Morgunblaðið - 30.06.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 30.06.1944, Síða 6
6 MOi.GUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1944 Ýtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ályktun Dagsbiúnar í skattamálum Á FUNDI, sem haldinn var í verkamannafjelaginu Dagsbrún s. 1. þriðjudagskvöld, var samþykt svohljóðandi ályktun í skattamálunum: „Fundur í Verkamannafjelaginu Dagsbrún mótmælir hinum gifurlegu skattaálögum, sem lagðar hafa verið á verkamenn á síðastliðnu ári, samtímis því sem mikill hluti stríðsgróðans hefir sloppið við skatt, og tiltölulega lítill hluti skattstofnanna not- aður til þess að tryggja framtíðaratvinnu í landinu. Fundurinn telur nauðsynlegt: 1. Að persónufrádráttur verði hækkaður svo, að ekki sje lagð- ur skattur á þurftartekjur. 2. Að útsvör verði ekki lögð á þurftartekjur og lækkuð að mun á lágum og miðlungstekjum. 3. Að hin sjerstöku hlunnindi gróðafjelaga verði afnumin ♦ • (varasjóðshlunnindi, takmörkun á útsvari). 4. Að gerðar verði ráðstafanir, sem duga, til þess að koma í veg fyrir skattsvik“. ★ Það er ofur eðlilegt, að verkamenn kvarti undan skatta- byrðinni, eins og hún er nú hjá ríki og bæjarfjelagi. Ýmislegt af því, sem bent er á í ályktun Dagsbrúnar, til úrbóta, er þess eðlis, að allir geta undir það skrifað. Það er t. d. alveg rjett, að persónufrádrátturinn í gild- andi skattalögum er of lágur. Einnig er of langt gengið í álagningu útvars á þurftartekjur manna, með þeim út- svarstiga, sem nú er notaður hjer í bænum. Loks geta áreiðanlega allir verið sammála um, að gerðar verði ráð- stafanir, sem duga, til þess að komið verði í veg fyrir skattsvik. En svo eru aftur önnur atriði í ályktun Dagsbrúnar, sem bersýnilega eru þangað komin vegna pólitísks undirróð- urs, en ekki af því, að það geti verið áhugamál verka- manna, að þær breytingar verði gepðar á skattalögunum, sem þar er farið fram á. Svo er um 3. lið ályktunarinnar, þar sem lagt er til að afnuminn verði varasjóðshlunnindi almennra hlutafjelaga. Það getur engan veginn verið í þágu verklýðsstjettanna, að fjelögum sje varnað að safna fje í varasjóði. Því að ef fjelag á gildan varasjóð upp á að hlaupa, er hann trygging fyrir því, að fjelagið geti haldið áfram starfrækslu, þótt halli verði á rekstrinum eitt og eitt ár. Varasjóði fjelaga má því skoða sem einskonar öryggissjóði þeirra manna, sem hafa atvinnu við fyrir- tækin. Þess vegna er það tvímælalaust rjett hugsað hjá löggjafanum, að veita þeim fjelögum, sem safna vilja fje í varasjóði nokkur hlunnindi í skattgreiðslu. Með því er stuðlað að fjármyndun fjelagan'na, í stað hins, að úthluta ágóðanum sem arði. En það ætti öllum að vera ljóst, að slík fjármyndun fyrirtækja, er eitt af undirstöðuatrið- um atvinnulífsins í okkar landi. Þá er einnig lagt til í 3. lið ályktunarinnar, að afnumin veroi takmörkun sú, sem nú er í lögum varðandi útsvars- álagningu gróðafjelaga. Mun hjer vera átt við það, að í 4. gr. laga nr. 21, 1942, um stríðsgróðaskatt, er svo fyrir mælt, að ekki megi leggja útsvar á þann hluta hreinna tekna gjaldenda, sem umfram er 200 þúsund krónur, meðan ákveðið sje í lögum að greiða skuli samtals 90% í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskyldum tekjum yfir 200 þúsund krónur. Ákvæði þetta er vitanlega sett inn í lögin vegna þess, að löggjafinn hefir litið svo á, að þessi hluti teknanna væri þegar svo þungt skattlagður, að þar væri ekki á bæt- andi. Um þetta ættu og allir að geta verið sammála. En hitt er rjett, að með þessu er gengið á rjett bæjarfjelag- anna og öðrum skattgreiðendum bæjanna íþyngt. Til þess að fá lagfæring á þessu, þarf önnur skifting að verða á stríðsgpóðskattinum milli ríkis og bæjarfjelaga en nú er. Hlutur bæjanna á að vera miklu hærri. Ef Dagsbrún hefði krafist þessa, var hún á rjettri braut. Guðmundur Map- ússon Fæddur 3. júlí 1877. Dáinn 23. maí 1944. Hann var jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju hinn 3. júní síðastl., að viðstöddu fjölmenni. Fæddur var hann að Unaðsdal við ísafjarðardjúp, en fluttist þaðan ungur með móður sinni austur í Rangárvallasýslu; fað- ir hans var þá dáinn. Ólst 'Guðmundur upp þar í sýsiu fram á fullorðinsár, þar til hann hóf búskap með konu Sinni, Kristínu Jónsdóttur, að Leiðólfsstöðum í Stokkseyrar- hreppi. Eftir tveggja ára bú- skap þar, flultust þau hjón til Eyrarbakka og bjuggu þar, uns Kristín andaðist árið 1932. Eft- ir það var Guðmundur hjá stjúp dóttur sinni, Þuríði Helgadótt- ur, og manni hennar, Guðjóni Guðmundssyni, til dauðadags. Guðmundur Magnússon var vel viti borinn, bókhneigður, góður viðræðu, hógvær og lít- illátur. Líftaug hans var alla ævi í iðju og starfi hins trú- lynda, þögula manns, sem ávaxt ar sitt pund, er guð gaf hon- um, í þjónustu ástvina sinna og ættj arðarinnar. Eitt stórmál utan síns verka- hrings var Guðmundi sálaða sjerstaklega hjartfólgið. Það var bindindismálið. Það skipaði vissulega stórt rúm í sál hans og lífsstefnu. Það markaði hug hans og áthafnir, því það var hans hjartans mál. Öll þau ár, sem jeg hafði kynni af hon- um, var hann einn af bestu starfsmönnum stúkunnar Eyr- arrósar, og æðsti templar henn- ar var hann síðastl. ár. Hann vann bindindismálinu alt, er hann mátti, til dauðadags. Meðhjálpari í Eyrarbakka- kirkju var hann hin þrjú síð- ustu ár æfi sinnar. Því virðu- lega starfi gegndi hann með einkennum hinna sömu eigin- leika, er einkendu alt hans líf. Vitnisburðurinn, sem sóknar presturinn flutti við útför hans um þessa kirkjulegu þjónustu var fagur blómsveigur um minningu góðs manns. Það var eins og Guðmundi yxi ásmegin við aldurinn. Hann var árrisull vökumaður hugð- arefna sinna alt til hinstu stund ar. Jeg hef alveg sjerstaka á- slæðu til að minnast Guðmund- ar Magnússonar. Mjer er minn- isstætt fyrsta kvöldið, er jeg kom til Eyrarbakka með fjöl- skyldu mína. Ilafði aldrei kom ið þar áður og þekti þar engan mann. Þá var það Guðmundur Magn ússon, þessi ljúfi, hægláti mað- ur, sem tók okkur tveim hönd- um, boðinn og búinn til hvers konar hjálpar og þjónustu. En hjálpsemi hans og vinátta stóð lengur en þetta eina kvöld. Hvorttveggja stóð óslitið til síð- asta dags. Engan mann hef jeg þekt, sem betra hefir verið að biðja bónar en Guðmund. Hann bauð ætíð hjálp sína ef hann vissi að einhvers var vant, sem líklegt var að hann gæli bætt. Hann gat altaf rjett hjálpandi hönd. Slíkan mann er vert að muna. Blær vorsins breiðir nú blæju sína yfir moldir hans og blessar minningu hans. Guðm. M. Þorláksson. Sögusýningin. ÞAÐ VIRÐAST tiltölulega fá- ir bæjarbúar hafa gert sjer ljóst, að í Mentaskólanum stendur yf- ir þessa dagana sýning, sem er svo merkileg, að allir, sem komn ir eru til vits og ára ættu að skoða hana. Sýningin gefur í stórum drátt- um yfirlit yfir sögu íslensku þjóð arinnar frá landnámstíð til vorra daga og þjóðinni hefir ef til ^ill aldrei verið meiri þörf en nú, að þekkja sína sögu. Það var þess- vegna mjög vel til fallið, að koma þessari sýningu upp nú í sambandi við lýðveldisstofnun- ina. Margir bestu listamenn okkar hafa hjálpað til að gera sýning- una vel úr garði, og margt er þar að sjá, sem menn hafa ekki gert sjer Ijóst áður. Á sýningunni er t. d. plagg, sem mörgum Reykvíkingum mun þykja einkennilegt, en það er fyrsta fundargerð bæjarstjórnar Reykjavíkur, um 100 ára gömul. Fundargerðin er á dönsku og fleiri plögg eru þarna sem sýna, að það eru ekki nema 100 ár síð an harðar deilur stóðu um það, hvort hjer ætti að tala dönsku eða íslensku. Sígild orð. í SÝNINGAR-HERBERGJUN- UM eru á víð og dreif festar upp setningar,. sem frægar eru orðn- ar í sögunni. Setningar, sem eru og hafa verið á vörum íslendinga og sem þeir hafa vitnað í mann fram af manni, öldum saman. En það var sjerstaklega ein setning, sem mjer þótti vænt um að sjá þarna. En það eru orð skipstjórans á Fróða, Gunnars Árnasonar, sem hann sagði hel- særður, eftir vjelbyssukúlur þýskra kafbátsmanna og skipsfje lagar hans vildu reyna að að- stoða hann. „Hugsið fyrst um hann Steina“, sagði Gunnar. Þetta er og verður sígild setn- ing, sem mun varðveitast í sögu íslands