Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. júní 1944 MOBQONBL / MÐ f UIMDIRSTAÐA FRIÐARIIM8 A KYRRAHAFI EN ÞAÐ kann að verða óger- legt að stofna nokkurt alþjóð- legt lýðveldi í Indonesiu. — Breska stjórnin hefir þegar lát- ið í ljós andúð sína á þeirri hugmynd, að allar nýlendur verði settar undir alþjóðlega stjórn. Yfirlýsingu Churchill um það, að hann hefði ekki tekið við embætti sínu í því skyni að leysa upp| breska heimsveldið, hefir hvarvetna verið veitt athygli. Oliver Stanley, breski nýlendumála- ráðherrann, tók það ákveðið fram til enn frekari árjettingar stefnu bresku stjórnarinnar, að „stjórn bresku nýlendnanna verður áfram að vera algerlega í höndum Breta“. Þar sem yf- irlýst viðhorf bresku stjórnar- innar er þannig, hljóta Hollend ingar, Frakkar og Portúgalar að taka sömu afstöðu. Jeg hefi nú gert frumdrög að áætlun, sem jeg tel höfuðnauð- syn að hrinda í framkvæmd til þess að auðið verði að finna nokkra viðunandi lausn á ný- lenduvandamálinu. Þá ætti einnig að fela alþjóð- legri nefnd, sem útnefnd væri af Kyrrahafsráðinu, að stjórna japönsku umboðsstjórnarný- lendunum, sem áður voru eign Þjóðverja — Marianaeyjum (246 fermílur, 44.052 íbúar), Karolinueyjum (529 smáeyjar, 30915 íbúar) og Marshalleyj- um (24 smáeyjar, 10.383 íbú- ar). Alþjóðleg öryggislína. HÓPUR manna hjer í Banda- ríkjunum hefir lagt fram þá tillögu, að Bandaríkin komi upp varnarlínu til tryggingar friðn- um á Kyrrahafi. Varnarlína þessi skyldi ná til Formósu yfir eyjar þær, sem liggja í siglinga leiðinni yfir Kyrrahafið — Midway, Wake, Guam, umboðs stjórnarnýlendur Japana, Fil- ipseyjar, Liu-Chiu og Bonin- eyjar. í riti sínu „Vandamálin í Austur-Asíu eftir stríð“, kall- ar Kurt Block virkjabelti þetta: „fyrstu varnarlínu amerísk- breskra hagsmuna í Austur- löndum gegn sjerhverri hugs- anlegri hættu frá Japönum, Kínverjum eða Rússum. í rit- stjórnargrein í blaðinu „Fort- une“, var tekið undir þessa hugmynd, en hún túlkuð á ann an hátt. Þar var lína þessi skoð uð sem varnarlína fyrir Filips- eyjar, Indonesiuríkið, Indo- Kína og suðurströnd Kína. Hvar svo sem hugmyndin kann að vera, hlýtur slík vamarlína að tryggja Bandaríkjunum stökk- palla þaðan sem þau geta beitt áhrifum sínum á Kyrrahafs- svæðinu og í himrm fjarlægari Austurlöndum. Bandaríkin — jafnvægisaflið. ÞESS má minnast, að þegar á fyrstu árunum eftir 1930 var það almenn ósk Austur-Asíu- þjóðanna, að Bandarikin skær- ust þar í leikinn. En það er ekki hægt að koma við virkri íhlut- un á fám vikum eða mánuðum, nema nauðsynlegur undirbún- ingur hafi áður farið fram. Og hvernig er auðíð að undirbúa jarðveginn þegar hernaðarleg- ar bækistöðvar eru ekki fyrir hendi? Með fúsleika sínum á EFTIR WU NAN-JU í þessari síðari grein sinni rekur Wu Nan-Ju nánar hugmyndir sínar varðandi framtíðarskipan málanna á Kyrrahafi. Hann aðhyllist stofnun víðtækra ríkjabanda- laga eins og flestir þeir höfundar, sem ritað hafa og rætt um þessi efni. Hann leggur þó ríka áherslu á nauðsyn þess, að öllum ríkjum verði gefinn kostur á að njóta frelsis og sjálfstæðis, jafnskjótt og þau eru nægilega þroskuð til þess. Síðari grein að veita Filipseyjum sjálfstæði hafa Bandaríkin sýnt, að þau — að minsta kosti í bili — hafa* ekki nein yfirdrotnunaráform í huga. Ahrif þeirra geta því vel orðið friðinum íil mikillar eflingar. Utþensla áhrifavalds þeirra til Austur-Asíu og Suð- vestur-Kyrrahafslanda mun verða vel þegin af þeim þjóðum, er þessi lönd byggja, þar á með- al Kínverjum, sem ekki hafa neinar yfirdrotnunarfyrirætlan ir í huga, en þrá aðeins frio og rjettlæti. Þá má enn betur trjrggja það. að