Morgunblaðið - 12.09.1945, Page 10

Morgunblaðið - 12.09.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ IWEiðvikudagur. 12. sept. 1945 Forstjórar og stórkaupmenn Iljer er vinnukraítur sem ykkur vantar. Danskur maður, sem hefir mikla reynslu hvað viðvíkur verslun og góða kunnáttu í ensku og þýsku, óskar eftir atvinnu með góðum franitíðarmöguleikum. Sendist afgr. blaðsins fyrir laugardag merkt: „15—444“. Herbergi — Sími Gott herbergi á hitaveitusvæðinu með innbygðum skáp, óskast til leigu 1. eða 15. okt. Sími fæst til af- nota. Tilboð merkt „Skrifstofustjóri“ sendist blaðinu. Sendisveinn óskast. ^JJeifJverif. Cjarfai Cfíófaionar NÝ Stokkakeðja lVz“ m-Lloyd’s vottorði 1 liður fyrirliggjandi. \Jerzítm, CJ. CJffincjóen Lf. I Reknetaslöngur 23 ónotaðar reknetaslöngur, kol- tjargaðar (fyrir Faxaflóaveiði) til sölu. Upplýsingar hjá (JJúfUtii JJCaníefiiijni, CjrincJamb ENSKIR ARINAR (KAMÍNUR) , nýkomnir. ^yJrinliö foniáon yorn Jón Umboðs og heildverslun Laugaveg 39. — Sími 6003. Ý Stúlka — Sjerherbergi | •:• Góð stúlka óskast í heils- eða hálfsdags- vist. Kaup eftir samkctóulagi. Sími 5852 kl, 3—6. ' , | 1 í ♦:♦ ý 5* 2 2 Seplembermótið Sókst yfirleitt vel SÍÐASTA frjálsíþróttamót ársins, Septembermótið svo- nefnda, var háð s. 1. laugardag. Þrátt fyrir illar aðstæður tókst mótið yfirleitt sæmilega. Alls var kept í 8 íþróttagreinum, og urðu úrslit sem hjer segir: í 80 m. hlaupi kvenna varð fyrst Hallbera Leósdóttir frá íþróttaráði Akraness á 11,9 sek. Onnur varð Maddí Guðmunds- dóttir úr Ármanni, á 12,3 sek. íslandsmetið er 11,3 sek. í 200 m. hlaupi varð fyrstur Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR. Hljóp hann vegalengdina á 23,9 sek. Annar Brynjólfur Ingólfs- son, KR. Tími hans: 24,0 sek. I spjótkasti varð Jóel Sig- urðsson, ÍR., hlutskarpastur. Kastaði 52.73 m. Annar varð Jón Hjartar, KR. Kastaði 50,14 metra. Langstökkið vann Þorkell Jó- hannesson, FH. Stökk 6,39 m. Næstur Magnús Baldvinsson, ÍR. Stökk 6,29 m. I 800 m. hlaupi varð Brynj- ólfur Ingólfsson hlutskarpastur. Rann hann skeiðið á 2.03,3 mín. Annar: Hörður Hafliðason, Á., á 2.03,5 mín. Kjartan, methaf- inn í hlaupinu, var ekki með. í hástökkinu sigraði Jón Ól- afsson, KR. Stökk 1,75 metra. Næstur varð Jón Hjartar úr sama fjelagi. Stökk hann 1,70 metra. Kringlukastið vann Bragi Friðriksson, KR. Kastaði hann 38,88 m. Annar varð Ólafur Guðmundsson, ÍR. Hann kast- aði 37.37 m. KR.-sveitin vann 4x100 m. boðhlaup á 45,9 sek. Næst varð sveit ÍR. á 46,0 sek. — Um mót- ið sá ÍR. og gerði það með mestu prýði. --------------- r Armenningar keptu sem gestir í Hafnar- iirði á sunnudag Á STJNNUDAGINN var keptu frjálsíþróttamenn Ár- manns sem gestir á íþróttamóti, sem Fimleikafjel. Hafnarfjarð- ar stóð fyrir og háð var að Hörðuvöllum við Háfnarfjörð. Veður var óhagstætt, stormur og rigning. Helstu úrslit urðu sem hjer segir: í 60 m. hlaupi varð hlutskarp astur Sævar Magnússon, FK., á 7,4 sek. Annar Árni Kjartans- son, Á., á 7,5 