Morgunblaðið - 07.09.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 07.09.1944, Síða 6
t> M ' . M M í MORGUNBLAÐIÐ > 1.1 Fimtudágur 7. sept. 1944 AF SJðNARHÓLl SVEITAMANNS EINU SINNI var hrepps- nefnd ein á Norðurlandi að semja kjörskrá fyrir yfirvof- a.ndi þingkosningar. Varð þá nokkuð rætt um það meðal nefndarmanna, hvort taka skyldi mann einn á kjörskrá, sem nýlega var farinn úr hreppnum og óvíst var talið, hvort þangað kæmi aftur. Hafði hann yfirgefið sæluríki Framsóknar í þeirri sveit og lagt leið sína til Reykjavíkur, þar sem Tíminn segir að ,,íhaldið“ ætli alla að drepa með óstjórn og ófoærilegum út- svörum. Þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur! ★ ÁÐUR EN umræðum var lok ið um kosningarjett manns- ins í hreppnum lagði einn Framsóknarmaður í nefndinni þetta til málanna: „Ekkert þýð ir að taka hann á kjörskrá. Hann er orðinn kommúnisti“. ■A' FINST ykkur ekki, lesendur góðir, þetta vera gott dæmi um afstöðu Framsóknsrflokksins tii kjósendanna í landinu? Síð- an hann fór að eflast til valda, hefir hann hugsað og starfað eins og franski konungurinn, sem Sagði: „Ríkið — það er jeg“. Þeir, sem ekki fylgja mjer og minni stefnu, geta ekki vænst-þess að njóta þeirra rjett inda- og hlunninda, sem hver maður er borinn til í siðuðu lýðræðisþjóðfjelagi. Þetta kom hvað eftir annað í ljós á valda- tíma Framsóknar. Þá voru pólitískir andst.æðingar hans ofsóttir á margan hátt. Þeir voru reknir úr ©pinberum skól um, þeir voru útilokaðir frá sröðum og embættum og at- vinnurekstur þeirra var hindr- aður og hundeltur. Þó það sje leitt að vera að rekja þessa ljótu sögu, verður hún að segj- ast. Hún þarf að rifjast upp. Það þarf að minna fó'kið á hana, svo hún verði þvi víti tii varnaðar í framtíðinni. ★ ÞETTA vanmat á rjetti fólksins, þessi gorgeirslega fyr irlitning á skoðunum annara hefir oft komið óbeint fram í gaspri Tímans um skipun Al- þingis síðan kommúnistum fjölgaði þar. Það láta margir illa af Alþingi og oft hefir það fengið óþvegin orð að heyra, en eitt verður þó aldrei af því skafið: Eins og það er nú skip- að, er það rjett mynd af vilja þjóðarinnar — valið nákvæm- lega samkvæmt hennar vilja. Þó að kommúnistar á Alþingi væru 20 eða 30, væri ekkert við því að segja, ef þeir hefðu það atkvæðamagn á bak við sig, sem rjettlætti þá þing- mannatölu og þeir hefðu náð þeim atkvæðum með heiðar- legum, lýðræðislegum aðferð- um. ★ TÍMINN japlar jafnan á því, að stjórnarskrárbreytingin síð asta hafi gefið kommúnistum 10 þingmenn og það er rjett, svo langt sem það nær. En það blað segir aldrei nema hálfan sannleikann, segi það hann á annað borð, og þessvegna er altaf a. m. k. 50% lygi. Sann- leikurinn allur er sá, að kjör- dæmabreytingin frá 1942 gerði OOOOO<O<OOOOOOOOO< Efti /*** ^ • r Gain <xxxxxxxxx>ooooo< það að verkum, að nú hafa allir flokkar þá þingmanna- tölu, sem þeim ber eftir fylgi sí*u með þjóðinni. Reynist það fylgi svo skift, sje þjóðin svo sundurþykk, að ekki sje við hlítandi, á hún sjálf að fá kost á að lagfæra það. Hitt er ekk- ert nema