Morgunblaðið - 19.12.1944, Síða 4

Morgunblaðið - 19.12.1944, Síða 4
4 MORGUNULAÐIÐ Þriðjudagur 19. des. 1944. LÆKNAR OG LÆKNAKJÖR DRAMATISKIR viðburðir eru ofnir inn í starf okkar lækn anna og oft ver'ðum við að tefla á hin tæpustu vöð. Fyrstu vend ingu mína á lifandi fóstri gerði jeg í kjallaraherbergi móti norðri, með eldavjel, kartöflu- poka og kolasekk innan veggja. Fyrir fáum árum ljet jeg bera j körfustóli dreng með heiftar- lega botnlangabólgu heila bæj- arleið í náttmyrkri og norðan- hrið og átti þá eftir með hann 25 km. veg til sjúkrahússins, en .þá og þegar gat maður búist við, að bíllinn yrði fastur í ein- Ihverjum snjóskaflinum. Onnur leið var ekki til bjargar. Svip- aða sögu hafa aðrir hjeraðslækn ar að segja. En í ýmsum hjer- uðum þessa lands á fólkið ekki einu sinni kost á svona tvísýnu bjargræði. Þar eru öll sund lok uð af því að hjeraðið er lækn- islaust. Þar gerast harmsögur eins og þær, sem Ragnar Ás- geirsson hefir nýlega lýst í ferðasögu um Austurland. Læknavandræðin úti um land eru ekki eingöngu að kenna linku ungu mannanna í læknastjett. Skammsýni og smá «álarskapur ráðandi manna Jjjoðfjelagsins hefir í meira en aldarfjórðung verið að fæla unga menn og framgjarna frá því að takast á hendux hjer- aðslæknisstörf úti um sveitir landsins. Þó eru hjeraðslækn- isstörf í sæmileg.um hjeruðum að mörgu leyti skemtilegri en bið eirðarlausa snatt. sem lækn- ar í stórum kaupstöðum eiga við að búa. Jeg tala þar af reynslu, því að jeg hef þjónað .sveitahjeruðum í meira en ára- tug og gegnt læknisstörfum í stórum kaupstað nokkuru leng- tir. Sagan af viðskiftum hins op- inbera við hjeraðslækna er Ijót saga og lýgileg. Alla heims- •‘stvrjöldina fyrri, í fjögur löng ár verðbólgu og dýrtíðar, neit- aði Alþingi íslendinga hjeraðs- læknum um hækkun á taxta, en hann var þá 1 króna fyrir skoðun og 30 aurar um tímann á ferðalögum að degi til, en 50 aurar að nóttu. Þetta hafði ver- ið tímakaup verkamanna fyrir atríðið. Að lokfum tvöfölduðu læknar sjálfir taxta sinn. Al- menningur Ijet sjer það vel líka og stjórnarvöldin treyst- list ekki til að mótmæla því. Einstaka læknir fylgdi þó alla tíð bókstaf taxtans. Svo var um collega einn á Vesturlandi, rosk inn mann. sem þurfti stundum að fara yfir fjallveg til sjúk- linga sinna að vetrarlagi. Hann átti heimtingu á fríum flutn- ingi, en hestar voru ekki hafðir á járnum þar um slóðir. Hann reiknaði sjer því greiðslu fyrir reiðhest á gönguferðúm sínum og hafði þá hærra kaup sem iiestur en hjeraðslæknir. Loks kom svo 1919. að flest- ir eða allir hjeraðslæknar gáfu atjórn Læknafjelags íslands um fooð til þess að segja læknisem- fcættunum lausum. Það varð til |>ess að ný launalög voru sett og hækkuðu þá föst laun hjer- aðslækna úr 1500 krónum upp í 2500 í fjölmennustu hjeruð- j imurn og 3500 í þeim fámenn- ustu. Við það bættist 1000 krón ur í aldursuppbót á 15 ára þjón ustutíma. Síðan var svo vinnu- Eftir P. V. Kolka taxtinn hækkaður upp í 2 krón ur fyrir skoðun, 2 krónur á tím ann í ferðalögum fyrstu sex klukkustundirnar, 1 krónu næstu 6 og 50 aura úr því á tímann í lengri ferðalögum. Vinnudagur hjeraðslækna var ákveðinn 16 tímar á sólarhring, því að næturvinna, sem var borguð 50% hærra, var aðeins reiknuð frá kl. 11 að kvöldi til 7 að morgni og svo er enn. Þessi taxti var vel viðunan- legur á árunum fyrir stríðið, enda var gjaldgeta