Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 7
I>riðjudagur 19. des. 1944/ MTO RGUNBLAÐIÐ HAFNARGERÐ Á AKRANESI I MORGUNBLAÐINU 16. nóvember s. 1., er athyglisverð grein eftir bœjarstjórann á Akranesi, Arnljót Guðmunds- Son. I greinni kallar hann hafn- arbætur hjer hjá okkur á Akra nesi, mál málanna, en mjer finnst, að við Akurnesingar eig -um tæplega til í íslensku máli nægilega sterkt nafn eða orð, yfir þá nauðsyn okkar að fá bætl hafnarskilyrði hjer. Mjer blandast ekki hugur u'm það, að við Akurnesingar mun- um oft þurfa að þreifa ofaní vasana áður en við höfum feng ið þau hafnarskilyrði, sem okk ur nægja, svo við getum verið öryggir um fleytur okkár og þar af leiðandi afkomu plássins, og þá um leið tiltölulega mik- inn hluta þjóðarteknanna, eftir fólksfjölda, og mun jeg koma að því síðar. Við verðum máske að þreifa svo oft ofan í vasann, að vasalokin rifni frá, en jeg er viss um, að hver einasti Ak- urnesingur ungur og gamall, telur ekki á sig að færa fórnir, til þess að eiga von í vissari af- komumöguleikum, fyrir sig og sína, nú og í framtíðinni. Þegar Akurnesingar fluttu útgerð sína heim frá Sandgerði, 1926 og 1927, en þar höfðu þeir numið land og gjört út í nokk ur ár, það voru þeir sem fyrstir gjörðu út mótorbáta frá Sand- gerði, svo teljandi sje. Um þetta leyti höfðu hin á- gætu fiskimið, norðan til í bugt inni fundist af Akurnesingum, þau voru áður kunn nokkr- um mönnum og þá helst af Vest firðingum. Fundu Akurnesing- ar fljótt, að hægri var heima fenginn afli, enda óx útgerðin mjög ört, og 1933 voru hjer 25 bátar frá 9. tonnum, eldri bát- arnir, upp í 38 tonn. Fundum við fljótlega að stærri bátarnir voru arðbærari, þar sem þeir gátu flutt meira ' að landi og voru þess utan nothæfari við síldveiðar, í Faxaflóa og fyrir norðúrlandi á sumrin, þeir gátu því veitt lengri og betri at- vinnu, á sjó og landi. Við byggðum bryggjur og lengdum bryggjur. En höfnina vantaði. Bátarnir voru hafðir á svonefndu Lambhúsasundi, þar er grunnsævi svo bátarnir taka niðri um stærri fjörur. Þar gengur óbrotinn brimsjórinn yf ir leguna, þegar vestan hafrót ganga, en það versta af öllu var, hvað þröngt var fyrir bálana á legunni, var svo langt komið, að mæla varð á milli þeirra og haft var 30 faðma legurúm fyrir hvern bát. Bátarnir lágu í ótrúlega sterkum legufærum og voru þrjú stór atkeri við hvern bát. Þegar stórbrim eru, slær bátunum saman og veldur það því á stundum að þeir brotna og hefir komið fyrir að þeir hafa sokkið af völdum þess. — Mest tjón varð af þessu 14. janúar 1933, þeg- ar 13 bátar brotnuðu hjer meir og minna. Bátar þessir voru þá nýlega útbúnir og standsettir upp á hið besta, til véiða fyrir vertíðina. Með öll- um þeim kostnaði, sem því fylgir, má nærri geta, hversu ógurleg blóðtaka það hefir ver ið á nýbyrjaðri vertíðinni í 1200 manna þorpi, sem þá var hjer. Bót var þó mikil hvað Reyk- jISS Undirstaða atvinnulífsins víkingar brugðu fljótt og vel við um viðgerð þessara skipa, sem brotnuðu, gekk þar mest og best fram, Bátastöð