Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ,.Jeg hygg, að mjer myndi ef til vill takast að hafa vissa angurblíða ánægju af þeirri fórn", mótmælti hann. ..Daníel Pritchard — þú ert óþolandi leiðinlegur í dag. Jeg vil ekki standa í þakkarskuld við neinn“. „Jeg hefi ætíð trúað þjer fyrir öllu, Maisie — gleði minni og sorgum — eins og þú værir systir mín. Og jeg hefi gert það í trausti þess, að þú skildir mig. Jeg er ekki að kvarta, vina mín, þótt jeg þurfi að dvelja hjer áfram. Jeg er aðeins að láta í ljós yonbrigði mín yfir því, að geta ekki tek- ið mjer leyfi, eins og jeg hafði ráðgert. Ef jeg------“. Það var barið að dyrum, og John Casson kom inn. Hann var stór maður og föngulegur — glæsimenni frá hvirfli til ilja. Hann var mjög vingjarn- legur í fasi, en glöggskygn mað ur á mannlegt eðli hefði samt sem áður þegar sjeð, að þarna var maður, sem hafði meira sjálísálit en góðu hófi gegndi. „Ert þú enn að vinna, Daní- el? Maisie, getur þú ekki feng- ið hann til þess að koma með okkur út á golfvöllinn?“ Danní hristi höfuðið. „Jeg get það því miður ekki í dag“. „Ekki það? Það var leitt, drengur minn. — Ert þú ekki að koma, Maisie?“ „Jú, frændi“. Hún reis á fætur og gekk að speglinum til þess að snyrta sig til. Meðan á því stóð, at- hugaði hún gaumgæfilega langt, ,raunamætt andlit Dan- íels í speglinum. Casson hafði gengið út að glugganum og Daníel sat með hönd undir kinn og hallaði sjer áfram í sætinu. „Ef þú vissir, hvað jeg elska þig. gamli draugurinn þinn! hugsaði hún. „Skyldi þjer nokkru sinní geta komið í hug, að kanna djúp vináttu okkar ■— og komast að raun um, að þar er einnig ást að finna? Heyra, hvernig þú talaðir um að fórna þjer fyrir mig! Ó, Danní, jeg gæti lamið þig!“ Hún gekk hljóðlaust yfir her bergið og staðnæmdist við hlið hans. Þegar hann varð hennar var og ætlaði að rísa á fætur, beygði hún sig áfram og hvísl- aði að honum: „Mjer er sagt, að listin sje afbrýðissöm eig- inkona. Jeg vona, að þú verðir henni trúr, Danni. Það lætur nærri, að jeg öfundi hana“. Hann gaf Casson gamla ilt auga, þar sem hann stóð og hamraði með fingrunum í gluggarúðuna og raulaði fyrir munni sjer. „Þessi blessaður aulabárður!“ hvíslaði hann. „Þú verður að heimsækja mig næst, þegar þú kemur hjer á skrifstofuna. Og ef þú býður mjer til kvöldverðar á næst- unni, væri jeg vís til þess að þiggja boðið. Jeg þarf að tala bétur við þig. Jeg —“. Hann leít á Casson. En hann veitti þeim enga athygli, svo að Daniel ákvað að framkvæma þegar það, sem honum hafði alt í. einu dottið í hug. Hann tók höku Maisie á.milli þumal- og vísifingurs, dró hana snögt að sjer og þrýsti kossi á varir hennar. Casson karlinn hjelt áfram hinni miður hljómfögru barsmíð á gluggarúðuna, og Maisie endurgalt því ófeimin koss Daníels. Andartak stóðu þau og störðu hvort á annað, en þá sneri Casson sjer við. „Vertu sæll, Danni minn“, sagði Maisie, og gleðihljómur var í rödd hennar. „Verið þið sæl, og góða skemtun“. „Þakka þjer fyrir, drengur minn — trallalallala“. Það var nú meira fjörið, sem alt í einu var hlaupið í karlangann! I Danni fylgdi þeim til dyra, en settist síðan aftur við glugg- ann. • „Asni“, muldraði hann. „Bölvaður asninn! Hvernig í heiminum 'gat mjer dottið í hug að fara að kyssa Maisie? Mjer þykir ákaflega vænt um hana, en jeg er hreint ekki viss um, að jeg kæri mig neitt um að giftast henni — hún er svo hagsýn og ráðrík. En indæl stúlka og góður fjelagi. .Skyldi jeg verða hamingjusamur, ef jeg giftist henni? Þegar menn með mitt skapferli giftast, helga þeir alt sitt lif konu og börnum — og jeg er ekki far- inn að lifa enn. Líf mitt alt hefir verið leiðinlegt og til- breytingarlaust. Það hefir aldrei neitt komið fyrir mig. Og svo datt mjer þetta í hug! Þessi koss var eins og æfintýri. Jeg naut hans. Jeg skil ekki enn, hvernig mjer fór að detta þetta í hug. Ef hann hefði