Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1944Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 20.05.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.1944, Qupperneq 1
„Hjer hefir steinninn mannamál og moldin sál“. . D. St. Reykvíkingar! AtkvæðagreiðJan um skilnaðarmálið og stofnun lýðveldisins hefst kl. 10 árd -í dag í Miðbæjarbarna- skólanum- Það er áríðandi, að kjósendur dragi ekki að greiða atkvæði. Er það því mjög alvarlega brýnt fyrir mönnum, að mæta á kjörstað strax í dag og greiða atkvæði. Ótrúlegt er, að Reykvíkingar verði eftirbátar annara landsmanna í þessari örlagaríku atkvæða- greiðslu. Vitað er um mörg hjeruð, sem hafa sett sjer það markmið, að ná hverjum einasta kjósanda á kjörstað- Hver verður metnaður Reykvíkinga í þessari samkeppni ? Það er tvent, sem menn verða að muna í sambandi við atkvæðagreiðsluna. 1, Að mæta snemma á kjörstað og greiða atkvæði 2. Að setja kross framan við „já“-in á báðum kjör- seðlunum, sem eru á einu og sama blaðinu- Reykvíkingar! Sýnum í dag, að við fögnum frels- inu. Sýnum það í verki með þyí að fjölmenna á kjörstað. Á bls. 5 og 7 eru prentaðar, leiðbeiningar fyrir kj ðsendur. Fánann að hún ! í DAG gengur íslenska þjóð- in að kjörborðinu til þess að endurheimta lýðveldi sitt. Þetta er mikill hátíðisdagur. Sýnum þetta í verki, Reyk- víkingar, með því að draga fána að hún. Islenska fánann að hún á hverri einustu stöng í dag! • ' 11 131 ÞÆR ERU tvær spurning- arnar, sem lagðar eru fyrir kjósendur í dag. Onnur er um skilnaðinn við Dani. Það er efri kjörseðillinn. Hin spurningin er um stofn- un lýðveldis á Islandi (neðri kjcrseðillinn). Allir Islendingar þrá lýð- veldið. Þessvegna krossa þeir fram- an við ,,já“ á báðum seðlunum. „Þitt stríð er orðið langt og þungt, vort land! Nú loks á móðir kost að reisa bú með sonastyrk. Hvað gerir því þá grand? Hví grípa þeir ei tækifærið nú?“ Hannes Hafstein. „Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, lítil þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki — vilji er allt, sem þarf“.------Einar Benediktsson. „Við börn þín, ísland blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna“. Davíð Stefánsson. „En allra mest ríður á, að allir beir geðkostir, sem eru einkennilegir þrekfullri og vel mentaðri þjóð, dafni í landinu: föðurlandsást og ósjerplægni og mannlund, at- orka og dugnaður til andlegra og líkamlégra fram- kvæmda. þolgæði og stöðuglyndi að framfylgja því, sem rjett er og þjóðinni gagnlegt, og sönn dyggð og trúrækni yfir höfuð að tala, — því það er ekki rjett skilin trúrækni og dyggð, sem ekki lýsir sjer eins í athöfnum til þarfa fósturjarðar og samlanda eins og í lííerni hvers eins sjer í lagi“. Jón Sigurðssou. 31. árgangur. 110. tbl. — Laugardagur 20. maí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. jT A þessum stað verður lýðveldið endurreist

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55869
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 110. tölublað (20.05.1944)
https://timarit.is/issue/106339

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

110. tölublað (20.05.1944)

Iliuutsit: