Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 5
taugardagur 19. ágúst 1944. M 0 R G U N E L A Ð I Ð 6 Húsfreyjan að Kirkjubóli í Dýrafirði HINN 4. júní árið 1943 and- aðist að heimili sínu Kirkju- bóli í Þingeyrarhreppi merkis- konan Guðmunda M. Guð- mundsdóttir, tæpra 69 ára að aldri. Andlát hennar bar að fyrr en varði, þó hún væri þetta ,við aldur, því hún hafði verið mjög heilsuhraust alla æfi, þar til síðla vetrar 1942, að hún kendi sjúkdóms, er ört ágerðist, en læknavísindin rjeðu ekki við. Hún var jarðsungin að Þingeyri 14. sama mán — á hvítasunnudag — að viðstöddu fjölmenni og mjög virðulega hluttekningu hjeraðsbúa. Guðmunda sál. var fædd að Hólum í Þingeyrarhreppi 2. sept. 1874 og var næstfyrsta barnið af 14, er foreldrum hennar fæddust. Með sanni má segja, að Guð- munda var af góðu bergi brot- in og skal hjer lítilsháttar á það bent. Foreldrar hennar voru hin alkunnu manndóms- og heið- urshjón: Guðmundur Nathan- aelsson og Margrjet Guðmunds dóttir frá Hólum. Þau hófu bú- skap á Kirkjubóli 1878 og bjuggu þar til ársins 1908 við batnandi hag og blómstrandi barnalán, því 12 börnin þeirra nutu þar síns fyrsta menning- arþroska. Óhikað fullyrði jeg, að fá heimili hjer vestanlands hafa jafn trúlega varðveitt og í hávegum haft bestu venjur og kosti íslensks sveitaheimilis, en þó var þar nýjum straumum jafnframt gefinn gaumur. Föðurætt Guðmundií er ekki kunn, að öðru en því, að einn forfaðir föður hennar er sagð- ur að hafa flust til Dýrafjarðar af Norðurlandi í Móðuharðind- unum. En móðurætt hennar er rakin að nokkru leyti þannig: Guðrún í Hólum, móður- amma Guðmundu, var dóttir Bjarna Jónssonar í Lambadal og konu hans Elísabetar Mark- úsdóttur prests á Söndum j Dýrafirði. Var hann talinn merkisprestur á sinni tíð. Kona sjera Markúsar var Elísabet Þórðardóttir, stúdents frá Vig- ur Ólafssonar lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði Jónssonar. Voru þeir feðgar, Þórður stúd. og Ólafur faðir hans, taldir meðal merkustu Vestfirðinga á þeirri tið. Er margt manna hjer vestra frá þeirrr komið. Þess má og geta, að föðuramma Jóns forseta var Ingibjörg, syst ir Þórðar stúdents. Móðurafi Guðmundu var Guðmundur Guðbrandsson bóndi- í Hólum Guðmundssonar, bónda á Hofi, en kona þessa síðarnefnda Guðmundar var Guðrún Guð- brandsdóttir, bónda í Hólurn Sigurðssonar, bónda sama stað Guðbrandssonar, bónda á Gerðhömrum, Sigurðssonar pró fasts í Holti Jónssonar próf. í Vatnsfirði Arasonar sýslum. í Ögri Magnússonar sýslumanns hins prúða Jónssonar. Kona sjera Sigurðar í Holti var Helga dóttir sjera Páls Björns- sonar í Selárdal, en kona sjera Jóns próf. í Vatnsfirði var Hólmfríður Sigurðardóttir Odssonar biskups Einarsson- ar prests og sálmaskálds í Ey- dölum Sigurðssonar. Kona Ara sýslum. í Ögri var Kristín dótt Eftir Bj. Guðmundsson ir Guðbrandar biskups Þor- lákssonar. Þetta nægir til að sýna, að stofnjnn er góður, en við vit- um, sem til þekkjum, að grein sú, er hjer um ræðir og af hon- um er sprottin, var samræm honum. ★ FJÖGURRA ÁRA gömul fluttist Guðmunda með foreldr um sínum að Kirkjubóli, þar sem hún svo ól allan sinn ald- ur. — Þar naut hún i fylsta mæli föðurumhyggju og móð- urástarinnar, er síðar varð svo ríkur þáttur í lífi hennar sjálfr ar. Þar vann hún fyrstu smá- barnshandtökin sín, er smá- efldust og urðu að þróttmikl- um húsmóðurstörfum. Þar er hún hin mikla stoð móður sinn ar við fóstur yngrj. systkina og elsti og sjálfsagðasti leiðtoginn í hinum stóra systkinahóp. Þar festir hún ást á gróanda lífs- ins, bæði jurta og dýra, sem henni síðar varð svo mikil un- un að vinna að, með manni sín um og börnum. Uppeldissystir og vina Guð- mundu sál. segir, að hún hafi verið mjög námfús og átt mjög ljett með að læra barnalær- dóminn lijá heimiliskennara þeim, er foreldrar hennar höfðu. Þessari bókhneigð hafi hún haldið alla æfi, notað