Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag'ur 19. des. 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ,f| Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. rr Neyðaróp utangátta- manna SÍÐAN Framsóknarforkólfarnir urðu utangátta í stjórn- málabaráttunni með myndun núverandi ríkisstjórnar, hefir þeim verið æði órótt innanbrjósts. Þeir vissu vel að það var eindregin ósk fólksins, jafnt til sjávar og sveita, að þingflokkarnir sameinuðust um myndun sterkrar þing- ræðisstjórnar. Að innbyrðis deilur og sundrung yrði ekki þess valdandi, að hið unga íslenska lýðveldi misti fót- anna á fyrstu göngu sinni. Þess vegna tóku þeir líka þátt í samningaumleitunum milli þingflokkanna, en ekkert varð um samkomulagið. Þannig gekk þetta í 97V-Í viku. Þá þótti Framsóknarforkólfunum sem einhlýtt væri, að nú væru þeir þó búnir að sýna vilja sinn til samkomu- lags, ekki stæði á þeim fremur en öðrum. Þegar hjer var komið, þótti þeim tímabært að slíta viðræðum, það þýddi ekki að halda þessu áfram lengur. En — hvað skeður þá? Þegar tígulkóngar Framsóknar, Hermann og Ey- steinn, eru úr spilinu, — þá er snögglega komin á lagg- irnar sterk þingræðisstjórn þriggja flokka á 21/> viku! Það er víst alveg óhætt að fullyrða, að hefði hina tvo tígulkónga svo mikið sem grunað, að svo gæti farið, sem fór, þá þefðu þeir víst ekki látið það henda sig að slíta upp úr tilraununum til fjögra flokka samstarfsins. Er því ekki að furða, þótt þeir sjeu nú ofboð lítið sneyptir. ★ En þeir eru meira en sneyptir. Þeir hafa rekið upp all ferleg neiðaróp, þegar þeir áttuðu sig á hinni nýju utangátta-tilveru sinni. Þeir ruku út um landið, Fram- sóknarforkólfarnir, og sögðu stefnu stjórnarinnar stríð á hendur, áður en hún var þó kunngjörð. En þeir komu fljótt heim aftur, af því að bændurnir sögðu við þá: Hvaða hávaði er í ykkur, góðir hálsar, — ykkur var skammar nær að vera með um stjórnarmyndunina, en láta ekki setja ykkur út úr spilinu. Og þá voru það ,,hljóðir og hógværir menn, sem hjeldu til Revkjavíkur“. En það var ónotalegt og andaði kalt utan gáttanna, eitthvað varð að gera til þess að halda á sjer hitanum. Stjórninni voru send skeyti: ,, * , Dýrtíðin! Já — stjórnin hefir gefist upp í dýrtíðarmál- unum. Þarna sjáið þið hversu ómöguleg hún er, og að ekki er að undra þótt við værum ekki með. Svona hljóð- aði fyrsta skeytið. En þær gleymdu því, Framsóknar- kempurnar, að dýrtíðin á að mestu leyti rætur að rekja til togstreytunnar og sundrungarinnar, sem ríkt hefir í þjóðfjelaginu. Engin stjórn, nema sú, sem bar gæfu til að sameina krafta þjóðarinnar og tryggja vinnufrið í landinu, gat gert sjer nokkrar vonir um að ráða við dýr- tíðina. Þótt Framsókn gleymdi þessu, skyldi fólkið þessar staðreyndir, og skeytið fjell marklaust til jarðar. ★ Nýsköpunin! Það er fals og skrum, ekkert betra en „nýju fötin keisarans”. Þetta var næsta skeyti. Þá var það upplýst, að meðan Framsóknarmennirnir tóku þátt í við- ræðum um fjögra flokka stjórn, var þeim mjög umhugað að komast í þessi „keisarans nýju föt”. Skeytið fjell enn marklaust til jarðar. ★ Fjárlögin! Lítið á fjárlögin — sjáið fjármálaglæfra stjórnarinnar. Hærri útgjöld en nokkru sinni áður! Þessu skeyti var líka skotið. En nú blöskraði mönnum. Stjórnin tók við fjárlagafrumvarpi fyrverandi stjórnar og fjár- málaóreiðu, sem skapast hafði meðan þing og stjórn gátu ekki unnið saman. Reynslan ein varð að skera úr því, hversu takast mætti að laga misfellurnar. Enn fjell skeytið marklaust til jarðar. Þau eru e. t. v. dálítið brjóstumkennanleg þessi neyð- Jaróp mannanna, sem urðu utan gátta. En rökstudd, máls- metandi stjórnarandstaða fyrirfinst engin. Yfirlýsing varðandi „Aliræðabókina MJER. ÞYKIR ástæða til að leiðrjetta þann misskilning, sem ■jeg hefi orðið var við af orð- spori, að