Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. maí 1944 < TTtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. FYRSTI DAGUR FYRSTI DAGUR þjóðaratkvæðagreiðslunnar er í dag. Þjóðaratkvæðagreiðslunnar um það, hvort íslendingar vilja stofnun lýðveldis í stað konungdæmis og niðurfell- ingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918. Að þjóðin skuli hafa aðstöðu til að fá að veita svör við þessu tvennu, -T svör, sem ráða úrslitum, — er mikil gæfa. Það var sú tíðin, að íslenska þjóðin var ekki spurð, — henni var skipað. Það er sú tíðin, að sumar þjóðir eru í dag ekki spurðar,— þeim er skipað. En sú kemur tíðin, að allar þjóðir verður að spyrja, það er þjóðanna sjálfra að segja til um og ráða sínum málum. Þegar þessi dagur er kominn að kvöldi, mun það strax sjást, hvaða hugur býr þjóðinni í brjósti. í dag munu. margar hendur leggja kjörseðla í kassa, margur hugur fyllast þökk til liðinna kvnslóða og björtum framtíðar- vonum. Við atkvæðagreiðslu þá, er nú er hafin, veltur á öllu, að þátttaka fólksins í henni sýni þann hug, sem raunveru- lega býr 'með þjóðinni. Hver og einn getur gert sitt til þess, að sóknin verði sem mest og glæsilegust. Minnið kunningjana á atkvæðagreiðsluna! Fylgist að á kjörstað! Enginn má verða eftir! íslendingar verða í dag að láta sjást, að þeir kunni að meta þau umskifti, sem orðin er á aðstöðu þeirra, vegna þrotlausrar sjálfstæðisgaráttu liðinna kynslóða. — Þegar þjóðin vaknaði eftir hið þunga myrkur einveldis, einokun- ar og niðurlægingar, þurfti hún fyrst að biðja, — senda hinu erlenda valdi bænarskrár. Gekk þá margur bónleið- ur til búðar hinstu. Nú er þjóðinni í sjálfsvald sett að segja til, hvað hún vill! Um þriðji hluti þjóðarinnar býr í Reykjavík, þar sem fyrsti landnámsmaðurinn reisti bú. Reykvíkingar! I dag er ykkar að sýna, að enn búi hjer hinn forni, frjálsi andi. Vega vinn udeilan VEGAVINNUDEILAN er leyst með samkomulagi að- ilja. Tókust sættis á fimtudag, fyrir milligöngu sátta- semjara ríkisins. Rjett um sama mund og deilan leystist kvað Fjelagsdómur upp þann úrskurð, að verkfallið, sem Alþýðusambandið fyrirskipaði í vega- og brúavinnu 3. þ. m., væri ólögmætt, þareð ekki hefði verið fylgt ský- lausum fyrirmælum vinnulöggjafarinnar við ákvörðun verkfallsins. Hjer í blaðinu var því haldið fram strax í upphafi, að ekki myndi svo mikið bera á milli í þessari deilu, að úti- lokað væri að koma á sættum. Reynslan hefir nú sannað þetta. Sættir tókust greiðlega, þegar farið var að ræða málið af einlægni. Virðast báðir aðiljar geta vel unað málalokum. Alþýðusambandið fór hjer of geist af stað. Það fyrirskip- aði verkfall í allri vega- og brúavinnu meðan á samn- ingum stóð. Einnig fyrirskipaði það verkfall í allri vinnu við vitabyggingar, enda þótt ekkert væri um deilt í þeirri vinnu. Þetta varð til þess að ríkisstjórnin taldi rjett að fá úr því skorið með úrskurði Fjelagsdóms, hvort Alþýðu- sambandið hefði vald til að fyrirskipa slíkt verkfall, án þess að fylgt yrði beinum og skýlausum fyrirmælum vinnulöggjafarinnar við ákvörðun verkfalla. Fjelagsdóm- ur komst einróma að þeirri niðurstöðu, að verkfallið væri ólögmætt. Öll þessi deila sýnir, að Alþýðusambandið hefir farið úú fyrir valdsvið sitt. Er þetta alvarleg áminning til verk- lýðssamtakanna í framtíðinni, að gæta þess að misbeita ekki því mikla valdi, sem þau hafa. Þessi vinnudeila sýnir einnig og sannar, að giftudrýgst verður það jafnan, að reyna til hins ítrasta að leysa málin friðsamlega. Það á ekki að grípa til verkfalla fyrr en avo er komið, að allar samningaumleitanir hafa strandað. — 1874 gaf konungur oss af náð sinni stjórnarskrána. ★ 17. júní í ár gefum vjer oss sjálfir lýðveldisstjórnarskrána. it Að baki jieirri niðurstöðu, sem nú er að verða í stiórn- málum, liggur hörð barátta og mikil frægðarsaga Islendinga. I far binna mörgu stjórnmála- sigra kom hin öra framför á öll um sviðum. Fjárlagafrumvarp- ið, sem danska ráðherrabrotið lagði fyrir Alþingi 1875, var þannig: tekjur kr. 247.906,00, gjöld kr. 203.788,00. Tekjur samkvæmt núgildandi fjárlög- um eru 94 miljónir. 