hverja kvöldstund til þess að_ lesa, og þá helst lesið upp- byggilegt og fræðandi efni, því ljelegar bókmentir hafi aldrei svalað fróðleikslöngun henn- ar. Árið 1905 giftist Guðmunda eftirlifandi manni sínum, Bjarna Magnúsi Guðmunds- svni frá Arnarnúpi í sömu sveit. Á þessu gamla og góða sæmdarsetri hófu ungu hjónin búskap sinn, en fluttust að Kirkjubóli árið 1908, þar sem þau bjuggu þar til hún dó. Þeim varð fimm barna auð- ið. En árið 1928 urðu þau fyr- ir þeirri þungu sorg að missa elsta barnið sitt, Magnús Jón, 22 ára. Var hann mikið manns efni og var sár harmur kveð- inn að heimilinu við fráfall hans. Hin börnin þeirra'eru: Margrjet, gift Kristjáni Guð mundssyni frá Haukadal í Dýrafirði. Eru þau nú búsett á Akranesi. Aðalbjörg, gift Eilert Ásmundssyni skipstjóra, Akranesi. Vjesteinn, kvæntur Rósu Guðmundsdóttur, ættaðri af Eyrarbakka. Er hún upp- eldisdóttir Guðmundar Krist- jánssonar, skipstjóra frá Haukadal. Vjesteinn er nú verslunarstjóri í Ytri-Njarð- víkum. Ásdís, gift Guðmundi Jónssyni frá Þingeyri. Eru þau nú tekin við búi á Kirkjubóli. Þess utan eignaðist maður henn &r dreng, sem Knútur heitir, og er nú tekinn við búi á hálfu Kirkjubóli. Dreng þennan fóstraði Guðmunda og annað- ist frá fyrsta og var honum í hvívetna .eigi síður en sínum eigin börnum. Ein systra Guðmundu veikt- ist alvarlega á barnsaldri og náði ekki nema að nokkru leyti starfsþroska andlegum og líkamlegum. Þessa systur sína tók hún að sjer og ól önn fyrir henni, með dæmafárri um- hyggjusemi og fórnarlund, til sinnar hinstu stundar. •JEG, sem þessar línur rita, naut þeirrar ánægju að starfa á heimili þeirra hjónanna á Kirkjubóli eitt sumar á fyrstu búskaparárum þeirra. Mjer finst nú, þegar jeg rifja upp endurminningarnar frá þessu sumri, að það hafi, auk ánægj- unnar, verið mjer allþýðingar mikil skólaganga á margan hátt. Það mun jafnan sannast, að húsmóðirin setur mestan svip á heimilið, þó margt annað hjálpi tíl þess, og svo reyndist það hjer. Prýðin i útliti allra hluta, er heimilinu tilheyrðu, var eins og prýðin í umgengn- inni. Þegar jeg nú sje húsfreyjuna fyrir mjer í endurminningum þessa sumars, með allan sinn ákafa, ötulleik og skörungs- skap, hjúpað þeim ljettleika, snilli, ljúfmensku og háttprýði, sem hreif hug hvers manns, er henni kyntist, þá kemur eins og sjálfboðin sannun í huga mjer erindi, er Bjarni Thorar- ensen orti um kunnan kven- skörung: Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum, látsnild lipur, var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. Þegar gesti bar að garði var Guðmundu auðsæ nautn að hlýða helgum lögum sannrar, íslenskrar gestrisni og jafn- framt hlýða á frjettir géstanna, að gömlum sveitasið. — Dag- dóma og þvaðurmæli vildi hún ekki heyra. —- Armar gestrisnu hennar náðu raunar lengra'en til þeirra, er að garði bar. — Hún átti 'vini víða og trygð hennar brást aldrei. Það Ijet aldrei mikið yfir sjer, sem Guðmunda gerði, því mun hjálpsemi hennar við bág- stadda hafa verið meiri en sást. — Æskusystir og vinkona Guðmundu átti eitt sinn við að stríða sorgarraun. Um afskifti vinkonu sinnar, af því segir hún: Þá varð mjer harmahuggun návist þín, ' mín hjartkær vina! — Því jeg aldrei gleymi. Þú skildir mig, þú skildir tárin mín, er skýla þá jeg vildi fyrir heimi. Þá var sem lýsti ljós um um dimman stig, og litir breyttust, þeir er sorgin málar. Og yndisgeislar aftur hrestu mig, af endurskini þinnar hreinu sálar. ★ Á SVEITAHEIMILUM mun það alkunna, að húsfreyjan þarf stundum að vaka nokkuð fram á nætur, því starfsdagur- inn er henni oft of stuttur. Mjer er minnistætt með hve undursamlegum hljóðleik T>ess ar vökur voru á Kirkjubóli og var sú varfærni sprottin af virðingunni fyrir hvíldaxþörf annara, meðan konan vakti og vann. Það þurfti að vanda varning þann, sem sendur var á sölu- markaðinn. Það mátti aldrei sannast, með rökum, að