Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1944, Blaðsíða 8
,8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. ágúst 1944. — Hættustund Bretlands Framh. af bls. 7. 'Fertugir menn urðu grá- hætðir eftir nokkra mánuði. Menn, sem komu frá Banda ríkjunum sögðu, að við.vær um föl og kvíðin. Þeir höfðu orð á því, að fólk sofnaði í járnbrautarvögnunum. Tveir eiginleikar voru mjög áberandi um þetta leyti: Eining og góðlátleg kýmni. Ríkir og snauðir fundu, að þeir reru sama báti. Það voru tengsli : nilli konunnar, sem gaf gamla aluminium skaftpottinn sinn, og flugmannsins, sem flaug Spitfirevjelinni sinni upp gegn óvinunum. Hún sá skaftpottinn, sem hún hafði þeytt egg í, skyndilega fá vængi og taká að berjast. Þessi hugsun þaut í gegnum huga hennar og kom henni til að brosa. Nokkurs konar guðleg náð virtist færast yf- ir landið. Hún hvarf með hættunni, því að þegar sig- urinn virðist öruggur, tekur mannlegt eðli aftur að iðka gamlar syndir. Góðvild og hlátur komu að góðu haldi, þegar breska þjóðin gerði sjer það ljóst, að Þjóðverjar sökktu skip- um þeirra hraðar en Bretar gátu smíðað ný skip. Það var ekki fyrr en hálfu þriðja ári seinna, er þjóðin fekk að vita, hversu skelfileg að- staða hennar var um þessar mundir. Þingmaður í neðri málstofu breska þingsins viðurkendi sumarið 1943, að hálfu þriðja ári áður hefði þjóðin staðið á barmi hung- ursneyðar. — Bandaríkin björguðu þá bresku þjóðinni með því að senda henni mat væli af birgðum sínum. Engilsaxnesku þjóðirnar eiga erfitt með að hata. TVÖ önnur atriði eru mik ilvæg við sögulegt mat á bre^ku þjóðinni mánuðina fyrir orustuna um Bretland. Það er þróun haturstilfinn- ingarinnar og hversu fólk viðurkenndi hreinskilnis- lega ótta sinn. Hvorki Bretar nje Banda- ríkjamenn eru gjarnir á að hata. í stríðsbyrjun var ekki ríkjandi neitt rótgróið hatur í garð Þjóðverja í Bretlandi og kann það að eiga rætur sínar að rekja til þeirrar trú ar Breta, að þeir sjeu öðrum þjóðum meiri.Bretar aumka útlendinga og eiga því erfitt með að hata þá. í hinum bjarta maímán- uði, meðan Chamberlain enn gekk um garðinn, fjell þýsk flugvjel til jarðar í nánd við-Clacton. Tundur- sprengja flugvjelarinnar sprakk, drap áhöfnina og um það bil 150 borgarar ljetu lífið eða særðust. En þetta virtist ekki vekja neina teljandi gremju. Ensk ar konur lögðu blóm á leiði hinna látnu óvina. Um svip- að leyti kom þýskur flug- maður til jarðar á akri í Kent. Enskir flugforingjar fóru með hann heim í skála sinn og gáfu honum te og vindlinga. Það var ekki fyr en seinna að þeir komust að því, að flugmaður þessi hafði skotið einn fjelaga þeirra, er hann sveif til jarð ar í fallhlíf, eftir að flug- vjel hans hafði verið skotin niður. En hugarfarið breytt- ist cftir Duhkerque. Mán- uði eftir að konurnar höfðu lagt blóm á leiði flugmann- manna við Clacton, var far- ið með nokkra handtekna þýska flugmenn frá Fland- ern eftir götúm borgar nokkurrar. Það varð að halda aftur af konunum, svo að þær ekki rjeðust á flug- mennina. Einn flugforingi þeirra, sem hafði gefið þýska flugmanninum brauð, skrifaði mjer mánuði síðar: — Jeg hata þessa blóð- hunda. Þetta var eitt af undrafyrirbrigðunum, sem undanhaldið frá Dunkerque leiddi af sjer — breyting á vatni sinnuleysisins í hið rauða vín hatursins. Það mun verða erfitt eft- ir hundrað ár fvrir sagnrit- ara annara þjóða að skilja tilfinningar bresku þjóðar- innar á þeirri stundu, sem nú er talin hafa verið henn- ar mesta hættustund og gera sjer ljóst, hversu Bret- ar voru þrákelknir og stork andi, þegar þeir þó stóðu einir. Það var Churchill, er reit sögu vora á þeirri stundu, er atburðirnir gerð- ust. Hann sagði: — Vjer munum verja eyland vort, hvað sem það kostar. Vjer munum berjast á ströndum lands vors. Vjer munum berjast á ökrum og á stræt- um. , Nú hefir hugsjón vor náð að festa rætur um víða ver- öld og vjer eigum trausta bandamenn. — Bretar og Bandaríkjamenn eru nú komnir langt inn í Ítalíu og þrumuveður hefndarinnar er þegar tekið að kveikja bál á ströndum Evrópu. Allt er þetta stórkostlegt. En það var ekkert stórkostlegt mán uðina, er vjer með kvíða í huga biðum óvopnaðir — nema endurvakning hins enska anda. (Síðari hluti greinarinnar er allmikið styttur). — Húsfreyjan Framh. af bls. 5. verið