Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. nóv. 1944. MORGUNBLAÐIÐ Minningarathöfn. Á FIMTUDAGINN var hlýddi þjóðin á minningarathöfn þá, er haldin var í dómkirkjunni vegna mannskaðans af Goða- fossi. Þar flutti sjera Bjarni Jónsson vígslubiskup alvöru- þrungna huggunarræðu, með þeim hjartans hita, sem gat engan látið ósnortinn, er heyrði þann ræðuflutning. Ilann mun vera sá núlifandi íslendingur, er flytur flestar ræður á ári hverju. Honum tekst þeim mun betur, sem til- efnið er meira. Hann talaði kjark í syrgjendur að þessu sinni, svo eftirminnilegt er. — En þegar slíka mannskaða ber að höndum, eru syrgjendurnir öll þjóðin. Þess mintist hann rjettilega í ræðu sinni. Þetta finna allir. I því er fólginn styrkur smá- þjóðarinnar. Þegar á reynir, finnum við íslendingar til, eins og við værum ein fjöl- skylda. Mjer liggur við að segja, að þessi samúðartilfinning, af hverju sem hún sprettur, af slysum, mannskaða eða þjóðar- vanda, muni vera sterkasta afl taug þjóðlífsins. Takist að efla hana, þá eigum við þjóðvörn, sem getur dugað okkur gegn margskonar hættum. Goðafoss. í RÆÐU og riti, í blöðum og á mannamótum, hafa atburð- írnir í Faxaflóa þann 10. nóv. oft verið nefndir Goðafoss- -slysið. En þetta er að vissu leyti rangnefni, er stafar af því að þegar þjóðin hefir mist menn í sjóinn, þá er venjan sú, að um slys sje að ræða. Nokkrar undantekningar hafa þó verið frá þessu í núverandi styrjöld. Mönnum er m. a. enn í minni árásin á vjelskipið Fróða, hjer fyrir sunnan land, er nokkuð af skipshöfninni var skotið til bana, þó aðrir skipverjar björg uðust við illan leik til Vest- mannaeyja, enda þótt allir skipsstjórnarmenn væru falln- ir. Menn muna fjöldamorðin á Reykjaborg, er hinir þýsku kafbátsmenn lintu ekki skot- hríðinni, fyrri en flestallir voru drepnir eða særðir til ólífis, og skipinu sökt, en hending rjeði, að nokkur var til frásagnar um þann ójafna leik, milli vopn- lausra íslendinga, og mannanna með öll morðtólin. I orðsins venjulegu merk- ingu eru atburðir slíkir, ekki slys, frekar en það, er Grettir Ásmundarson var myrtur í Drangey. Nema ef nefnt væri slys, sú ógæfa, að menn eins og banamenn Grettis skyldu hafa verið til. Og sama nafni væri nefnt heimsólánið hroðalega, að vítisstefna nasista gat risið upp meðal mannkynsins. Þau mannslíf sem glötuðust með Goðafossi, urðu þeirri hel- stefnu að bráð. Þau morð voru framin með ráðnum hug. Hjer gat frá sjónarmiði árásarmanna ekki verið um neinn hernað að ræða, ekkert sem kom styrj- öld við, ekkert, nema að gera aðför með ægilegum morðtól- um að varnarlausu fólki. Helstefnan. Sorti grúfir yfír þjóðunum, sagði sr. Bjarni Jónsson í minningarræðu sinni. Þau til- færðu ritningarorð eiga sannar- lega við í dag. REYKJAVÍKURBRJEF Lítum til frændþjóðar okkar Norðmanna, næstu nágranna okkar, íbúa Norour-Noregs, þess fólks, sem náttúran hefir búið líkust skilyrði og þau, er landið okkar veitir. Þar eru nú heil hjeruð lögð í auðn, fólkið tugþúsundum saman rekið út á gaddinn, hús þeirra brend, kvikfje eytt. Klæðlítið, malar- laust, altslaust verður fólkið að fara á vergang, yfir langan veg, fjöll og firnindi, til þess að leita hjálpar. Þeir, sem hika við að halda af stað, fá byssuhlaup í bakið. Þeir, sem leita sjer að felustað í rústum heimila sinna, neita að fara, eru teknir af lífi. Fjöldi fólks, gamalmenni, kon- ur og börn, láta lifið á hjarn- inu. Til hvers er allt þetta? — Böðulsfingur nasismans hafa náð tangarhaldi á þessu varn- arlausa fólki. Land þeirra á að leggjast í auðn. Og fólkið að farast Hvert er afbrot þeirra, sem þannig eru leiknir af misk unarlausu herveldi? Hvað hafa þeir til saka unnið?