um ókomnar aldir, sem dæmi um karlmensjtu og dreng- skap íslenskra sjómanna. Fleira er þarna á sýningunni, sem hrífur huga Islendingsins. Ekki skal jeg rekja nánar hverja deild þessarar merku sýn ingar, það hefir verið gert á öðr um vettvangi. En þetta vil jeg segja: I hverri einustu deild sýn- ingarinnar er eitthvað, sem er mentandi, þroskandi og vekur til umhugsunar. Þessvegna eiga sem flestir að skoða þessa sýningu og skoða hana vandlega. Hversvegna er sögu- sýningin ekki sótt? NÝLEGA VAR ÞESS getið í frjettum dagblaðanna, að 3000 manns hefðu sjeð sögusýninguna. Þetta er lítil aðsókn. Og hvernig stendur á því? Getur það verið að menn horfi í inngangseyririnn? Því ekki. Það er nokuð dýrt að þurfa að greiða 5 krónur fyrir að komast inn og 3 krónur fyrir sýningar- skrána. Það eru 8 krónur, sem það kostar einstaklinginn að fara á sýninguna. Fyrir þá pen- inga geta menn t. d. fengið tvo aðgöngumiða í kvikmyndáhús. Það er ekki ólíklegt, að sumir menn nenni ekki að eyða fje til að skoða sýningu, sem þessa; vilji heldur eyðaHje sínu í aðrar skemtanir. Jeg er þeirrar skoðunar, að ekki hefði átt að selja aðgang að sögusýningunni, nema þá eitt- hvað örlítið, t. d. 1 krónu. Það verður vafalaust tap fyrir ríkið á sýningunni og það gerir ekk- ert til. Aðalatriðið er að sem flestir fái tækifæri til að sjá sýn inguna og alt sje gert, sem mögu legt er til að fá almenning til að koma þangað. Það er hægt að Iaða fólkið að. SÝNINGAR eru ekki lengur það sjaldgæfar hjer í bænum, að fólk fáist til að sækja þær, nema að eitthvað sje gert til að laða menn að þeim. Það er svo margt annað, sem glepur fyrir, svo margvíslegt, sem menn geta gert nú í frístundum sínum, að til þess að almenningur sæki sýn- ingar, þarf að hafa eitthvað eftir- sóknarvert, sem dregur fólkið að. I sambandi við þessa sýningu ætti að fá mentamenn okkar til að flytja sögulega fyrirlestra. Fá hljómlistarmenn til að leika ætt- jarðarlög. I sem fæstum orðum sagt: Gera sýninguna „lifandi“ og skemtilega. Þá myndi fólkiði streyma þangað. Og svo að lokum þetta. Væri ekki tök á að halda þessa sýn- ingu víðar á landinu en í Reykja- vík. Væri ekki hægt að sýna í stærstu bæjunum á landinu? Sýningin er sannarlega þess verð að það yrði gert. Bílastæði, sem fáir nota. í FJÖLDA MÖRG ÁR hafa bifreiðaeigendur verið gagnrýnd ir fyrir hvernig þeir leggja bíl- um sínum við aðalgöturnar í miðbænum og torvelda þannig alla umferð. Hefir ástandið oft verið ljótt í þessum efnum, eink um í Austurstræti og Hafnar- stræti. En í hvert sinn, sem yfir þessu hefir verið kvartað, hafa bifreiðaeigendur spurt: „Hvar eigum við að geyma bílana okk- ar?“ og þeirri spurningu hefir ekki verið hægt að svara og um- ræður um málið því fallið niður. En nú fyrir skömmu breyttist þetta til batnaðar. Bæjaryfir- völdin ljetu sljetta yfir grunn Hótel íslands og ætla það svæði fyrir bílastæði. Skiptir ekki máli í þessu sambandi, hvort mönnum líkar sú ráðstöfun vel eða illa og enda mjög . skiptar skoðanir um málið. En bílaþröngin í Austurstræti og Hafnarstræti er sú sama eftir sem áður. Annaðhvort stafar það af því, að bílaeigendur hafa ekki gert sjer ljóst, að þeir geta lagt bílum sínum á Hótel ísland grunninn, eða þeir nenna ekki að hafa fyrir því. Hjer er verk- efni fyrir lögregluna. Hún ætti að banna með öllu að bílar sjeu látnir standa tímum saman á Austurstræti og Hafnarstræti. Myndi þá fljótt verða greiðari umferð um þessar aðalsamgöngu æðar bæjarins. Ennfremur ætti. lögreglan að taka til alvarlegrar athugungr og hafa eftirlit með, hvernig menn leggja bílum sínum víða í bæn- um. I sumum götum er bíla- mergðin svo mikil, beggja meg- in við götuna,'að þær mega telj- ast lokaðar fyrir umferð og víða er ekki hægt að komast í bíl að húsum vegna þess, hve bílum, sem als ekki eiga heima við göturnar er lagt þjett meðfram gangstígum beggja megin gatna. Bílaeigendur, sem vildu geyma bíla sína í bílskúrum, eða á lóð- um við hús sín, komast stundum ekki að fyrir „aðkomubílum".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.