verið dálítið skarpskygnari, hefði hann vit- að, að það var Maisie sjálf, sem hafði gefið honum þessa snjöllu hugmynd. En þar sem hann var nú eins og hann var, blessaður, hjelt hann niður á Meiggs Warf skrifstofuna kl. 4 í þeirri sælu trú, að hann væri einstaklega djarfur maður og frumlegur — án þess að hafa haft hugmynd um það sjálfur, III. KAPÍTULI. Þegar læknirinn var farinn, ræddi Gaston gráskeggur lengi og alvarlega við dóttur sína. Hann grjet dálítið fyrst í stað., En það var ekki af meðaumkv- un með sjálfum sjer, heldur vegna Tameu. Þegar fyrsta sorgin og örvæntingin var lið- in hjá, mundi stúlkan eftir því, að faðir hennar bjóst ekki við tárum af henni. Hún átti ætíð að verka sterk og hugrökk — aldrei að láta bugast. — Hún reyndi að brosa gegnum tárin. „Og þú vissir, að jeg var orð inn veikur, dóttir mín?“ spurði Gaston gamli með furðu. „Já, faðir minn. Jeg tók eft- ir blettunum á kinnum þínum og höndum áður en við fórum frá Riva, en jeg var ekki viss í minni sök, fyr en jeg sá þig einu sinni synda. Það er hvít skella á hægri öxl þinni“. „En þú snertir mig, Tamea. Þú hefir oft látið vel að mjer __u „Og jeg mun gera það aftur. Sjúkdómurinn er enn á frum- stigi. Það er engin sýkingar- hætta, og jeg er ekki hræðslu- gjörn, faðir Larrieau“. „Þegar maður sýkist af holds veiki í þessu landi, Tamea, er hann sviftur frjálsræði sínu. Hann er lokaður inni á sjúkra- húsi, sem kallað er sóttvarnar- hús. Þar eru engir menn eða konur, sem jeg myndi kæra mig um að hafa samneyti við, og jeg er hvort eð er orðinn nógu gamall til þess að deyja. Jeg myndi þá losna við þennan vesæla, óhreina líkama og kómast til móður þinnar í Paliuli (paradís Suðurhafseyja búa)“. Tamea gat ekki svárað þessu neinu. Hún skildi alt of vel, hvað lá á bak orða hans. En vegna þess, að hún var „dýrð- legur heiðingi“, vakti þessi hugsanagangur Gastons hvorki ótta nje harm í brjósti hennar. I augum Tameu var leyndar- dómur dauðans engu meiri en leyndardómur lífsins. Menn lifðu sinn ákveðna tíma, og þegar skeiðið var á enda runn- ið, fóru þeir til Paliuli, ef þeir voru verðugir þess, eins og faðir hennar, eða til Po — myrkraheimsins — ef svo var ekki. Það var ekki meiri á- stæða til þess að hryggjast yf- ir því, þótt kærasti ástvinur manns færi til Paliuli, en þótt hann færi til einhverrar ná- grannaeynnar, til þess að dvelja þar um óákveðinn tíma. Auðvitað myndi hún gráta, — en hún var síðasti afkom- andi ættar sinnar — af kon- ungum komin — og þess vegna bar henni skylda til þess að taka öllu, sem að höndum bar, góðu eða illu, með jafnaðar- geði. Hún strauk ástúðlega gráa skeggið, meðan faðir hennar talaði. Hann sagði henni frá öllum draumum sínum og ráðagerðum og brýndi sjer í lagi fyrir henni að vera hlýðin manni þeim, er hann ætlaði að útnefna fjárhaldsmann hennar. Tamea lofaði því hátiðlega, og þegar hún sá, hve mjög hon um ljetti við það, hætti hún í eldmóði æsku sinnar að hugsa um alt annað en reyna að hafa ofan af fyrir föður sínum. Hún fór upp í káetu sína og kom að kom að vörmu spori aftur — með harmoniku. Það var prýðisgott hljóðfæri, sem Gast- on gamli átti, og hafði Tamea lært að leika á það eftir eyr- anu. Hún settist niður og tók að syngja og spila af fjöri miklu, og brátt tók faðir henn- ar undir með henni. Tamea hafði hlotið í vöggugjöf eftir- hermugáfu í ríkum mæli, og um leið og hún söng, fetti hún sig alla og bretti, svo að Gast- on gamli ætlaði að rifna af hlátri. Danni Pritchard heyrði hlátrasköll hans löngu áður en hann var kominn að „Mooreu“. Og svo byrjaði Tamea á þjóð- söng Frakka, „La Marseill- aise“, og faðir hennar söng hann, eins og Frakkar einir i geta sungið hann. Sunnudagnr 26. nóv. 1944, Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 13. hræddir við mig, — þá .hrekið þið hann burtu, og er alveg sama, hvort hann lætur lífið á þessu ferðalagi, eða