sek. í Kringlukasti sigraði Krist- inn Helgason, Á. Kastaði 32,75 m. Annar varð Sigurður Krist- jánsson, FH. Kastaði 32,58 m. í langstökki vann Þorkell Jó- hannesson, FH., stökk 6,50 m. Næstur varð Árni Kjartansson Á. Stökk 6,19 m. Halldór Sigurgeirssoh, Á., vann spjótkastið. Kastaði hann 41,46 m. Næstur varð Þórður Guðjónsson, FH. Kastaði hann 40,85 m. í 100 m. hlaupi sigraði Sævar Magnússon úr FH. Hljóp skeið- ið á 11,6 sek. Annar: Árni Kjartansson, Á. Tími hans: 12,0 sek. I hástökki vann Þorkell Jó- honnesson, FH. Stökk 1,70 m. h !ar Árni GunnlaugssOn, Fíi. > ökk 1,65 m. •— Oliver j Steir ' íinn kunni íþróttakappi i FH var veikur - . • ; | , ;! Hvíldarvika á Laugarvatni DAGANA 27. ág,—3. sept. dvöldu 60—70 konur að Laug- arvatni á vegum Mæðrastyrks- nefndar. Forstöðukonur þessar- ar ,,hvíldarviku“ voru frú Jón- ína Guðmundsdóttir, frú Guð- rún Pjetursdóttir og frú Þur- íður Friðriksdóttir. „Ein úr hópnum“ hefir sent blaðinu eft- irfarandi grein um hina ánægjulegu daga þar eystra. ★ „Undir september sól, skein mjer sumarið fyrst“. ENNÞÁ hefir Mæðrastyrks- nefndin boðið fjölmennum hópi kvenna til hvíldarviku að Laugarvatni. Starfssvið þessarar stofnun- ar er löngu orðið rómað og viðurkent sem eitt af stærstu átaka-sporum þjóðfjelaginu til heiðurs og sóma. Hver er sú kona, sem ekki finnur sig knúða til að þakka formanni þessarar nefndar og öllum þeim konum, sem standa í brjóstfylkingu fyrir bættum kjörum og betri dög- um, því ennþá sitja margir í myrkrinu. Og hver getur skil- ið hvað ein vika á Laugarvatni getur orkað. Þar er alt svo frið sælt og fagurt. Lokkandi, seið- andi ljósálfar stilla sínar streng mjúku gullhörpur til að gleðja hvert einasta hjarta. Þess vegna var það þessi staður, sem Mæðrastyrksnefndin valdi til hvíldar kvenna. Þegar jeg er nú aftur komin heim til mín og skríð inn í skjaldbökuskel hversdagsleik- ans, dylst mjer þó ekki, að jeg er alt í einu orðin rík. Jeg hefi eignast nýjan heim, sem eng- inn getur bannað mjer að skygn ast inn í. Þessi heimur er hvíld- arvikan á Laugarvatni, og „for sjón“ hans voru fararstjórar okkar. Þessar ágætu konur, sem alla vildu hugga og gleðja. Jeg held, að sá eiginleiki sje okkur konum í blóð borinn, að vera ekki vanþakklátar, en vilja í litlum stíl þakka fyrir okkur. En enginn himinn er svo heiður, að hann eigi ekkert ský. „Forsjón* þessa litla Laugar- vatnsheims bannaði okkur, eða rjettara sagt, bað okkur að láta hvorki í ræðu nje riti birtast þakklæti þeim til handa, en andinn á sínar óskir og vonir, og hugsanir okkar eiga þá vængi, sem enginn getur stýft. Jeg veit, að samstiltir strengir hjartans sameinast í hljóðlátri bæn og bera til ykkar það besta, sem við eigum, geislabrot, sem gengur aldrei til viðar, og eitt er víst, að öll fórnarstörf fá sín laun. Leiktjöld liðinnar viku draga upp margar myndir. Þar er um auðugan garð að gresja. Jeg kyntist því miður fæstum kon- unum, en mjer fanst jeg vera svo nálæg þeim í anda og