Morgunblaðið - 12.09.1945, Síða 12
12
MORGUNBLa«IÐ
Miðvikudagur. 12. sept. Í945
— Æfiotýrið
Framh. af bls. 6.
beygja höfuð í auðmýkt og
iotningu fyrir stefnum þeim og
skoðunum, sem helst voru í
tísku hverju sinni, þó að slíkt
hefði eflaust getað minnkað tor
leiðið. „Tíska og stefnur komu
mjer ekki meira við en vindur-
inn, sem blæs úr einni átt í dag
og annari á morgun, og að
breyta um stefnu í list minni í
því skyni að þóknast öðrum og
reyna að skapa verk í viður-
kenndum stíl og anda var mjer
jafnþvert um geð sem að brjót-
ast inn í annars manns hús og
stela þar. Jeg varð að vera eins
og jeg var og engan veg öðru
vísi, þótt leiðir til fjár og frama
virtust mjer gersamlega lokað-
ar og jeg eygði engar vonar-
glætu í framtíðinni".
Þessi orð eru vafalaust af
fullum heilindum mælt, enda
hefur listamaðurinn veitt þeim
gildi með baráttu sinni og ævi-
starfi. Fyrir bragðið hefur hann
verið kallaður einrænn og sjer-
lundaður. En vegna þess að
Einar Jónsson gaf sig engum
„isma“ á hönd, og skreytti
sig aldrei með lánuðum fjöðr-
um, hvort sem hann iðkaði list
sína í Kaupmannahöfn, Róm,
Berlín, New York eða Reykja-
vík, hefur hann orðið slíkur,
sem hann er: Svipmikill íslensk
ur listamaður.
Bækur Einars Jónssonar eru
gefnar út með mikilli prýði,
rfema hvað það lýtir þær nokk-
uð, að fyrirsagnir eru prentað-
ar á blaðrönd. Myndir af mörg-
um listaverkum Einars eru í
bókunum.
Gils Guðmundsson.
- Alþj. veltv.
Framhald af bls. 8
að minsta kosti á pappírnum veit
ir 16 miljónum Þjóðverja meiri
ábyrgð um stjórn sína, en á
nokkru öðru hernámssvæðinu.
í hinu stjórnmálalega hernámi
Þýskalands eru Bretar og Banda
ríkjamenn enn talsvert margar
mílur á eftir Rússum.
(Time 10. sept.).
Þjóðverjar fara heim
LONDON: Um 300 Þjóðverj
ar, sem kyrrsettir hafa verið í
írlandi, eru nú lagðir af stað
þaðan heimleiðis til Þýskalands
aftur.
Sreski njósnarhm,
sem slapp frá
Buchenwald
London i gærkvöldi.
(Reuter)..
BRESKUR njósnari. sem
handtekinn var í Þýskalandi
áður en ófriðnum iauk og var
fluttur í Buchenwald fanga-
húðirnar bjargaði iíí'i sínu
með því að bjóðast til að ger-
ast „tilraunadýr'‘. Njósnarinn
gat fengið tvo lækna til að
skifta á sjer og líki af frönsk-
um fanga og var lík Frakkans
brent undir nafni hins breska
n.jósara. Eftir nokkrar flótta-
tilraunir tókst njósaranum að
strjúka ásamt 10 öðrum föng-
itm og komust þeir til víg-
stöðva Bandaríkjamanna.
I síðasta brjefi sínu til vin-
ar síns, sem njósnarinn skrif-
aði eftir að hann hafði verið
dæmdur til dauða, segir njósn-
arinn, að það verði ábyggi-
lega annað stríð eftir 15 ár, ef
Bretar sýni Þjóðverjum nokk-
urra miskun. Er n.jósnarinn
hefir í brjefi sínu lýst því
hvernig hann var handtekinn,
píndur og fluttur til Buchen-
waldfangabúðanna, segir-hann
í brjefi sínu: „Trúið aldrei
einu orði um heiðarleik Þjóð-
verja. Þeir eru verstu þjófar,
lygarar, bullur og mannleysur,
sem jeg hefi nokkru sinni
kynst. Þeir hafa ánægju af að!
kvelja fólk og hæla sjer af
því. Þegar við komum til
Buchemwald vorum við hengdj
ir upp í loft, en síðan skornir
niður. 16 okkar var skipað aði
mæta á ákveðnum stað. Við,
sáum þá fjelaga okkar aldrei
aftur og komumst að því síð-
ar að þeir höfðu allir verið líf
látnir án rjettarhalds. Lík
þeirra voru brend og ekkert
var eftir af þeiin nema aska.
