann þá, að hinn er- lendi sjómaður hafði hlotið sár rnikið á enni og virtist í yfirliði. Fólk, er safnast hafði á bryggj- unni. rendi kaðli til Richards. Ætlaði Richard að binda kað- alinn um manninn, en það var miklum erfiðleikum bundið og bætti Richard við að nota hann. Tók hann þá það ráð að færa sig eins neðarlega í stigann og bægt var, og gat krækt báðum fótum um manninn, en hjelt fijer í stigann. Stýrimann af e.s. Kötlu bar þar að. Ljet hann setja dekk- spil skipsins í gang og slá á stigann og var Richard síðan dreginn upp með hinn erlenda sjómann í fanginu. Mun Ric- hárd þá hafa verið milli 10 og 15 mínútur í sjó. FREGNIR. sem hingað hafa borist frá Stokkhólmi, herma. að til götubardaga hafa komið í Osló í gær. Eru fregnirnar æði óljósar, en talið er, að rysk ingar hafi orðið miklar og stað ið í fjórar klukkustundir sam- fleytt, og átti bæði þýsk lög- regla og lögregla Quisling- stjórnarinnar í höggi við mánn fjöldann. Löngu eftir að viður- eignirnar voru hættar, voru lögreglubifreiðar á verði á göt- unum. Það er talið vera orsök til þessa, að Quisling hefir kallað árgangana 1921, 1922 og 1923 til vinnu, og munu þessir menn, sem eru alt að 60 þús. manns Bjóóast iil aS lcggja göfur fyrir bæinn Á FUNDI bæjarráðs í gær lá fyrir brjef frá firmanu h.f. Ingólfur B. Guðmundsson & Co., þar sem firmað býðst til að taka að sjer gatnagerð fyr- ir bæinn á sama grundvelli og h.f. Almenna byggingafjelagið, en það firma hefir tekið að sjer að leggja Sóleyjargötu, til að byrja með, og tók það verkið í ákvæðisvinnu. Sendiherra ferst. London í gærkveldi —: Vara- sendiherra Breta á Spáni, Jen- kins, fórst i flugslysi nærri Barcelona í gær. Var þoka á, og rakst flugvjel sú, er sendi- herrann var í, á fjallsgnípu og brotnaði í spón. — Reuter: að tölu, eiga að vinna að virkja gerð fyrir Þjóðverja. En Norð- menn óttast sem fyrr, að hjer sje um dulbúið herútboð að ræða. Quisling lætur nú mjög breiða út um Noreg fregnina um samninga norsku stjórnar- innar í London við Rússa, og telur Quisling og menn hans, að meö þessu sje samið um hernám Rússa á nokkrum hluta Noregs. Reynir hann að hræða menn með hættu þeirri, er Nor egi og Norðmönnum stafi af þessum ráðstöfunum. Skorar Quisling á Norðmenn að verj- ast þessari hættu með vopn í hönd. — Reuter. r „I clagrenning" kvikmynduó „I dagrenning“,‘ hin vin- sæla framhaldssaga Morgun- blaðsins í fyrra sumar eftir W. Somerset Maugham, hefir nú verið kvikmynduð af Para- mount fjelaginu. — Fara þau Franchot Tone og Veronica Lake með aðalhlutverkin. Von- andi verður þess ekki langt að biða, að við fáum að sjá „í dag- renning“ á kvikmynd hjer í Reykjavík. London í gærkveldi —: For- sætisráðherra grísku útlaga- stjórnarinnar, Papandere, ligg- ur veikur og hef-ir þetta "haft illar afleiðingar fyrir samkomu lag það, sem búist var við með- al Grikkja. — Hefir orðið að fresta mikilvægum ráðstefn- um vegna veikinda ráðherrans. „FRJALSLYNDI söfnuður- inn er að fara af stað með nýtt happdrætti“, segir Stefán A. Pálsson, þegar hann kemur inn á skrifstofu Mbl. „Og við erum ekki beinlínis feimin við það að bjóða fólki fyrir einar fimm krónur bæði sumarbústað og bíl. Sumarbú- staðurinn er í smíðum á falleg- um stað við Elliðavatn og verð- .ur tilbúinn í