Morgunblaðið - 20.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MiðvikudagTir 20. des. 1944, „Já — í Frakklandi. Það var í stríðinu. Hún var dansmær — lítil og grannvaxin — senni- íega tuttugu ára gömul. Jeg fann hana grátandi og hálf með'. itundarlausa á Place Ven- dome, einn vetrarmörgun itlúkkan fjögur. Það hafði vðr- ið gerð loftárás á borgina. Hún liáfBi særst í fætinum af sprengjubroti. Jeg bara hana heim í hermannaskálann . . . tveir mánuðir . . . hún dansar aldrei framar . . . til allrar hamingju fjekk jeg skipun um að koma heim . . . jeg sendi hénni nökkra franka mánaðar- Iega . . . ekki mikið, því að jeg hefi ekki mikla peninga handa á milli, en hún skrifar mjer . . . dásemdaraugnablik, þegar jeg fæ brjef hennar . . hún hefir bæð: gáfur og hugmyndaflug . . . jeg held. að hún elski mig . . , elskar mig ef til vill að eilífu, en það er gagnslaust að húgsa um það“. Mel bljes út úr sjer reykj arhringj um og horfði á, hvernig þeir liðuðust upp í loftiö og mynduðu andlit, sem hann myndi aldrei sjá framar — nema í draumum sínum. Og ■•.draumarmr blikna. þegar mað- urinn eldist og eldar æskunn- ar brenna út. „Og svaraði það kostnaði, Mel?“ „Nei. Jeg vissi það frá önd- verðu. Gleði, sem skilur eftir sársauka, svarar aldrei kostn- aði“. „Samt sigrumst við aldrei á æfintýraþrá okkar. Það er senni lega þess vegna, sem menn, er aldrei hafa borið einkennisbún ing, fá hjartslátt, þegar þeir sjá hersveitirnar koma þrammandi heirn', „Já. En þú verður að hafa það hugfast, að þessir borgar- ar sjá aðeins hina glæsilegu einkennisbúninga og blaktandi fánana. Þeir hafa aldrei sjeð rústirnar eða heyrt kvein graf- arsöngsins. Þá hefir aðeins dreymt um það. Þeir hafa dreg ið upp" mynd í huga sjer af því, sem þeir kalla Heiðursvöllinn, og eftir honum endilöngum liggur vegur, er þeir kalla Frægðarveginn. Þeir vita, að hann liggur til heljar, en þeir vita einnig, að sumir komast undan. Þú veist það, Danni, að við getum ætíð hugsað okkur, að við komumst undan, því að óskin er móðir hugsunarinnar“. „Jæja, Mel. Jeg hefi a. m. k. lifað eitt dásemdaraugnablik“. „Lifðu ekki annað, vinur“. „En það var óviljandi. — Jeg . . . .“. Mel tók fram í fyrir honum: „Jeg sá það. Þú varst hjálpar- vana. Jeg sat í rökkrinu hjerna inni. Jeg sá ykkur Tameu koma inn . . . . jeg sá andlit hennar og andlit þitt . . . , Og jeg sá andlit Maisie Morrison í dag. Tamea hefir sagt mjer, að hún ætli að krækja í þig og hún líti ekki á Maisie sem jafnoka sinn. Hún segir, að Maisie hafi ekki hugdirfsku til þess að taka það, 3em hún þrái. En það hef- Tamea. Það er víst engin hætta á öðru!“ „Það er ekkert athugavert við það“, | „Vissulega ekki. Meydóms- hæverskan hefir gert marga góða konuna að geðstirðri og biturri piparkerlingu. Hún hefði aðeins þurft að rjetta út hendina til þess að fá piltinn sinn. En hún gerði það ekki og hann hjelt, að hún gæfi til kynna óbeit eða kæruleysi með hæversku sinni“. „Þú veist, að í veröldinni úir og grúir af feimnum og ófram- færnum karlmönnum. Og þeir eru ætíð óhamingjusamir, vegna þess, að þeir giftast herfilegum konum“. ! „Stórum konum, feitum konum, rauðhærðum, ráðrík- um, ruddalegum konum, kon- um með svera ökla, sóðalegum konum, leiðinlegum konum, háværum konum . . . . en kon- um, sem notuðu tækifærið, þegar það gafst, og kræktu sjálfar í þessa litlu, feimnu herramenn, sem hjarta þeirra girntist“. „Já, en góði minni, ekki á Tamea heima í þessum kven- lega „index expurgatorius“, sem þú varst að þylja.'Finst þjer hún ekki dýrðleg vera?“ „Jú, auðvitað er hún það“, sagði Mel með semingi. „Og hún er ennþá hættulegri hugar ró þinni vegna þess, að hún er saklaus, eðlileg og óspilt — á- kaflynd og ástleitin. En þú verður að segja skilið við alla dagdrauma og giftast Maisie Morrison'1. ,,En hvers vegna, Mel?