Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 10
MOEGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. nóv. 1944. 14 MncYmtopm«íi a isian dises Allir hafa heyrt talað um hinar mlklu, erlendu alfræðabækur, íil dæmis Salmonsens Konversations-Leksikon eða Encyclopædia Britannica. Þær þykja slíkir kjörgripir. að þær eru einatt hafðar til heiðursgjafa, en cru r.rní í fremur fárra manna höndum hjer á landi. Hver maður, sem á alfræðabók og Iærir að "rtn hana, telur sjer ómissandi að hafa hana jafnan handbæra. Hitt mun Islendingur íljótt komast að raun um, að í þessum úllendu bókum er fjölmargt, sem hann kærir sig ekki um að vita, og í þær vantar meinlega ýmis- legt, sem hann vildi sjerstaklega fræðast um. Astæðan er sú, að þessar bækur eru miðaðar við þarfir tiltekinnar þjóðar. Einkum er óviðunandi fyrir smærri þjóð að nota alfræðabók stærri þjóðar. — í Salmonsen er miklu meira um Breta en í Encyclopædia Britanniea um Dani. Útlendar alfræðabækur eru ekki einungis óhentugar fyrir ahnenning á íslandi vegna málsins, heldur af því, ao í þeim er of Iítið eða mjög fátt um íslensk efni. Alfræðabók þarf því fremur að semja við hæfi hverr- ar þjóðar sem þjóðin er fámennari og henni er minni gaumur gefinn' erlendis. Þelja vila Islendingar. Manna á meðal hefir lengi vérið rætt um þörf íslenskrar al- fræðabókar og því meir sem þjóðinni hefir heldur vaxið fiskur um hrygg. En enginn hef- ir þorað að ráðast í slíkt fyrirtæki. Það kostar mikið fje, mikið starf, sameiginlegt átak fjölda manna. íslendingar eru „fáir, fátækir,smáir“. Gæti útgáfa slíkrar bókar borið sig hjer á landi? Er unnt að fá nógu marga og góða menn til þess að taka höndum saman um að semja hana? Nauðsynin vex með ári hverju. Þekkingarkröfurnar til allra manna í öllum stjettum verða meiri og meiri, lorveldara að fá yfirlit um þekkingarforðann. Heimurinn stækkar vegna fjölbreyttari rannsókna og kunnáttu, smækkar fyrir meiri samgöngur, færist nær oss. Vjer neyðumst til þess að vera heimsborgarar, svo að oss dagi ekki uppi, en þurfum líka að vita miklu meira um Island og Islendinga til þess að glatast ekki sem sjálfstæð menningarþjóð. íslensk alfræðabók yrði hjálp lil hvors tveggja: að þjóðin kynnlist um- heiminum og vissi um leið betur til sjálfrar sín. Nokkrir áhugamenn hafa bundist samtökum um að gera tilraunina upp á eigin spýtur, án opinbers styrks eða stuðnings. Þeir treysta á stórhug, skilning og menntavilja borgara hins íslenska lýðveldis. Gerð hefir verið áætlun um kostnað og efni, fengin lof- orð um stuðning margra ágætra manna í ýmsum fræðigreinum. Þetta er kleift, ef þjóðin vill, ef nauðsynleg tala áskrifenda fæst. Annars ekki. Hver áskrifandi er ekki aðeins að óska þess sjálfur að.eignast íslenska alfræðabók. Hann er að gera sitt til, að þ jóðin eignist slíka bók. Þetta er eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðarpróf. IIVAÐ ER BOÐIÐ? Alfræðabókin verður tólf bindi, hvert 500 blaðsíður, hver blaðsíða að leturmergð eins og tvær Skírnissíður, alls 6000 blaðsíður, samsvarandi 12000 Skírnis- síðum. í henni verða um 2000 myndir í texia og Iitprentaðar myndir og landakort á sjerstökum blöðum að auki. Um hið fjölbreytta efni, sem raðað verður eftir stafrófs- röð uppslátfarorða, er ekki unnt að gefa neina hugmynd, en vísa má í skrána um sam- verkamenn hjer á eftir. Þetta á að vera íjölskrúðug fræðibók fyrir hvern íslending, fjár- sjóður fyrir börn og unglinga á hverju heimili, handbók fyrir hina lærðustu menn utan fræðigreina þeirra, — lykill að almennri sjálfmenntun, Ieiðbeining til sjermenntunar. — Hún á að kynna íslendingum umheiminn og bæði þeim og erlendum fræðimönnum ís- land og Islendinga. Hún mun verða vitni um, að íslendingar sjeu menntaþjóð, en samt framar öllu tryggja það, að þeir verði menntaðri þjóð. Hvað kostar þetta? Þetta verður dýr bók, enda stærsta rit, sem nokkurn tíma hefir verið ráðist í að gera á íslandi á svo skömmum tíma. Samt verður bókin ekki gefin út, nema unnt sje að hafa hana mjög ódýra í hlutfalli við stærð, kostnað og frágang. Hvert bindi mun kosta óbundið 80 krónur, í sterku ljereftsbandi 100 krónur, í vönduðu skinn- bandi 120 krónur. Allir munu sjá, áð 80 krónur fyrir 1000 Skírnissíður með myndum er langt fyrir neðan venjulegt bókaverð nú. — Verðið getur haggast litils háttar, lækkað eða hækkað, ef miklar verðsveiflur gerast á prentkostnaði eða bókbandi. En mjög mikið af kostnaðinum, ritlaun, pappír o. s. frv., er óhjákvæmilegt að greiða á fyrsta ári, svo að hann breytist ekki. Hvenær kemur bókjn út? Fyrsta bindi mun koma á næsta vetri, síðan 2—3 bindi á ári, uns verkinu er lokið. Mikið kapp verður lagt á að hraða vinnu og prentun, um leið og gætt verður ýtrustu vandvirkni við hvort tveggja. Áskriftir sendist sem allra fyrst. Undir tölu þeirra áskrifenda, sem gefa sig fram á næstu tvcimur mánuðum, er það komið, hvort yfirleitt værður talið óhætt að ráðast í þetta stórvirki eða allur undirbúningur þess hefir verið unninn fyrir gýg. Það hefir verið myndað sjerstakt fjelag, Fjölsvinnsútgáfan, til þess að hrinda þessu fyrirtæki í framkvæmd. Fyllið út eyðu- blaðið og sendið áskrift til: Fjölsvinnsútgáfan, c/o Eiríkur Kristinsson, cand. mag., P. O. Box 182, Reykjavík. Hjer að neðan eru taldir þeir, sem þegar hafa lofað að vinna að útgáfunni. t föf'umlar: Starfsgrein: Agúst n. ll.jarnason, prófessor, dr. phil. TTeimspekÍ Atexander Jóhannesson, prófessoV, dr. pil. Tungumál Arni (t. Eylands, framkvæmdastjóri, 1 Uiskapur Árni Friðriksson, fiskifræðingur, Dýrafræð-i Árni Krisfjánsson, ]>íanóleikari, Tónlist Bogi Ófafsson, yfirkennari,, Enskar bókm. Einar Arnórsson, hæstarjettardómari, Lögfræði Einar .Jónsson, mag. art. Þýskar bókm. Eiríkur Kristinsson, cand. mag. Málfræði Finnhogi Iiútur Þorvaldsson, verkfr. Verkfræði Finnur Guðmundsson, dr. ver. nat. Dýrafræði Fr. de Fontenay, sendiherra, Danskar bókm. og austurf .fræði Guðm. Kjartansson, mag. sciént. Jarðfræði Hákon Iljarnason, skógræktarstjóri, Skógfræði Ingólfur Davíðsson, mag. scient. ^ Jurtafræði Jóhann Briem, listmálari, HÖggmyndalist -Tóhann Sænmndsson, læknii’, Læknisf ræð i Jón Eyþórsson, veðurfræðingui’, Veðurfræði Jón Gíslason, dr. phil. Rómv. bókm. Jón Jóhannesson, p'rófessor, ísl. saga Jón Magnússon, fil. kand. Rænsk. bókm. Jón Vestdal. Dr. ing. Efnafræði •Tón Þorleifsson, listmálari, TVfálaralist. Klemens Tryggvason, hagfræðingur, l'Iagfræði Knútur Arngrímsson, skólastjóri, Landafræði Kristinn Árma.nnssou, cand. niag. Grísk. bókm. ’K’ristján Eldjárn, mag. art,. Fornleifafr. Magnús Jónssou, liceneié és lettres, Frarisk. bókm. Matthías Þórðarson, 7>nf. þjóðminjav. ísl. fornleifafr. Ólafur Briem, mag. art. Norr. Goðafr. Ofafur Ilansson, cand. mag. Sagnfræði Óskar Bjarnason, efnafræðingur, Efnafræði Pálmi Ilannesson, rektor, Isl. Staðfr. Pjetur Sigurðsson, sjómælingam. Siglingafræði Sií urbjörn Einarsson, docent, Trúarbrögð Sigurður Guðnmndsson, arkitekt, Byggingarlist Sigui'ðnr Nordal, prófessor, Isl. bókm. Sigurður II. Pjetursson, gerlafræðingur, Jurtafræði Símon Jóh. Ágústsson, dr. phil. Uppeldisfr. Skúli Þórðarson, mag art. Sagnfræði Steingrímnr Þorsteinsson, dr. phil. Isl. bókm. Steinþór Sigurðsson, mag. scient. Stjörnufræði Sveinn Þórðarson, dr. rer. nat. Eðlisfræði Teresia Guðmundsson, veðurfræðingur, Norskar bókm. Þórhallur Þorgilsson, bókavörður, Rómanskar bókm. Þorkell Jóhannesson, prófessor, Isl, saga Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Hagfræði Þórunn' Ifafstein, frú, Kvenl. fræði. Jeg undirritaður gerist hjer með áskrifandi að ALFRÆÐABÓKINNI og er undirskrift mín bindandi fyrir alt ritið. . Ritið óskast: 1) Óbundið. 2) Bundið í Ijereft. 3) Bundið í skinn. Nafn: Staða: Heimilisfang: Vinnustaður: Aðalritstjóri verksins verður: Árni Friðriksson. Aðstoðarritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Tilvonandi áskrifendur eru bcðnir að fylla út pöntunarseðilinn, senda hann útgáfunni og strika yfir það um bandið, sem ekki á við. Þegar litið er yfir þau nöfn, sem að ofan eru skráð, ætti það að vera Ijóst, að þegar hefir tekist að tryggja nægilega sjer- þekkingu og starfsorku til þess að skila þessari útgáfu, þótt mikil sje, heilli í höfn. Þó er enn eftir að leita til margra sjer- fræðinga, sem nauðsynlegt er að fá til samvinnu, og er óhætt að gera ráð fyrir, að tala þeirra, sem að starfinu standa, áður en lýkur, verði yfir eitt hundrað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.