Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 8
8 M O R « r M R f) A Ð I Ð Miðvikudagur 31. maí 1914 Mtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Nú reynir enn á Alþingi ALÞINGI hefir verið kvatt saman til framhaldsfundar 10 júní n. k. Verkefni þessa þings verða fyrst og fremst, að ganga endanlega frá stofnun lýðveldisins. Það verður anægjulegt fyrir Alþingi að koma saman að þessu sinni. Áður en þingfundum var frestað s. 1. vet- ur, tókst svo giftusamlega til, að fullkomin eining náðist á Alþingi um stóru málin tvö, skilnaðarmálið og lýðveld- isstofnunina. Og nú hefir þjóðin sýnt í verki, að hún fagnaði einingu þingsins. Sjálf tók hún Alþingi til fyrirmyndar við at- kvæðagreiðsluna 20. til 23. maí. Áhuginn, sem þjóðin sýndi við atkvæðagreiðsluna, er meiri en dæmi eru til fyrr hjer á landi. Og þátttakan í atkvæðagreiðslunni var heimsmet í lýðfrjálsu landi. Ekki þarf heldur að efast um, hver vilji þjóðarinnar er, eftir atkvæðagreiðsluna. Hún fylkir sjer einhuga um stefnuna, sem Alþingi markaði. Eftir þessi málalok verður ánægjulegt fyrir Alþingi að koma saman á ný. Gatan er nú greið að hinu setta marki. En alþingismenn verða vel að minnast þess, að þjóðin væntir nú mikils af þeim. Þjóðin fagnaði af alhug ein- ingunni, sem náðist á Alþingi að lokum, um lausn sjálf- stæðismálsins. En hún ætlast líka til þess, að Alþingi láti ekki þar við sitja. Það er blátt áfram krafa þjóðarinnar, að Alþingi heilsi hinu endurheimta lýðveldi með algerri einingu, innan þings og utan. Það er þess vegna fyrsta skylda Alþingis nú, þegar það kemur saman á ný, að taka höndum saman og mynda þingræðisstjórn, og eiga allir þingflokkar að standa að þeirri stjórn. Þetta myndi undirstrika enn betur hina al- geru þjóðareiningu í sjálfstæðismálinu og verða mikill styrkur út á við. Nú reynir á Alþingi, að það geri skyldu sína. ,Maðurinn frá Akureyri ÞAÐ ER nú orðið langt um liðið frá því að Jónas Jónsson var að skemta Reykvíkingum með margvíslegu gamansömu oflofi um skoðanabræður sína. Það var á þeim dögum, sem „tveir turnar“ urðu frægastir og „lífs- skoðun Ingvars Pálmasonar“ var þungamiðjan í þjóð- málunum. Menn voru farnir að kvíða því, að Jónas væri með aldrinum alveg búinn að missa þessa skemti-gáfu. En úr því hefir nú ræst. í síðasta blaði „Bóndans“ syngur Jónas útfararsálminn með langri gríngrein um Vilhjálm Þór. Hann segir þar frá því, að á árinu 1934 hafi Vilhjálmur Þór frelsað Ak- ureyri úr klóm kommúnista, með því að gera allsherjar sætt við kaupmenn Akureyrarbæjar. Að sönnu hafi Vil- hjálmur og kaupmennirnir ekki kært sig um að vera að fjasa um hvað gerðist á hinu nýja friðarheimili. Sam- búðin hafi verið líkust því „þegar roskinn ekkjumaður fær lífsreynda ekkju til að standa fyrir búi sínu“. Tíu árum síðar hafi hin svonefnda maí-deila risið. Þá var sigurvegarinn frá Akureyri orðinn „vega-, brúa- og vitamálaráðherra". Nú átti þjóðin alt sitt undir því, hvern- ig tekið yrði á þessari deilu. „Guði sje lof að til er hæsti- rjettur“, sagði Magnús Torfason. Og svo er fyrir að þakka, að nú stóð „maðurinn frá Akureyri“ við stýrið. Og sjá: „Akureyrarstefnan sigraði"! Það verður auðvitað að vera algert einkamál milli Jón- asar Jónssonar og Vilhjálms Þór, hvor þeirra fær góð- látlegra bros fyrir svona gríngrein. Þá hlið málsins getur Mbl. látið afskiftalausa. En hin hlið málsins er engan veginn hættulaus, og það verða menn að gera sjer Ijóst. Því að fátt er jafn skað- vænlegt og það, þegar sjálft ríkisvaldið lætur svínbeygj- ast fyrir ofríki kommúnista, eins og núverandi ríkisstjórn gerði í þessari svonefndu „maí-deilu“, en síðan er verið gð telja landsfólkinu trú um, að stjórnin hafi með rögg- semi unnið glæsilegan sigur! Skýjadans____________ SVO NEFNAST 13 smásögur eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, er út komu seint á árinu 1943. „Skýjadans“, smásagan, sem bókin bdr nafn af, er ekki smá- saga í raunverulegurrískilningi þess orðs, heldur æfintýri. En þetta æfintýri er fallegt, heil- steypt að