Það eitt, að þeir unna fretsinu og fóstur- jörð sinni. Og kjósa dauðann fyrir byssukúlum fjandmann- anna, heldur en kvika frá trún aði við þjóð sína og fósturjörð. Hafa menn hjer á landi al- ment gert sjer það ljóst, hvað er að gerast í Norður-Noregi þessa daga? Geta menn sest að matborðum í hlýjum, vistlegum heimilum sínum, án þess að sú ósk komi fram í vitund þeirra, að þau matföng sem menn njóta, og klæðin, sem menn bera, mættu vera horfin yfir hafið til þúsundanna sem hraktar eru af villimönnum eftir öræfum Norður-Noregs? í Svíþjóð. í SVÍÞJÓÐ hafa þessa daga komið fram háværar raddir um það, að nú þurfi sænska þjóðin að efna til mikillar hjálparstarf semi. Óskað er eftir forgöngu Rauða Krossins. Að sendur verði skipafloti til Norður- Noregs, sem flytji flóttafólkið alt til Svíþjóðar. Um langan veg er að fara. Skipakostur e. t. v. ekki næg- ur við hendina., Fólkið er hús- næðislaust, hungrað og klæð- lítið. Bent á að slík hjátp myndi verða of seinvirk. Slungið er upp á, að leyfi fengist hjá Þjóð verjum. til þess að flytja hið bágstadda og aðframkomna fólk til- Narvikur, og koma því það- an með járnbraut í einum straum inn í Svíþjóð. Við ístendingar þekkjum, sem betur fer litið til hernao- arreksturs. Það er máske þess vegna sem við eigum erfiðara með að skitja, að ekki skuli vera hægt að leysa þella flótta- mannamál á einfaldari hátl. Tilíölulega er stutt leið, úr öllum þeim bygðum Norður- Noregs, sem Þjóðverjar nú eyða og til næslu sænsku landa- mæra. Ilin norsku hjeruð eru að mestu strandlengja, sem um- lýkur að heita má sænskt land- Eftir þessari strandlengju er fólkið rekið áfram uns það gefsl upp eða verður' úti. Við sænsku landamærin eru vopnaðir þýskir landamæra- verðir. Þeir norskir menn, kon ur og börn, sem leita hælis, með því að smjúga fram hjá varð- 25. nóv. 1944. liði þessú, er hundelt og skotið, ef til þess sjest. Samt freista margir að kom- ast þessa leið. En austan við landamærin eru hjálparstöðv- ar reistar, til þess að hjúkra og hlynna að því fólki, sem kemst inn á sænska grund. Hjer í fjarlægðinni er spurt: Þvi er ekki hægt að fá þessi landamæri opnuð, úr því Svíar eru boðnir og búnir að taka við þessu fólki, og hlynna að því af bróðurkærleika sínum? Hvaða gagn skyldu nasistar hafa af því, að reka hið heimilislausa fólk suður eftir strönd Noregs? Til þess að það týni tölunni, því fækki? Til þess að sýna grimd sína og miskunarleysi gagnvart þeim varnarlausu í hinni fullkomnustu mynd? Jeg sje ekki aðra skýringu líklegri. Þýski herinn innibyrgir eng- in hernaðarleyndarmál frá þess um slóðum. Því svo margir komast lífs af til Svíþjóðar, að þeir geta sagt alt sem almenn- ingur veit að þarna er að ger- Stjórnarandstaðan. STJÓRNARANDSTAÐAN frá hendi Framsóknarmanna er alt af með sama svip, altaf jafn vandræðaleg. í umræðum á þingi hjer á dögunum um ný- byggingaráðið tóku Framsókn- armenn upp talsvert málþóf gegn starfi og stefnu stjórnar- innar. En mjög fór það í handa skolum hjá þeim, eins og við var að búast. Þegar Framsóknarflokknum var skrifað þann 14. september í haust, um þátttöku