Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. nóv. 1944. Reykjavíknrbrjef F/’amh. af bls. 9 um sjerfræðingum, sem mest- an kunnleika hafa á þessum málum. Síðan var lengi beðið eflir greinargerð frá þessum ameriska sjerfræðingi, er fór hjeðan nálega jafnókunnugur og hann kom. Þegar sú grein- argerð kom loks, var hún, eins og vænta mátti að ýmsu leyti úl í hött og allur sá tími, sem Vilhjálmur Þór hefir haft mál- ið í sínum höndum, farinn sama sem til ónýlis. Rætt var um það í þinginu, hvort nú þegar ætti að skipa stjórn hinnar væntanlegu verk smiðju, ellegar bíða með það, uns málið hefði fengið þann verkfræðilega undirbúning, sem nauðsynlegur er og Vilhj. Þór svo léngi hefir tafið- Varð það ofan á, að fresta að út- nefna þessa sljórn. En sá frest- ur er ekki til þess að tefja mál- ið, eins og allir sjá, nema þeir, sem kunna að halda, að bænd- ur geti borið hina tilvonandi verksmiðjustjórn á túnin sín. - Jósef f>. Björnsson Frnmhald af bls. 6. rúnar dóttur 'sinnar og manns hennar, Jóhannesar Björnsson ar frá Hofstöðum. Hann hefir undra góða heilsu til sálar og líkama eftir langa æfi og örð- ug störf. Hann getur ennþá notið ánægjulegra augnablika, þegar vonirnar eru að rætast í lífi þjóðarinnar og landsins, sem hann elskar. Það sáu kunningjar hans og vinir vel framan við stjórnarráðshúsið á lýðveldishátíðinni 18. júní s.l. Þar var hann með miklu gleði- bragði. Þá var ein af hans feg- urstu hugsjónum að íklæðast fötum veruleikans. A þessum merkilega afmæl- isdegi óska jeg honum og hans nánustu allra heilla og þakka honum unnin afrek og alla vin- semd á liðnum árum. Jeg veit, að undir það taka stórir hóp- ar manna, kvenna og karla nær og fjær. Jón Pálmason. Eggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfetlowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflutningsmenn, Alhkonar lögfrœðistörf Guðni Jónsson, magister: TÍMARITIÐ „HELGAFELL“ Úlgáfa tímarita hjer á landi hefir jafnan verið miklum ann- mörkum háð. Stuðlar margt að því, en mest þó mannfæðin. Vegna hennar verður kaupenda fjöldinn ætíð takmarkaður, og . má því vera vel að, ef útgáfan á að geta borið sig fjárhags- lega. Á þessu skeri hafa mörg tímarit vor brotið bát sinn. Þau hafa orðið skammlíf og skilið eftir lítil spor. enda þótt ýmis þeirra færu vel af stað og eft- irsjá væri að þeim. Aðeins fá- um timaritum hefir auðnast að lifa af byrjunarörðugleikana, en væntanlega hefir ekkert þeirra farið varhluta af þeim. Langglæsilegasta tímaritið, sem hjer á lajidi hefir hafið göngu sína, er tímaritið Helga- fell. Á þessi einkunn, sem jeg vel því, alveg sjerstaklega við allan ytri frágang þess og út- lit, sem ber langt af því, sem vjer eigum að venjast. Þetta er vissulega mikilsvert atriði, þótt því sje eigi ætíð sá gaumur gef- inn sem skyldi. Bækur þurfa eigi síður en annað að full- nægja ákveðnum fegurðarkröf- um um ytra útlit, skreytingu, prentun, pappír, letur, próf- arkalestur o. s. frv. Það leynir sjer ekki, að kostnaðarmanni Helgafells er þetta fullljóst, því að ekkert virðist til sparað í þessu efni. Stórvirkur bókaút- gefandi skilur líka manna best, að bókamönnum er ekki sama, hvort þeir höndunga fallega bók eða ljóta, snotra og vand- aða eða hirðuleysislega út gefna og óvandaða. í þessu hafa líka orðið miklar fram- farir hjá oss á síðari árum, — þrátt fyrir mörg