Jeg treysti ykkur til þess, að
s.já um að hefndin verði mikil.
Hún getur aldrei orðið of mik-
il“.
BEST AÐ AUGLYSA I
MORGUNBLAÐINU
Undarleg mótmæll
UNDANFARIÐ hefir Tíminn
.birt frjettir af því, að nokkrir
bændur víða um land h'afi mót
mælt.lögum ríkisstjórnarinnar
um verðlagningu landbúnaðar-
afurða o. fl., og nú síðast telur
hann slík mótm'æli hafa verið
samþykt á Laugarvatnsfund-
inum.
Alt á þetta að vera gert á
þeim grundvelli, að með hin-
um nýju lögum hafi þessi mál
verið tekin úr höndum bænda.
Vitað er að Tímamenn hafa
staðið fyrir þessum mótmæl-
um og því er vert að biðja
bændur og aðra landsmenn að
athuga hverjir það voru, sem
rjeðu þessum málum, þegar nú
verandi stjórn tók við og Tíma-
menn höfðu stjórnað landbún-
aðarmálum nærri óslitið í 17 ár.
Þá rjeðu fjórar nefndir og
þessir menn:
1. Mjólkursölunefnd: Svein-
björn Högnason, Breiðabólstað.
Egill Thorarsensen, Selfossi.
Jón Hannesson, Deildartungu.
Sigurður Guðnason, Reykjavík.
Jónas Kristjónsson, Akureyri.
Einar Ólafsson, Reykjavík. Jón
Brynjólfsson, Reykjavík.
2. Mjólkurverðlagsnefnd:
Páll Zophoníasson, Reykjavík.
Guðmundur R. Oddsson, Rvík.
Jón Hannesson, Deildartungu.
Einar . Gíslason, Reykjavík.
Egill Thorarensen, Selfossi.
3. Kjötverðlagsnefnd: Ingólf-
ur JónsSon, Helli. Helgi Bergs,
Rvík. JJón Árnason, Rvík. Þor-
leifur Gunnarsson, Rvík. Her-
mann Guðmundsson, Hafnarf.
4. Verðlagsnefnd garðávaxta:
Steingrímur Steinþórsson, Rv.
Kristjón Kristjónsson, Rvík.
Þórarinn Kr. Guðmundsson,
Rvík.
Þess er vert að geta, að af
þessum mönnum skipaði land-
búnaðarráðhei-ra Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafur Thors, einn
mann, Ingólf Jónsson á Hellu
og hann fekk mikið ámæli
meðal annars frá Tímamönn-
um fyrir að verðleggja vörur
bænda alt of hátt, eftir það
hrakverð, sem áður var.
Nú ráða þessum sömu málum
fimm menn og þeir eru þessir:
Bjarni Sigurðsson, Vigur. Guð-
mundur Jónsson Hvanneyri.
Ólafur Bjarnason, Brautarholti.
Stefán Stefánsson, Fagraskógi
og Sveinn JJónsson íjgilsstöð-
um.
Breytingin er sú, að valdið
yfir þessum málum er fengið í
hendur 5 valinkunnum bænd-
um úr öllum landsfjórðungum,
en tekið úr höndum 20 manna,
sem flest eru Reykvíkingar og
embættismenn.
Þegar þessi voðalega!!! breyt
ing er gerð, eftir 17 ára völd
Tímamanna, þá rjúka þeirra
forkólfar til og heima mótmæli
bænda af því verið sje að taka
valdið úr þeirra höndum, og
sumir bændur rjetta upp hend-
ina. Geta þeir samþykt meira
öfugmæli? Geta þeir gefið sjálf
um sjer stærri löðrung? í 17
ár hafa þeir þagað. I 11 ár hafa
þeir búið við mjólkur og kjöt-
lögin og ekki mótmælt. En
þegar 5 bændum er í fyrsta
sinn í sögu íslands fengið vald
til að verðleggja vörur bænda,
þá láta þeir ginna sig til mót-
mæla. Hvað ætli komi næst?
J. P.
Scavenius látinn
Khöfn í gær.
í DAG andaðist að heimili
sínu hjer í borg Erik Scavenius,
fyrrum forsætisráðherra, 68
ára að aldri. Hann var forsæt-
isráðherra þann 29. ágúst 1943,
er stjórnin gat ekki setið leng-
ur að völdum og lagði niður
störf. Hann var einnig utanrík-
isráðherra. Sumum þótti hann
allmikill Þjóðverjavinur.
