Morgunblaðið - 17.12.1944, Side 2

Morgunblaðið - 17.12.1944, Side 2
s MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1944 Jörgen Juve, blaðamaður, ritar um ástandið í iorlkir-Noregi Jólakrot Noregs- söfrmnarinnar Bankablaðið. p’ HINN ÞEKTI norski blaða- rtiaður, Jörgen Juve, sem vann við „Dagbladet“ í Osló, og hefir nú á stríðsárunum unnið við r.orsku frjettaþjónustuna í Stokkhólmi, New York og Lond on, var sendur til Austur-Finn tnerkur með norsku herdeild- 4nni sem fulltrúi upplýsingar- deildarinnar norsku í London. ííokkrar greinar, sem hann hef ir ritað um þessa för, hafa ver ið símaðar norska biaðaíulltrú anum á Islandi og verður hjer birtur útdráttur úr þessum greinum. Fyrstu dagarnir í Finnmörk. Norska herdeildin og he£- málanefndin kom til Pestamo að kveldi dags fyrst í nóvember. Ailir voru uppi á þifari. Her- mennirnir þögulir. Þeir höfðu heyrt um hryðjuverk Þjóðverja og höfðu hugann hjá vinum og ættingjum. Þegar skipið rjnn að hafnargarðinum, var þar staddur mitt á meðal rúss- neskra hermanna, Dölvik, fyrv. bæjarstjóri í Kirkenes. Hann bafði orðið að láta af embætti 1940 fyrir ofríki Þjóðverja og kvislinga. Jafnskjótt og Norð- mennirnir komu í land, rigndi spumingunum yfir Dölvik. Síð an hjelt hann ræðu, þar sem hann bauð hermennina og her- málanefndina velkomna til Nor egs, en innan skamms áttum við að fara yfír landamærin. — „Við höfum beðið lengi“, sagði hann, „en sem sagt ekki árang urslaust". Síðan var haldið vest ur. Um 10-leytið þann 10. nóv ember var komið að norsku landamærunum. Það voru und arlegar tilfinningar, sem við höfðum, þegar við störðum út um bílrúðurnar. Norskir blaða menn og ljósmyndarar stukku út úr bílunum við fyrstu landa mæramerkin og tóku myndir af þessum sögulega atburði. Svo var haldið til Kirkenes. — í nokkurri fjarlægð leit bærinn út eins og Tivoli um vetrar- kvöld, lýst upp af sindrandi Norðurljósum og glitrandí Ijósa auglýsingum gegn stjörnubjört um himninum. En þegar við vorum að aka inn í bæinn, breyttist alt, þetta varð eins og brennandi helvíti. Það voru eldar frá stórum þýskum kola- birgðum, sem SS-mennirnir höfðu kveikt í áður en þeir yfir gáfu staðinn. Eldurinn, sem mun loga þarna vikum og jafn vel mánuðum saman, er tákn- ræn mynd af eyðileggingar og helstefnu Þjóðverja. Fyrsta sunnudag eftir kom- una, þ. 12. nóv., kallaði Dahl ofursti fólkið saman við Björne vatn fyrir utan Kirkenes. Dahl ofursti var greinilega mjög hrærður, hann stóð fyrst þög- ull og horfði yfir mannfjöldann, 600 manns, fölan og merktan þeim þjáningum, sem hann hafði orðið að líða. Ofurstinn heilsaði fólkinu og bar því kveðju konungsins. „Hjálpin keraur", sagði hann, „en jeg verð að biðja ykkur að vera þoiinmóð“. Þegar ræðumaður nefndi nafn Hákons konungs ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna og alsstaðar heyrðist hrópað: „Lifi konungurinn1 Mannfjöldinn, sem að lokum söng ,,Ja, vi elsker dette ldndet“ var mjög hrærður. Við ísliafið. Norsku hermennirnir voru strax fyrsta kvöldið fluttir til stöðva sinna fyrir utan Kirke- nes. Við notuðum næsta dag til þess að kynna okkur eyði- leggingarnar. A götunum í Kirkenes er ekkert líf lengur. Fylgdarmaður okkar, sem um mörg ár hafði búið þar, benti, I „hjerna stóð skólinn“, „hjerna stóð kirkjan“, o. s. frv. I A járnbrautarstöðinni við Björnevatn er járnbrautarvagn merktur „Munchen“. Þjóðverj- um hefir ekki tekist, áður en þeir hörfuðu þaðan, að eyði- leggja járnbrautina Björnevatn -Kirkenes, svo hún verður not hæf innan skamms. Rjett við stöðina eru tvö stór skýli, þar sem 3000 manns höfðust við í nær tvær vikur. Á þessum tíma fæddust 12 börn í lítilli fæðing arstofu í þessum húsakynnum. í Vadsö. Norska hernaðarnefndin fór yfir