Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1944, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 19. september, Árásá stúlku SEXTÁN ÁRA GÖMUL stúlka hefir kært til lögregl- unnar vegna árásar, sem hún varð fyrir í fyrrinótt. — Segir stúlkan svo frá, að um mið- nætti í fyrrinótt hafi hún ver- ið á leið heim til sín vestur í bæ. Er hún var stödd á Ásvalla götunni segir hún að maður hafi komið aftan að sjer og dregið sig inn í húsagarð. Er stúlkan ætlaði að hrópa á hjálp segir hún, að árásarmaðurinn, hafi stungið upp í hana klúti og slegið hana höfuðhögg. Stúlkan segir að maðurinn hafi nauðgað sjer og síðan horfið út í náttmyrkrið. Ekki gat stúlkan gefið neina lýsing á manninum og ekki segist hún hafa þekkt hann, en held- ur að maðurinn hafi verið er- lendur. Stúlkan komst heim tii sín hjálparlaust, en var illa leikin, er heím kom. Biiið ú Syfta Víqstöðvarnar á Ítalíu SWITZERLAND TRICSTE '^MONTf. ■S^CENIZ ( ^PASS- 'VENICE LOMBARDÍ s^sVNCREMONAj POSSIBLE LINE OF ENEMY DEFENSE p»IACENZA POLA PARMAi ADRIATIC 'genoa RAVENNA FRONTIER GULF OF GENOA GOTHIC LINE • FLORENCE PtSA k)l+a BRENNíR ''Z ™ý,vr,^,AUSTR,A VV'l bernese ^W^-ueponune • W ^SIMPLON,^^ J\ •' ITALIAN § <2 IAKE • DISTRICT L Vv ■) k BRESCIA nimunMT is-—^ ' . JULIAN ALPS 'W&' - VENEZIA ^OLD /FRONTIER ^ AREA STRONGIY FORTIFIEDI U I _ /£* Uppdráttur af Norður-Ítalíu, sem sýnir Gotnesku varnarlínu hjóðverja. Svörtu örvarnar sýna hugsanlega framsókn bandamanna til ná undir sig allri Norður-Italíu, eftir að þeir hafa brotist í gegnum Gotnesku varnarvirkin, en það hefir þegar tekist á austurströndinni, hjá Rimini. Eftir að bandamenn cru komnir á Lombardy-sljettuna, er talið að Þjóðverjum veitist vörnin crfiðari cn hingað til, því þá geta bandamenn farið að beita vjelahersveitum. Olfusárbrú ÞA.Ð hefir nú tekist að lyfta CTókst að ná upp aðalb^jjjfctrengnum sem losn aði og fes^H^nn og hangir nú brúin uppi á honum. Unnið er að því, að festa hina tvo strengina. Síðar verður svo bætt við nýjum strengjum, til þess að styrkja brúna. Byrjað var að lyfta brúnni á sunnudag. En þegar leið á , daginn gerði versta veður, svo að hætta varð við verkið áður . en tekist hafði að lyfta brúnni til fulls. Var svo haldið áfram í gær og þá tókst að lyfta brúnni. Er brúin nú mikið til rjett, en rjettist betur þegar hliðarstrengirnir hafa verið festir. Má telja, að þetta verk hafi gengið prýðilega, miðað við að- stæður. Smiðir, sem vinna við brúna ganga nú yfír hana, en aðrir fá ekki að fara yfir. Búist er við, að brúin geti orðið gangfær undir næstu helgi og að þá megi fara með Ijettan flutning yfir hana, t. d. handvagna. Síðan verður haldið áfram að styrkja brúna svo, að bílar geti farið þar yfir. Vjetbátar víð ferjuna»- Ölfusá er nú svo vatnsmikil, að ekki er viðlit að ferja neðan við brúna. Á sunnudag vár vjelbátur ■ sendur austur og var hann not- aður í gær til þess að ferja fólk yfir ána. Var ferjað úr svo- nefndu Sýki, efst í Selfossþorpi og farið fyrir ofan hólma, sem þar er í ánni. Er ferjustaður þarna sæmilegur. Tók vjelbát- urinn 12 farþega i hverri ferð. I gær var annar vjelbátur. sendur austur, sem verður einn ig notaður til að ferja á fólk. Mjólkin. Ekki var viðlit að flytja mjólk yfir Ölfusá á sunnudag og var þessvegna lítil mjólk hjer í bænum í gær. En í gær var aftur byrjað að flytja mjólk yfir Ölfusá fyrir ofan Laugar- dælahólma, en það var*seinlegt og erfitt verk. . Walterskeppnin: Valur : K. R.