mikill að sínu leyti, þeg- ar hún var farin. — ★ BÖRN þeirra Kirkjubóls- hjóna hafa öll dvalið við nám í Hjeraðsskólanum hjer að Núpi og er mjer ljúft að geta þess, að framkoma þeirra öll hefir borið heimili þeirra hinn prýðilegasta vitnisburð. Sjúkdóms- og dauðamein sitt bar Guðmunda með sömu hugprýðinni og einkent hafði líf hennar alt! Má því 'enn til sanns vegar færast úr kvæði B. Th.: Og þó hún kvala kendi af kvilla í elli, brúna jafnheiðskír himinn 1 hugarró sýndi. Dauða næst bjartlegast brosti blíðlyndið hennar úr augum, var sem önd leitaði ljóra og liti til veðurs. Þess vildi jeg óska, að Is- landi auðnaðist á ókominni sjálfstæðisæfibraut sinni að eignast mörg slík sveitaheim- ili sem heimili þeirra hjónanna á Kirkjubóli var. Blessuð sje minning hinnar látnu húsfreyju.- Bj. Guðmundsson. Fimmtugur: Kristinn Á. Ásgríms FiMTUGUR er í dag Krist- inn Á. Ásgríms, járnsmiður í Hrísey. Kristinn er fæddur og uppalinn í Fljótum í Skaga- firði hjá Birni Sölvasyni og Guðrúnu konu hans, sem bjuggu á Hamri í Fljótum, en fluttust síðar til Siglufjarðar. Kristinn kvæntist 24 ára gamall Pálínu Árnadóttur, dótturdóttur Jóns á Leifsstöð- rim í llúnavatnssýslu. Þau hjón byrjuðu búskap að Stóra- Grindli í Fljótum, fluttust þaðan til Ólafsfjarðar, en hafa nú verið búsett síðustu 18 árin í Hrísey. Eiga þau 6 börn á lífi. Ivristinn er altaf kátur og hress í anda, enda er hann vinmargur og þarf ekki að draga í efa að þeir verða margir sem minnast hans í dag á þessum merku tíma- mótum í æfi hans. V. Þetta líkar Hitler ekki Þessi þýski liðsforingi, sem tekinn var til fanga á Cher- bourgskaga, var béðinn um að stilla sjer upp, svo Banda- ríkjamenn gætu tekið af hon- um þessa mynd. Ljet hann til- leiðast, en gat þess, að Hitler myndi mislíka þetta tiltæki hans, ef hann vissi af því. Sænska barnavina- fjelagið elur önn fyrir 20.000 töku- börnum Stokkhólmur: — Sænska barnavinafjelagið hefir nýlega haldið aðalfund sinn í Stokk- hólmi. í ársskýrslunni, að fjelaginu hafi með frjálsum samskotum árið 1943 áskotnast rúmar 7 miljónir króna, og hefir þeirri upphæð verið varið til að ala önn fyrir , 20.000 norskum, finskum og belgiskum töku- börnum. Ennfremur til við- halds barnaheimilinu í Frakk- landi og Belgíu og tii hagsbóta fyrir bágstödd börn í löndum Evrópu, sem orðið hafa fyrir þungum búsifjum af völdum styrjaldarinnar. Fjelagið veitir einnig veru- lega aðstoð fátækum börnum í Svíþjóð og flóttamönnum þar. Veruleg rýrnun í úfflufningi Svía á þessu ári STOKKHÓLMUR: — Versl- unarjöfnuður í Svíþjóð fjóra fyrstu mánuði þessa árs hefir orðið óhagslæður um yfir 360 milj. kr. og mikil rýrnun hefir orðið á útflutningnum. Á sama tíma í fyrra var verslunarjöfn- uðurinn óhagstæður um 260 milj. kr. Utfiutningurinn fjóra fyrstu mánuði þessa árs nam 242 milj. kr. og er það 30% minna en á sama tíma í fyrra. Hefir rýrnunin einkum orðið á úlflutningi til meginlands Evrópu, sem á styrjaldartímun- um hefir orðið eini aðgengilegi markaðurinn fyrir sænskar af- urðir. Aftur á móti hefijr innflutn- ingurinn á þessu tímabili ekki orðið meiri en á sama tíma í fvrra, numið um 605 milj. kr. Páfi ræðir við Sosnokowsky. London: Páfinn tók nýlega á móti yfirhershöfðingja Pól- verja, SosnokOwsky og ræddust þeir við um hríð. X-9 ► ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»*<M EHIr Robert Slorm CATO-!!N!6 X-9 0MAWA2B■ BLUE-JAW MLV KN0CK5 TtíE 6 viAK 70 TMS PLOQZ.. 6U£S$ rr'S SMART 70 LET WIM TMINK UE'S 60T <ÚY MEASURE... BUT AND r UA\IE A B0NE-BU6m6 ' r DATE BEPOKE LON6/ J N0THIM6 P£l?£OWAL, m TUNDeZSTANDlX JL&r DON'T wANT AMYONE WO.'eKlNc /HE jgm I c'AM'T LlCW / LfSS YEAW... éUR£, I &BT YOU, BLUE-JAW. JUBT SuU6 A1E AMY OlD TIME YOU'RE im Jg V DOUBT/ Jm Copr 1944, King Fcaturcs Syndicatc, Inc., World rights rcscrvcd. 1—2) Blákjammi hefir slegið niður lögreglu- manninn, sem var árásinni óviðbúinn. Blákjammi: — Ekkert persónulegt! Jeg vil bara ekki láta neinn vinna fyrir mig, sem jeg get ekki lamið kaldan. 3—4) X—9: — Já, jeg skil þig, Blákjammi. Þú getur kýlt mig, hvenær, sem þú ert í vafa! X—9 (hugsar): — Jeg hugsa, að það sje skynsamlegast að láta hann halda, að huin ráði við mig... En við munum takast hressilega á, áður en langt um líður. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.