Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 5
iÞriðjudagur 19. des. 1944. m MORGUNBLAÐIÐ 5 ÍÞR é TTSB - IMýtt íþróttahús á Akranesi UM miðjan oklóber mánuð síðastliðinn hófu íþróttafjelög- in á Akranesi smíði á íþrótta- húsi til afnota fyrir starfsemi sína. Hefir öll vinna við bygg- ingu hússins verið unnin í sjálf boðavinnu í fritímum fjelags- meðlimanna, undir stjórn eins byggingameistara. Gera fjelög- in sjer von um að lokið verði að mestu leyti smíði hússins fyrir næstkomandi vertíð, enda búast þau við að nemend- ur gagnfræðaskólans og aðrir velunnarar eyði að miklu leyti jólafríi sínu við vinnu við hús- ið. Og væri það vel, að þeim vrði að trú sinni, því áhugi fje- laganna og samstarf í þessu máli hefir vei'ið á þann veg, að til fyrirmyndar má telja. íþróttafulltrúi ríkisins hefir verið ráoanautur fjelaganna um byggingu þessa, og veitt þeim alla þá hjálp, og aðsloð, sem í hans valdi hefir staðið og eru fjelögin honum mjög þakklát fyrir það allt. Fjelögin treysta og á velvilja og stuðn- ing iþróttanefndar ríkisins í þessu máli. Húsið er 13X30 metrar að flatarmáli, hæð 5.60 metrar. — íþróttasalur er ákveðinn 13X 24 metrar, en búningsherbergi og böð laka 6X13 metra, þar vfir er áhorfendasvæði, sem einnig má nota til íþróttasýn- inga. ★ Myndin er tekin daginn, sem risgjöid hússins fóru fram. Nýr skíðaskáli Ármanns vígður SIÐASTLIÐINN SUNNUDAG var vígður nýr, glæsilegur skíðaskáli, sem Glímufjelagið Ármann hefir reist í Jósepsdal. í skálanum voru saman- komnir auk Ármenninga, nokk urir gestir þeirra, eða um 70— 80 manns alls. Olafur Þorsteins son, formaður skíðadeildar Ár manns bauð menn velkomna, en síðan skýrði Skarphjeðinn Jóhannsson frá byggingu skól- ans, en þetta er þriðji skál- inn, sem Ármann reisir á þess- um stað. Sá fyrsti brann vet- urinn 1942, en annar fauk áð- ur en lokið var við hann til fulls haustið 1942. Sá skáli, sem nú er reistur er 176 ferm. að flatarmáli. Á hæðinni eru tveir salir. Annar rúmar um 90 manns í sæti, en hinn 25—30. Þ áer þar eldhús, búr, snyrtiherbergi, anddyri, pokageymsla og skíðageymsla. Á svefnlofti eru rúm fyrir 90 manns og auk þess stórt gólf- rúm og tvö lítil herbergi, ætl- uð ráðskonu og skíðakennara. I afhýsi eru ljósavjelar, geymsl- ur, salerni og gufubað. Að skál anum hafa unnið 323 manns í sjálfboðavinnu, samtals 20.745 klukkustundir: Með flestar vinnustundir, 1231, er Skarp- hjeðinn Jóhannsson. Hann gerði einnig teikningu að skálanum og var þar verkstjóri. Ólafur Þorsteinsson lýsti skál an vígðan, síðan flutti Ármanns skáldið, Rannveig Þorsteins- Framh. á bls. 15. Ármenningar heiðra amerískan líðsforingja FYRIR NOKKRU heiðruðu Ármenningar ameríska liðsfor- ingjann David Zinkoff með því að gefa honúm 'flaggstöng með íslenska fánanum og merki Ár- manns, í þakklætisskyni fyrir ágæta samvinnu í sambandi við glímu- og hnefaleikasýningar í íþróttahúsi setuliðsins, Andr- ews Fieldhouse. Á myndinni hjer að ofan sjest er Guðmundur