1874 var engin brú og enginn brautar- stúfur á Islandi. Sjávarútveg- urinn var aðallega rekinn á smá bátum. I Hafnarfirði voru að vísu skútur 15 til 40 lesta og hákarlaskip á Eyjafirði. Engir vitar voru hjer á landi. En nú? Mikill fiskifloti, milli landaskip, brýr, vegir og vitar. Landið er orðið nýtt laiul. Ein- ræðisstjórnin lagði visna hönd á alt líf vort á hinum Iiðnu öld- um. Fátæktin stóð í hverju spori, og þó voru ríkustu fiski- mið heimsins kringum landið, eins og nú, og ræktunarmögu- leikar eins og nú. Ef feður vor- ir og mæður, sem lifðu undir kúgun fyrri alda, gætu greitt atkvæði nú — efast nokkur um, hvernig það atkvæði mundi falla — efast nokkur um, að þau mundu hvísla að börnum sínum og barnabörnum: MUN- IÐ EFTIR MJER OG SEGIÐ JÁ. ★ Og þeir, sem hafa horft á hin ar risavöxnu framfarir, sem hafa magnast því meir sem frels ið hefir skinið á hina starfandi íslensku hönd, hvernig eiga þeir að segja annað en já? ★ Hver sá Islendingur, sem seg ir nei, hver sá Islendingur, sem greiðir ekki atkvæði, hann bregst þjóð sinni. Og hann mun iðrast þess sárlega. Hvernig ætlar hann á sínum tíma að skýra það fyrir börnum sínum, að hann studdi þá visnu er- lendu hönd, en sló á þá íslensku starfandi hönd? Og ef hann á engin börn, hvernig ætlar hann að verja það fyrir sjálfum sjer í einrúmi, að hann neitaði fóst- urjörð sinni að gefa henni það frelsi, sem hún hefir þráð? ★ Sú hönd, sem neitar ættjörð- inni um frelsið, verður að hinni visnu hönd. Þeir, sem gleyma Is landi nú þegar mest á ríður, gleyma sjálfum sjer! ★ Munið eftir ættjörðinni og hún mun muna eftir yður! Árið 1874 blakti danski fán- inn yfir Island. Nú hyllum vjer íslenska fánann með því að segja öll einróma JÁ! Sig. Eggerz. yjíhverji óLri^a j Ú' cL lecici iíLinu ClCý Þau mistök urðu, að í ávarpi j til íslenskra stúdenta, sem birt- j ist í seinasta tölublaði Mbl., stóð J í upphafi ávarpsins: Nefnd sú, i sem kjörin var, en átti að vera: Stjórn nefndar þeirrar, sem kjör j in var .... Kosningarnar. í DAG OG NÆSTU DAGA gengur íslenska, þjóðin að kjör- borðinu til að velja eða hafna. Að þessu sinni er það ekki vandi að velja. Það er ekki kosið um ein- staka menn eða pólitíska flokka. Það er framtíð lands og þjóðar, sem kosið er um. Sjálft fjöregg íslensku þjóðarinnar. Enginn er í vafa um, hvernig þær kosningar fara, sem nú standa yfir. Þær geta ekki farið nema á einn veg. En það er mikils vert, að sem allra fiestir kjósendur sýni vilja sinn. Aldrei hefir riðið eins á )>ví við neinar kosningar, sem fram hafa farið á Islandi, að ailir at- kvæðisbærir Islendingar komi á kjörstað og greiði atkvæði. Þó kosningarnar standi yfir í 3 daga, ættu allir, sem geta kom- ið því við að kjósa fyrsta dag- inn og ekki síðar en á morgun. Þeir, sem kosið hafa, fá merki. í kvöld þurfa sem flestir að hafa fengið þetta merki og á mánu- dag má ekki neinn atkvæðisbær maður sjást, sem ekki hefir feng ið merki um það að hann sje bú- inn að kjósa. En menn geta gert meira en að kjósa sjálfir. Þeir geta rætt við' kunningja sína og gengið úr skugga um, hvort þeir sjeu búnir að kjósa. Tillaga mín um, að á hverju heimili verði einn eftir- litsmaður, sem sjái um að allir atkvæðisbærir menn á héimilinu kjósi, hefir fengið góðar undir- tektir. Kjörorð kosningadaganna er: Allir kjósendur á kjörstað. © Kjósendadekur. VIÐ ÞESSAR KOSNINGAR ætti ekki að koma til greina neitt kjósendadekur. Hver og einn kjósandi á að skilja, að hann er ekki að gera það fyrir neinn nema sjálfan sig og þjóð sína, að greiða atkvæði. Þeir, sem heil- brigðir eru og geta gengið á kjörstað eiga að gera það þegj- andi og hljóðalaust, en ekki að gera þeim, sem um flutningatæk in sjá, erfiðara fyrir uip flutninga á því fólki, sem þarf þeirra með. Látið ekki sækja* yður heim, ef þjer getið