Morgunblaðið - 12.09.1945, Side 6

Morgunblaðið - 12.09.1945, Side 6
6 M0R6UNBLAÐIÐ MiSvikudagur. 12. sept. 1945 B ÓKMENNTIR: ÆVIIMTÝRIÐ UIVl Í8LEIM IIM GIMIM Einar Jónsson: Minningar, Skoðanir, Reykjavík 1944. Út- gefandi Bókfellsútgáf- an h.f. 1. FYRIR jólin kom út á vegum Bókfellsútgáfunnar rit mikið í tveim bindum. Z yrri hlutinn var sjálfsævisaga Einars Jóns- sonar myndhöggvara, og bar hún nafnið Minningar. I síðari hlutanum ræddi Einar um við- horf sin til l'ífs og listar, og hjet sú bók Skoðanir. Lestur þessara tveggja bóka vekur margvíslegar hugleiðingar og er líklegur til að beina athygl- inni að ýmsum þeim efnum, sem hverjum manni gætu ver- ið ærin til íhugunar og heila- brota. Hjer mun þó ekki verða farið nema skammt út í þá sálma. Það, sem fyrst vekur athygli manns, þegar tekið er að blaða í minningum Einars Jónssonar er sú staðreynd, að listamað- urinn er fæddur árið 1874 — Þjóðhátíðarárið. Merkileg til- viljun er þetta. Það ár var sem andblæv nýrra tíma færi um þjóðlíf vort, greina mátti nið hins ókomna, er mild vorgolan söng í eyrum og klappaði á vanga. Vetri hörmunganna var að ljetta. Þorrabyljir allir voru um garð gengnir og góuhretum hafði slotað. Þjóð, sem legið hafði í kröm og kvöl svo að öldum skifti, tók loks að draga af sjer slenið og rjetta lítið eitt úr kútnum. Menn vörpuðu öndinni Ijettara en áður. Þótt flest væri enn í gömlu horfi og míður æskilegu, fann hver og einn að nú stóð allt til bóta. A vettvangi listanna var hvorki blómlegt eða fjölskrúð- ugt um að litast á þessum tíma. Orðsins list ein hafði lifað nokk urn veginn af hinn langa fimb- ulvetur þjóðlífsins og var þó svo komið um skeið, að naum- ast mátti hársbreidd muna, að tungan sjálf glataðist fyrir fullt og allt. Um aðrir listgreinar var tæplega að ræða. Hagleikur sá, sem íslendingar virðast hafa búið yfir frá fornu fari, fann hvergi þann farveg, að hann gæti notið sín Þau handrit forn, sem sagt um íslenska endurreisn og listgáfa í þá stefnu hefur jafn- an verið til með þjóðinni. Hið sama votta einnig haglega út- saumaðir dúkar og klæði, en því miður hefur fátt eitt af því tagi bjargast frá glötun. Á tím- um niðurlægingarinnar urðu listhagir menn og völundar að beita gáfu sinni við trje eitt eða járn. Skilningur fólks á þeim tegundum listrænnar starf semi, sem ekki þjónaði bein- iinis þörfum dagsins, þvarr mjög eða hvarf með öllu. Lífs- baráttan var svo hörð að kosta varð öllu til, og leyfði þó sjald- an af. 2. Margt fallegt orð hefir verið ?amt um íslenska endurreisn og hina fjölhliða menningarbar- áttu, sem háð var á 19. öldinni. Því hefut verið lýst, með hví- I líkum ágætum Sveinbjörn Eg- ilsson og Fjölnismenn s-kópu tungu voi-ri þann stíl, sem síð- an hefur verið búið að í meira en hundrað ár. Það heíur ver- ið ýtarlega rakið hversu mik- inn þátt Jón Sigurðsson og aðr- ir frumherjar sjálfstæðisbarátt- unnar áttu í endurreisninni. — Því hafa einnig verið gerð nokk j ur skil, að á vettvangi atvinnu- máh.nna komu o£ fram ötulir brautryðjendur, sem lögðu hag- fræðflegan grundvöll þess, að hjer yrði lifað.menningarlífi. — Ekki er því heldur gleymt, að á þessu tímabili hófst ennfremur mikil grósÞa