—5:1 MENN gerðu sjer ekki háar vonir um að fá að sjá knatt- spyrnuleik á sunnudag, þó að eitthvað á fjórða þúsundið ark aði út á völl til að sjá úrslit Walterskepninnar á mílli Vals og K. R., en þenna dag var há- vaðarok, um 6—8 vindstig af SA, og bjuggust fæstir við, að leikurinn færi fram. Ástæða þessa áhorfendafjölda í þessu leiðindaveðri var án efa, að forseti Sveinn Björnsson ætl- aði að vera viðstaddur þenna síðasta knattspyrnuleik ársins og var þetta vitað fyrirfram. Laust fyrir kl. 5 kom forseti inn á völlinn og tóku á móti honum nokkrir forystumenn íþróttamála bæjarins og fylgdu honum í áhorfendastúkuna, en hún hafði verið lítillega lag- færð í tilefni þessa. Nokkurn veginn stundvíslega hófst svo léikurinn og Ijek K. R. undan vindi fyrri hálfleik- inn, enda áttu KR-ingar alla sókn þessa hálfleiks, en skor- uðu ekki nema eitt mark þrátt fyrir storminn. Það var mesta furða, hvað leikmönnum tókst að hemja knöttinn og var leik- urinn alls ekki svo afleitur og eiga hjer bæði liðin hrós skil- ið fyrir að minsta kosti tilraun ina til að leika knattspyrnu. í síðari hálfleik snerist sóknin að sjálfsögðu við, Valur sótti, •en KR varðist, en Valsmenn skoruðu 5 mörk í þessum hálf- Ieik, en KR ekkert, og lauk því leiknum með sigri Vals 5:1. Eins og áður or sagt tókst leikmönnum oft á tíðum að halda knettinum vjð jörðina, en þar gætti stormsins ekki eins, og má segja, að leikurinn í heild hafi verið fremur góð- ur. KR-ingum tókst ekki að brjóta Vals-vörnina nema í þetta eina sinn, og var það Hafliði, sem skoraði um miðjan fyrri hálfleik. Valsvörnin stóð sig með prýði í þetta sinn eins og svo oft áður, sjerstaklega þeir Sig. Ól. og Björn Ól., eh á Hermann reyndi ekki svo mjög, þó virtist hann ávalt vera öruggur. KR-vörninni aft ur fataðist oftar, aðalorsök þessa tel jeg, að hún hafi hop- að of mikið t Framlína KR var yfirleitt seinni á knöttinn en andstæð- ingarnir og gerði það gæfumun inn. Bestir voru þeir Hörður Ósk. og Hafliði, en Jón Jóns. hefir oft verið langtum betri. I framlínu Vals bar mest á Al- bert; sómdi hann sjer vel sem miðframherji og skapaði oft nokkuð góð tækifæri fyrir með leikmenn sína; gerði hann eitt mark með fallegu skoti frá vítateig. Ellert gerði tvö mörk. Honum hefir greinilega farið aftur frá því í vor. Nýliðinn Stefán Magn. á hægra kanti gerði tvö mörk og virðist vera efnilegur. Sveinn Helga. hefir oft verið betri, en Gunnar Sig- urjóns. ljek ágætan leik. Dómari var Mr. JRae. Amer- ísk hljómsveit ljek í leikbyrj- ún og í hálfleik. Smekkleysa af mótanefnd. Heyrst hefir, að knattspyrnu ráðið hafi áður en leikurinn hófst, gert stjórnum og móta- nefndum þessara tveggja fje- laga að'vart um, að það gerði leikinn ógildan, færi hann fram. Mótanefndin mun ekki hafa tekið þessa aðvörun til greina, en hún er aðili fjelags- stjórnanna í þessu tilfelli. Nú er eftir að s.já, hvort knattspyrnuráðið stendur við þessa hótun sína, og fái forseti I. S. I. einhverntíma seinna meir að afhenda bikarinn í annað sinn. Fáum við þá annan leik og það ef til vill bráðlega. Vp. Landsbókasafnið efnir til bókasýningar Á ÞESSU SUMRI eru liðin 100 ár frá því að fyrst var prentuð bók 1 Reykjavík. Árið 1844 var aðeins ein prentsmiðja í landinu, Viðeyjarprentsmiðja, en hún var flutt til Reykjavík- ur þá um sumarið. Þessa merki lega afmælis er minst í Lands- bókasafninu með þeim hætti, að komið hefir verið þar fyrir