Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 1
16 síður 31. árgangur. 241. tbl. — Sunnudagnr 26. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f LÁTLAUSAR ORUSTUR VESTAN KÖLN ¦ r Róm í gærkveldi. i'.OXOMINI, forsætisráð- herra ítalíu, gekk \it af fundi, seni hann hafði boðað í kvöld, raeð öllum leiðtogum stjórn- málaflokkanna. — Talið er að. •]iar hafi orðið magnaðar deil- •nr milli hægri- og vinsti'i flokkanna í stjórnimii og veiti frjálslyndir og katólskir kröfum kommúnista og jafn- .aðarnianna snarpa mótspyrnu. — Xoel Oharles, breski sendi- herranu, heimsótti. síðar for- sætisráðherrann, og krafðist •að vei-a látinn vita um. það á .klukkustundar fresti, hvað gerðist í málunum, og hvern- ig Bonommi gangi að bjarga hi!ini sex flokka stjóm, sem nýtur trausts hernámsþjóð- anna. — Iteuter. af þýskum torgurum London í gærkveldi: GÖBBELS ferðaðist nýlega um ýmsar borgir í Vestur- Þýskalandi, þeirra, er verst hafa orðið leiknar af loftá- rásum, og hjelt ræður víða. — Hann sagði, að jafnvel óvinirn- ir kölluðu vörn Þjóðverja kraftaverk, og kvað svo á, að það yrðu óvinirnir, en ekki Þjóðverjar, sem leggja myndu hiður vopnin um síðir. — Sagði Göbbels að framkoma borgara í hinum stórskemdu þýsku borg um, sýndi, að ómögulegt væri áð buga þýsku þjóðina. Allir fundirnir enduðu með því, að Hitler var hyltur af afskapleg um fögnuði af mannfjöldanum. — Reuter. 160 þúsund ilótta- menn í Svíþjóð Stokkhólmi: Nú eru í Sví- þjóð als 160 þús. erlendir flótta menn og skiptast þannig eftir þjóðernum: 30 þús. Finnar, 27 þús; Norðmenn, 16 þús. Danir, 7 þús. Eistlendingar af sænsk- um ættum, 6 þús. annarra flóttamanna frá Eystrasalts- löndunum, 5500 Þjóðverjar, 1000 Pólverjar, 1000 Hollend- ingar og Frakkar og nokkur hundruð Jugoslava og Belgíu- manna. Þá eru og í landinu 45.000 finsk börn. — Auðvitað hefir þessi flóttamannafjöldi ýms vandamál í för með sjer, en tekist hefir ^irleitt vel að leysa úr þeim. Lefðln til Köln GEILENKIRCHEN ÍTATUTE MUti llillllll ¦lllllll ||.........H >fy|T ^H^ > Bandamenn vinna á sumsstaðar Gífurleg stórskotahríð Þjóðverja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERIR bandamanna á Vesturvígstöðvunum hafa enn átt í stórorustum í dag, og tekist að sækja víðasthvar fram, þótt ekki hafi þeir unnið mikið á. Sumsstaðar hafa þeir orðið að láta sjer nægja að hrinda gagnáhlaupum Þjóðverja, sjerstaklega á Geilenkirchensvæðinu, þar sem Þjóðverjar hafa hafið óhemju harða stórskotahríð að hersveitum Breta og Bandaríkjamanna. Segja frjetta- ritarar eftir hermönnum, að þeir hafi aldrei orðið varir við að Þjóðverjar eyddu eins mikið af skotfærum, eins og við Geilenkirchen í dag og undanfarna daga, enda hafi þeir stuttar aðflutningsleiðir, og flugvjelar bandarhanna hafa ekki að undanförnu getað stutt landherinn að neinu ráði með árásum á samgönguleiðir Þjóðverja. Á kortinu hjer að ofan sjást þær borgir á leiðinni til Köln, scm Bandamenn sækja nú að. Eru Bandaríkjamenn nú komn ir mjög nálægt Julich, sem sjest á kortinu, og einnig eru þeir komnir gegnum Hortigen-skóginn, eftir að hafa barist þar í 10 daga samfleytt. raxelles Margir menn drepnir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BARDAGI varð í Bruxelles, höfuðborg Belgíu, í dag, er mann- fjölda, sem var í kröfugöngu, lenti saman við lögregluna. Var skotvopnum beitt og fjellu allmargir menn, en aðrir særðust hættulega. Ekki er enn vitað um tölu fallinna og særðra. Svo stóð á, að meðlimir stjórn málasamtaka nokkurra voru fylktu liði á leið til staðar, þar sem halda átti útifund mikinn. Leið mannfjöldans lá meðfram svæði, þar sem allar kröfugöng ur og útifundir eru bannaðir á, vegna