jeg sje á einhvern hátt jviðriðinn fyrirhugaða útgáfu þeirrar íslensku „alfræðabók- ar“, sem auglýst hefir verið og boðin til áskrifta að undanförnu Svo er als ekki, eins og sjá má jaf skrá boðsbrjefsins yfir þá, \ sem taldir eru væntanlegir starfsmenn þessa útgáfufyrir- tækis. En því vil jeg biðjast und an þessum fráleita orðrómi, að jafnframt því sem jeg sjálfur hefi ekkert sjerstakt álit á mjer til fræðistarfa, virðist mjer ljóst, að áætlun og undir- jbúningur hins fyrirhugaða rit- verks sje hvergi nærri með jþeim hætti, að það geti full- jnægt því menningarhlutverki, sem slík bók verður að gegna, jeigi útgáfa hennar að eiga full- jan rjett á sjer. Að þessu eru auð leidd rök, og má vera, að jeg reyni að gera grein fyrir sumum þeirra áður en langt um líður, og það því fremur sem jeg hefi J vikið í Helgafelli að gildi sóma- .samlegs verks af þessu tagi fyr ir tungu vora og menningu, nokkrum sinnum áður en um- rædd ,,blitz“-útgáfa íslenskrar ■ alf ræðibókar var boðuð og .boðin almenningi af þjóðkunn- lum dugn-aði aðstandenda sinna. |Sýnilega getur þó framtak jþeirra enn reynst þakkarvert, með þeim hætti öðrum hvorum, að þeir færi þegar útgáfuáætl un sina í viðunanlegt horf eða sú hreyfing, sem þeir hafa nú komið á málið, leiði til þess, að annar aðili taki nú ákvörð- un um að efna til útgáfu ís- lenskrar alfræðiorðabókar með þjóðlega menningarhagsmuni eina fyrir augum. 18. des. 1944. Magnús Asgeirsson. Don Quixote kominn á Islensku NÝLEGA er komin út á for- lagi Pálma S. Jónssonar á Ak- ureyri, einhver frægasta skáld saga allra tíma, Don Quixote, eftir Cervantes. Er útgáfan mjög vönduð, búin mörgum fall egum teikningum. — Bókin er þýdd úr ensku af Maju Bald- vins og virðist málið gott við fyrstu yfirsýn. ‘ Cervantes varð þegar fræg- ur, er fyrri hluti Dan Quixote kom út, en það var snemma á 17. öld. Þrátt fyrir frægðina hlaut hann þó þau örlög, sem mörg önnur góðskáld hafa orð- ið að bráð, að deyja. í örbirgð og eymd, en bók hans um hinn aumlega vaxna riddara hefir verið þýdd á flest þau tungu- mál, sem nokkuð helgast bók- mentum. Munu íslendingar ekki síður en aðrir taka Don Quixote vel. \Jíhverji áhrijar: \ ^Ulr daqíe ciCýLecýCi lí^inu Á ekkert að semja' London: Sangroniz, sendi- herra Spánverja í Ítalíu, hefir algjörlega neitað því, að honum hafi verið falið að leita samn- inga við hina landflótta Spán- verja, sem hafa . aðsetur í París. JólaskapiS. EINA NÓTTINA fyrir helgi, er við höfðum lokið við að koma einu af stóru Morgunblöðunum í prentun, urðum við samferða heim, einn af prenturunum okk- ar og jeg. Við vorum báðir orðn- ir lúnir, eins og svo margir verða núna í jólaönnunum. Jeg sagði við hann eitthvað á þessa leið: „Þannig gengur það. Maður þræl ar sjer út fyrir jóiin til þess að undirbúa undir hátíðina. Svo þegar kemur að hátíðisdögunum, er erfiðið ekki búið, því þá borð- ar maður yfir sig og vakir heil- ar og hálfar nætur við spil eða aðrar skemtanir. Það er svo sem ekki mikil hvíldin hjá mörgum, eftir alt erfiðið“. „Já“, sagði prentarinn. „Þetta er að vísu rjett að nokkru leyti. En mjer hefir nú ávalt fundist undirbúningurinn að hátíðinni vera jólin'1. Og er þetta ekki alveg hár- rjett? Það er einmitt undirbún- ingurinn og eftirvæntingin, sem eru „sjálf jólin“ hjá flestum. Menn eru komnir í jólaskap, eða „jólastemningu“, eins og við segjum, mörgum dögum fyrir jól. Sýningargluggar verslananna með öllum jólavarningnum, jóla- trjen og jólaskrautið. Tilhlökkun barnanna og umtalið um jólin. Alt þetta kemur okkur í jóla- skap. • Það, sem vantar. EN ÞAÐ mætti gera margt til þess að við Reykvíkingar kæm- umst í enn meira jólaskap. Það gerir bæinn okkar enn jólalegri en hann er. Ýmsar vei'slanir hafa sett upp hjá sjer jólatrje á áberandi stað og vissulega eykur það jólaskapið hjá'vegfarendum