Varanger-fjörð til Vadsö. Þótt ekkert símasamband sje frá Kirkenes til Vadsö, hafði fólkið þar fengið vitneskju um ferð okkar og hafnarbakkinn var þjettskipaður mönnum. — I Vadsö hafa nokkur hús verið reist aftur, en um 60 prósent þeirra eru algerlega jöfnuð við jörðu, þar á meðal kirkjan og skólinn. Peter Holt, ritstjóri, sem fyr ir stríð var bæjarstjóri í Vadsö, var þar fyrir. Hann var nú skip aður fylkisstjóri í Finnmörku. Hann er vel þektur þar norður frá. Hann var fyrst sjómaður og hafnarverkamaður, en varð seinna ritstjóri blaðsins „Fin- marken“ í Vadsö, en varð að láta bæði af ritstjóra og bæj- arstjórastörfum fyrir ofríki kvislinga og nazista. Og ástandið er þannig í dag, að hinn nýi fylkisstjóri, gengur í fötum, sem klæða hann ekki sem best, hann hefir karbít- lampa í skrifstofu sinni og eina skrifstofustúlku til hjálpar sjer. „Jeg á ekki neitt“, segir Framh. á bls. 8. Bankablaðið, desemberheftið, er komið út. í blaðinu er marg- víslegt efni. Hefst það á grein um Englandsbanka, sem varð 250 ára í sumar, eftir ritstjór- ann, Adolf Björnsson. Fylgja myndir þeirri grein. Þá er grein um fjelagsmál bankamanna. Myndir og greinar um merk starfsafmæli nókkurra banka- manrla. Grein um fertugsafmæli Útibús Landsbanka íslands á ísafirði. Grein um íslandsbanka, sem var stofnaður fyrir 40 árum. Fjármálaráðstefnan í Bretton Woods. Auk þess eru greinar um ýms áhugamál og fjelagsmál bankamanna. Frágangur ritsins er allur hinn besti. ........ ' ■ • •• • GEFIÐ hefir verið út sjer- stakt jólakort til ágóða fyrir Noregssöfnunina og' sjest for- síða kortsins hjer á myndinni. Menn, sem kaupa kortið, geta g-reitt það sem þeir vilja, fyr- ir það, stóra eða smáa upp- hæð, en minsta g’jald, er 1 króna. Nýstárleg barnabók p Jólagjaíir KOMIN er á markaðinn mjög nýstárleg barnabók. Það er „Sætabrauðsdrengurinn“, sem að vísu er gamall kunn- ingi margra barna, en kominn í alveg nýju gerfi. Þetta er ný, íslensk þýðing, og er bókin prýdd hreyfanlegum myndum. Prentuð er bókin í Bandaríkj- unum. vegna þess, að enn er ekki fyrir hendi hjer tækni til slíkrar bókagerðar. — Mun börnunum ekki þykja annar fengur betri, en Sætabrauðs- drengurinn í sínu nýja gerfi, með hinum nýstárlegu mynd- um. Bókfellsútgáfan gefur bók ina út, en Jens Benediktsson hefir þýtt. Samskot NÚ SÍÐUSTU tvo mánuði i hafa borist margar storar pen- ingagjafir til Neskirkju, sem skipta þúsundum. I í afmælisfagnaði kvenfjelags jNeskirkju, er haldinn var að Hótel Borg, föstudagskvöldið 8. 'des., barst ein slík 1000 króna gjöf til fjelagsins frá herra Filippusi Bjarnasyni og frú hans Nönnu Hallgrímsdóttur, Reynimel 38. Fyrir þessa höfð inglegu gjöf flyt jeg þeim hjón um, f. h. safnaðarins, kærar þakkir. — Jón Thorarensen. (ape fleiri tegundir Kápukragar og Skinn. Silfurrefir og Blárefir uppsetiir Hvítrefir í (ape (3 skinn) Enskar dömu- töskur | Gjafakorl fyrir vandaðri dömukápu f Guðm. Gustnlaugsson Hringbraut 38. Sjerskuldabrjef til sölu 200 þús í 6% sjerskuldabrjefum eru til sölu. Brjefin eru vel trygð með veði í nýrri hús- eign á góðum stað hjer í bænum. Hvert brjef er að uppbæð kr. 5000,00. Brjefin seljast á nafnverði og endurgreiðast með jöfnum af- borgunum á næstu 20 árum. GÚSTAY ÓLAFSSON, lögfræðingur, Austurstræti 17. — Sími 3354. MyndskurDarvinnustofa mín Óðisg. 6A., verður lokuð mánudaginn 18. des. írá kl. 1 síðdegis vegna jarðarfarar. Guðmundur Kristjánson. Húsgagnavinnustofa rm'ri Óðisg. 6A., verður lokuð mánudaginn 18. des. frá kl. 1 síðdegis veg-na jarðarfarar. Helgi Einarsson. ^ólcicjreniÁ Eins og venjulega, fáið þið besta grenið T hjá okkur. Byrjum að selja á morgun, mánudag. >* (J3lóin (Jj1 ^yJvextir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.