í stjórn- armyndun, þá fjellust Fram- sóknarmenn á alt það, sem nú er á steínuskrá ríkisstjórnar- innar um nýsköpun f atvinnu- lífinu. Þetta verða Framsókn- armenn að viðurkenna i hvert sinn, sem á það er minst við þá, vegna þess, áfi þetta er skjal lega staðfest. Og í samningum 12 manna-nefndarinnar, sem hafði stjórnarmyndún til með- ferðar, mintust Framsóknar- menn ekki einu orði á kaup- lækkanir. Þó þeir nú, eftir stjórnarmyndunina segi, að taf arlaust þurfi að lækka kaup. ast. Innikróun flóttafólksins, er Aður en sljórnin var mynduð margt býður dauða síns, verð-jhafði Eysteinn Jónsson ekkert ur því ekki frá mínu sjónar- 1 við það að athuga, þó kaup yrði miði skoðuð annað en eitt af (hækkað til lagfæringar og sam óteljandi dæmum um það, j ræmingar, eins og það var orð- hvernig nasistar leika sjer að að. En eftir að hann og því að tortíma saklausu fólki. Ákaílega er það ótrúlegt, ef satt er, að enn sjeu til hjer á landi villuráfandi sálir, sem hafa alt fram á þenna dag, lok- að augum fyrir stefnu, fram- ferði og eðli nasismans, sem hafa neitað sjer um að horf- ast í augu við staðreyndir nú- verandi styrjaldar. Jeg get ekki vikið frá því, að vand- fundinn er staður fyrir þann mann innan íslensks þjóðfje- lags, sem enn í dag telur sig andlega skyldan Hitler og hyski hans. Faxaflói. RÍKISSTJÓRNIN birti ný- lega tilkynnfngu um. að mikið svæði hjer í Faxaflóa væri nú orðið hættusvæði þegar dimma tekur. Eru þetta hin alvarleg- ustu tíðindi, enda þótt þau hafi ekki komið mönnum að öilu leyti á óvart. vegna þeirra at- burða, er á undan eru gengnir. fjelagar hans sáu, að þeir voru orðnir pólitískir strandaglópar, þá var eitt og annað í þeirra augum þjóðhættulegt og fjar- stæða ein, sem þeir nýlega hefðu tjáð sig samþykka í öllu. Heimilisástæður. FRAMSÓKNARMAÐUR vest an af Snæfellsnesi, er nýlega var hjer á ferð, hafði ýms orð um stjórnarftokkana. En er hann var að því spurður hvern- ig væru framtíðarhorfur Fram sóknar þar vestra, varð hann æði daufur í dálkinn og taldi þær fremur óglæsilegar, enda ekki við öðru að búast, er sundr uð væri forustan og sundurleit. Hann sagði, að nágranni sinn hefði nýlega kvartað undan þessu í sín eyru, og sagt að ekki væri á gpðu von, þegar foringj- arnir, þeir Hermann Jónasson, ans örlar á misskilningi, sexa þarf að leiðrjetta. Hann minn- ist á, hve framlög landssjóðs voru lítil til landbúnaðarfram- fara fyrstu tvo áratugi aldar- innar og lánsfje, sem bændur fengu var sáralítið. Hann segir m. a.: „Hefðu löggjafarnir íslensku skilning á því, á fyrsta fimt- ungi aldarinnar, að jafnhliða og veitt var miljónum króna til sjávarútvegs. varð landbúnað- urinn að fá aðgang að hlið- stæðu fjármagni, þá hefði mátt afstýra ýmsum mistökum. •— Hjer áttu sjer því stað stór- fetdar misíellur, sem leiddi til þess, að landbúnaðurinn drógst mjög aftur úr þetta árabil“. Vissulega hefðu bændur ver- ið vel að því komnir að fá meiri hlutdeild í því takmarkaða láns fje, sem fyrir hendi var þessa fyrstu áratugi aldarinnar, þo hæpið sje, hvort þá hafi verið skilyrði til gerbreytingar í 3and búnaði með þeim lánum. En þegar Steingrímur búnaðar- málastjóri talar um að „rnilj- ónum króna hafa verið veilt til sjávarútvegs'S þá má ekki gleyma því, að það voru ekki fjárveitingar löggjafanna, i styrkformi, eins og búnaðurinn þárfnast. Hið takmárkaða fje var lagt í útgerð, til þess m