formi og vel á svið sett, því að æfintýrið er stór- feld leiksýning, þar serp him- inhvolfið er leiksviðið, en per- sónur leiksins eru vindar allra átta og ský himinsins. ,,Feðgarnir“ finst mjer falleg smásaga. Umhverfið er fjalla- vatn í faðmi öræfanna. Sagan er um himbrimahjón, sem nema þar land. Kvenfuglinn er skot- inn í hreiðrinu. Karlfuglinn tekur við skyldum móðurinnar og kemur einum unga til fugls. „Fjölskyldan í Furuvíkurey“ er laglega gerð saga um refahjón, sem koma — enginn veit hvað- an — í eyna og berjast þar fyr- ir lífinu um eins árs skeið. Heldm- hefði jeg þó kosið, að enginn jarðskjálfti hefði kom- ið þar við sögu, til þess að grafa gren þeirra í urðu. „Háfeti“ er góð hestasaga. „Krummahreiðrið“ er stutt saga um unglinga og væri vel fallin til lesturs handa þeim. Yfirleitt virðist Þóroddi tak- ast best, þegar hann lýsir dýr- um eða landslagi — töfrum ís- lenskrar náttúrufegurðar eða „skýjadansi“ himinsins. Þegar hann kemur í „mannheim“, tekst honum best að lýsa börn- um, en þegar hann snýr sjer að fullorðna fólkinu og lífsviðhorf- um þess, bregst honum oftar bogalistin. — „Krókur á móti bragði“ er 'saga með allmikl- um ólíkindablæ. Skammbyssan er að vísu handhægt vopn, en varlega skyldu gamlar, íslensk- ar sveitakonur beita slíku verk færi, því að fæstum þeirra mun notkun þess í lófa lagin, og það enda þótt ástamál dætra þelrra sjeu illa flækt. Þá er „Hengiflug“, þar sem keppinautar í ástum síga í bjarg, bregða hnífi til að skera á festi og eru í miklum víga- hug, ekki svo vel gerð saga, sem ákjósanlegt væri. Söguhetjan virðist fara niður í handvað, en keppinautur hans þó eiga að draga hann upp. En þótt lýs- ingin á aðferð bjargsigsins kynni að orka tvímælis, væri slíkt þó í sjálfu sjer aukaatriði. En söguefnið er svo margnotað, að tæplega er unt að láta það „verka svo dramatískt“, sem til er ætlast. Málið á bók Þórodds er gott. Hann er smekkvís maður í með ferð tungunnar. Stíllinn fellur víða lipurlega að efni, einkum í náttúrulýsingum, en persónu- leg einkenni eru ekki fastmörk uð, enn sem komið er. Þórodd- ur leitar stíls — og mun finna. Böðvar frá Hnífsdal. Churchill á konungs- fundi. London í gærkveldi. CHURCHILL forsætisráð- herra fór í heimsókn í Bucking- ham höll í dag og snæddi há- degisverð með konungsfjöl- skyldunni. Ræddi forsætisráð- herrann lengi við George kon- ung. — Reutfer. Seinleg atkvæðataln- ing. EIN HEIL VIKA er nú liðin frá því lýðveldiskosningunum lauk, en ]>ó eru úrslit kosning- anna ekki að fullu kunn ennþá. Það er gamla sagan með kosn- ingaúrslitin hjer á landi, að þáu koma aldrei fyr en eftir dúk og disk. Það er eins og allan mátt dragi úr kjörstjórnunum þegar sjálfri kosningunni er lokið. Víst er það rjett, að víða eru slæmar samgöngur hjer á landi, og-veður geta bannað ferðalög, jafnvel þó komið sje fram í maílok, en að það þurfi að taka heila viku að safna saman atkvæðakössum í einni sýslu, er samt ótrúlegt. Það er ekki ástæðulaus grunur margra, að hjer sje frekar sleifar lagi að kenna, en getuleysi. Það ætti að vera föst venja, að ljúka talningu atkvæða svo fljótt, sem frekast er kostur um land alt, undir eins og kosningum er lokið. Það væri ekki vanþörf á, að endurskoða tilhögun þá, sem höfð er á atkvæðatalningu hjer á landi við almennar kosningar. Það hljóta að vera mörg ráð til að flýta fyrir talningu frá því, sem tíðkast hefir hingað til. Óvinsælar kindur. SAUÐKINDIN er ekki vinsæl skepna hjá bæjarbúum um þess- ar mundir. Ástæðan er sú, að sauðfje hefir gert mikinn u§la í görðum manna og gróðurreitum, bæði í sjálfum bænum og úthverf unum. Um þetta mál var nýlega rituð grein hjer í blaðið og mun hún hafa orðið til þess, að þeir, sem orðið hafa fyrir búsifjum af völdum sauðkinda í vor og und- anfarin sumur, hafa tekið sjer penna í hönd og skrifað mjer línu um' þessi mál. Því miður get jeg ekki birt öll þau brjef og kvart- anir, sem mjer hafa borist vegna ágangs sauðfjárs á eignir bæjar- búa. En hjer fer á eftir ýtarlegt brjef um þessi mál, frá manni, sem