frá Kirkjubóli kæmi óboðleg vara. Maðurinn, sem jeg starfaði mest með þetta _sumar, er nú fyrir nokkru dáinn. Jeg get ekki leitt hjá mjer að nefna hann í sambandi við heimili húsfreyjunnar, sem jeg er að minnast, svo samgróinn var har i því. Hann hjet Pjetur Olafsson og var kvæntur föð- ursystur Guðmundu, og höfðu þau hjónin verið hjú foreldra hennar. Hann var búhagur í besta lagi á málm og trje. Hann var glaðlyndur og góðlyndur og afburða sögufróður; sjer- staklega voru Islendingasög- urnar honum kærar. Jeg held, að hann hafi kunnað flestar þeirra, að efni til, og sannfærð ur er jeg um, að söguþekking hans, fróðleiksást og frásagn- arsnilli hefir fallið í góðan jarðveg hjá Kirkjubólsbörn- unum. — Við stóðum einn ár- dag að.slætti, þar sem kvíærn- ar röltu bítandi í hægðum sin- um framhjá okkur. Segir þá Pjetur með miklum innileik: „Mikil unun værður nú að gefa þessum blessuðu munnum tugguna í vetur“. Þessum manni var starfið meira virði en greiðslan fyrir það. Hann er í anda farinn að njóta gleðinn- ar af yetrarstarfinu í háönnum sumarsins. Það er ómetanlegt að geta þannig helgað sig starfi sínu. Jeg nefni þetta til að sýna, að það voru fleiri en hús móðirin, sem lifðu í starfi sínu á þessu heimili; svona var alt heimilið frá þeim æðsta til hins lægsta, ef orða mætti það svo. ★ TRÚRÆKIN var Guðmunda og lagði mikla rækt við að inn- ræta börnum sínum kristindóm og siðgæði. Heimilisguðrækni, að fornum sið, var þar jafnan ar börn hans. Alt heimilisfólk- ið unni sönglist og varð því héimilisguðsþjónustan þar til- komumikil og fögur. Þegar útvarpið kom, var öllu, sem mikilsvert og gagn- legt þótti, tekið með fögnuði, en ekki þótti Guðmundu út- v'arpsguðsþjónusturnar, þó góðar væru, geta komið í stað kirkjugöngu. Það er raunar óþarfi að vera að tína til nokkur sjerstök hús móðurstörf, þau fóru henni öil svo vel úr hendi, að til fyrir- mvndar var. Afskifti hennar af menning- armálum út á við voru með sama marki brend. Hún vann af miklum áhuga og þrótti í kvenfjelagi sveitar sinnar og átti drjúgan þátt í því stór- myndarlega átaki, er fjelagið gerði, er það kom sjer upp prýðilegu samkomu- 'og fund- arhúsi í Haukadal. Það þurfti ekki langa kynn- ingu við Guðmundu sál. til að finna, hvílíku afli manndóms og göfgi hún hafði yfir að ráða og' þó að fyrir kæmi, að stór- lyndi hennar og áhugi leiddi hana, í ofði, lengra en hvers- dagslega, þá skipaði hughlýja vináttan að vörmu spori önd- vegið í vúðmótinu. ★ ÞEGAR þau Kirkjubólshjón in áttu silfurbrúðkaup sitt 30. sept. 1930, sendi vinkona þeirra, Kristín Jónsdóttir ljós- móðir þeim ljóðakveðju. Er sn sæmdarkona nú nýlátin, en mjer þykir við eiga að tilgreina hjer nokkur fögur sannmæli hennar úr þvú ljóði: Ást bjó- í hjörtum, horft var framtíð móti, með heitri þrá að vinna margt og þarft; og þótt á köflum þyrfti að ryðja grjóti úr þröngri götu, fram að stíga djarft. Mörg hefir vonin hlotið fagra fylling, og framsókn dygga enginn stöðvast leit. Hinar sem brustu, þolgeðs þrek og stilling, þegjendi gróf í vígðum hug- arreit. Friðsælublær er yfir afdals- bygðum, en orku snjallrar krefja störfin þar. I fjalla skjóli frónskum \ megindygðum, friðhelgur staður lengi bú- inn var. Þessar síðustu ljóðlínur eru, að mínu viti, dásamlega valin og sönn einkunn Kirkjubóls- heimilisins. Ekki get jeg látið hjá líða að geta þess, að sonur skáldkon-’ unnar, er ljóðið sendi, sagði mjer, að Guðmunda hefði oft komið í vinarheimsókn til hans og fjölskyldunnar. Kvað6t hann eiga erfitt með að koma orðum að, hvílík fylling ein- hvers góðs og hugnæms hefði uppljómað heimili sitt meðan hún dvaldi þar, því líkast, sem komin væru jól og búið að um hönd höfð, þó með nýrri J kveikja í hverjum krók og tíma viðhöfn, því heimilisfað- kima. Svo hafði og tómleikinn. irinn Ijek á harmoníum, og síð Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.