komist sjálfir á kjör- stað. Það eru margir menn, sem heilsu sinnar vegna munu biðja um hjálp til að komast á kjör- stað. Flestir þeirra, sem á því þurfa að halda hefðu viljað geta gengið óhaltir á kjörstað. Það verður ánægjustund fyrir hvern einasta^slending að greiða atkvæði. Það hefir fallið í hlut þeirrar kynslóðar, sem nú byggir þetta land, að ganga endanlega frá endurreisn lýðveldisins á ís- landi. Við munum ekki bregðast þeirri skyldu, sem við höfum ver ið svo heppin að á okkur hefir verið lögð. • Reykjavíkursafn. EINN AF ÁHUGASÖMUSTU Reykvíkingum, um alt er að sögu Reykjavíkur lýtur, Sigurður Hall dórsson trjesmíðameistari, hefir bent mjer á í sambandi við til- lögu mína um Reykjavíkursafn- ið, að Reykvíkingafjelagið hafi þegar lagt drög að kaupum á söfnum Georgs Ólafssonar banka stjóra og Jóns Helgasonar bisk- ups. Það mun gleðja ReyXvikinga að heyra þetta og gefur vonir um, að framkvæmdir verði í þessu máli. 9 Kirkjuklukkur. „ÞAÐ ER TILKYNT, að allar **♦ ♦> ‘i* ♦> •!»*!• ♦> »*• »|* •% .*» ’ kirkjuklukkur landsins eigi að | hringja inn lýðveldið á íslandi“, sagði kunningi minn við mig í gær. „Það er góð hugmynd, en þó því aðeins, að allar kirkju- klukkur landsins sjeu í lagi. En mjer er nær að halda og hefi enda sannanir fyrir því, að það er fjarri því, að svo sje. Það bar við í sveitakirkju ekki allfjarri Reykjavík fyrir skömmu, að jarð • syngja átti mann. En það var hvorki hægt að hringja þegar kistan var borin inn nje út úr kirkjunni, vegna þess, að kirkju- klukkurnar voru í ólagi og hafa verið það lengi“. Skúrinn á Lækjartorgi I SAMI MAÐUR, sem sagði rnjer það, sem að framan er sagt um kirkjuklukkurnar, mintist á | Ijóta skúrinn á Lækjartorgi. Sagð ist hann hafa góðar heimildir fyr ir því að þessi skúr hefði aldrei verið leyfður, heldur hafi aðeins verið gefið leyfi fyrir skóburst- ara-stól á Lækjartorgi. En það, sem er verra við þenna skúr er, hvað hann er ljótur og óprýðir umhverfið, er að ófyrir- leitnir dónar nota hann að nætur j lagi sem skjól til að kasta af sjer vatni. Er þegar farinn að mynd- ast þarna óþefur af verstu teg- und. Skúr þessi þarf að hverfa af torginu og enda mun það vera ^ ætlunin. Illa farið með peninga. ÞAÐ ER talað um, að almenn- ingur á íslandi fari illa með pen- (inga hin síðari árin og víst mun ! vera eitthvað hæft í því. En þeg- ar talað er um illa meðferð fjár- muna, er venjulega átt við að peningum sje eytt í óþarfa. En það er slæm meðferð pen- inga í annari merkingu, sem jeg j á við að þessu sinni. Það er ó- þrifaleg meðferð peningaseðla. jHjer er um heilbrigðisatriði að I ræða fyrst og fremst. Það myndi enginn setja óhreina peningaseðla S í veski sitt, eða snerta á þeim, ef menn sæju í smásjá, hvað kvikt ,er á þeim stundum. Það er alveg óþarfi að láta skít uga peningaseðla vera í umferð. Bankarnir skipta rifnum og skít- ugum seðlum fyrir nýja og ef menn, sem hafa peninga undir höndum gerðu sjer að reglu, fyr það fyrsta að fara vel með pen- ingaseðla og síðan skipta þeim í bönkunum, er þeir verða óhrein- ir, myndi þessum sóðaskap verða kipt í'lag. Ruslkörfurnar. Eftir að ruslkörfurnar voru ,,brynvarðar“, eða gerðar úr blikki í stað vírnets, hafa þær fengið að vera nokurnveginn í friði og þar af leiðandi komið að góðum notum. En þó er það á nokkrum stöð- um, sem mönnum hefir tekist að skemma körfurnar og þá fer nú gamanið að grána. Þar sem skemdarvörgum hefir tekist að beygla, eða rífa bikkið, geta körf urnar orðið hættulegar vegfar- endum, eða rjettara sagt fötum vegfarenda. Hefir það komið fyr ir nokkuð oft að föt manna hafa fest í körfumjm og þau rifnað. Þess er að vænta, að gott eftirlit verði haft með því, að )>ær körf- ur verði teknar niður, sem hættulegar eru í þessu tilliti.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 110. tölublað (20.05.1944)
https://timarit.is/issue/106339

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

110. tölublað (20.05.1944)

Aðgerðir: