Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. nóv. 1944. AF SJÓNARHÖLI SVEITAMANNS 85 ára: NÚ ER orðið langt um liðið síðan jeg hefi sent blaðinu pistla. Á þessum tíma hefir margt gerst, sem vert væri að minnast á, en fæst af því verð- ur gert að umræðuefni í þess- um pistlum. Þó ber einn atburð hæst, eins og allir vita. Er það myndun nýju stjórnarinnar. Af því að jeg hefi stundum verið nokkuð pólitískur í þessum pistlum mínum, og stjórnarfar ið'í landinu varðar svo mjög alla þjóðina, bæði til sveita og sjávar, þykir mjer rjett að fara um þetta nokkrum orðum. ★ EINHVERNTÍMA í sumar mintist jeg á það, að þegar þeir flokkar, sem áður hefðu verið í minnihluta í þinginu, kæm- ust í meirihluta, væri það krafa þjóðarinnar og þingræð- isleg skylda flokkanna að hafa forustu um stjórnarmyndun. Árið 1942 mistu stjórnarflokk- arnir gömlu — spyrðuband Framsóknar og Krata — end- anlega meirihluta sinn í þing- inu, enda þótt þeir væru nokkru áður orðnir ófærir um að stjórna landinu. Samkvæmt öllum þingræðisreglum átti það því að koma í hlut Sjálf- stæðism. og Sósíalista að sjá landinu fyrir ríkisstjórn, sem styddist við þingmeirihluta. Þegar minst var á þessar skyld ur flokkanna í þessum dálkum, ráku Framsóknarblöðin —• Tím inn og Dagur — upp vein mik- ið og töldu það ganga glæpi næst að gera þetta að umtals- efni. Sem betur fer virðast fá- ir hafa tekið skrif þessara blaða alvarlega, því nú loks hefir stjórnin verið mynduð eftir rjettum, þingræðislegum leið- um. Þeir flokkar, sem juku þing fylgi sitt í seinustu kosningum, hafa tekið við stjórnartaumun- um í samvinnu við þriðja flokk inn — Alþýðuflokkinn. iír ALTAF SÍÐAN um seinustu kosningar hefir Sjálfstæðis- flokkurinn barist fyrir því, að koma á þingræðisstjórn. Lengi vel var lítið útlit fyrir, að slíkt mætti takast. Sósíalistar vildu ekki taka ábyrgð á neinu og Tímamenn gættu einskis ann- ars en koma sjer vel við Komma og fá þá til fylgilags við sig, sem allir vita nú hvern- ig tókst. Árangurinn af þessari ötulu baráttu Sjálfstæðisfl. fyr ir myndun þingræðisstjórnar varð sá, að nú voru orðnir — ekki einn — heldur tveir mögu leikar til að koma þingræðis- stjórn á. Má segja, að nú vildu allar meyjar með Ingólfi ganga. ★ SJALDAN mun nokkurri stjórn hafa verið jafn-vel tek- ið og þeirri, sem nú er sest að völdum. Myndun stjórnarinnar ljetti mjög áhyggjum af þeim mönnum, sem voru farnir að ugga um framtíð þíngræðisins í landinu dg sáu enga leið út úr þeim ógöngum, sem það var komið í, því vafasamt var, hvort nýjar kosninga-r hefðu nokkru breytt þar um til batn- aðar. Með myndun þessarar stjórnar hefir þingræðið því komist út úr því ráðleysi og niðuriægingu, sem það var alt af að sökkva í dýpra og dýpra. ooooooooooooooo< Eftir Gain O00000000000000< ÞVÍ BER ekki að neita, að margur mun hafa kosið, að ; þingflokkarnir allir f jórir i hefðu staðið að myndun hinn- I ar nýju stjórnar. Svo almenn- ur og einlægur eip samvinnu- hugur þjóðarinnar, að flestir munu hafa óskað eftir því, að tilraun væri gerð í þessa átt, j þrátt fyrir hina ömurlegu I reynslu af sumum flokkunum í þjóðstjórninni gömlu. En þeg ar nánar