Reykja- víkur (Magnús Guðmundsson). Um þetta leyti gekk okkur illa að koma bátum okkar fyr- ir hjá ábyrgðarfjelögum, sökum hinna tíðu sjóskaða og urðum við, að sæta hækkun á iðgjöld- um. Eftir þetta stóra tjón, var far- ið að skipta bátunum og flytja suma suður á Krossvík, þar sem nú er aðalhöfnin, en þar hafa einnig orðið skemdir á bát- um. Þar liggur hafaldan líka beint á land í öllu sínu almætti, þegar hafrót eru. Þar liggja nú 12 bátar og er ávalt uggur um þá í brimum og ofviðri. Það er köld aðkoma fátæks eiganda, að sjá með morgunsár inu, bátinn sinn, um miðja ver tíð, liggja brotinn í fjör- unni. Hann snýr sjer und- an og skipshöfnin, sem misti vonina um afkomu sína á besta atvinnu tímabili ársins, drý,pur höfði. Því miður hafa mörg önnur sjávarþorp á landinu, sömu sögu að segja, og margir munu spyrja hvernig útgerð geti þrif ist við slíkar aðstæður, en hverjar yrðu þjóðartekjurnar, ef öll slík fiskiver væru lögð niður? Jeg vil nú taka eina þessara fiskistöðva og sýna fram á rjett mæti og tilverurjett hennar. Það má með sanni segja, að Akranes sje vel í sveit sett, að plássinu liggja margir hreppar, með glæsilegum búskap - og mjög góðri fjárhagsafkomu, það sýnir myndarskapurinn úti og inni á öllum bæjum. I ná- grenni bæjarins er vatnsorka, sem nægja myndi tugþúsunda- bæ, til ljóss, hita og iðnaðar. I Borgarfjarðarhjeraði eru ein- hverjar landsins mestu hita- vatns-uppsprettur, bærinn og nágrennið er þekt fyrir sjer- staklega góða og mikla jarð- epla-framleiðslu, eru hjer óþrot legir möguleikar á því sviði, sömuleiðis eru hjer óþrjótandi jai'ðræktar möguleikar og bár- um við gæfu til að hefjast fyrst ir handa um stórfelda land- flæma uppþurkun, sem þegar hefir borið góðan ávöxt. — Neytsluvatn er hjer ágætt og gæti dugað fyrir mörg þúsunda bæ. Byggingarefni er sæmilegt ístórum stíl, nálægt bænum. Og svo eru hin ágætu fiskimið, sem öllu gefur líf og afl. Það er alkunnugt að veiðarfæra- notkun er hjer mörgum sinnum minni en annarsstaðar og afla- hlutir og afkoma skipa með því besta á landinu. Aoeins vantar okkur að lengja hafnargarðinn um 120 metra til þess að fullnægt sje þörfum plássins. Og þessu verð um við að hrinda í framkvæmd á næstu tveimur árum að minsta kosti. Hjer myndi aukast svo mikið athafnir og útgerð, á stuttum tíma, að við þyrftum ekki frek ari aðstoðar þess opinbera, til þess að vernda öryggi flotans. Okkur ér öllum Ijóst, að báta floti okkar hjer er langt of lít- ill, aðeins 17 bátar 1943 — nú að vísu nokkuð fleiri, sem staf jar sjerstaklega af öryggis- leysi í höfninni, myndi hann aukast mjög fljótlega, við bætta höfn, bæði aukningu á heima- útgerð og aðkomubátum. Enn- fremur eigum við einn góðan línuveiðara og einn togara, en bæði þessi skip hafa á stundum orðið að leita annara staða okk- ur til tjóns. Voru þó bæði þessi skip keypt hingað á sínum tíma til atvinnuaukningar þessu plássi. Mönnum sveið því mjög sárt að sjá þau sigla frá plássinu með aðflutta og út- fluttar vörur sínar, þegar at- vinnuleysið svarf hj'er