að vera þannig mintir á að jól- in eru í nánd. En því ekki að setja upp eitt gríðarmikið jóla- trje með allavega litum Ijósaper um, t. d. á Lækjartorgi, líkt og gert er á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn fyrir hver jól? Það ætti bærinn sjálfur að gera og standa straum af fjárhagslega. • Jólahljómlist. AMERÍSKUR liðsforingi, sem jeg hefi hvorki heyrt nje sj,eð, skrifar mjer og segir mjer, hvern ig það gangi til fyrir jólin í bæn- um, þar sem hann á heima. Þessi maður heitir Dana E. Noel og er majór. Hann á heima í Akron í Ohioríki. í brjefinu lýsir hann því, hvernig hann komst í „sitt gamla, góða jólaskap“, en hann gekk um bæinn og sá jólaútstill- ingarnar og fólkið, sem var að undirbúa sig undir jólahátíðina. „Á hverju ári um þetta leyti myndast hjá manni sjerkennileg tilfinning um „frið á jörðu og velþóknun yfir mönnunum". Það kemur ekki að mjer að ætla að fara að segja Reykvikingum, hvernig þeir eigi að undirbúa sín jól, en mig langar til að segjá frá því, hvernig það er heima í mínum bæ fyrir jólin“. Síðan lýsir brjefritari því, hvernig komið sje fyrír mögn- urum á stærstu byggingu bæj- arins í miðbænum síðustu dag- ana fyrir jólin og þaðan útvarp- að jólahljómlist, sem heyrist víða að. „Þessir yndislegu jólasöngvar auka á jólaskapið hjá öllum. Það er lítill kostnaður, sem fylgir slíkum útbúnaði. Það þarf ekki annað en einfaldan magnara og plötuspilara. Hjá okkur í Akron eru það bæjaryfirvöldin, sem starida fyrir þessu“. • Hefir verið gert hjer. ÞETTA, sem hinn erlendi mað- ur lýsir, er ekki alveg óþekt fyr irbrigði hjer hjá okkur. Fyrir nokkrum árum hafði Hljóðfæra- húsið útvarp á hljómlist í sam- bandi við jólaútstillingar. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við verslunina, en ef jeg man rjett, var þetta ekki sjerstaklega vel liðið af lögreglunni, vegna þess, að truflun komst á umferðina. En vitanlega væri öðru máli að gegna, ef útvarpað yæri t. d. frá einhverri stórri byggingu í miðbænum. Væri trúlegt, ef því væri vel stjórnað, að slíkt gæti orðið til hátíðabrigða. • Verðlagið hjá leigu- bílunum. ALTAF við og við er jeg að fá brjef um misræmi í verðlagi hjá leigubílstjórum. Nefnd eru dæmi, þar sem. sami maður ] iurfti að greiða nær helmingi meira annan daginn en hinn fyr irleigubíl, þó ekið væri nákvæm- lega sömu vegalengd á sama tíma dags. Því miður eru slíkar kvartan- ir á rökum reistar í afar mörg- um tilfellum. Sumir bifreiða- stjórar virðast reikna eftir tíma, en aðrir eftir vegalengdum, og sumir jafnvel hvorttveggja. Um þetta þýðir víst ekki mik- ið að fást, eins og í pottinn er búið, því sannleikurinn er sá, að samræmi kemst aldrei á í leigu- bílaverðlagi, fyrr enn leigubíl- arnir verða allir útbúnir með verðmælum. Slíkir mælar hafa hinsvegar verið ófáanlegir síðan fyrir stríð. Vonandi, að verðmælar verði útvegaðir til landsins eins fljótt og þess er kostur og öllum leigu- bílum verði gert að skyldu að hafa þá. Stórgjafir til hjúkrunar- kvennafjelagsiiis Á 25 ÁRA afmæli Fjelags ís- lenskra hjúkrunarkvenna, í s.l. mánuði, bárust fjelaginu eftir- taldar gjafir: Til Fjelagsheim- ilis íslenskra hjúkrunarkvenna frá frk. Önnu Ólafsdóttur yfir- hjúkrunarkonu, Vífilsstöðum, 1000 krónur, og frá ónefndum velunnara stjettarinnar, 5000 krónur. Til Minningargjafasjóðs Guð rúnar Gísladóttur Björns, til styrktar veikum hjúkrunarkon um, 500 krónur. Bestu þakkir. Stjórnin. Loffárásir á Japan og Kína London í gærkveldi: Amérískar flugvjelar, risa- flugvirki frá Marianneeyjum gerðu í gær árás á hina milúu iðnaðarborg Nagoya í Japan. Tvisvar áður hefir verið ráð- ist á borg þessa. ■—- Þá rjeðust risaflugverki frá öðrum bæki- stöðvum á Hankow í Kína, en þar hafa Japanar miklar birgða og'samgöngustöðvar. — Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.