hvort þessu illvirki. Nú var mjer farið að geðjast mæta vel að hinum unga klerki, og ætlaði mjer -eftir nokkra daga að fara og reyna að finna hann. En nú hefir mjer snúist hug- ur. Jeg ætla að fara strax og finna hann og koma með hann hingað aftur og hjer skal hann búa meðal ykkar og jeg skal sjá svo um, að uppskeri ávexti erfiðis síns og fórna. Nú skipa jeg ykkur að senda til þeirra æðri kirkj- unnar þjóna, sem hlupu í burtu eins og aumingjar, þeg- ar jeg fyrst kom hingað, og segja þeim, að þeim sje dauð- inn vís, ef þeir stigi nokkru sinni framar fæti í þessa borg. Og ef djáninn kemur aftur til ykkar, og þið hlýðið hon- um ekki í einu og öllu og þjónið honum og farið eftir kenningum hans alla æfi, þá skuluð þið hljóta hryllilega hefnd. Það var aðeins tvennt gott í þessum bæ, djákninn ungi og steinmyndin af mjer yfir kirkjudyrunum. Annað af þessu hafið þið losað ykkur við og hitt fer jeg með mjer sjálfur”. Þegar drekinn hafði þetta mælt, skipaði hann fundar- mönnum að fara heim, og sleit fundinum, því halinn á honum var orðinn svo heitur, að hætta var á að hann kveikti í ráðhúsinu. Morguninn eftir kom drekinn til kirkjunnar og reif burtu líkneskið af sjer, tók það í hina voldugu hramma sína og flaug upp í loftið með það. Eftir að hafa svifið yfir borginni góða stund, hristi hann halann reiðilega og lagði af stað til öræfanna miklu. Þegar hann kom heim, setti hann myndastyttuna á klettasnös eina, sem var rjett hjá helli þeim, sem drekinn hafðist við í. Þar var líkneskjan í svipuðum stellingum og hún hafði verið yfir kirkju- dyrunum, og drekinn, lafmóður af þreytu eftir að hafa flogið svo langt með svona þunga byrði, lagðist niður og horfði með sýnilégri ánægju á myndastyttuna. Þegar hann hafði hvílst um stund, fór hann að leita að djákn- anum. Hann fann þann unga mann, veikburða og hungraðan í skugga hárra kletta. Tók drekinn hann þegar upp og flaug með hann í helli sinn, og síðan fór hann í mýri nokkra, þar sem hann fann rætur nokkrar og grös, sem hann vissi að voru mjög heilsusamleg lösnum mönnum, þótt hann hefði aldrei smakkað þau sjálfur. Eftir að hafa borðað þetta, hresist djákninn mjög fljótt, og settist upp, en drekinn sagði honum allt, sem fyrir hafði komið í borg hinna aumu manna. DAG NOKKURN, þegar miljónamæringurinn Nicholas Schenck var um borð í ljetti- snekkju Tom Meighan, sá hann hvar ung stúlka stóð fremst á bryggjusporðinum. „Af einhverjum óskiljanleg- um ástæðum“, sagði Schenck síðar„ „fjekk jeg óstöðvandi löngun til þess að ýta við henni, svo hún fjelli í sjóinn. Mjer til mikillar skelfingar — gerði jeg það. Jeg hafði ekki minstu hugmynd um, hvort hún kynni að synda og gerði ráð fyrir, að jeg myndi svo hitta fokvond- an kvenmann. En mjer til mik- illar undrunar tók hún hárið fimlega frá augunum, brosti blíðlega og synti eins og selur. „Það veit guð“, hugsaði jeg með sjálfum mjer, ,,að þetta er stúlkan, .sem jeg ætla að gift- ast“. Og hann gerði það. ★ HOLLENDINGURINN Zac- harias Jansen fann smásjána upp árið 1590. Samanborið við nútíma smásjá var þessi smá- sjá Jansens mjög frumstæð. Þegar tímar liðu fram, var hún stórbætt af ýmsum vísinda- mönnum, eins og Galilei, New- ton, Hertel, Euler og fleiri. Ein með stórfenglegustu endurbót- unum var þó gerð 1903, þegar ultra-smásjáin var fundin upp og gerði mönnum kleift að greina miljónasta hluta úr millimeter. ★ — Sumir af kjósendum yð- ar eru ósammála yður, sagði kosningasmali við þingmann- inn. — Þjer skuluð hafa tölu á þeim. Þegar þeir eru komnir í meiri hluta, þá sný jeg við blaðinu og verð sammála þeim. ★ Árið 1812 fann Austurríkis- maðurinn Ressel upp skipssrúf una. 1829 bygði Ressel fyrsta gufuskipið, sem drifið var á- fram með skrúfu í stað vatns- hjóla. Svíinn John Ericsson og Englendingurinn F. B. Smith bættu hana svo mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.