mistök, ekki síst í bandi og heftingu bóka, sem verða að lagast og munu vonandi gera það, er hlutað- eigendur átta sig á því, að vand virknin borgar sig best um síðir. En sú hin feama einkunn, er jeg gaf ytra frágangi Helga- fells, á einnig að flestu leyti við efni þess og innviði. Ritstjór- arnir, Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson, eru báð- ir þjóðkunnir snillingar, annar einkum sem Ijóðaþýðari, en hinn sem Ijóðskáld, en greinar V þeirra og ritsmíðar í Helgafelli bera því glögt vitni, að þeim leikur einnig mjög í hendi að rita óbundið mál- Greinar Magn úsar um bókmentir og önnur menningarmál eru vel bygðar og markvissar og jafnan eitt- hvað á þeim að græða, enda þótt menn sjeu honum eðlilega eigi ætíð sammála. En greinar Tómasar í „Ljettara hjali“ eru svo ljettar, fyndnar og skemli- legar, að unun er að lesa. Auk þess, sem ritsljórarnir sjálfir hafa lagt af mörkum til Helgafells bæði í bundnu máli og óbundnu, hafa birst þar greinar um ýmis efni eftir fjölda rithöfunda, innlenda og erlenda, frumsamdar sögur, ritgerðir og kvæði. Auosætt er, að ritstjórarnir sía vel efnið, birta einungis það, sem þeir telja eiga erindi til almenn- ings, eitthvað megi af læra og vekja til umhugsunar. Þetta munu og allir tímaritsritstjór- ar vilja gera, en ritstj. Helga- fells virðist hafa tekist þetta í besta lagi, enda styðjast þeir í starfi sínu við víðtæka þekk- ingu á bókmentum og þrosk- aðan smekk á skáldskap. Síðasla hefti Helgafells ber það með sjer, að tímaritið er enn í sköpun, enn er leilast við að auka á fjölbreytni þess með því að bæta við nýjum flokk- um eða dálkum, svo sem skop- myndaopnu og flokk, sem nefn- ist Undir skilningstrjenu, þar sem tíndir eru saman geldinga- hnappar úr ritum ýmissa þektra manna eða blöðum hjerlendis, og lítur svo út sem það gæti orðið álitlegt skrítlusafn, ef fram verður haldið. Til nýjunga má og telja, að bókmentum barnanna er helgaður sérstakur þáttur. Er slíkt vel farið, því að ekki eru allar barnabækur góðar. Koma því mörgum vel leiðbeiningar um val þeirra, ekki síst er þær koma frá jafn hæfum manni sem dr. Símoni Jóh. Ágústssyni, er ritað hefir þátt þenna. Þá hefst og í heft- inu nýr flokkur, Listastefnur í Evrópu og Ameríku, eftir Hjör varð Árnason, og fylgja marg- ar myndir af gömlum og nýjum listaverkum. Að mestu er og nýr eða að minnsta kosti stór- um aukinn flokkurinn, sem nefnist I dag og á morgun, en greinakjarnar um ýmisleg efni, sem ofarla eru á baugi með öðrum þjóðum, þar á meðal eft- ir íslendinga erlendis. Þá hefir sá háttur og verið upp tekinn í þessu hefti að birta í sjerstök um dálki stutt æviágrip höf- unda þeirra, er efni hafa lagt til heftisins, og fer vel á því. Þrátt fyrir þessa upptalhingu er þó meginefni heftisins enn ótalið. Þar birtast mörg frum- samin kvæði, m. a. síðasta Ijóð norska skáldsins Nordahl Griegs, Tingvellir, ásamt fleira eftir hann og grein til minning ar um hann eftir Magnús Ás- geirsson. Enn fremur leikþátt- ur eftir Kaj Munk, er nefnist Fyrir orustuna við Kanne. Þá birtist hjer grein um Islenska fánann eftir Júlíus Havsteen, sýslumann, um Þekking og þjóðfrelsi eftir Björn Sigurðs- son lækni, og um Vísindalega skoðanakönnun, þýdd grein. — Loks vil jeg nefna tvær grein- ar enn í hefti þessu. Onnur nefnist Tungutak dagblaðanna (fjögur Reykjavíkurblöð í sex daga