hefir reynsluna af þessum ó- fögnuði: Skemdarverk. „Fyrir nokkrum ^rum keypti jeg húseign ásamt tilheyrandi erfðafestulandi, hjer innan við bæinn. Hafði verið lagður þar nokkur grundvöllur að trjárækt, sem jeg hefi síðan reynt að halda við og auka. Fyrstu kynni mín af sauðfje Reykvíkinga voru þau, að dag nokkurn, rjett áður en jeg flutti í húsið, er jeg kom að líta eftir því, voru milli 10 og tuttugu sauðkindur á beit á landinu og þarf ekki að lýsa gagnsemi þeirr- ar heimsóknar. Síðan hefi jeg ár- lega orðið fyrir meira eða minna tjóni af völdum sauðfjár. Eitt haustið voru eyðilögð fyrir mjer ca. 40 hvítkálshöfuð. Annað sinn var eyðilagður grænkálsforði minn. Oft og einatt hafa viðkom- andi blómkálsplöntur eyðilagst af tráðki og tönnum sauðfjár. Það eyðilegst og traðkast altaf meira og minna í hverjum eltingaleik við þessa sauðþráu varga. Þá hefi 'jeg orðið fyrir nokkrum skemdum á birkihríslum. Ein rolla klipti t. d. ofan af 10—20 birkiplöntum í vor. Varúðarráðstafanir. HEFÐI ÞÓ TJÓN mitt orðið miklu meira en raun er á, ef jeg hefði ekki viðhaft sjerstaka varkárni á þeim tímum, sem á- sóknar fjárins gætir mest. T. d. má geta þess að tvær nætur í röð s. I. vor klófesti jeg sömu dilkrolluna í trjágarðinum, og lauk ekki ásókn hennar fyrr en eigandinn hafði flutt hana upp í sveit. Eina vornóttina voru tveir hrútar að hagræða sjer undir stofuglugganum, er mjer af til- viljun varð litið út um gluggann um óttuskeið. Sökum búsetu minnar hjer innfrá undanfarin ár, hefi jeg haft góða aðstöðu til þess að fylgjast með sauðfjárræktarstarf semi þeirri, sem þrífst í höfuð- borg íslands nú. Þegar tún fara að grænka á vorin og grös eru komin fyrir sauðfjeð, birtast heilir hópar af því á túnum um allan Fossvog, í Sogamýrinni og umhveríis Laug arnar. Oft eru það túneigendur sem eiga fjeð og þykjast svo sem heimildarmenn að því að beita sin eigin tún. Vanhirtar girðingar. EN ÞEIR GÓÐU MENN hafa ekki að sama skapi áhuga fyrir girðingum sínum og eftir stutta stund flæðir vargurinn yfir alt; meðfram öllum vegum getur að líta tvílembur og gangi maður vestur Bústaðaveginn eða Foss- vogsveginn, sjást þær svo kropp- andi vio annanhvern sumarbú- stað, eyrandi engu, hvorki kál- plöntum nje trjám. Þetta er látið svo viðgangast þangað til það langt er liðið á vorið, að Breið- holtsgirðingin þykir hæf til beit- ar. Þá er smalað þangað óskila- fjenu, sem landlausir fjáreigend- ur hafa þá um stund beitt á göt- ur og vegi höfuðborgarinnar og garða samborgaranna, en þeir sem sjálfir eiga lönd þurfa nú svo sem ekki að sætta sig við slíkt. Þetta er mitt land skal jeg segja þjer og mínar kindur og eignarrjetturinn er friðhelgur og svo beita þeir fram í fardaga í orði kveðnu sín eigin tún en í raun og veru blóm- og trjágarða nágrannans. - í Breiðholtsgirðing- unni. EN FJEÐ, sem rekið var í Breiðholtsgirðinguna unir illa sliku fæði, sem þar er á boðstól- um. Það er minnugt safamikilla ungplantna niður í skjólgóðurh görðurp, finnur fljótlega smugu , á girðingunni og heldur af stað niður í sollinn. Og _þótt bæjar- landið sje smalað vel á hverjum morgni þá halda hjarðirnar nið- ur í bæ, er líður á daginn og um lágnættið læðast þær inn í garð- ana og eyðileggja tómstunda- vinnu fólksins frá því um kvöld- ið. Það er fyrst er fjeð er rekið til afrjettar, að maður gengur ugglaus til svefns. Dýrðin stendur ekki lengi. ÞESSI DÝRÐ stendur þar til í aflíðandi ágústmánuði. Þá byrja ; framvarðasveitirnar árásir sínar, ! og um rjettir hefst innrásin fyrir j alvöru. Hópur eftir hóp er rek- jinn inn á bæjarlandið um þetta leyti og þegar maður gengur til j bæjarins um þessar mundir er alt krökt af fje. Á öllum túnum, meðfram ölllum vegum. Feitar og íbygnar tvílemburnar liggja makráðar undir veggjum nýyfir- gefinna sumarbústaða og jótra á frístundavinnu og vetrarforða kaupstaðarbúans frá síðastliðnu sumri, ög þarna una þær óáreitt- ar þar til að jarðbönn neyða eig endur þeirra tíl að taka þær á gjof.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.