Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laug-ardagrir 20. maí 1944 ,,Hversvegna?:: spurði Red- fern, Hann hallaði sjer áfram, hvíldi olnbogana á hnjánum, og hlustaði með ákafa. „Það var í rauninni mjög lítið atriði — gat verið, að það væri algjörlega þýðingarlaust — en samt .... Þegar jeg yfirheyrði Lassiter, sagðist hann hafa ver- ið heima alt föstudagskvöldið, þar til hann hefði farið að taka á móti ungfrú Vaughan, um kl. 11. En honum leið ekki vel, það sá jeg. Hann hjelt að allir teldu víst, að Stella væri sú seka, og þegar hann sá. að jeg var ekki þeirrar skoðunar,' varð honum dálitið hverft við. Honum fanst hann verða að sanna það enn betur, að hann hefði verið heima alt kvöldið. Þessvegna fann hann upp símahringingu til Vaughans, einmitt um það leyti, sem morðið hafði verið framið. Hann vissi, að við gát- um ekki sannað, að enginn hefði hringt þangað, og honum fanst það vera meira sannfær- andi. En jeg hafði áhuga á þess ari upphringingu. Ef við gæt- um fundið þann, sem hafði hringt, myndi það leiða allan grun frá Lassiter. Þessvegna auglýstum við og fengum svay, frá gamalli konu, sem hafði hringt þangað kl. 10. Hún ætl- aði að ná í Margrjeti Vaughan. En enginn ansaði. Enginn var heima. Og hún hringdi aftur kl. 10.15, og alt fór á sömu leið, enginn svaraði“. „Þetta sannaði auðvitað ekk- ert. Hún gat hafa hringt í skakt númer. En hún sagði mjer rjett númer, þegar jeg spurði hana. Og hún hringdi tvisvar. Hún gaf mjer a. m. k. dálítið að hugsa um. Og svo giftist Lassi- ter Hildu Masson“. Margrjet sneri sjer undan. „Mjer fór að detta ýmislegt í huug“, sagði Barney rólega. „Þegar jeg talaði við ungfrú Vaughan eftir giftinguna, og komst að því, að henni hafði dottið ýmislegt í hug líka“. „Jeg sagði ekki . .. „Nei, þjer gerðuð það ekki. En þjer voruð mjög ánægðar yfir giftingunni, þótt þjer þekt- uð Hildu Lassiter varla, og kærðuð yður lítið um hana. Og þjer höfðuð verið hræddar, en voruð það ekki lengur. Hvenær fór yður að gruna Lassiter, ung frú Vaughan?“ „Jeg — jeg veit það ekki. —■. Jeg get ekki sagt nákvæmlega hvenær. Það var eitthvað í fari hans, sem gerði mig hrædda. Eitthvað hörkulegt og sigrihrós- andi, eins og hann hefði nú fengið það, sem hann vildi. Og þá mundi jeg eftir því, hversu ólíkur sjálfum sjer hann hafði verið, þegar hann tók á móti mjer á járnbrautarstöðinni. Ógurlega æstur og utan við sig. Jeg furðaði mig á því’ þá, en gleymdi því svo. Þegar hann giftist Hildu Masson, hjelt jeg, að mjer hefði hlootið að skjátl- ast. Hann myndi ekki hafa eyði lagt brjefið, ef hann ætlaði að giftast Hildu. Það var engin skynsemi í því“. Barney kinkaði kolli. „Það var einmitt það, sem jeg hjelt. En svo fór jeg að sjá skyn semi í því. Og Mac tók til starfa“. Hann glotti til Magru- der. „Hann komst að ýmsu skemtilegu um Lassiter. Hann var rótgróinn fjárhættuspilari og í botnlausum skuldum. Var tíður gestur á „Dixie Club“. Hann hafði fengið mörg ,,lán“ hjá fyrirtæki sínu. Auðugt kvon fang var eina von hans. En Hilda vildi ekki giftast honum“. „Það gerði honum gramt í geði. Hún myndi áreiðanlega vinna mál sitt og með helming- inn af Masson-miljónunum . . En hann myndi ekkert græða á þvi, þótt Hilda fengi alla pen- ingana. Og þá datt honum dá- lítið í hug“. „Hann taldi Hildu á, að fá Frank Vaughan málið í hendur. Það er rjett, er það ekki?