“ „Hvað er þetta, maður, þjer hefir þó ekki dottið í hug kyn- blöndun?“ „Finst þjer Tamea líkjast múlatta eða manni, sem hefir negrablóð að einum fjórða eða einum áttunda í æðum sjer?“ „Hún er Suðurhafseyjabúi í aðra ættina“. ,,En hreinræktaður Suður- hafseyjabúi er Aríi“. „Jæja, góði. En aríski kyn- þátturinn hefir margar grein- ar. Arabar eru Aríar, sem og Hindúar. En ef þú kvænist konu, sem hefir Araba- eða Hindúablóð í æðum sjer, og getur við henni börn, verða þau kynblendingar. Taraea er kynblendingur, þótt hún sje ekki mjög dökk á hörund. Hör undslitur hennar líkist einna mest gömlu fílabeini. Hún gæti komið fram sem hvít stúlka hvar sem væri“. „Nú?“ „Ef hún myndi ala þjer syni, hvernig litist þjer þá á það, ef þeir yxu upp og yrðu stórkarla legir og klunnalegir, vingjarn- legir í fasi og þeldökkir á hör- und — óvjefengjanlegir Suð- urhafseyjabúar — latir og hneigðir til lasta okkar hvítu mannanna? Það er ekki hægt að fara í kringum Mendelslög- málið, drengur minn. Æxlaðu saman hvíta og svarta kanínu, og afkvæmi þeirra verður skjótt. Æxlaðu síðan saman skjóttu kanínuna og hvita i kanínu, og haltu þannig á- fram, þar til þú færð snjóhvíta kanínu. Þá ertu sannfærður um, að nú hafi þjer loks tekist að hnekkja lögmáli Mendels gamla. En viti menn! Þetta snjóhvíta afkvæmi gerir sjer lítið fyrir o* fæðir af sjer urm- ul af biksvörtum kanínum — hundrað ættliðum síðar. — Þú vilt, vænti jeg, ekki eiga á hættu að úrkynja ætt þína?“ „Nei, ekki býst jeg við því“. „Þú ert ekki viss um það?“ „Nei“. „Mig grunaði það“. Mel reis á fætur og gekk til Danna. „Þú ert þegar orðinn ástfanginn af Tameu?“ „Jeg veit það ekki, Mel. En það hefir eitthvað komið fyrir mig. Það skeði í kvöld. Þú sást það. Það hefir aldrei komið fyrir mig áður. Guð minn góð- ur, Mel, gamli vinur, jeg hefi ekki einu sinni getað hugsað síðan!“ „Það er ekki sönn ást. I raun rjettri veit jeg ekki, hvað i á að kalla það — ástartrylling — blinda ást — ástríðu. Jeg hefi kynst því sjálfur. Það er unaðsleg vitfirring. Það er meinið, sem þjáir veröldina í dag. Það er undirrót flestra hjónaskilnaðá. Ástaræði. Og þessir heimskingjar halda, að það sje ást! „Það er ekkert guðdómlegt við það — ekkert andlegt. Þeir, sem sýkjast af því, hugsa ekk- ert um þau frumatriði, sem nauðsynleg eru til þess að hjónabandið geti orðið farsælt — svo sem göfuglyndi, gott skap og heilbrigði. „Það á að bera lotningu fyr- ir ástinni, þegar hún kemur —• og ef hún síðar breytist í ástríðu, eða hvað maður nú vill kalla það, hygg jeg, að ekkert sje athugavert við það, því að þá er það aðeins heilbrigður og eðlilegur ávöxtur ástarinnar. Ef þú giftist Maisie Morrison — heyrðu annars, þú segist ekki elska hana--------?“ „Jeg er ekki viss um það, Mel“. „En þú hugsar mikið um hana. Þú berð mikla virðingu fyrir henni og þjer líður vel 1 návist hennar“. „Já, auðvitað“. „Nú, giftstu henni þá, mað- ur, og svo kemur hitt á eftir. Hún getur ekki tekið þig og kreist allan og kramið og látið rigna yfir þig kossaflóði og hvíslað eldheitum ástarorðum . í eyra þjer, eins og náttúru- barnið Tamea. Það er þitt að gera það, Danni. Þú getur ekki vitað neitt um hæfileika Maisie til ásta, fyrr en þú uppgötvar þá sjálfur. Þú ert raggeit, þeg- ar kvenfólk er annars vegar. Bölvuð raggeit, meira að segja!“ Danni fór að hlæja. „Það er svo gott að tala við þig, Mel“, i sagði hann. „Þú hefir alveg1 rjett fyrir þjer. Jeg er raggeit. ! En maður má ekki eiga neitt á hættu, þegar maður kvæn- ist. Hjónabandið varir til dauð- ans“. „Margir kvæntir menn deyja snemma, og eru fegnir. Ef þú kvænist Tameu, deyrðu and- lega löngu áður en líkami þinn deyr“. „Þú ert bjartsýnn, eða hitt þó heldur!