í skáldmentum þjóðarinnar. Myndlistin ein, þar sem þó var ýmisl og merkilegs j að minnast frá eldri tímum varð I hornreka og að heita mátti ut- an garðs í framsóknarbaráttu j þjóðarinnar fyrsta áfangann. •— Það var ekki fyrr en síðar, að sú listgrein tók að eflast, og þar er Einar frá Galtafelli hinn mikli brautryðjandi. Saga Ein- 1 ars Jónssonar er svo samofin i ( menningarbaráttu íslensku þjoð j arinnar, að fyrir þá sök eina hlýtur hún að verða at-hyglis- verður lestur. 3. Fyrir 60—70 árum var hag- ur íslendinga enn svo þröngur, að æsku nútímans mundi þykja fimum sæta ef hún kynntist slíku, og er naumast von að ímyndunarafl hennar hrökkvi til að setja sig í spor þeirra manna, sem þá löptu dauðann úr skel. Um þær mundir sóttu nokkrir be;.-'.u listamenn þjóð- arinnar um smávægilega styrki af opinberu fje, til að geta helgað listinni lítið eitt meira brot af kröftu-m sínum. Lengi vel voru allar slíkar styrkbeiðn ir felldar, — þjóðin hafðí ekki efni á því að lifa menningar- lífi. Ef maður flettir í þingtíð- indum frá árunuii 1880—1890, má sj-á þar fellda hverja tillög- una á fætur annarri, um 500 eða 600 króna styrk til manna eins og Gröndals, Steingríms, Aíatthíasar og Gests Pálssonar. En um fjSwwtíu árum síðar hafði það ævintýri gerst með þjóðinni, -að íslenska ríkið var búið að koma upp myndarlegu listasafni yfir öll verk Einars Jónssonar, og hafði áður styrkt hann og heiðrað með fjárveit- ingum í mörg ár, þó að síst væri það um verðleika fram. Slík ævintýri geta orðið til hjá þjóð, sem vaknar, og tekur loks loks að vita hvað til hennar friðar heyrir. Það hefir vafalaust verið nokkrum erfiðleikum bundið hjá Einari Jónssyni, að rita ævi- sögu sína, meðal annars vegna þess, að hann hefur dvalið ára- tugum saman erlendis og þá raumast heyrt íslenska tungu talaða löngum stundum. Auk þess hefur það orðið hlutskifti hans, að glima stöðugt við list- grein, sem er allfjarskyld orðs- ins list. Því er heldur ekki að leyna, að heyrst hafa raddir, er telja ævisöguna með öllu mis- heppnaða, og telja að hún væri betur óskrifuð en skrifuð. — Þessa skoðun hygg jeg ranga. Að vísu má ýmislegt að bókinni finna, og ef til vill hafa margir búist 'við veigameira riti, en raun hefur á orðið. Hitt er einn ig fullvíst, að ýmsar hugleið- ingar Einars og margt hvað í heimspeki hans, fer annað tveggja fyrir ofan garð eða neðan hjá ófáum börnum tutt- ugustu aldarinnar. En hvað sem um þetta er, þá munu þó margir hafa lesið minningar Ein ars Jónssonar gaumgæfilega og tekið þeim fegins hendi, ekki síst með tilliti til hins mikla ævistarfs höfundarins. 4. Einar Jónsson lýsir ýtarlega SÁLMABÓKIN NÝJA HIN nýja endurskoðaða út- gáfa af sálmabók þjóðkirkj- unnar er nú loks komin út. Hefi jeg nýlega fengið hana í hendur og að nokkru farið yfir hana. Byrjar hún á lýsingu á almennri guðsþjónustu í kirkjunum, samkvæmt hinni nýju og núgildandi helgisiða- (’»ók þjóðkirkjunnar og er það til mikils bóta frá fyrri hand- ! bókum presta og nokkur til- breyting eftir árstíðum kirkju- ársins. Þá er form fyrir skemri j guðsþjónustu, er almennri helgi dagaguðsþjónustu verður eigi við komið, vegna fámennis eða af öðrum orsökum. Þar