argasta áfturhald og vantraust á dómgreind fólks- ins, &ð ætla sjer að útiloka eða rýra vald einstakra flokka á Alþingi og efia vald annara með ranglátu og gölluðu kosn- ingafyrirkomulagi. ★ HALDA Framsóknarmenn, að kommúnistar hefðu orðið eitthvað viðráðanlegri, þó að þeir hefðu ekki haft nema 5—6 þingmenn með sínum 11 þús- und atkvæðum, sem þeir hlutu við síðustu kosningar? Jeg held ekki. Þvert á móti. Valdi sínu í Dagsbrún og öðrum verka- lýðsfjelögum hefðu þeir beitt enn óvægilegar og með meiri frekju, ef gildandi kosningalög hefðu útilokað þá að hálfu eða meira úr þingsölunum. Nú, er þeir hafa þingmannatölu í fullu samræmi við atkvæða- magn sitt hjá kjósendum, hafa þeir ekki upp á neitt að klaga, og geta ekki afsakað sig í aug- um fólksins með því, að þeir sjeu afskiftir um áhrif og þátt- töku í löggjöf og þingstörfum. ★ AÐ ÞVI leyti er snertir fylgi mynd af þjóðinni. En ef litið er á skipun Alþingis frá öðru sjónarmiði verður annað uppi á teningnum. Hvaðan eru þing mennirnir? Hvar eiga þeir heima? Skiftast þeir jafnt nið- ur á kjördæmin eftir búsetu? Eru þeir jafnt úr öllum stjett- um þjóðarinnar o. s. frv.? Nei, það er nú öðru nær. ★ EINN inniteppudaginn í sumar, þegar ekki var sláandi fyrir slagveðri, fór jeg að blaða í hagskýrslunum fyrir árið 1942, og m. a. í yfirlitinu um Alþingiskosningarnar síðustu. Þar segir, að af 52 þingmönn- um sjeu 23 búsettir utan síns kjördæmis, og við frekari rann sókn kemur í ljós, að af þess- um 23 eru 20 búandi í Reykja- vík. Nú hefir Rvík 8 þingmenn og 3 uppbótarmenn, svo að alls munu 31 af 52 þingm. búa í Reykjavík. Er þá svo komið, að drjúgur tneiri hluti þing- manna, einnig þeirra, sem kosnir eru utan Reykjavikur, eru Reykvíkingar. Enda þótt sveitirnar skorti bæði lækna, presta og kennara, er það ein tegund manna, sem þær aldrei Vantar: menn, sem vilja fórna sjer til að gerast fulltrúar þeirra á þingi. Þá gefa nógir Reykvíkingar sig fram. 'jV SUMIR vilja lækna . þetta með því að hafa þingfulltrúa Reykjavíkur mjög fáa á þingi samanborið við íbúaf jölda. Enda þótt það sje að mörgu leyti eðlilegt að bafa þá tölu tiltölulega mjög lága, er það út af fyrir sig engin lækAing á þeirri meinsemd, sem hjer um ræðir. Sveitirnar fengju ekki þingmenn úr sínum hópi neitf frekar, enda þótt þingmönnum Reykjavíkur fækkaði. Ar ÞAÐ eina ráð, sem dugir, er að fólkið í kjördæmununa — kjósendurnir úti á landsbygð- inni — velji sjálft frambjóðend urna úr sínum hópi í stað þess að taka við mönnum, sem þeim eru sendir frá flokksstjórnun- um í Reykjavík. Þetta geta ver- ið bestu menn og eru það marg- ir hverjir. — En þeir eru ekki ákjósanlegir fulltrúar hjerað- anna á þingi, af því að þeir eiga þar ekki heima, taka eng- an virkan þátt í lífsbaráttu fólksins, þekkja ekki þarfir þess og vita því ekki hvar skórinn kreppir. I þessu efni þurfa sveitirnar og aðrir landshlutar utan ReykjavíkUr að hefjast handa og ekki linna fyr en því takmarki er náð, að allir f»am- bjóðendur, og þar með allir þingmenn sjeu búsettir í sínum kjördrrmum. Það á að vera þeim