Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. des. 1944. — Sjónarvottur segir frá Framh. af bls. 9 sje stranglega bannað að hafa nokkur mök við er- lenda verkamenn eða stríðs fanga, hefir hinum síðar nefndu samt tekist að ná sambandi við landsmenn. í Beriín er nú meirihluti erlendra verkamanna Rúss ar. Þ»eir eru þegar orðnir all vel að sjer í þýsku, og hin- ir þýsku samverkamenn þeirra, sem eru orðnir mót- tækilegir vegna hins óbæri- lega ástands, hlusta á mál- flutning þeirra með athygli. Sökum þess, að menn um alt Þýskaland skynja nú komu ósigursins, ber mjög á því, að Þjóðverjar vilji kaupa sjer grið, aðallega hjá Rússum. Þeir, sem hafa Rússa í þjónustu sinni, gera sjer sjerstakt far um að koma vel fram við þá, svo sem vxkja að þeim vindling- um, mat eða sælgæti, sem þeir gætu aldrei að öðrum kosti komist yfir. Æ sjer gjöf gjalda. Jeg hefi orðið þessara sömu vinahóta var gagnvart stríðsföngum Eng il-Saxa, en ekki í nærri eins ríkum mæli. Skemtanalíf — almenningseldhús. Með tilskipuninni um als- herjar-hervæðingu, var end ir bundinn á alt skemtana- líf í Þýskalandi. Að vísu eru enn starfandi nokkur leik- hús og kvikmyndahús í Ber lín, en hermenn einir hafa aðgang að þeim. Frá því að vera eftirsóttur skemtistað- ur fyrir nokkrum árum, er Berlín nú ekki orðin annað en nauðungarvinnu-raiðstöð sem eyðilegging og rústir blasa hvarvetna við. Sökum þess, að flestir Berlínarbúar matast nú á vinnustöðvum sínum, þ. e. a. s. í almenningseldhúsum verksmiðjanna, hafa flestar matvælaverslanir borgar- innar orðið að hætta starf- semi sinni, jafnvel hinir auð virðilegustu grænmetiskjall arar. Húshald þekkist varla lengur. Enginn hefir tíma til þess að standa í biðröðum við þær fáu matvælaversl- anir, sem enn halda velli. — Allir verða sem sagt að mat ast í aimenningseldhúsum. Hinar glæsilegu bjórstofur og kaffihús, sem áður settu svip sinn á Berlín, sjást nú ekki lengur, annaðhvort hef ir þeim verið eytt í loftá- rásum eða það er búið að breyta þeim í almennings- eldhús. En mitt í öllum þessum hörmungum lifa embættis- menn nasista góðu lífi. Hótel Adlon við Unter den Linden, eða öllu heldur það, sem eftir er af þeirri frægu götu, er enn við lýði, sömu- leiðis Hotel Ésplanade við Potsdammer Platz. Það virðist hreint og skært kraftaverk, en bæði hafa þessi gistihús sloppið við allar loftárásir. En þar fá engir aðgang nema hátt- settir embættismenn nas- ista og ferðamenn, sem njóta sjerrjettinda, svo sem sendi menn erlendra ríkja, meiri háttar quislingar o. s. frv. Veðjað á öfugan hest. Á Adlon-gistihúsinu má enn fá góðar máltíðir og vín með matnum. Bæði þar og á Esplanade-gistihúsinu. — Það síðarnefnda er aðalsam komustaður þeirra fáu er- lendu frjettaritara, er menn hafast við í Berlín — er nú selt vín í stórum stíl. For- stjórar þeirra ljetu það að kenningu verða þegar Kaiserhof-gistihúsið var sprengt í loft upp í loftárás en þar fóru forgörðum mörg hundruð þúsund flöskur af dýrum vínum, sem áttu að geymast vandlega til ,.betri tíma“. Mest ber á embættismönn um nasistaflokksins og utan ríkisráðuneytisins í hinum tveimur