Sænsk síidveiðiskip
heim
Stokkhólmi: Til Bohuslan eru
nýkomin 7 skip sænsk, sem
stundað hafa síldveiðar við Is-
land í sumar, og höfðu öll full-
fermi. Von er á 14 skipum í við
bót bráðlega, sem einnig hafa
verið á síldveiðum við ísland
og aflað mjög vel.
Tangier.
LONDON: — Tilkynt hefir
verið í Madrid, að alt spánskt
herlið hafi verið farið frá Tan-
gier í gærkvöldi seint, skv. á-
kvörðunum Parísarráðstefn-
unnar.
Hringflug í sam-
bandi vii flugsýn-
Jngu RAF
í SAMBANDI við flugsýn-
ingu breska flughersins (RAF),
^sem skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær og haldin verð-
ur n.k. laugardag hjer á flug-
vellinum, mun Flugfjelag Is-
lands og hafa tvær flugvjelar
til hringflugs fyrir almenning.
Flugsýningin hefst klukkan
14 á laugardag og stendur yfir
til kl. 16.30. í sambandi við
sýninguna verður ljósmynda-
sýning, þar sem sýndar verða
ýmsar ljósm.yndir frá landher,
flugher og flota Breta. Þá verð
ur sýnt í sjerstökum skála,
hvernig flugmenn breska flug-
hersins búa hjer.
Meðal þess, sem sýnt verður
á flugsýningunni, er hvernig
farið er að kasta björgunarflek
um til skipbrotsmanna, eða
manna, sem neyðst hafa til að
fara í fallhlífum úr flugvjel-
um.
Almenningur fær að g'anga
um og skoða það, sem til sýnis
verður, eftir vild, en ekki er
ætlast til að fólk snerti á sýn-
ingarmunum og ennfremur
verður lagt ríkt á við þá, er á
sýninguna koma, að fara ekki
út fyrir hið afmarkaða syæði,
sem ætlað verður áhorfendum,
þar sem það gæti verið mjög
hættulegt, ef fólk færi inn á
rennibrautir flugvallarins.
— Margt fannst
Framh. af bls. 9
um við fundið margt og mik
ið, enda var leitin vel und-
irbúin og framkvæmd. Og
henni er enn haldið áfram.*
Jeg, að minsta kosti hefði
aldrei látið mig dreyma um
að þetta myndi ganga svona
vel.
Og ekki hefi jeg minst á
Rússana. Maður getur gert
sjer í hugarlund' hvað þeir
hafa fundið, ekki síst, þeg-
ar maður tekur með í reikn-
inginn hina sjerstöku hæfni
þeirra á því sviði, að fá
leyndarmál upp úr mönn-
um, sem þeir bera ekkert
sjerstaklega hlýjan hug til.
I 19
flHr Roberf Sform í
7 ‘V'KNOW, 7ME REAUUV
Blö þílCK IN THl& CA<S-E .
CCMES FF0A1 KNOvVlNO
7HAT UITTUE JANE /VlARöM
AND HEP DADDV Aí?E
, E-TIUU TOOETMEí? ! pT
r IT WAöN'T VOllK
FAUUT, WIUDA,,,Sf?AINV
WOUUD HAVE í?£&0KTED
TO OTHEK /rlEANE, |F
HE HADN'T READ VOUR
30°k!__________^
j' i'Wgzjí
PHIl„. PUEA6E DON'T ÓO,
JU&T V6T.. I-r'M UNDONE...
TC THlNK THAT Mi 800K
&U66ESTE0 THO&E AWFUL
CRlyiEö TO SRAIMV
n KEVNAKD —
1) Wxlda: — Phil . . . farðu ekki strax. Mjer líður
illa . . . Að hugsa sjer, að Brainy Reynard skyldi
fá hugmyndina að þessum hræðilega glæp úr bók-
inni minni . . . X-9: — Það var ekki þjer að kenna.
Brainy hefði fundið önnur ráð, ef hann hefði ekki
haft bókina þína.
2) X-9: — Það, sem mest er um vert í þessu máli,
er að vita til þess, að Jane Marsh og pabbi hennar
fá r>ú aftur að vera saman.
3) Wilda: — Phil, elskan . . . Manstu eftir stjörnu
björtu nóttinni við vatnið, þegar þú—? X-9: — Jeg
titra í hvert skifti, sem jeg hugsa til þess, Wilda . . .
komdu svo lítið nær.