metnaðarmál. — Það er þeirra sjálfstæðismál. ÞAÐ er líka fróðlegt að sjá það í hagskýrslunum hvernig þingmenn skiftast eftir atvinnu. Maður skyldi ætla, að fjÖlmenn ustu stjettir þjóðfjelagsins — verkamenn, bændur og útvegs- menn — væru þar í glæsilegum meirihluta. En það er langt frá því. Skiftingin er þannig, að embættis- og mentamenn eru þar í glæsilegum meirihluta, eða 31 að tölu. — Allar hinar stjettirnar til samans eiga þar aðeins 21 fulltrúa. Það er að vísu satt, að Alþingi er ekki, og á ekki að vera stjettaþing, þó mörgum þyki þar meira bera á stjettarígnum «g hagsmuna- streitunni heldur en æskilegt er. En það er áreiðanlega óeðli- legt og skaðlegt, að okkar aðal- atvinnuvegir — landbúnaður og sjávarútvegur — sem næstum öll þjóðin lifir á. beint eða ó- beint, skuli ekki eiga fleiri full- trúa á þingi en nú eru þar. ★ ÞETTA tvent, sem hjer hef- ir verið rætt •— skifting þing- manna eftir búsetu og atvinnu — er ekki neitt háð kjördæma- skipun eða kosningalögum. — Strax við næstu kosningar get- ur fólkið sjálft kippt því lag, ef það hefir manndóm, sjálfs- traust og samtök til að velja frambjóðendurna úr sínum hópi í stað þess að láta flokksstjórn- irnar í Reykjayík hugsa og flokkanna, er Alþingi nú rjett starfa fyrir sig. ’MMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiimn | Þurkuð epli I Gráfíkjur Sveskjur Ferskjur | Verslunin NOVA | §j Barónsstíg 27. Simi 1519. §j riíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiL Kari Guðmundsson, iæknir IVIinningarorð I DAG verður Karl Guð- mundsson læknir borinn til hinstu hvíldar. Þessi fáu minn- ingarorð eru fyrst og fremst persónuleg kveðja til þessa látna vinar míns í þakkarskyni fyrir samveruna og vináttuna — en einnig vil jeg sem Dala- maður, þakka honum dvöl hans heima og starf hans í þágu hjer aðs míns. Jeg veit að jeg tala þar fyrir hönd hinna mörgu, sem fegnir hefðu í dag viljað leggja fram sinn þakkarskerf, en eiga þess ekki kost á þann hátt, sem þeir helst hefðu kos- ið. Karl Guðmundsson var mað- ur á besta skeiði, fæddur 9. jan. 1903, sonur hjónanna á Grund í Hnappadal, Ásdísar Þórðar- dóttur og Guðmundar Benja- mínssonar. Karl lauk stúdents- prófi við Menntaskólann í Rvík vorið 1924 og kandidatsprófi í læknisfræði við Háskólann vor ið 1931. Að loknu prófi gegndi hann læknisstörfum í Borgar- nesi og Borgarfjarðarhjeraði, en dvaldi erlendis (í Dan- mörku) 1982—’33. Hann var læknir á Þingeyri 1933—1937, en það ár v*r hann skipaður hjeraðslæknir í Dalahjeraði og gegndi því starfi, uns hann varð að hætta vegna heilsuleysis og fjekk lausn frá störfum vorið 1942. Síðan átti hann við hin þungbærustu veikkidi að stríða, uns hann andaSist á Landsspítalanum 29. ágúst. s. 1. Það er sárt að verðá að sjá. á bak góðum lækni og góðum dreng á besta aldri. Kaldhæðin örlög virðast vera þar að verki, þegar maður, sem helgað hefir krafta sína og hæfileika því göfuga starfi að bjarga manns- lífum, græða sár og draga úr þjáningum, er sviftur starfs- mætti á hásumri ævinnar og verður að berjast við þungbær og oft