júnílok, en 5. júlí á að draga. Sumarbústaðurinn er á fallegri lóð, og er þegar búið að gróðursetja hundruð trjáplantna í haná. Margir geta vegna vinnu sinnar í bæn- um ekki farið langar leiðir daglega í sumarbústað, en hjerna upp að Elliðavatni kom- ast allir, og þá ekki síst þegar bíllinn fylgir. Hann er raunar ekki alveg nýr, en er ágætur fimm manna bíll, sem hefir verið í einkaeign, ágætlega með farinn, og þá er ekki því að gleyma, að honum fylgja vara- hlutir, eins og t. d. fimm ný gúmmí, sem margir mundu vilja eiga nú í gúmmíleysinu. Jeg get ekki hugsað mjer, að nokkur Reykvíkingur sitji sig úr færi um að fá slíkan vinn- ing, og ekki þarf maður að vera feiminn við að bjóða miðana; það fá þá sennilega færri en vilja. Þið eruð dugleg, sagði mað- ur við mig í gær. Nei, við er- um þgð ekki fram yfir það, sem sjálfsagt er, því að rausn fólks við söfnuðinn okkar er mikil. I fyrra gaf safnaðarmaður okk- ur bíl, nú kemur annar og gef- ur okkur sumarbústað og segir okkur bara að fara af stað. Og hvað er þá annað að gera? — Safnaðarfólk mun ekki láta sitt eftir liggja Laugárdagar 20. maí 1944., Sölubúðum verður lokað klukkan 12 á hádegi í dag í DAG verður sölubúðum bæjarins lokað kl. 12 á hádegi. Yfir sumarmánuðina verður sölubúðum lokað kl. 7 e. h. á föstudögum og kl. 12 á hádegi á laugardögum. — Húsmæður ættu að hafa þetta hugfast og gera pantanir tímanlega, til þæginda fyrir sjálfar sig og verslunarfólk. Rakarastofur verða yfiv sum- artímann opnar til kl. 8 á föstu dagskvöldum og til kl. 2 e. h, á laugardögum. Borðfáni þjóðhátíð- artnnar kemur á markaðinn í næstu viku FLAGGSTÖNG þjóðhátíðar- Innar 17. júní kemur á mark- aðinn í næstu viku. Flaggstöng in stendur á hringmynduðum fleti. Á ystu brún flatarins stendur þjóðhátíðarmerkið á stalli. Merkið tengir saman girðingu umhverfis íslenska fánann við hún. Þjóðhátíðarmerkið er ís- lenski fáninn á skildi, en yfir fánanum er upprennandi sól með dagsetningunni 17. júní 1944 í upphleyptu letri. Fánastöngin er öll úr kopar, „oxyderað“, mjög smekkleg og vel unnin. Hefir Einar Bjarna- son (Bjarna í Hamri) gert teikningu af stönginni og sjeð um smíði hennar, en Land- smiðjan og fleiri smiðjur hafa smíðað þær. Tjarnarboðhlaup K. R. Flestir bestu spretthlaupar- ar landsins taka þátt í hlaupinu. Tjarnarboðhlaup K R. fer fram á morgun kl. 2 e. h. og hefst á Fríkirkjuvegi. Hlaupið er í kringum Tjörnina og er vegalengdin 1320 metrar. — Hlaupið er sex 100 m spreltir, einn 120 m og þrír 200 m. Sjö sveitir taka þátt í hlaup- inu. Frá Ármanni 2, frá F. H. 1, frá í. R. 2 og frá K. R. 2. Tíu menn eru í hverri sveit og eru því 70 hlauparar. sem spretta úr spori á>morgun. Áhorfendur sjá hlaupið alla leiðina og var mikill spenn- ingur i fyrra, er hlaupið var í fyrsta sinn. Allir bestu sprett- hlaupara? bæjarins og Hafnar- fjarðar taka þátt í hlaupinu og rerður áreiðanlega spennandi að sjá úrslitin. Kept ér um fagr- an silfurbikar, sem K. S. gaf í fyrra. — Sigurvegari í fyrra varð K. R. Eisenhower í könn- unarferð, London í gærkveldi —: Eis- enhower hershöfðingi hefir að undanförnu verið í liðskönn- unarleiðangri í Bretlandi og Norður-Irlandi. Er hann nú kominn aftur til aðalbæki- stöðva sinna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.