a. að hin bætta fjárhagsafkoma þjóð arinnar, er spratt af auknum sjávarafla, gæti orðið til þess, að bændur gætu fengið nauð- synlegan stvrk til varanlegra jarðabóta. Sjór og sveitir. Á ÖÐRUM stað í grein sinni segir Steingrímur búnaðarmála stjóri: „Frumræktun lands er svo erfitt verk og dýrt, að alger ofraun er einstaklingum að inna slíkt af höndum stuðnings laust“. Þetta er hverju orði sannara- Á þessari hugsun byggist meg- instefna jarðræktarlaganna. •— En bein afleiðing af þessu er þá líka sú, að nauðsynlegar fram- farir í sveitum eru því aðeinss trvgðar, að vel takist með at- vinnuvegina við sjóinn. Það hefir komið fyrir áður, að Framsóknarmenn hafa ckki viljað viðurkenna þessi aug- ljósu sannindi. Fjöldi bænda Jónas Jónsson og Eysteinn Jóns veit þó sem er, að náttúruskil son, væru sitt úr hvorri áttinni Eysteinn í eðli sínu kommúni- Innan þessa auglýsta svæðis isti, Jónas íhaldsmaður og Her- mann Jónasson með pólitískar trúarskoðanir, sem nálguðust óneíndan einvaldsherra. Timinn og bænilur. SAMIILIÐA áróðrinum gegn stjórninni gerir Tíminn sjer far um að flytja greinar um bún- aðarmál. Er það góðra gjalda vert, þegar vel er á þeim mál- um haldið. og þau rædd af fag- eru helstu fiskimið hjer í Fló- anúm. Að vísu er það ekki á versta tíma árs, sem þetla dvn- ur yfir, því bátar, sem stundað hafa veiðar, við tregan afla á þessum slóoum nú undanfarið, eru innan við 20. En haldist alt í sama horfi fram á vetrarver- líð, þegar alt að því tífalt fleiri bátar eiga að stunda fiskiveið- ar á þessu svæði, þá mun mörg- um reynast þröngt fyrir dyrum.! legri þekkingu. Það er því von manma, að hjer sje um ráðstöfun að ræða, sem ■ þurfi ekki að standa mjög lengi. Eins og gefur að skilja, cr ekki hægt ao gera grein ívrir því opinberlega, hvernig hætt- unni er varið, sem hjer er um að ræða. En menn geta ráðið það af líkum. Umferð um þetta svæði getur átt sjer stað meðan dagsbirtu nýlur. En Ólíklegt að menn vilji eins og nú standa sakir, leggja í þá áhættu að fylgja ekki hin- um auglýstu fyrirmælum. Nýlega birtist þar hóglega rituð grein eftir Steingrím Steinþórsson búnaðarmálaslj., þar sem hann ræðir nokkuð fyrri aðgerðir í framfaramálum sveitanna og hvað gera þarf í þeim málum á næstu árums •— Hann kemst þar að sömu niður stöðu og öft hefir verið benl á hjer, ao þeir bændur, sem geta ekkr aflað heyjanna á vjel tæku ræktarlandi, þeir hljóta að dragast aftur úr og jafnvel flosna upp. En í grein búnaðarmálastjór- vrðum lands vors er þannig háttað, að sveitirnar verða að fá stuðning af sjávarútvegnum til þess að þar geti dafnað sú atvinna og það menningarlíf, sem allir Islendingar óska eftir að trygt verði í framtiðinni. Aburfíarverksmiðjan. í TlMANUM er nýlega talað um það. að núverandi stjórn- málaflokkar vilji tefja stofnun áburðarverksmiðjunnar. Tím- inn ætti að tala sem minst um tafir á því máli, því enginn hef ir lafið það meira en -flokks- maður hans, Vilhjálmur Þór. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, vildi Vilhjálmur ekki hlýða á ráð íslenskra manna í því máli og gekk t. d. fram hjá Rannsóknaráði rikisins. Fekk hann amerískan verkfræðing, sem öllu var hjer ókunnugur, til þess að koma hingað í svip- för. VaTð ekki betur sjeð, en lítið væri reynt til þess að hinn ameriski heiðursmaður fengi upplýsingar frá þeim íslensk- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.