almennings í sveitum mjög lítil áratuginn 1930—39. Ein læknisskoðun eða einn klukkutimi á stuttu ferða- lagi samsvaraði 800 grömmum af smjöri eða 10 lítrum af mjólk. En ■ þegar verðbólga stríðsáranna færðist í algleym- ing, varð hann með öllu óhæf- ur. Þó neitaði heilbrigðisstjórn- in okkur þrásinnis um alla hækkun á honum þangað til snemma á síðasta ári, þegar alt kaupgjald annara stjetta hafði fjórfaldast. Þá var taxtinn loks ins tvöfaldaður. Að vísu var öll um hjeraðslæknum greidd verð lagsuppbót fyrir 1942 á 8400 króna árstekjur. Þeim okkar, sem höfðum meiri tekjur, var ætlað að vinna uppbótarlaust fyrir því, sem var fram yfir þelta hámark, eða fá 50 aura fyrir síðustu tímana á lengstu ög erfiðustu vetrarferðalögun- um. Það er með þessu móti, sem heilbrigðisstjórn og Alþingi hef ir verið að hæna unga menn að hjeraðslæknisstörfum. ★ MILLIÞINGANEFND sú, er skipuð var til þess að gera frum varp að nýjum launalögum, hef ir nú skilað áliti. Þar er gert ráð fyrir allverulegri launa- hækkun hjá flestum opinber- um starfsmönnum. Þó er einum flokki manna ætlað að lækka í tekjum, að því er virðist, og það eru hjeraðslæknar í rúann flestu og annamestu hjeruðun- um. Læknishjeruðin úti um land er skipt í 5 flokka og eru föstu launin í fámennustu hjer- uðunum langhæst, eða 10200 krónur, en lægst í fjölmennustu hjeruðunum, eða 4800 krónuu sem hækka upp í 6600 á 6 ár- um. Það er ekki nema sjálf- sagt, að föstu launin í fámenn- ustu hjeruðunum sjeu hæst, eins og verið heíir síðasta aki- arfjórðung, en eitthvað tillil verður þó að taka til þess, hvað læknirinn þarf að afkasla mik- illi vinnu. Það er ekki gert í þessu frumvarpi, því að þessi hækkun föstu launanna er mið uð við það, að taxtinn verði sá sami og var fyrir strið, eða lækki um 50%. Méð því er girt fyrir það, að við. sem höfum veitingu fyrir þeim hjei-uðum, sem áður voru talin best, og höfum fengið hana sem upp- bót fyrir langa þjónustu á erf- iðum útkjálkum og sökum ein- hverra yfirburða fram yfir með allag, getur borið meira frá' borði en nýbakaðir kandídatar með lágmarksundirbúning og lágmarksþjálfun, því að vitan- lega verður að nota þá menn í þær hjeraðslæknisstöður, sem eru lausar, ef ekki er á öðrum völ. Þetta er hægt að sýna með tölum. Hjeraðslæknir í fá- mennu hjeraði fær eftir þessu í föst laun með núgildandi verð lagsuppbót 27642 krónur. Með lækkuðum taxta þarf ekki að gera ráð fyrir meiri almennri praxis en sem svarar kr. 2.00— 2,50 á hvern hjeraðsbúa á ári. Læknir í slíku hjeraði fær því 29—30 þúsund krónur í árs- tekjur. Hjeraðslæknirinn í Blönduóshjeraði, sem er 140 km. á lengd, eða i Sauðárkróks hjeraði, sem er ennþá stærra, fær aftur á móti með uppbót 17886 krónur. Hann getur reikn að sjer í almenna praxis 5— 6000 krónur á ári og fær því 6000 krónum minni tekjur en læknirinn í fámenna hjerað- inu, þótt hann hafi þrefalt fleiri íbúa í hjeraði sínu, miklu fleiri ferðalög og meiri vinnu á öllum sviðum. Hann getur því aðeins náð þessum collega sinum í tekj ! um, að hann njóti þess strausts sem skurðlækmr, að hjeraðs- j búar hans leita ekki frá honum á stærri sjúkrahús og sjúkling- ar úr nágrannahjeruðunum sæki til hans lil stærri aðgerða. ★ ÝMIS ÞAU hjeruð, sem selt eru í lægsta launaflokk, hafa með ærnum kostnaði komið sjer upp sjúkrahúsi í von um það, að fá menn með skurð- læknisþjálfun sem hjeraðs- laékna. Með