kvalafull veikindi, uns hann hnígur í vaþnn í blóma lífsins. Svo flókin getur hún reynst, hin mikla, torræða gáta lífs og dauða. Jeg kynntist Karli lækni fyrst, er hann varð hjeraðs- læknir Dalamanna. Atvikin hög uðu því svo, að kynni hófust fljótlega milli læknisfjölskyld- unnar og Ljárskógaheimilisins. Þessi kynni urðu að vináttu, sem hefir haldist síðan; og seirJ; mun okkur systkinunum gleym ast framkoma Karls sem lækn- is og vinar við foreldra okkar. Jeg á mörgum persónulega þakkarskuld að gjalda, en fæstum frekar en þeim manni, sem þá bjargaði lífi móður minnar. Síðan hefir Karl Guð- mundsson ekki einungis verið í mínum augum góður læknir, heldur einnig, og ekki síður, vinur í raun. Þannig mun jafn an verða bjart um minningu hans í huga mínum, — minn- inguna um góðan lækni og góð an dreng. Og svo mun fleirþm fara en mjer, Dalamönnum, sem öðrum, er kynntust Karli, sem lækni og manni. Jeg var tíður gestur á lækn- isheimilinu í Búðardal, þessí ár, og jeg minnist með gleði hinnar innilegu gestrisni lækn- ishjónanna. Karl læknír var kvæntur Þuríði Benediktsdótt- ur, hinni ágætustu konu, sem var manni sínum hinn samhent asti förunautur og fyrirmyndar húsmóðir. Mun margur með þakklæti minnast ánægjulegra stunda á því heimili, þar sem hjónin voru jafnan samtaka um að gleðja gesti sína sem mest og fagna þeim sem best. En því miður naut Dalahjer- að of skamma stund starfs- krafta Karls læknis, og of snemma myrkvaðist hamingju himinn þessa glaðværa, góða heimilis. Karl læknir veiktist og varð að hverfa frá starfi sínu og heimili. Jeg veit, að hug ir Dalamanna fylgdu þá þeim hjónum á brott. með innilegri samúð og þökk, er þau kvöddu hjeraðið og bjuggust til dapur- legrar baráttu við veikindi og örðugleika. Sú barátta varð löng og ströng, óg var háð með hugprýði, uns yfir lauk. Karli lækni var fyrir löngu orðið Ijóst, að hverju fór, kvaddi ást- vini sína síðasta daginn sem hann lifði, og tók dauða sínum með mikilli karlmennsku og stillingu. Ekki má þar heldur gleymast hlutur frú Þuríðar, sem var manni sínum ómetan- legur styrkur í sjúkleika hans og dvaldi langdvölum við sjúkrabeð hans til hinstu stund ar. Karl læknir var frekar dul- ur maður, kynntist seint en vel. Jeg hafði ekki hugsað mjer að rita hjer mannlýsingu um Karl vin minn látinn, en þó langar mig til að segja þetta: Hann hafði innilegan, fölskvalausan áhuga fyrir lífsstarfi sínu. — Hann var góður eiginmaður og faðir. Hann var tryggur vinur vina sinna. Hann var dengur góður. I dag fylgja honum ástvinir og vinir síðasta spölinn — til grafar. Við, sem ekki getum kvatt hann á þann hátt, send- um honum innilegar kveðjur okkar og þakkir fyrir samfylgd ina og vináttuna, og hörmum það, hve sú samfylgd varð stutt. Við vottum konunni hans og litla drengnum þeirra og öðrum ástvinum hjartanlega samúð okkar. Vertu sæll, Karl vinur! Þú ert horfinn sjónum j okkar — en eftir eigum við það, sem ekki fyrnist: minning una um góðan vin, góðan dreng. Jón frá Ljárskóguni. BEST AF) AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.