þess að á því eru margar stjórnarskrifstofur. Lögreglu- Vörður var um þetta svæði, en fylkingin hugðist stytta sjer leið yfir það, og ruddist gegn- um lögregluvörðinn. Greip þá lögreglan til skot- vopna, og hófst þarna bardagi, sem varð bæði harður og lang- ur. Kalla varð marga lækna og hjúkrunarlið á vettvang, en leikhús eitt var tekið, fyrir bráðabirgðaskýli fyrir hina særðu. fyrir I London: Nýlega setti Keitel, herráðsforingi Þjóðv.erja, inn í embætti nýjan forseta fyrir æðsta herrjetti Þýskaland. •— Heitir sá von Scheele, hers- höfðingi. Norðmenn berjast á Vesfurvígsföðv- unum London í gærkveldi. Hjer hefir verið kunnugt gert, að norskir hermenn taki þátt í baráttunni á Vesturvíg stöðvunum. Börðust þeir með al annarra staða á eynni Waleheren við Ilolland. — Reuter. Sektaður fyrir Parísar- ferðir. London: Ríkur kaupsýslu- maður einu hjer í borg hefir verið sektaður um mikla fjár- hæð fyrir það, að fljúga þrisv- ar til Parísar í leyfisleysi yfir- valdanna. Svíar banna „Jifferbug"- dans London: Breska blaðið Post skýrir frá því, að fyrir nokkru hafi gripið um sig' í sænskum borgum, æði í að dansa hinn svonefnda „Jitterbug"-dans. — Kvað svo ramt að þessu, að fólk fjekk taugaáföll af þreytu, en annað varð svo máttfarið, að það komst ekki hjálparlaust heim, eftir að hafa dansað eins og vitlaust heila nótt, en sumt tognaði. Spunnust nú megnar blaða- deilur um þetta mál, og loks fór svo að bannað var að dansa „Jitterbug". Forsendur voru þær, að þetta væri í rauninni ekki dans, heldur menningar- snautt spark út í loftið, sem hefði allskonar ill áhrif á æsku lýðinn, væri siðspillandi og andstyggilegt á að horfa. Óeining meðal Grikkja .. London í gærkveldi: Allmikið ósamlyndi er enn meðal stjórnmálaflokka í Grikk landi, og hafa ýmsir flokkar skæruliðanna brugðist illa við því, að þurfa að afhenda vopn sín, en þau áttu að verða af- hent fyrir 10. n. m. — Hefir annar aðalforingi skæruliðanna í þessu máli nú neitað að undirrita samning við stjórn- ina um afhendingu vopnanna. Viðsjár eru í Aþenu, en fregn- ir herrria, að full eining sje inn an ríkisstjórnarinnar. Við Duren og Julich. Bandamenn nálgast borgirn- ar Duren og Julich hægt og síg andi, en eru komnir nær hinni síðarnefndu, en um hana ligg- ur járnbrautin austur til Köln (sjá kort). Hafa Bandaríkja- menn nú átt í miklum orustum í Hörtigen-skóginum í 10 daga, en eru nú komnir gegnum hann og sjá til Duren, sem er nokkur austar. Eru herirnir þarna komnir á Kölnsljettuna, um 40 km. frá Köln sjálfri. Sicgfriedvirkin órofin. Fregnritari vor á þessum víg stöðvum símar í kvöld, að bandamönnum hafi hvergi tek- ist enn að brj átastr algjörlega gegnum Siegfriedvirkjakerfið, enda sje það mjög breitt um þessar slóðir, en í dag var veð ur nokkru skárra en í gær, og hægt að beita flugvjelum tals- vert. Rjeðust þær á samgöngu- leiðir Þjóðverja. Þýskar flug- vjelar ljetu einnig nokkuð til sín taka, og sumir fregnritarar segja, að flugsprengjum hafi verið skotið á vígstöðvar banda manna við Geilenkirchen. Frakkar náðu ekki brúnum. Brýrnar þrjár yfir Rín nærri Strasburg, standa enn, og mis- tókst Frökkum að ná þeim með skyndiáhlaupi. Mistu þeir við það skriðdreka og urðu frá að hverfa. Bandamenn hafa tekið um 2000 þýska fanga í Stras- burg, og enn er ekki andstaða Þjóðverja í borginni brotin að fullu. — Frönskum skólabörn- um var gefið frí í dag, til þess að safna saman bensínbrúsum, sem tæmdir eru og kastað á leiðinni til vígstöðvanna. Elsassvígstöðvar. Sjöundi her Pattons er nú kominn yfir ána Saar á nokkr- um stöðum, og hefir sótt þar fram. Sunnar eru grimmilegar orustur háðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.