því er ekki allfá'- um mannslífum sannanlega bjargað á hverju einasta ári. Með lækkun hjeraðslæknataxt- ans fi’á því sem er, er unnið á móti þessu menningar og framfaramáli hjeraðanna. — Hvaða skurðlæknir fer að sækja eftir stóru og annafreku hjer- aði, ef öll vinna hans er svo illa borguð, að hann hefir þrátt fyrir miklu meiri eril, fleiri ferðir og vandasamari aðgerð- ir alt að 20% lægri tekjur en starfsbræður hans í fámenn- ustu hjeruðunum. Þeim óheiðarlegu falsrökum hefir verið beitt til framdrátt- ar nýrri spítalabyggingu á Ak- ureyri, að slík stofnun gæti nægt fyrir alt Norðurland. Mest allan veturinn er þó hægara að koma sjúklingum úr Húna- vatnssýslum og jafnvel Skaga- firði tii Reykjavíkur en yfir | Öxnadalsheiði. Eyfirðingar þurfa auðvitað að fá stórt og fullkomið sjúkrahús, en það j fullnaigir að engu leyti sjúkra- húsþörf Húnvetninga, Skagfirð inga, Norðmýlinga eða jafnvel Þingeyinga. Allar þessar sýslur þurfa að eíga sín eigin sjúkra- hús, svo fullkomin að útbúnaði og starfsíiði, sem frekast er kostur á. Það er fullhættulegt að flytja jóðsjúka konu 20—-30 km. veg á hjeraðsspítalann til keisaraskurðar, mann með sprunginn maga eða botnlanga, konu með innvortis blæðingu frá utanlegsfóstri, ef til vill um hávetur, þótt ekki sje ætlast til að það fólk sje sent yfir tvo fjallvegi, sem ef til vill eru með öllu ófærir. Slík tilfelli koma fyrir mann árlega. Það eiga fleiri fullkomna heimtingu á því, að þjóðfjelagið reyni að bjarga lífi þeirra í bráðri hættu heldur en þeir, sem búa í næsta nágrenni Reykjavíkur eða Ak- ureyrar. Það er lífsnauðsyn fyrir flest þau hjeruð, sem launanefndin hefir sett í lægsta flokk, að hafa sjúkrahús og lækni, sem er fær um að veita því forstöðu. Það reynir síst minna á andlegt þrek, úrræði og kunnáttu hjá slíkum lækni en stórbæjalækn unum, sem geta hjálpað hver öðrum, þegar í nauðirnar rek- ur.' Þessi hjeruð verður að gera svo eftirsóknarverð, að bestu læknar landsins fáist til að sækja um þau. Það verður aldrei, ef vinna þeirra er metin svo lítils, að samskonar verk og þeir léysa af hendi eru greidd þreföldu eða fjórföldu verbi í .kaupstöðunum. Launanefndin virðist ekki gera sjer það ljóst. hvílíkt erf- iði og aukavinnu það kostar hjeraðslækna í stóru hjeruðun- um að vinna upp mismuninn á föstum launum þeirra og hjer- aðslækna í hæsta flokki, ef taxtinn lækkar aftur um helm- ing. Þetta er ekki sagt til þess að telja eftir laun lækna í fá- mennum útkjálkahjeruðum, en jeg kann ekki við, að það sje að öllu leyti lag't að jöfnu, hvort maður fer 200 ferðir út í sveit á ári eða einar 10 og hvort maður gerir 40 holskurði eða engan. ★ HIN UNDARLEGA þrákelkni heilbrigðisyfirvaldanna, bæði í fyrri heimsstyrjöld og þeirri yf- úrstandandi, við það að halda dauðahaldi í ranglátlega lágan hjeraðslæknataxta, á sama tíma og alt annað kaupgjald fór stór- hækkandi, stafar af algerlega misskilinni vorkunnsemi og van mati á dómgreind almennings í sveitum landsins. Jeg hef aldrei orðið var við, að greiðsla fyrir læknishjálp væri talin eft- ir, og er sannfærður um að það hefði ekki verið gert, þótt hækkun taxtans hefði fylgt ann ari kauphækkun. Maður, sem greiðir 60—100 krónur í bíl- kostnað til þess að fá lækni á heimili sitt, gerir sjer ekki rellu út af því, hvort læknirinn á að fá 15 krónur eSa 30 fyrir ferð- ina. Þessi misskilda vorkunn- semi er enn