Arason hnefaleikameistari Islands í þungavigt, afhendir Lt. Zin- koff flaggstöngina. Næst Guð- mundi á myndinni er Lee F. Gilstrap ofursti, frá „Special Service“ og Zinkoff liðsforingi. Gilstrap ofursti var áður for- maður í hnefaleikaráði áhuga- manna í Oklahoma og hefir ver ið dómari í hnefaleikakeppnum milli hers og flota. Zinkoff liðsforingi var einn af meðlimum í íþróttaráði Pen- sylvaníu og hefir verið þulur á mörgum helstu hnefaleikamót- um Bandaríkjanna. Hann er einn af ritstjórum „Hvita Fálk- ans“. Reykjavíkurmeislarar í Sundknaflleik TALIÐ FRÁ VINSTRI: Einar Sæmundsson, Pjetur Jóns- son, Benný Magnússon, Jón Ingi Guðmundsson, (sem er þjálfari flokksins), Sigurg. Guðjónsson, Rafn Sigurvinsson bg Jóhann Gíslason. — Eins og áður hefir verið getið vann K. R. alla sína leiki (i) og hlaut 8 stig. , Jólaævintýri Dickens VJER íslepdingar eigum vafalaust heimsmet í útgáfu bóka, miðað við fólksfjölda í landinu. Og á síðári árum virð ist sem bókaútgefendur hafi kept að því markvist að slá þar sín fyrri met æ ofan i æ. Um slíkan metmetnað er að sjálf- sögðu ekki nema gott eitt að segja, ef hann fyrst og fremst miðast við gagnsemi þiggjend- anna af lestri bókanna, en ekki einvörðungu við gróðafíkn selj andans. En ,.hver tæmir alt það timburrek af tímans Stóra- sjó"? Vitaskuld er það hverj- um einstakling ofviða að drekka í sig alt það steypiregn bóka, blaða og tímarita, sem dembt er árlega yfir saklausan almúgann á voru landi, Islandi. Menn verða því viljugir nauð- ugir í þeim efnum sem öðrum að temja sjer listina að velja og hafna, að skapa sjer hinn gullna meðalveg, ef svo mætti að orði kveða. Hitt verður svo að teljast bæði sanngjarnt og eðlilegt, að mönnum sje af vinsemd og samviskusemi bent á þær bæk- ur, sem kostadrýgstar og best- ar mega teljast. Skal hjer nú bent á eina slíka bók, án þess að hróflað sje við dómgreind manna eða stjakað við tilfinn- ingum þeix-ra að öðru leyti um val bóka. Bók þessi er: Jólaævintýri, eftir Charles Dickens, með tíu litmyndum, í íslenskri þýðingu eftir Karl ísfeld. Alt ytra snið bókarinnar er mjög smekklegt og vandað, og er bókin að því leyti mjög að- gengileg til letsúrs. I bókinni eru þrjár sögur, sem allar eru látnar gerast um jólaleytið. En um efni bókar- innar að öðru leyti ætti nafn höfundarins að vera næg jtrygging fyrir ágæti "þess og , snildarlegri meðferð. Heims- frægð höfundarins er sá kvarði, sem hann sjálfur hefir reist nafni sinu og verkum sín- um, og miljónir aðdáenda hans um víða veröld munu varðveita þann mælistokk á meðan prent listin er við líði. Rjett þykir að taka það fram, til varnar misskilningi, að þrátt fyrir nafn bókarinnar er hún engan veginn fyrst og fremst bai-nabók. Hún á jafnt erindi til allra, hvort heldur er hinn hi-einhjartaði unglingur, sem enn er vart farinn að taka þátt í hringiðu lífsbaráttunnar, eða hinn harðsvírugi syndasel- ur, sem enn er þó eigi kominn yfir aldurstakmark endurbóta og iðrunar. Þeir, sem