“ Barn ey horfði á Martin. „Jeg var að því kominn, að spyrja yður að því, hvernig á því stæði, að þjer hefðuð fengið málið til meðferðar, en gleymdi því aft- ur, þarna, þegar jeg talaði við yður á skrifstofu yðar“. Martin kinkaði kolli. „Og Lassiter fylgdist með gangi málsins í gegnum Vaug- han. Sennilega hafa þeir rætt málið skref af skrefi. A. m. k. hefir Vaughan sagt honum þetta kvöld, að hann væri með brjef- ið í vasanum og ætlaði með það til Horatio Gower, eftir að hann hafði verið hjá Stellu. Ef til vill hefir Lassiter stungið upp á því við hann. Að minsta kosti var nú að hrökkva eða stökkva. Lassiter elti Vaughan þetta kvöld, og fór út bakdyrameg- in, niður brunastiga, og kom því þannig fyrir að hann kæm- ist sömu leið til baka. Hann fór niður í Bank Street, og beið þar þangað til Vaughan kom út aftur, eyðilagður og utan við sig. Hann tók hann með sjer á göngutúr, til þess að hann gæti jafnað sig — yfir í Vesturgötu. Sennilega hefir Frank varla vit að, hvert hann var að fara. Ef til vill vissi hann það, en Lass- iter þröngvað hann til þess að koma með sjer. Síðan skaut Lassiter hann, tók brjefið og alt annað, sem gat gefið til kynna, hver hann væri, og gróf líkið í snjóinn. Sennilega hefir hann haldið, að við myndum' ekki þekkja líkið, þótt það fyndist. „Þetta hefir verið um kl. 10.30. Hann hafði rjett tíma til þess að fara heim, komast ó- Prestur nokkur sendi vinnu- mann smn á laugardagskveldi eftir hesti, sem hann ætlaði að kaupa af manni, er Davíð hjet og bjó hinumegin við stóra á. Um nóttina óx áin svo, að sendi maður komst ekki heim fyrr en daginn eftir, þegar fólk var gengið til kirkju. Hann fór sam stundis í kirkjuna, en um leið og hann gengur inn kirkjugólf- ið, vill svo til, að prestur segir í stólnum: en „hvað segir Davíð um þetta?“ Vinnumaðurinn hjelt að spurningunni væri beint til sín og svaraði hátt og snjalt: „Hann segist skuli senda þjer hestinn, þegar þú sendir pen- ingana“. ★ Jón hafði reynt allar tegund- ir verslunar, en jafnan orðið gjaldþrota og átti nú ekkert eftir nema örvæntinguna. „Þú ættir að gerast hatta- saumari og jeg skal hjálpa þjer“, sagði vinur hans við hann. „Gerðu ekki þann fjanda, vinur minn‘í, sagði Jón, „því að þá fæðast allir höfuðlausirí'. ★ Maður nokkur sagði kerlingu uppi í sveit að olían hefði hækk að í verði eftir að stríðið byrj- aði. „Eru þeir þá farnir að berjast við ljós, mannaskrattarnir", varð kerlu að orði, „nægir þeim ekki dagurinn". ■k Hershöfðinginn: — Þú ert kærður fyrir það að hafa stolið brennivíni frá stallbróður þín- um. Dátinn: — Við áttum báðir vín í sömu flöskunni, en mitt brennivín var látið fyrr í hana, svo að jeg átti það sem undir var. Þess vegna varð jeg fyrst að drekka það, sem ofan á lá, til þess að ná í það, sem jeg átti. ★ Hershöfðingi skipaði þjóni sínum að vekja sig kl. 5 að morgni, en nú vakti þjónninn hann kl. 4. „Hvers vegna vaklirðu mig svona snemma, asninn þinn?“ spurði hershöfðinginn byrstur. „Jeg vildi bara láta yður vita, herra hershöfðingi, að yð- ur væri óhætt að sofa rólega eina klukkustund enn“. ★ Hann: — Heiðraða yngismey, þegar jeg fór hjeðan í gær, varð hjarta mitl eftir. Hún: — Ja, jeg hefi ekki orðið vör við það, en jeg skal spyrja vinnukonuna um, hvort hún haff fundið það. % ★ Dómarinn: — Hvað eruð þjer gamlar, stúlka mín? Stúlkan (feimnislega): — Það vil jeg helst ekki segja. Dómarinn: •—• En jeg þarf að fá að vita það. Þjer getið að minsta kosti sagt mjer, hvað þjer voruð gamlar fyrir 10 ár- um? Stúlkan (glaðlega): — Það get jeg gert, þá var jeg 25 ára. Smjörhákur litli Æfintýri eftir P. Clir. Asbjömsen. Þá fóru tröllin að furða sig á því, hver væri altaf að grípa fram í fyrir þeim, og ætluðu út að gá að því. En þá velti Smjörhákur litli ofan á þau steininum og rótar- hnyðjunni svo þau fjellu í óvit, en hann og dóttir tröll- konunnar