prófi), eftir Bjarna Vil- hjálmsson cand. mag. Er þar safnað saman helstu mállýtum, beygingavillum, setningarrugli og útlensku-slettum, sem höf- undurinn fann í dagblöðum Reykjavíkur sex fyrirfram til- tekna daga. Er það ófögur upp- talning, sem vonandi er, að hlut aðeigendur taki til greina og læri af. Sýnir rannsókn þessi m. a. það, að málfari allra blað anna er nokkurnveginn jafná- bótavant, og þarf þar enginn annan að öfunda, og svo ann- að hitt, að tungunni er háski búinn, ef svo skal óvanda með- ferð hennar öllu lengur. En þess ber að geta, sem böfundur minnist rjettilega á, að það eru fleiri en blöðin og blaða- mennirnir, sem eru undir þessa sök seldir. Slik ó- vöndun tungunnar er svo almenn nú á dögum, að það er alvarlegt íhugunarefni. Hin greinin, sem jeg vildi sjerstak- lega geta, er grein Barða Guð- mundssonar þjóðskjalavarðar. Uppruni islenskrar skáldment- ar, sem er V. kafli í greinar- flokki hans um þetta efni, er birtst hefir í Helgafelli að und- anförnu. Þær stórmerkilegu og frumlegu athuganir, sem grein- ar þessar hafa að ílytja, eiga vafalaust eftir að valda bylt- ingu í skoðunum þeim, sem hingað til hafa ríkt um þessi efni. Ritstjórar Helgafells hafa yf irleitt ekki farið dult með skoð anir sínar og haldið þeim fram án manngreinarálits. (Hver getur verið hlutlaus á þessum umbrotatímum?) Slíkt er full- komlega heiðarlegt, enda getur ekkert tímarit aflað sjer trausts og virðingar og orðið að gfagni, nema það túlki einhverjar skoð anir og berjist fyrir þeim. I skilnaðarmálinu hafði Helga- fell strauminn á móti sjer, og sumum finnst, að auga þess hið vinstra sje „litlu því ofar en annað“. En hvað sem um það er, er svo margt til fríðinda um þetta tímarit, að íslenskri menningu væri hið mesta tjón að því, ef það ætti að stranda á sama skerinu sem ýmsir fyrir- rennara þess, mannfæð og tómlæli. En til þess kemur vænt' ánlega ekki. Gott og víðlesið tímarit um almenn menningar’ mál er þjóðinni að minnsta kosti eins nauðsynlegt og einn gagnfræðaskóli í kaupstað eða hjeraðsskóli í sveit. Guðni Jónsson. mimminminnnmiiinnminiiimmimiiiimiiminm | Kápur frá kr. 172.00. SKINNKRAGAR Mikið úrval. tut iiiiiiiiiiiiiiiniiiJiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiin Ef Loftur getur það ekki — bá hver? BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU WM0'6 THI5 6UV? GOT A WMLKIE'TALKIE STRAPPED ON„. CAN'T BE ONE OF , OUK—'rri AND VET... M r NEL6 / IDION'T N PECOONIZE VOU INl THE 6-A1AND0 /V1INÓTREL GET-UP WMAT OOES? 671CK 'EM UP, VOU! 'HARUE Effir Robert Sform WE'KE CL06INS IN ON BLUE-JAW/ I'LL radio THE S.A.C. VOU'RE i ON HAND / STILETTOS BUNCH HAöN'T lEFT ^ vet...i’m QOINö back fqr another LOOK-..WITH Yr9 A PRl50N£R, TH06E 5H0TS HAVE ME: tWORRlFD! ^ H 1—2)- Lögreglumaðurinn, sem tók Puggy fastan Hvaða náungi er nú þetta? Hann er með sendi- (hugsar): Slilletto er ekki enn farinn. Það er best slöð. Skyldi það vera einn okkar manna. að jeg fari i annan leiðangur. Þessi skot-og 3—4) Lögreglumaðurinn: — Upp með hendurn- X-9 ennþá fangi------líka mjer alls ekki ..... ar. Aðkomumaðurinn: — Ha, hva?, Kalli. — Lög- reglumaðurinn: — Nels, jeg þekkti þig ekki í þess- um klæðnaði. Hvað er eiginlega um að vera? Nels: — Við ætlum að nappa Blákjamma. Jeg skal síma og láta vita af því, að þú ert hjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.