fráleitari nú en áð- ur, fyrir það, að byrðarnar jafn ast við tilkomu sjúkratrygging- anna í sveitum. Þótt taxtinn væri hækkaður um helming frá því sem er, myndi það ekki muna öllu meira en 5 krónum á livern hjeraðsbúa á ári og það er lágt iðgjald, ef það gæti trygt hjeruðunum hæfa lækn- ishjálp í nútíð og framtíð. Nagla skapurinn gagnvart hjeraðs- læknunum í þessu kaupgjalds- máli, bæði nú og fyrir 25—30 árum síðan, hefir áreiðanlega fæll margan góðan dreng og dugandi lækni frá því að ganga í þjónustu þess opinbera sem hjeraðslæknir. Þetta hefir nú um sinn komið niður á afskekt- ustu hjeruðunum, og það verð- ur almenningur þar að gjalda dýru verði, með kostnaðarsöm- um læknisvitjunum í önnur hjeruð og stundum með missi heilsu eða lífs á átakanlegan j hátt. En það á eftir að koma | niður á stærri hjeruðunum : einnig, ef haldið er áfram á sömu braut, og það á þann hátt, i að þau verða að sætta sig við i það að fá ekki aðra lækna en þá, sem ekki eru samkepnisfær- ir í stóru kaupstöðunum. Þetta er illa farið og kemur harðast niður á því fólki, sem í ein- angrun íslenskra sveita á oft líf eða heilsu undir því, hvern- ig því opinbera tekst að sjá því fyrir lækni. ) Launalagafrumvarpið nýja gerir virðingarverða iilraun til þess að bæla úr læknaskorti hinna fámennu útkjálkahjer- aoa, en með því að stinga upp á lækkun taxtans, miðar það að því að svipta sum blómlegustu framtíðarhjeruð þessa lands dugandi læknum. Hvers eiga góðsveitirnar að gjalda? MEÐ FRUMVARPI launa- nefndarinnar er að því stefnt að gera hjeraðslæknana í stóru hjeruðunum ver launaða en aðra embættismenn sveitanna, bæði sýslumenn og presta. En þær kvaðir, sem á okkur hvíla, eru að ýmsu leyti þyngri. Við verðum að sjá hjeraðsbúum okk ar fyrir læknishjálp, hvað sem það kostar. Við verðum, ef í það fer, að meta okkar eigin heilsu minna en hjeraðsbúa okkar og það hafa íslenskir hjeraðslæknar altaf gert. Sjálf- ur hef jeg af þessu nokkra reynslu. Jeg var skorinn upp í Reykjavík fyrir 8 árum. Skurð urinn hafðist ekki að öllu leyti vel við og jeg fjekk lungna- bólgusnert að auki. Jeg varð að fara heim, áður en jeg var orð- inn frískur, taka við öllum störf um mínum sama daginn og heim kom, þótt skurðurinn væri ekki fullgróinn. Tveimur ár- um síðar sat jeg yfir tveimur sængurkonum frammi í sveit og var sóttur til þeirrar þriðju með fósturlát, alt í sömu ferð- inni. Eftir þær vökur og óreglu í malaræði, sem af þessu leiddi, fjekk jeg mjög slæmt maga- kvef, en engan Iækni var hægt að fá í minn stað, svo að í fulla 3 mánuði um hávetur gekk jeg' aldrei heill til verks. Þá fjekst loks staðgöngumaður í hálfan mánuð. Sjerfræðingur sá í Reykjavík, er jeg leitaði til, var hræddur um byrjandi krabbamein og vildi ekki sleppa mjer heim. Fyrir vináttu sakir fór ungur læknaskólapiltur heim með mjer, tók að sjer fertfalögfin um tíma, en jeg lá, áfgreiddi sjúklinga við rúm- stokkinn og gegnum síma, þang' að til heilsa mín batnaði. Þess er skamt að minnast, að hjeraðslæknirinn í Patreks- fjarðarhjeraði varð að bíða heil arí vetur eftir því að geta farið frá hjeraði sínu til þess að leita sjer lækninga. Þegar hann komst loksins til Reykjavíkur, var krabbamein það, er hann gekk með, orðið of stórt til bess að hægt væri að skera það burt. Hann fór aftur heim til sín, til þess að deyja. Framti. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.