svonefndu blaða- manna-klúbbum Berlínar- borgar. Annar þeirra er við Leipziger Platz og undir stjórn áróðursráðuneytisins. Hinn er undir verndarvæng utanríkisráðimeytisins og eru vistarverur hans í glæsi legu húsi í útborginni Dahlem, en eigandi hússins er enginn annar en utanríkis ráðherrann sjálfur, Joac- him von Ribbentrop. Ann- ars eru klúbbar þessir þeir einu, sem eftir eru í borg- inni, og svo yfirfullir af emb ættismönnum nasista og gæðingum þeirra, að það er frjettariturum enginn hægð arleikur að smokka sjer þar inn. Háttsettur embættismað- ur sagði eitt sinn við mig í Ribbentrop-klúbbnum, og deplaði augunum um leið: ,,Það getur komið fyrir alla, að þeir veðji á öfugan hest“. Það breytir ekki mikilvægi þessara orða, þó að höfund ur þeirra væri ný-búinn að drekka nokkur glös af víni. Margir starfsmenn, áróðurs- ráðuneytisins og embættis- menn nasista yfirleitt, hafa nýlega breytt um skoðanir. Það er jafnframt skoðun mín, að sumir þeirra sjeu nú að leita fyrir sjer um land- vist, þar sem þeir geti leitað sjer hælis og hafi þegar gert ráðstafanir til þess að kom- ast á brott. Lítil útvarpsorka London: Útvarpsstöðin í Ly- ons getur ekki útvarpað í bráð ina, sökum þess að raforku skortir. Hafði stöðin endurvarp ,að dagskrám Parísarútvarps- ins. wiuimnimamii^awaftBEaamL^nnBiini | Greni j H selt til jóla, mjög ódýrt. = H Skreyttar greinar á leiði. E = Blóm í miklu úrvali. = Hanskagerðin Austurstræti 5. uuuuiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiiumiuia niiiiiiiimiiiiiiiiumiiiuiiiimiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiuuim i Bílstjóri | óskar eftir atvinnu við að M I keyra fólksbíl, helst á Bs. § Hreyfli. — Tilboð merkt i | „Hreyfill“, sendist blaðinu i [ fyrir hádegi á miðvikudag. = — Læknar og læknakjör Framhald af bls. 4. SAMKVÆMT orlofslögunum eiga allir opinberir starfsmenn heimtingu á hálfsmánaðar sum arfríi .sjer að kostnaðarlausu. Þessi lög eru brotin á hje-raðs- læknum landsins. Okkur var neitað um hækkun taxtans fvrstu 3 styrjldarárin, en urð- um þó að borga staðgöngu- manni um 100 krónur á dag, ef við ætluðum að fá okkur frí, og heilbrigðisstjórnin neitaði að ljetta nokkuð undir með okkur við það. Við höfum því flestir farið á mis við orlof, þótt við hefðum engu síður þörf á því en aðrir. Jeg hef haft betri afkomu en margir aðrir hjeraðslæknar, af því jeg hef stærri skurð- lækningapraxis en flestir þeirra og álti það miklar lyfja- birgðir, þegar styrjöldin hófst, að jeg hafði hagnað af verð- hækkun þeirra. Það breytir engu í þessum niðurstöðum. Jeg viðurkenni ekki rjett þess opinbera til þess að hefnast á mjer og öðrum hjeraðslæknum í stærri hjeruðunum nje eftir- mönnum okkar fyrir það, að ýmsir okkar njóta trausts hjá hjeraðsbúum okkar eða sýnum hagsýni í innkaupum. Almenningur og yfirvöld í þessu landi verða að fara að skilja það, að það fer alveg eft- ir þeirri aðbúð, sem hjeraðs- læknar njóta, hvort hæfir lækn ar eða yfirleitt nokkurir lækn- ar fást til að gegna störfum úti á landsbygðinni í framtíðinni. Sjálfir hafa hjeraðslæknarnir ekki staðið nógu vel á verði fyrir hag og sóma stjettar sinn- ar í viðureign hennar við skiln ingsleysi heilbrigðisstjórnarinn ar bæði í þessari styrjöld og þeirri fyrri, og þar með fvrir framtíðarhagsmunum þess fólks, sem við störfum fyrir. Það er kominn timi til að spyrna við fótum og það mun verða gert. Við mótmælum þeiríi síðustu óbilgirni, sem kemur fram í okkar garð, lækk un hjeraðslæknataxtgns. Við mótmælum því, að sú hjálp, sem við sveitalæknar látum sjúklingum okkar í Ije, sje met in margfalt minna en læknis- hjálp handa sjúklingum í stóru kaupstöðunum. Við mótmælum því, að hjeraðslæknastjeitin sje dregin svo niður, að hæfir menn vilji ekki í framtíðinni taka að sjer læknisstörf í sveitahjeruð- unum. Við mólmælum því, að hjeruð okkar og sjúkrahús þau, sem við vinnum við, sjeu svipt hæfum starfskröftum í fram- tíðinni. Jeg fyrir mitt leyti neita að vinna fyrir lækkaðan taxta, þótt það verði leitt í lög, og læt það kosta burtrekstrar- sök úr embætti mínu, ef í það fer. Það munu fleiri hjeraðs- læknar gera. P. V. Kolka, formaður Læknafjelags Norðvesturlands. Sprengjur í sýninsar- skála London: Eldsprengjur fund- ust í sýningaskála Rússa á sýn ingu í Johannesburg í Suður- Afríku fyrir skömmu. Sýning þessi var haldin, til þess að styrkja átökin til hernaðarins. niiiiuiiiiiiiuniMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiauuiiiimiDm 12 sjómenn H óska eftir góðu herbergi, 1 helst í Austurbænum. — 1 Tilboð merkt „2 sjómenn H sendist blaðinu fyrir fimtu dagskvöld. iiiiiiiiiiiiiiuuiuuiuinimumuuuuiiiuuuiiiiiiiiuiii niiiiiiiiiiiiiiiiiuuiuuuiuuiiiiiumiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hráolíuoln g til sölu og sýnis í Þver- = holti 15. íiíiHiiiiiiiiiiiiuiiiuiuiiinniiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiimiif UlllUHIIimiiniHIIIUIIHHIIIUHIIIIIIIIUIIIHIIIllUIIIIIIIII er es ^ Nýtt, Persneskt Gólffteppi f i til sölu. Stærð 3x4 yards. S S Uppl. í síma 4116. uiiitiiiitiiiiiiniuuiiiuiiiiiiuiuirnniuiiiiiiiiiiiimimu X-9 Eftir Robert Storm I ^JACK? *-9 HAS ^ AIOVED UP5T4IR5, | 50UTHEA5T, j FRONT! jmAvIÍ ^ jGf Æ-vjý"' ÖOOD! g/ FLOOD THE Éj KjL FIP5T FLOOP^j yj [M? WITH TEAR- ái mrWL gazI rM Á FEVi AtO/VieNT5 IATER 60TCHA %-9! MEV, BLUE-JAWÍ W£ CAN'T 1-iOLD OUT AGAINST THOSE HAND ACK-ACK5! TWO OF OÚR GUVé HAVE . Esa 6cEN HITi W HOPE THI5 ONE'CANDLE-POWEf? BPOADCAC-T, BEAMED AT TH05E G-MANDQS, LET5 'BM KNOW 3 1HAT X-9 A1ARK6 THE GPOT/ j HOðAN'5 <50NE AND ITCHV'5 DEAD.' , r WHAT? ÖET ROXV . HEREf BRIN6 HOOAN HERE.' 1—2) X-9 (hugsar); — Jeg vona að þetta eins- kerta-útvarp nægi til þess að láta lögregluliðið vita, að X-9 merkir sinn stað. — Lögreglumaður: Nei, sko, X-9. — Annar: X-9 hefir fært sig upp á loftið í suð-austur-horninu. í símanum: Ágætt, sprautið táragasi á neðri hæð- ina. — Einn bandíttinn: — Hey, Blákjammi, það er tilgangslaust að vera að veita viðnám, við stönd- umst aldrei gegn vjelbyssunum. Tveir strákarnir eru særðir. — Blákjammi: Náðu í Hogan. — Nokkr- um mínútum síðar: Bandíttinn: Hogan er á bux't og Ilchy er fallinn. — Blákjammi: Hvað? Náðu þá í Roxy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.