að eins og annarsstaðar fyrir stríðið. Það er því öilum augljóst eins Ásökunaróp hrunstefnumanna SÍÐAN vorið 1942 hefir kvein an og reiðiorð Framsóknar- manna alt af við hvert tæki- færi verið eins konar plága á landsfólkinu. Aldrei fara svo fram umræður í útvarpi, að ekki sje þar sungið sama lagið. um þau ósköp sem gerðust 1942 þegar Hermann og Eysleinn lirökluðust úr ríkisstjórninni við lítinn orðstýr. Varla kemur út nokkurt Tímablað án bess að þar sjeu einhver kvein um atburðina frá 1942 og aldrei er haldinn baráttufundur og jafn vel ekki flokksfundur Fram- sóknarmanna á landinu, svo að þar sje eigi að heyra sama söng inn. í eldhúsumræðunum á dög- unum var þessu efni svarað hæfilega með fáum orðum af einum gáfaðasta og mest virta andstæðingi Sjálfstæðismanna, sem nú fæst við stjórnmál okk ar lands, samgöngumálaráðherr anum, Emil Jónssyni. Hermann Jónasson gaf til- efnið með því að spila gömlu plötuna um óstjórnina 1942, sem hann taldi núverandi rík- isstjórn beint framhald af. Emil Jónsson kvaðst ekki harma það, þó að núverandi rík isstjórn yrði lík stjórn Sjálf- stæðismanna 1942. Það hefði verið góð stjórn. Hún hefði efnt öll sín loforð og engin svik haft í frammi. Þau nytjamál sem hún var sett til að afgreiða, hefði hún afgreitt eftir því sem unt var. Aukin mann-rjettindi, kjördæma málið og aukin landsrjettindi: sjálfstæðismálið. Kjördæma- málið hafi verið afgreitt eins! og til var ætlast og sjálfstæð- ismálinu þokað áfram um n.jög j þýðingarmikinn áfanga og sem mestum úrslitum rjeði um hina farsælu lausn þess. Alt tal Framsóknarmanna um að vöxtur dýrtíðarinnar hafi verið þessari stjórn að kenna, væri hrein villa. A því sviði hafi úrslitasporið verið stigið fyrir forgöngu Fram- sóknarmanna þegar sambandið var rofið milli kaupgjalris og afurðaverðs 1940. Þessi vitnisburður hins merka manns er viðeigandi snoppungur á hina gasprandi hrunstefnumenn, sem æfinlega reyna að klína á saklausa menn og heiðarlega sínum eigin syndum. Það er líka víst og áreiðan- legt, að sú hækkun verðvísi- tölunnar, sem að varð 1942, hefði komið, hvaða rikisstjórn sem verið hefði á því tímabili. Það mál var búið að undirbúa svo af Framsóknarmönnum og því miður áttu Sjálfstæoismenn líka þátt í því þegar þeir vilt- ust inn á þá leið, að fylgja gerð ardómslögunum í ársbvrjun 1942. Þeir gerðu það ekki síst til að varna samvinnuslitum við Framsóknarmenn. F.n það hefir orðið þjóðinni dýrt. Að vísu voru gerðardómslögin bygð á rökrjettri hugsun ef miða skyldi við það, að hjer væri hægt að stjórna eins og þar sem öllu er stjórnað með her- valdi. En löggjöf, sem bygð er á rjettri hugsun í sjálfu sjer, verður að hreinni villu, ef ekki er hægt að frakvæma hana. Þá getur hún valdið óbætanlegu tjóni. Þannig fór og með gerð- ardómslögin. Þau voru af- kvæmi Framsóknarflokksins og beinl framhald af lögfestingar frumvarpi þeirra 1941. Um þau sagði og greindasti maður þess flokks, Jónas Jónsson, í dreifi- brjefi sem hann sendi vinum sínum 1943, eitthvað á þessa leið: Gerðardómslögin og lögfest- ingin reyndist bygt á algerri vanþekkingu á vilja þjóðarinn- ar og getuleysi stjórnarvald- anna. Þetta eru sönn orð og væri miklu nær fyrir Hermann og aðra Framsóknarmenn að hug- leiða þau, heldur en að heimska sig æ ofan í æ með þeim ósann- indum, að vöxtur dýrfiöarinn- ar sje að kenna þeirri sf]órn Sjálfstæðismanna, sem tók við því öngþveiti sem hann var bvi- inn að koma málum þj.iðar- innar í. Hækkun dýrtíðarinnar hjer á landi er fyrst og fremst styrj aldarfyrirbrigði, sem ekki hefir verið unt að ráða við. Af þeim hlutanum,sem sjálfráður er inn lendum mönnum, getur enginn stjett og enginn flokkur hreins að sig og sagt: Saktaus er jeg. En þyngsta sökin hvílir þó á Framsóknarflokknum, eins í þessu sem nálega öllu öðru sem aflaga hefir farið í okkar þjóð- fjelagi í mörg undanfarin ár. Það er hægt að sanna með augljósum dæmum. J. P. og sakir standa, að bæði pláss- inu og þjóðinni í heild er hreinn hagur í að leggja fje til aukn- ingar hafnarbóta hjer. Máli mínu til sönnunar vil jeg benda á eina ástæðuna enn. Eru það útflutningsverðmæti sjávarafuroa af skipum okkar Akurnesinga, miðað við heild- arútflutning sjávarafurða lands ins, árin 1941 til 1943. 1941 útfl. 179.5 milj Akr. 6.5fo 1942 — 193 — — 6A1% 1943 — 205.5 — — 7.25% Af þessu sjest að okkar litla þorp er með 14. partinn af öll— um útílutningi sjávarafurða á landinu og miðað við fólks- fjölda, sem er 1.7% af lands- mönnum. Akranes hefir því skilað sínu pundi. Hjer á Akranesi var útflulningur að meðaltali á mann árið 1943 7.448.50. Tel jeg víst að munurinn sje þó meiri að hundraðstölu i hjeruðunum kringum Akranes, þegar þess er gætt, hve mikið af framleiðslunni fer til inn- anlands neyslu. Ein ástæðan fyrir skjótri úrlausn hafnarmálanna hjer á Akrcinesi er hinn mikii fólks- straumur, sem fer hjer um alla tíma ársins, og þó raddir hafi komið fram um ferju á Hvalfjörð, þá hlýtur hver heil- vita maður að sjá þann þjóðar- hag, að gjöra góða höfn á Akra nesi fyrst, sem svo síðar gæti hjálpað til að gjöra miljóna ferju eða veg inn fyrir Hval- fjörð, eftir því sera þá þætti best henta. Fyrir Alþingi liggja nú frum- vörp um hafnarbtæur á Akra- nesi, sem þingmaður okkar, Pjetur Ottesen, hefir flutt til þess að flýta fyrir hafnarbót- um hjer. Er þess að vænta að sá skilningur sje fyrir hendi á Alþingi að þetta þjóðþrifamál fái góðar undirtektir og skjóta afgreiðslu. Jeg þykist þess full viss að allir hugsandi menn verði með þvi nauðsynjamáli, hvar í flokki sem þeir standa. Sig. Haílbjarnarson. i»miimimiiiiiiiiiiiii!UiiiimmiiuiiiiiiiuumiiuiuiuK | 2—3 1 I Trjesniiði | j§ vantar mig nú þegar. §í ~ 3 Stefán Jakobsson = Mánagötu 18. Sími 4172. = i H uiiiiimiiiiniiiiiimmmitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiia yutmmiiimiimiuimiiiuimfuiiimiiiiiiiiiimiiiiimi I =; sar ÍSkrautmálaðar| KOMMÚBUR" Klæðaskápar Bókaskápar ‘l^álaraitojan h Qiitnir | Hverfisgötu 74. Sími 1447. S fiiHiuunimiHnnmmmimtuumiiiiiimiiiuimiiiiiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.