á- föngum. Eitt hlýtt handtak get- ur yljað manni inn að hjarta- rótum. Eitt kærleiksbros getur bygt upp hrundar borgir. Svip- leiftur sálarinnar getur vakið mann til lífsins og gert mann að nýjum og betri manni. Sterk Ur persónuleiki getur kveikt bál úr útbrunninni ösku og kent manni að líta í kring um sig með opnum augum, og sjá dýrð- leg verðmæti þessa lífsþáttar, sem við kvörtum svo oft undan. Kvöldvökurnar okkar eiga sinn lit og ljóma, þótt þær hafi ekki verið stórbrotnar. Farar- stjórarnir okkar drógu sjálfa sig í hlje, og ljetu öll sín ljós skína til að leysa okkur úr læð- ingi, og lokka fram það litla, sem við földum í fórum okkar. Þær komu líka laglega ár sinni fyrir borð, og slógu með snild okkur af laginu, því að þeir, sem kasta teningum hæfileik- anna af mannúð og mildi, fá altaf sigur. Mikið urðum við hissa, þegar fjötrar andans fjellu af okkur eins og hamur af umskifting. Við vorum alt í einu farnar að vaða elginn, og öll feimni var farin, og við urð- um ljettar og kátar sem ungl- ingar á sínum eigin æskustöðv- um, Frelsið logaði alt í kring- um okkur, alt loftið var fult af töfrum, það var sem við allar værum ein sál og eitt hjarta, sem eameinuðu þá einingu, sem okkur allar hafði dreymt um. Jeg var svo lánsöm að kynn- ast mörgum leyndardómum, sem jeg hafði ekki komið auga á fyrr. Það er svo margt hægt að lesa út úr leiktjöldum lífs- ins, ekki síst þegar maður er undir áhrifavaldi kvöldvökunn ar á Laugarvatni. Bragi sjálfur birtist þar eitt kvöldið. Hann náði þar í eina af „forsjóninni“, hún er sjálf- sagt gömul og ný vinkona hans. Hann slepti henni ekki fyr en hún hafði offrað okkur mörg- um hrynjandi hljómum úr bragaveldi Bergmanns. Einhver góður andi ýtti annari ,,forsjón“ fram á sjónarsviðið. Hvað hald ið þið að hún hafi gert? Hjelt yfir okkur þessa líka litlu lof- ræðu og þakkaði okkur margt og margt. Þá fanst okkur nú skörin vera farin að færast upp á bekkinn, og sólargangurinn búinn að skipta um átt. Þriðja „forsjónin“ var þögnin sjálf, hún hefir ef til vill sagt mest. Og jeg minnist einnig margra glymjandi hlátra og gullvægra ,,brandara“,.dvergalista og gít- arhljóma. Eitt kvöldið flaug til okkar inn um glug'gann hvítur svanur, hann hafði fagra rödd, en ekkert skildi jeg af því sem hann söng. Jeg enda svo þessi þankabrot með lítilli vísu, sem skrapp af vörum einnar boðskonunnar, þegar hún var að re-nna niður síðustu lögginni úr kaffibollan- um sínum: Bráðum hjeðan burt jeg fer bylgjur lífsins kalla, alt það gull er gafst mjer hjer, geymi jeg daga alla. Heill þjer Mæðrastyrksnefnd. Fylgi guð fararstjórunum okk- ar, og ykkur öllum. Ein úr hópnum. Vatnið gaus inn || drykkjustofuna. LONDON: — í gærkveldí sprakk meginvatnsæð í götu einni hjer í borg, og hittist svo á, að vatnið gaus inn í drykkju stofu eirtá. Varð þar uppi fót- ur og l'it og fíýði hver sem bet- ur gat. Karlmennirnir báru kon ur sínar. Allir urðu rennblaut-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.