er aðgætt, var ekki nema alveg 'eðlilegt, að svona j íór — að Framsóknarflokkur- inn varð utan við þá sam- vinnu, sem nú hefír tekist. ★ SIÐAN Tímakempurnar stukku fyrir borð af þjóðstjórn arskútunni og síðan allar von- ir þeirra um árangur af flaðr- inu við Sósíalista brugðust, hafa Framsóknarmenn sett mjög einkennileg skilyrði fyr- ir samvinnu við aðra flokka. ! — Eftir því sem Tímanum seg- ist frá, eru þau skilyrði eitt- hvað á þessa leið: Við Sjálf- stæðismenn hefir verið" sagt: ,,Ef þið skíftið um forustu, skul i um við kannske vinna með I ykkur. Við viljum ekkert við | ykkur íala, meðan þið hafið þessa menn á oddinum, en ef þið rekið Ólaf Th„ Gísla Sv., Bjarna Ben., Magnús J. og Möll er o. s. frv., eða gerið þá valda lausa, þá verið þið máske við- j mælandi. Fyr ekki“. Á sama hátt hefir afstaðan til Sósíal- j ista verið þessi: ,,Þið verðið að j einangra „Moskvaklíkuna“, j kasta „línudönsurunum“ út í j ystu myrkur og kjósa betri menn fyrir foringja. Þegar það er búið, megið þið koma og vita, hvort við viljum semja við ykkur“. ★ ÞANNIG VORU „friðartil- boð“ Framsóknar, eftir-því sem Tíminn sagði. Finst monnum þau ekki glæsileg? Á svona grundvelli vildi hún semja. Var það ekki fjarska sann- gjarnt?!! Jeg tel það mjög eðli- legt og vel til fundið, að nú hefir Framsókn, þessi drýldna drós, sem hafði uppi á svona kostakjör að bjóða, nú hefir hún með þegjandi samkomu- lagi hinna flokkanna verið sett í skammarkrókinn, og þar verð ur hún að dúsa, uns henni hafa lærst betri mannasiðir. ★ ÞETTA ER sjálfskaparvíti og það finnur Framsókn vel. Síðan þetta vildi til, hafa allir forustumenn Framsóknar verið ihálfsturlaður af máttlausri reiði yfir því, hvernig komið er. Öll framkoma þeirra, tal og skrif ber glöggan vott um þetta. Strax og. sýnt þótti að draga mundi til einhverrar samvinnu með núverandi stjórnarflokk- um, ruku Tímamenn út um land og boðuðu fundi til að kynna fólkinu viðhorf sitt til landsmálanna, að því er þeir sögðu. Reyndist „kynningin“ fólgin í taumlausu níði um stjórnarflokkana, röngum frá- sögnum um afstöðu Framsókn- arfl., og eftir að málefnasamn- ingurinn var birtur, juku Tíma menn ræður sínar með útúr- snúningum, rangfærslum og beinum ósannindum um hann. Þá var ekki sparað að spá því, að stjórnin mundi koma öllu í eymd og öngþveiti á fáum vik- um og svo þegar hrunið væri komið, ætlaði Ólafur Th. og alt íhaldið að flýja úr rústunum til Ameríku. Og það var auð- fundið á öllu tali Tímalegát- anna, að falin var í illspá hverri — ósk um hrakför sýnu verri, enda þótt þeir segðust leggja á sig öll þessi fundahöld og erfiðu ferðalög af einskærri ást á föðurlandinu og umhyggju fyrir sveitunum. ★ FYRSTU SKRIF Tímans í stjórnarandstöðunni bera vott um þetta sama — þessa van- megna heift gegn hinum djörfu fyrirætlunum stjórnarinnar. Hjer skulu tekin nokkur dæmi til að sýna, hve lítt þeir Tímamenn sjást fyrir í skrif- um sínum. Tíminij ræðst harkalega á stjórnina fyrir að ætla sjer að setja ný launalög, en segir þó jafnframt, að launa kjör hinna launalægstu sjeu lítt viðunandi, en laun og auka tekjur annara svo há, að óhóf má teljast. I einni