í lestrarsal safnsins nokkrum sýningarkössum og er þar sýnt meginið af því, sem prentað var á íslensku árið 1844 í Rvík, Viðey og Kaupmannahöfn. Til samanburðar eru svo sýndar Hólabækurnar frá 1744, enn- fremur eina íslenska bókin sem til er frá árinu 1644, en það ,er Þorláksbiblía, og loks elsta prentuð bók á íslensku, Nýja testamenti Odds Gottskálksson ar frá 1540. Þá er og sýnt lít- ið sýnishorn af íslenskri bóka- gerð ársins 1944, þar á meðal nokkrar prentminjar frá stofn- un lýðveldisins. Sýningarkass- ar þessir verða látnir standa í lestrarsal safnsins nokkra daga, en hann er opinn alía virka daga kl. 1—7 síðdegis. Hergöyn flutt tii Varsjá London í gærkveldi. FLUGVIRKI Bandaríkja- manna hafa nú flutt allmikið af hergögnum til skæruliðanna pólsku í Varsjá og fengið að lenda á rússneskum flugvöllum í fyrsta skifti eftir að Pólverj- ar fóru að berjast í Varsjá. — Fóru flugvirkin svo jafnskjótt aftur heimleiðis til Bretlands, er þau höfðu tekið eldsneyti. — Reuter, á markaðinn LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA skýrði frá þvi utan dagskrár í Nd. í gær, að hann hefði lagt svo fyrir kjötverðlagsnefnd, að útsöluverð á dilkakjöti, er kæmi á markaðinn þessa viku, skyldi verða hið sama og áður var, eða kr. 6.50 kg., og verðmis- munurinn greiddur úr ríkis- sjóði. Ráðherrann skýrði enn frem- ur frá því, að kjötverðlags- nefnd hefði gert áætlun um, hvert útsöluverðið á dilkakjöti þyrfti að vera, ef hætt yrði að greiða verðið niður á innlend- um markaði, með framlagi úr ríkissjóði. Ef ríkissjóður greið- ir áfram uppbætur á kjöt, sem selt er á erlendum markaði, þyrfti útsöluverðið á innlenda markaðnum að verða kr. 11.07 pr. kg. En ef engar uppbætur yrðu greiddar á útflutta kjötið, þyrfti útsöluverðið innanlands að vera kr. 18-87 pr. kg. Hvort- tveggja væri miðað við, -að bændur fengju það verð, sem byggist á samkomulagi 6- manna-nefndar. Hrossakjötið. Landbúnaðarráðherrann gaf ennfremur þær upplýsingar, að ekki hefði tekist að fá neinn við unandi markað erlendis fyrir hrossakjöt. Markaður var fá- anlegur fyrir niðursoðið hrossa kjöt, en verðið var svo lágt, að það var ekki einu sinni fyrir kostnaði. Sjóflugvjel hvolfir UM HÁDEGI í fyrradag kom það óhapp fyrir, að sjó- flugvjel Loftleiða h.f. hvolfdi á Miklavatni í Fljótum. Kristján Jóh. Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjelagsins, skýrði blaðinu frá því gær, að flugvjelin hafi verið að hefja sig til flugs í ágætu veðri og nær því logni. Rjett þegar hún var að sleppa vatninu, skall yfir í einni svipan ofstopa veð ur. Skrúfaðist vjelin fyrst upp í loftið, en hrapaði síðan og hvolfdi i vatnið. Tveir flug- menn voru í vjelinni. Tókst þeim að komast út úr vjelinni upp á flothylkin, en þar hjeld- ust þeir við í tvo tíma þar til flugvjelin rak á land. — Var flugmönnunum ekki meint af volkinu. Ekki var vitað með vissu, hve skemdir urðu miklar á vjelinni, en ekki er hægt að fljúga henni eins og hún er nú á sig komin. Er ætlunin að taka hana í sundur þarna fyrir norðan og flytja hana síðan suður. . Veðurofsinn var valdur að ýmsu meira tjóni þarna fyrir norðan, ,t. d. fuku þök af hús-r um, hey fauk og síldveiðibátar mistu nótabáta sína. London-; Ýmsir talsmenn Frakka hafa lýst sig þess fýs- andi, að Frakkar sendu her til Kyrrahafsins, til þess að berj- ast við Japana, ef Þjóðverjar yrðu sigráðir á undan þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.