næst, hvernig síðdegisguðsþjónusta skuli fram fara. Þá kemur | fermingarguðsþjónusta, er verð ur að vera nokkuð frábrugðin venjulegri guðsþjónustu, svo að hún taki ekki oflangan tíma. Þar næst kemur form fyrir barnaguðsþjónustur, sem nú eru mjög farnar að tíðkast og loks er gefin upplýsing um, hvernig skemri skírn skuli fram fara, þegar ekki er unt að ná í prest, og var þess full þörf, því að ýmsir voru og eru ófróð- ir í því efni. Geta þeir hinir sömu flett upp í sálmabók sinni og farið eftir þeirri leiðbein- ingu. Þar næst kemur efnisyfirlit, er skiftist, 1. í sálma um höf- uðatriði kristindómsins, 2. tímaskiftasálma, 3. tækifæris- sálma og 4. lofsöngva og fyrir- bænir. Síðast í formála sálmabók- arinnar er tilvisun til sálma út af guðspjöllum og pistlum helgi dagannaa. í þessari nýju sálmabók eru 687 sálmar í stað 650 í þeirri eldri. Mjer hefir ekki unnist tími til að athuga hvaða sálmar hafa verið feldir úr, en hins- vegar eru allmargir nýir sálm- ar teknir upp í bókina, er áður voru prentaðir í viðaukum og búnir voru að ná hefði og oft sungnir í kirkjum landsins. — Fyrsti sálmurinn í bókinni er Guð vors lands og átti það sann arlega vel vlð og næsti: Þú mikli, eilífi andi, eftir líavíð Stefánsson, sem er þrunginn af skáldlegri andagift. Allmörgum sálmum eftir Hallgrím Pjeturs- son hefir verið bætt við, sem að sjálfsögðu er til mikilla bóta, þar á meðal hinn indæli and- látssálmur hans: Guð komi sjálfur nú með náð. Þá hefir verið leiðrjett í sálminum: Allt eins og blómstrið eina í síðasta versi orðin: „Kom þú sæll, þegar þú vilt“, í stað; „Kom þú sæll þá þú vilt”, sem er rjett ‘ eftir frumhandriti skáldsins. í I þessu sambandi má geta þess, ' að einnig hefir verið leiðrjett í sálminum: Faðir andanna, | orðin „syndi slít helsi“, í stað sundur slít helsi, eins og skáld- ið sjálft hafði það. Af nýjum sálmum í sálmabókinni má nefna: Bjargið alda, borgin mín. Drottinn vakir, drottinn vakir. Fögur er foldin. Hvað er hel. Hve sæl, ó hve sæl. Hærra minn guð til þín. Lýs, milda ljós. Sál mín, bíð þú, bið og stríð þú. Skín guðdómssól. Starfa, því nóttin nálgast. Þín náðin drottinn o. fl. Að sjálfsögðu eru fleiri nýir sálmar en hjer eru nefndir, sem mikill fengur er að hafa fengið inn í bókina, þó mjer hafi ekki unnist tími til að athuga það. Allmargir nýir höfundar hafa bæst við hin eldri sálmaskáld og er höfundarnafn prentað neðan við hvern sálm; tel jeg það til mikilla bóta, því að ©ft var maður að gá að höfundar- nafni, er sálmarnir voru sungn ir, sjer til fróðleiks og ánægju. Þegar sálmabókarnefndin var skipuð heyrðust óánægjuradd- ir um val nefndarinnar, en hvað sem um það er, þá er ekki hægt að segja annað en það, að nefndin hefir leyst störf sín af hencii með prýði og sýnt alúð og vandvirkni í'starfi. Biskup- inn hafði þegar í upphafi orð á því, að nýja sálmabókin skyldi verða betri hinni fyrri. Sú hefur líka orðið raunin á að mínu áliti og vil jeg því að síðustu færa biskupi og nefnd- armönnum bestu þakkir fyrir vel unnið starf í þágu islenskr- ar kristni. Hin nýja sálmabók mun lengi verða þjóðinni til blessunar í sorg og gleði og vissulega er sálmabókin sú bók, er allir þurfa að