“ VlVtld l c Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. 11. ekki að jeg hefði verið seldur sem þræll, og ekki ætlaði jeg að segja honum það. Hann sneri sjer að dómaranum, grönnum manni, sem reið samsíða honum og sagði: „Þetta er elsti sonur minn. Þú átt bágt með að trúa því, Lampa- dius. Hann var vanþakklátur óþverri. Jeg umbar hann árum saman, en að lokum varð það mjer um megn. Jeg varð að refsa honum, rak hann í ónáð burtu frá mínum húsum. Og nú hefir hann komist þangað, sem hann átti heima, í hóp þessara villimanna!” Auðvitað kom skelf- ingarsvipur á dómarann við að heyra þetta. Jeg reiddist, en spurði um stjúpmóður mína, eins og ekkert hefði í skor- ist. Hann svaraði mjer ókurteislega og fór svo að tala við dómarann aftur, en jeg hægði á hestinum til þess að kom- ast aftar í flokkinn og þar heyrði jeg Radimir hlægja há- stöfum. Við komum nú aftur heim, og allir þustu til þess að bjóða okkur velkomna, sjerstaklega þó frændann. Mikið var rætt um hve fangarnir skyldu greiða mikið lausnar- gjald, og' var enginn þar á sömu skoðun. Mjer var sagt, að dómarinn vildi tala við mig, og fór jeg strax til hans, hann sat einn út af fyrir sig í læstu herbergi við lítinn eld. Hann leit alvarlega til mín og sagði: „Ungi maður, faðir þinn hefir sagt mjer frá fortíð þinni. Það hryggir mig að heyra um slíka hluti, jeg hafði alltaf haldið, að í Rómaveldi þekktu synirnir þær skyldur, sem þeir hafa við feður sína”. Jeg beið eftir að hann lyki máli sínu og' var að hugsa um hverju hefði nú verið skrökvað að hon- um. Hann hjelt áfram: „Jeg vona, að refsingin hafi haft tilætluð áhrif á þig, — mjer finnst svipur þinn vera drengilegur. Og ef svo er, þá er nú tækifærið komið fyrir yður til þess að sýna yðrun. Jeg get ekki gert að því, að halda, — kannske gegn betri vitund — að þessir villi- menn hafi neytt þig til þess að taka þátt í þessu fram- ferði. Nú vil jeg, að þú talir við þenna Radimir og segir honum að jeg og meðfangar mínir geti ekki greitt hátt lausnargjald. Hvað mjer sjálfum viðvíkur, þá jetur kóstn- aðurinn við embætti mitt upp allar þær litlu tekjur. sem jeg hefi af búgarði mínum, faðir þinn á mörg börn að sjá fyrir, hinir eru ekki mikið betur staddir. Jeg vona að þú getir sannfært Gotana um þetta og borgað þar með eitthvað af þeim skuldum, sem þú hefir stofnað til við föður þinn og heimsveldið”. Jeg hugsaði mig um nokkra stund og sagði síðan: „Herra minn, þegar þjer biðjið mig að fara til Radimirs — Því situr þú á píanóstóln- um? Þú getur ekki spilað. — Það getur líka enginn ann ar á meðan jeg sit hjer. ★ — Það er ekki hægt að treysta kvenfólkinu. Konan mín hótaði að skilja við mig, ef jeg ljeti mjer vaxa skegg — en hún sveikst um það eins og annað. ★ — Ætlið þjer að syngja fyr- ir okkur á skemtun í kvöld? — Já, samkvæmt fjölda á- skorana í síðasta sinn. ★ Konan við eiginmann sinri, þegar hann kom heim dauða- drukkinn snemma morguns: — Hvað á það að þýða að koma heim á þessum tíma dags? — Jú, sjáðu — hik — jeg gat ekki — hik — verið lengur í skrifstofunni — hik — því jeg var fyrir þvotta — hik — kon- unni. Móðir hennar: — Ef dóttir mín giftist yður, verður það bani minn. Hann: — Má jeg treysta því? ★ — Þau kyntust í gegnum auglýsingu í blaði. — Það hlýtur að hafa verið skopblað. ★ — Jeg datt í tjörn í gær og var nærri druknaður. — Hvað er að heyra þetta, kantu ekki að synda? — Jú, en það stóð skilti hjá tjörninni og á því stóð: „Bann- að að synda í tjörninni“. ★ Villi kallar til mömmu sinn- ar: — Mamma, að hverju eig- um við að leika okkur? Hann litli bróðir gleypti flautuna. ★ Frænkan: — Ef jeg má kyssa þig, Villi minn, skal jeg gefa þjer 10 aura. Villi: — 10 aura — jeg sem fæ 25 aura fyrir að taka inn i lýsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.