hafa löngun til þess að lesa góðar bækur, og miðla öðrum með gjöfum af þvi, sem gagnlegt er og holt, mega. ekki láta hjá líða að kaupa þessa bók, bæði handa sjálfum sjer og til gjafar handa öði'um. — Kýmni höfundarins er hressandi, ádeilan nístandi, samúðin einlæg. Jólaævintýri Dickens eru mannbætandi, ef þau eru lesin af eftirtekt og skilningi. Jeg ráðlegg þjer því að lok- um, lesari góður, að kaupa þessa bók og lesa hana með eftirtekt, og þú munt verða mjer samdóma um, að því fje og þeim tíma hafi verið vel varið. En meira er varla sann- gjai'nt að krefjast. S. Góð drengjabék Á eyðiey, eftir Kristian Elster. NORSKA skáldið Kristian Elster hefir getið sjer mikinn orðstír fyrir unglingabækur sínar. Ein af sögum hans „Litlir flóttamenn" kom út á íslensku fyrir nokkrum árum í þýðingu Árna Óla, og nú er önnur bók- in komin. Hún heitir „Á eyði- ey“ og hefir Hannes Magnússon kennari þýtt hana. Bók þessi segir frá þremur, röskum drengjum, sem fara í fjallgöngu, en hreppa kafvíða- þoku og villast. Eftir langa og þreytandi göngu koma þeir að vatni og finna þar bát. Þeir taka bátinn og ætla að róa yfir vatnið. Þokan er altaf jafn svört, en þeir ná þó að lokum landi og setjast að í kofa eða sæluhúsi, sem þeir finna þar. Um nóttina gerir ofsaveður. —• Næsta moi'gun verða þeir þess visir að þeir eru staddir á eyði- ey, langt úti í stóru vatni, og að báturinn er farinn. Hann hef ir slitið frá þeim í óveðrinu um nóttina. Þarna eru þeir nú f jarri öllum mönnum, matarlausir og klæðlitlir. Segir nú sagan frá því hvernig þeir bjargast rxpp á eigin spýtur um hálfsmánaðar tíma. Mun mörgum ævintýra- gjörnum dreng þykja gaman að þeirri frásögu, og að setja sig í spor þesara drengja. Tónsnillingaþæflir 1 Eftir Theodór Árnason. Útgefandi* Þorleifur Gunnai'sson. Bókar þessarar, sem út kom á s. 1. ári, hefir ekki verið gelið sem skyldi. Eins og naín bók- arinnar ber með sjer, inniheld- ur hún æfisögur tónsnillinga. Hjer er um að ræða 35 fræg- ustu menn á þessu sviði íxá því í bvrjun 16. aldar og ír.um undir vora daga. Theodór Áx-nason er Iöngx» þektur fyrir skrif sín um þessi efni og fleiri og fyi'ir að skrífa lipurt og gott mál og segja vel frá. Og þetta efni er hpnuna vitanlega sjei'staklega hugleik- ið, enda er bókin mjög fróð- leg og skemtileg aflestrar. Tón listarunnendum og í'eyndar öll- um þeim, sem sögufróðíeik unna, þykir áreiðanlega mikilk fengur að þessari bók. Bókin er 270 blaðsíður í stóru broti og í framúrskarandi fallegu og vönduðu bandi. Myndir eru at næri'i öllum tónsnillingum se.m bókin fjallar um. Bókin er prentuð á ágætan pappír. Ný Ijóðabók Ný ljóðabók eftir Gísla Ól- afsson frá Eiriksstöðum er kom in út. í þókinni eru yfir 150 kvæði. Mjög skemtilegan formála ritar Jón Pálmason alþingismað Ul'. Gísli Ólafsson er löngu lands kunnur orðinn fyi'ir ferskeytlur sínar, enda eru þær líka megin efni bókarinnar, margar prýði- lega kveðnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.