eiga. Verð hennar er líka svo í hóf stilt að sögn (kr. 20.00) að flestum mun auðvelt að eignast hana. Jeg hefi nú farið fljótt yfir sögu um sálmabókina, því að vissulega mætt imiklu meira gott um hana segja, telja upp þá höfunda (sálmaskáld), sem við hafa bætst o. fl., en jeg sleppi því að sinni, því að jeg þykist vita, að um hana muni rita mjer miklu færari andlegr- ar sjettar menn. Eru línar þess- ar aðeins ritaðar til þesS að vekja athygli almennings á þessari merku og ágætu bók. Pastor emcritus. bernsku sinni. Ólst hann upp við smalamennsku og önnur sveitastörf, eins og þau tíðkuð- ust á Suðurlandi fyrir 60—70 árum. Ekki man Einar fyrr eft- ir sjer en hann hóf að pára og teikna, telgja trje og steina. . Margt var það í umhverfinu, sem orkaði á huga og ímýnd- | unarafl hins listhneigða drengs. I Hrikalegar hamragnýþur voru ^ ekki langt undan, og tóku stund . um á sig hinar mestu furðu- myndir. Sjer þess og nokkurn stað á listaverkum myndasmiðs ins, að hraunstrýtur og berg- 1 kastalar hafa orðið honum yrk isefni, og má þar einkum benda , á nátttröllið fræga í myndinni ,.Dögun“. Á bernskustöðum Einars J Jónssonar er landslag hrikafag- urt og stórbrotið. Hekla og Geysir mega bæði heit-a ná- 1 grannar. Fjallahringurinn allur 1 er tignarlegur og svipmikill, — Tindafjallajökull og Eyjafjalla- | jökull blasa við í suðvestur, Hlöðufell, Bláfell og Jarlhettur í norður, en í baksýn rís fagra- hvel Langjökuls, og minnir á töfra íslenskra öræfa. í suðri eru Vestmannaeyjar og hillir stundum uppi eins og dular- eyjar austrænna helgisagna. —• Sjálfur lýsir Einar Jónsson fjallahringnum á bernskuslóð- um sínum með þessum orðum: „Hver tindur er sem þrung- in einstaklingseðli, er hvergi á sinn líka meðal annara fjall- bunka. Eins og lifandi verur virðast þessi fjöll vera skyni gædd, máli og sjerkennum, en engri löngun til að líkjast hvert öðru.Nærð af brjóstum jarðelds ins stigu þau á legg í öndverðu, og um aldaskeið voru þau sorf- in og meitluð af vatni, frost- um og fellibyljum. Við gnötran eldsumbrotanna hrundi af þeim það, sem hrunið gat, það ,eitt stóð eftir, sem mergheilast yar og fastast hafði bergt á frum- kraftaveig undirstöðunnar. — Þannig mótaðist svipur þeirra til máftar og tignar . . .“. . Bernskuminningar Einars eru skemmtilegasti og gildismesti hluti ritsins. Stundum tekst honum að bregða upp í fáum dráttum lifandi myndum af ýmsu því fólki, er hann þekkir úr heimahögum. Svo virðist, sem allt verði Emari óhægra og meira um hönd, er hann tek- ur að lýsa þeim mikla sæg af mönnum, sumum heimsfræg- um, er hann kynntist síðar á lífsbrautinni. Er þá tæpt á helst til mörgu, en fáu gerð slík skil, að það festist verulega í minni. En þeir, sem halda því fram, að hvergi sje bitastætt í bók- inni, ættu að lesa frásögnina af Lárusi Pálssyni lækni. Hún er ágæt. 5. Einar Jónsson rekur nokkuð þá sögu í bók sinni, hverja bar- áttu hann varð að heyja við fátækt, misskilning og andleg- an kotungsskap, og hvernig I honum tókst að brjótast áfram á listamannsbrautinni, þótt oft 1 væri róðurinn þungur. — Hann gat aldrei fengið sig til að Framh. á bls, 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.