hlupu burt, eins hart og þau komust og heim til Smjörháks, en gleymdu ekki að taka með sjer silfur og gull úr hellinum. Og ekki veit jeg, hvort tröllin hafa raknað við aftur, eða hvort þau liggja enn í svíma; víst er um það, að þau ónáðuðu ekki Smjörhák aftur, en litla dóttir tröllkonunnar var besta telpa og ólst hún upp með Smjörhák í gæfu og gengi. ENDIR. Friðrik fiðlungur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VAR FÁTÆKUR MAÐUR, sem átti einn son, og hann var táplítill og oft lasinn, svo hann hafði ekki þrek til að vinna erfiðisvinnu. Friðrik hjet hann og var smár vexti og þroskaðist seint, og þess vegna kölluðu margir hann Friðrik litla. Heima hjá honum var lítið að bíta og brenna, og faðir Friðriks lagði þess vegna af stað út um sveitina, til þess að vita, hvort hann gæti ekki komið pilti einhversstaðar fyrir sem smala eða kúahirði. En enginn vildi taka son hans, þangað til hann kom til sýslumannsins; hann vildi fá Friðrik, því hann var nýlega búinn að reka burtu einn af vinnumönn- um sínum, og fjekk engan í staðinn fyrir hann, því hann hafði orð fyrir að vera ekki sem bestur við hjú sín. En föður Friðriks fanst vistin hjá sýslumanninum vera betri en ekki fyrir son sinn — matinn fær hann þó altaf —• hugsaði hann, og ekkki átti hann heldur að fá annað kaup, það var ekki einu sinni minst á föt nje peninga. En þegar piltur var búinn að vera hjá sýslumanni í þrjú ár, vildi hann ekki vera lengur, og borgaði þá sýslu- maður honum þrjá skildinga, einn fyrir hvert ár. — ,,Jeg verð að bæta þjer upp þenna mat, sem þú hefir h dft, og þá getur þetta ekki verið minna“, sagði sýslumaður. Friðrik fanst þetta vera miklir peningar, því hann hafði aldrei átt einn einasta skilding fyr, en samt spurði hann, hvort hann fengi ekki meira. ,,Þú hefir fengið meira en þjer bar“, sagði sýslumaður. ,,Á jeg engin föt að fá?“ spurði Friðrik, „það sem jeg átti af fötum, þegar jeg kom hingað, er löngu orðið ónýtt, og jeg hefi ekkert fengið í staðinn“. Þetta var líka orð að sönnu, því Friðrik var svo rifinn og óhreinn, að hörmung var á að horfa. „Það er nú sama, sagði sýslumaðurinn, „þu hefir fengið það sem samið var um og peninga að auki, og meira færðu ekki hjá mjer, piltur minn“. En samt var honum leyft að fara í eldhúsið og fá svo- lítið af mat í nestismalinn sinn, og svo lagði hann af stað áleiðis til borgarinnar og ætlaði að kaupa sjer þar föt. Hann var kátur og glaður, og var það mest vegna þess, að hann hafði aldrei átt peninga áður og hann var altaf að þreifa fyrir því, hvort hann hefði þá enn alla þrjá. Og þegar hann var búinn að ganga langar leiðir og meira en það, varð hann þess var, að hann var kominn í þröngan dal, umluktan háum fjöllum, svo honum fanst því nær ógjörningur að komast áfram. Og hann fór að hugsa um hvað myndi vera hinumegin við þessi háu fjöll og hvernig hann gæti komist yfir þau. En áfram varð hann að halda og tók að klífa upp fjall- ið, en miðaði lítið áfram og varð oft að hvíla sig og altaf þegar hann hvíldi sig, þá taldi haTm peningana sína. Þegar hann kom upp á fjallið, voru þar stórir mosaflákar, og Friðrik settist niður rjett einu sinni, til þess að telja skildingana sína, og þá kom alt í einu til hans afskaplega langur beiningamaður, svo langur, að Friðrik varð dauð- hræddur. „Vertu ekki hræddur, piltur minn", sagði beininga- maðurinn, „jeg ætla ekki að gera þjer mein, jeg bið bara um skilding í Guðs nafni“. „Ó, mikil ósköp“, sagði Friðrik, „jeg á eina þrjá skild- inga til, og ætlaði að kaupa mjer föt fyrir þá“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.