varnarbelti þetta komi að fullum notum, með því að fela yfirstjórn þess í hendur alþjóð- legri hernaðarnefnd, er útnefnd væri af Kyrrahafsráðinu, Að sjálfsögðu myndi áhrifa Banda- ríkjanna gæta þar langmest. Hersveitir þær, sem gættu varn arbellis þessa, gætu einnig ver- ið frá hinum ýmsu sameinuðu þjóðum, þótt hersveitir Banda- ríkjanna yrðu þar eðlilega fjöl- mennastar. Varnarlínuna mætti einnig framlengja frá Formósu norður til Koreu, og myndi þá kínverska hernum falið mikil- vægt hlutverk í vörnum henn- ar. Kyrrahafsráðið ætti eftir stríð að skipa alþjóðlega nefnd til þess að annast frjálsan flutning fjármagns, vinnu, lífsnauðsynja og hráefna milli landa Austur- Asíu og Kyrrahafseyja. Á herð um þessarar nefndar myndi hvíla það hlutverk að uppræta allar orsakir til ágreinings milli þessara þjóða innbyfðis og rnilli þeirra og þjóða annará heims- svæða. Öil þessi mál. sem hjer hefir verið drepið á, þyrfti að leysa á hinu fjögurra ára vopnahljes- iímabili. Millibilstímabilið. Á VOPNAHLJESTÍMABIL- INU verður að leggja horn- steina friðarskipulagsins, en á hinu sex ára langa millibiis- tímabili þarf að trj'ggja undir- stöðuna enn betur. Hafi ábyrgri stjórn verið kom ið á laggirnar í Japan í lok vopnahljestímabilsins, verður hægt í upphafi annars iímabils- ins að gera formlega friðarsamn inga milli Japana og fyrri and- stæðinga þeirra og veita opin- bera staðfestingu breytingum þeim, sem orðið hafa á vopna- hljestímabilinu. Hin alþjóðlega stjórnarnefnd mun áfram vaka yfir japönsku stjórninni, gefa henni leiðbeiningar og heimta frekari brej'tingar, ef þörf ger- ist. Herir hinna sameinuðu þjóða munu þá hafa verið flutt- ir frá Japan, að undanteknum nokkrum hernaðarlega mikil- vægum stöðum, sem áfram verða að vera undir eftirliti bandamanna. Japanskar korn- myllur, verksmiðjur og skipa- smíðastöðvar halda áfram að framleiða varning til greiðslu á skaðabótum. í lok sex ára tíma- bilsins á Kyrrahafsráðið að rannsaka ítarlega alla fram- komu og háltsemi japönsku stjórnarinnar, og telji það hana fullnægjandi, lýsir það milli- bilstímabilinu lokið, skaðabóta- , greiðslur niður feldar, alþjóð- jlegt eftirlit afnumið og jap- önsku stjórnina fullkomlega frjálsa og reiðubúna til þess að taka þátt í nýskipan hins lýð- ræðislega friðarskipulags, með jafnrjeítisaðstöðu við önnur ríki. Þannig munu Japarjir aðeins hafa setið tíu ár í fangelsi fj'rir alla þá glæpi, sem þeir hafa framið siðan árið 1931 — og það getur ekki talist langur tími af þjóðaræfi. ] Á þessu tímabili rnunu Kín- verjar halda ófram að beita allri orku sinni að auknum iðn aði og fullkomnara lýðræðis- skipulagi. Gert er ráð fjair því, að í lok þessa sex ára tímabils verði Kína vel á veg komið að því marki, sem það hafði sett sjer á báðum þessum sviðum. Ekki síðar en í lok þessa tíma- bils verour að finna endanlega lausn á Ytri-Mongoliu-vanda- málið. Þá verða einnig ýms önnur störf, sem liggja fyrir, Kj-rra- hafsráðinu á þessu tímabili. Fyrst og fremst verður að þjálfa alþjóðlegan her, og á- kveða framlag hvers bandalags rikis í hlutfalli við stærð, fólks fjölda og stjórnmálalega og við skiftalega hagsmuni hvers þeirra. Samtímis þjálfun þessa hers verður hin alþjóðlega hernað- arnefnd að gera áætlanir um afvonnun hinna einstöku þjóða smótt og smátt. Að lokum skal hver þjóð einungis hafa nægi- legan herstj’rk til þess að halda uppi lögum og rjetíi innan sinna eigin landamæra. í sam- ræmi við þetta skulu hinar ein- stöku þjóðir og einstaklingar algerlega sviftir rjetti til þess að framleiða herflugvjelar, skriðdreka og önnur þungaher- gögn. Alþjóðadómstóll. AÐ LOKUM verður ráðið að koma á fól alþjóðadómstól og gera varanlegan friðarsáttmála. I upphafi millibilstímabilsins mun hlutlausum þjóðum svo sem Rússum og Portúgalsmönn um boðin innganga í Kyrrahafs og Austur-Asiu ráðið. Ráðstaf- anir munu verða gerðar tiLþess að ræóa friðarlöggjöfina. í því skyni mun verða skipuð alþjóð- leg löggjafarnefnd, sem situr að staðaldri og verður skipuð sjerfræðingum. Fyrsta hlutverk þessarar nefndar mun verða að semja friðarsáttmála til þess að leggja fyrir bandalagsráðið. þar sem Japanir og Thailendingar muhu einnig fá að hafa full- trúa. _ I lok þessa millibilstímabils og eftir að friðarsáttmálinn hef ir verið samþyktur af banda- lagsráðinu og staðfestur af hlut aðeigandi ríkisstjórnum með tilskyldu atkvæðamagni, kem- ur sáttmálinn til framkvæmda og tjaldið verður dregið frá leiksviði hins varanlega friðar- skipulags. Friðartímahilið. EINS og þegar hefir verið bent á, mun undirstaða friðar- ins í aðalatriðum hafa verið lögð á vopnahljes- og millibils- tímabilinu. Það, sem greint verð ur í sáttmála þessum og fram- kvæmt á þriðja tímabilinu, verð ur að engu lej'ti nýtt. Hjer mun aðeins verða um það að ræða, að kerfisbinda og færa í letur það, sem hagnýtt hefir verið og reynst vel á hinu tíu ára til- raunaskeiði. Bandalagsráð Austur-Asíu- og Kyrrahafsríkjanna mun verða höfuo þessa friðarskipu- lags. Hinir upphaflegu meðlim- ir þess munu verða Bandaríkin, Stóra-Bretland, Kína. Ástralíu, Nýja Sjáland óg Holland. Á millibilstímabilinu mun Rúss- landi, Portúgal, Filipseyjum, Koreu og Indlanái verða boðin innganga í ráðið. Þegar friðar- tímabilið hefst, mun einnig Jap an og Thaiiand boðin þátttaka. Hvert ríki mun eiga tvo fulltrúa í ráðinu, annan kjörinn af hlut- aðeigandi þjóð, sem fulltrúa hennar, en hinn kjörinn af hlut aoeigandi ríkisstjórn, sem full- trúa hennar. Hver fulltrúi skal einungis fara með eitt atkvæði. Aðalviðfangsefni ráðsins mun verða að varðveita friðinn, brjóta alla ágengni á bak aftur, framfylgja sameiginlegum laga ákvæðum og leiðrjetta og breyta lagaákvæðum og samn- ingum, ef þeir að einhverju leyti geta teflt friðinum i hættu. Ymsar umlirnefndir munu starfa á vegum ráðsins, bæði hernaðarnefnd, viðskiftanefnd, fjárlagamálanefnd, löggjafar- nefnd og fjármálanefnd. Alþjóðadómstóllinn mun að meslu leyti vera óháð stofnun. Einfaldur meiri hluli atkvæða mun verða láíinn ráða úrslit- um um úrlausn flestra mála, en í einstaka veigamiklum málum J mun þó verða krafist aukins meiri hluta. Áreiðanlega mun verða horfio frá þeirri reglu, að allir verði að vera sammála um úrlausnir málanna. Ágreiningsmál' milli þjóða verður að leggja fvrir alþjóða- dómstólinn og þjóðirnar verða að hlýta úrskurðum hans og ] þola refsingar, ef því er að I skifta. ,Ríki, sem afhendir hluta af valdi sínu, til þess að skapa alþjóðlegt vald, og síðan eign- ast í staðinn hlutdeild í starf- semi þessa alþjóðavalds, glatar ekki meira frelsi en einstakling arnir, er þeir afsala sjer hluta af sjálfræði sínu til þess að skipuleggja ríki og fá síðan að njóta borgararjettinda í því. Frelsi þeii’ra er ekki aðeins ó- skert, heldur hefir það verið enn betur treyst. Afsal rjettinda einstakra þjóða, heimi öllum til blessuh- ar, er merki hins nýja tíma. Þjóðir Austur-Asíu og Kyrra- hafslanda verða að skilja þetta Merki Republikana Kepublikanaflokkurinn í Bandaríkjunum gengur jafnan (il kosninga undir fílsmerki, og liefir oft lifandi fíla með í kosn- ingagöngum sínum og áróðri. Hjer sjest uppáhaldsfíll flokksins, ásamt framkvæmdastjóra flokksins, Harrison Spangler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.