grein blaðs- ins segir-, að þess beri að geta, sem í málefnasamningnum stendur, að aukna skatta skuli leggja á stríðsgróðann og skerpa eftirlit með skattafram tölum, en þó hafði í næsta blaði á undan birst gleiðletruð fyrir- sögn um, að nú væri stríðs- gróðamönnunum trygt að geta haldið áfram að græða í skjóli Ijelegs skatta- og verðlagseft- irlits. I einni langloku eftir Herm. J. segir, að vitað sje, að sú krafa hafi komið fram frá einum stjórnmálafl. að gera alt landið að einu kjördæmi. Samt er það upplýst á fremstu síðu í sama blaði, að sú krafa hafi aldrei verið sett fram, því það hafi verið það sama og að hafna öllu samstarfi. Sýna þessi dæmi öll, að ofs- inn og óðagotið hefir verið svo mikið, að enginn tími hefir ver ið til að samræma lygarnar og róginn áður en þessum þokka er dreift út til fólksins. I LOK greinar þeirrar, sem fyr er nefnd, óskar Herm. J. ÞeSfc að stjórninni megi takast sem best þær framkvæmdir, 1 r j sem hun fyrirhugar og að ! henni lánist að skapa þá vel- megun, er hún lofar. E. t. v. munu einhverjir af þeim, sem , þekkja manninn, heillyndi hans j og góðgirni í garð andstæðinga, i efast um, að hjer sje af ein- | lægni mælt. En hvað sem um I það er, þá mun þjóðin alment j — allir starfandi menn til sjávar og sveita — vænta mik- ils og góðs af þeirri samvinnu bænda, verkamanna og fram- j leiðenda, sem nú er hafin. Þjóð j in væntir þess, að forusta þess- ' ara samtaka beiti sjer fyrir þeirri hagnýtingu stríðsgróð- ans, sem gerir henni kleift að öðlast batnandi lífskjcr og vax andi menningu, eins og alla al- þýðu heims dreymir um á þess ari „villunótt mannkyns um reglausa jörð“. Jósep Þ. Björnsson í DAG er 85 ára sá mæti maður Jósef J. Björnsson, fyrr- um skólastjóri á Hólum í Hjaltadal og alþingismaður Skagfirðinga. Æfi hans hefir verið viðburða rík og þýðing starfa hans víð- tæk í sveitum landsins. Aðal æfiatriðin eru í stuttu máli þessi: Fæddur er hann að Fremri Torfustöðum í Miðfirði 26. nóvember 1859, sonur Björns bónda þar Björnssonar bónda í Huppahlíð og Ingi- bjargar Hallsdóttur, Halls- sonar bónda á Stóra Vatnshorni í Haukadal. Jósef misti föður sinn 10 ára gamall og fluttist þá með móður sinni að Fögru- brekku í Hrútafirði, til Jóns Bjarnasonar, bónda þar, sem á þeim tíma var talinn meðal fremstu bænda. Olst Jósef þar upp við búnaðarstörf, þar til hann á 18. ári sigldi til Noregs til búnaðarnáms. Lærði hann á búnaðarskól- anum á Stend og lauk þaðan fullnaðarprófi með fyrstu á- gætiseinkunn árið 1879. Það ár og hið næsta stundaði hann verklegt nám hjá heiðafjelag- inu danska og lagði meðal ann ars stund á vatnsveitingar. Vorið 1880 kom hann heim og ! vann þá fyrst hjá bændum í Skagafirði, einkum þeim Ein- j ari Guðmundssyni á Hraunum og Gunnlaugi Briem á Reyni- stað. Ferðaðist þó nokkuð þá og næsta ár til að leiðbeina bændum í Skagafirði og víðar. Þegar Bændaskólinn á Hól- i j um var stofnaður 1882, gerð- ! ist Jósef skólastjóri þar og j þótti sjálfkjörinn til þess starfs. Þá gegndi hann skólastjóra- starfi um 6 ára skeið. Vetur- inn 1885—86 dvaldi hann við nám á Búnaðarháskólanum danska og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn í jarðfræði, jarðræktarfræði, búfjárfræði og mjólkurfræði. Árin 1888-—96 stundaði hann búskap á Bjarnastöðum í Hóla hreppi og síðar á Ásgeirs- brekku í Skagafirði. Árið 1896 tók Jósef aftur við skólastjórn og bústjórn á Hól- um og var þá einnig í 6 ár skólastjóri, en gerðist fyrsti kennari við skólann, þegar Sig- urður Sigurðsson tók við skóla stjórn 1902. Því starfi gegndi hann samfleytt til 1934, en stundaði jafnframt búskap á Vatnsleysu í Skagafirði. Onnur opinber störf Jósefs voru þessi: Þingmaður Skagfirðinga 1908 —1916. Hann var formaður í milliþinganefnd í launamál- um 1914—16. Á síðari þingár- um Jósefs var starfandi flokk- ur þingbænda og var Jósef for- maður hans. Hann var í yfirskattanefnd Skagafjarðarsýslu frá byrjun til 1940. Hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður Viðvíkurhrepps um hríð og hreppsnefndarodd- viti um nokkurra ára skeið, bæði í Viðvíkurhreppi og Hóla- hreppi. Formaður lestrarfjelags Hóla- og Viðvíkurhrepps og búnaðarfjelags í báðum hrepp um. Einnig formaður bindind- isfjelags í Hóla- og Viðvíkur- hreppi. Formaður Smjörgerðar- fjelags bænda úr 5 hreppum Skagafjarðarsýslu. Hann var meðal stofnenda Skógræktar- fjelags íslands, Kaupfjelags Skagfirðinga o. fl. Hann er heiðursfjelagi Búnaðarfjelags íslands og Búnaðarfjelags Við- víkurhrepps. Hann hefir skrifað kenslu- bækur í jarðfræði, jarðvegs- fræði og steinafræði og fjölda ritgerða í blöð og tímarit, eink- um um búnaðarmál. Jósef er þrígiftur. Fyrsta kona hans var Kristín Frið- bjarnardóttir frá Fyrirbarði í Fljótum, og misti hann hana mislingaárið 1882. Önnur kona: Hólmfríður Björnsdóttir Pálma sonar bónda í Ásgeirsbrekku. Dó hún 1894. Þriðja kona er Hildur ’ Björnsdóttir, systir Hólmfríðar. Fjórtán .börn alls hefir Jósef eignast og eru 8 á lífi, 4 synir og 4 dætur, alt hið merkasta fólk. Jósef Björnsson hefir verið óvenjulegur maður að gáfum og starfsþreki. Eftir hann ligg- ur meira en flesta þá íslend- inga, er nú lifa. Saga hans frá tvítugsaldri er líka saga ís- lensks landbúnaðar á sama tíma. Hans mestu áhrif til þrifa og þróunar eru tengd við skólastjórn hans óg kenslu á þýðingarmesta búnaðarskóla landsins um meira en hálfrar aldar skeið. Fjöldi manna víðs vegar um land á honum mikið að þakka, en þó engir eins og við lærisveinar hans, að frá- teknu nánasta skylduliði. — Hann hefir alla tíð verið hið mesta prúðmenni í framkomu og viðbúð, alúðlegur, glaðlynd ur og fyndinn, glöggur á menn og málefni, og svo mikill fræðisjór, að jeg efast um, að nokkur íslenskur maður hafi staðið honufn jafnfætis í bún- aðarfræðum um fleiri tugi ára. Mundi það hafa hæft betur hæfileikum hans og kunnáttu, að vera prófessor við stóra vís- •indastofnun en kennari við lít- inn búnaðarskóla við hin fá- tæjílegustu skilyrði. Að rita né- kvæma æfisögu þessa manns væri þarfaverk, sem ættmenn hans og vinir ættu ekki að láta j farast fyrir. Væri nauðsyn á að j safna gögnum til hennar með- an maðurinn lifir sjálfur. Nú dvelur þessi virðulegi öldungur með sinni ágætu konu hjer í Reykjavík í skjóli Krist- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.