Morgunblaðið - 03.10.1945, Side 14

Morgunblaðið - 03.10.1945, Side 14
14 1 vn MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. októer 1945 ei” JÓNATAN SCRIVENER Cftír (Jlaude ^JdouffLton, 40. dagur „Þú ert heldur leiðinlegur“, sagði hún. „Þú hefir máske vilj að koma í veg fyrir, að vinir Jónatans kyntust öðrum en þjer?“ „Besta svarið við þessari spurningu ez að segja þjer, að jeg kynntist fyrir skömmu síð- an enn einum vini Scrivener, sem langar mikið til þess að hitta þig“. „Er það karlmaður eða kona?“ „Karlmaður — að nafni Ant- hony Rivers. Ungur, myndarleg ur og skemtilegur. Á jeg ekki að koma með hann í heimsókn til þín? Hann hefir þekkt Scriven er meira og minna í tvö ár. — Hann er nýkominn frá París, þar sem hann hitti Scrivener. Þeir fóru saman á miðilsfund“. „Á miðilsfund! Þú ert að gera að gamni þínu“. „Nei“, svaraði jeg. „Hvers- vegna skyldi Scrivener ekki fara á miðilsfund? Það var ein hver, sem sagði mjer, að hann hefði einu sinni þekt mann, sem stofnað hefði leynifjelag — “. „Já, hann sagði mjer frá því“, tók hún fram í. „Gesler hjet maðurinn. En þú skalt bara senda þcnnan Rivers til min. — Jeg hefi gaman af að sjá hann“. Hún kveikti sjer í vindlingi, og jeg fann, að hún myndi nú fara að koma að aðalerindinu. Við þögðum bæði andartak, svo sneri hún sjer að mjer og horfði fast í aúgu mín. „Jeg ætla að segja þjer dálít ið um sjálfa mig“. „Hversvegna?“ spurði jeg áð ur en hún gæti haldið áfram. „Á það að vera einskonar for- leikur að samstarfi okkar?“ „Já, að nokkru leyti“, svaraði hún. „En jeg treysti því, að þú hlustir ekki á mig, ef þú hefir hitt Jónatan, eða þekkir hann extfhvað“. „Þjer er óhætt að trúa því og treysta, að jeg veit ekkert um liann“. Hún tók með báðum höndum utan um hnjen. Bjarminn frá eldinum lýsti upp langa, granna fætur hennar. Þögnin í herberg inu varð alt í einu dýpri. „Hefir hann skrifað þjer nokk uð um mig, Middleton eða Pál- ínu Mandeville?“ spurði hún því næst. „Nei“, svaraði jeg. Það, sem hún sagði næst, kom mjer algjörlega á óvart. „Varstu undrandi, þegar þú last um sjálfsmorð manns mins í blöðunum?“ „Jeg geri ráð fyrir, að allir hafi verið undrandi", svaraði jeg. „Er þjer það jafn hulin ráð- gáta eftir að hafa sjeð mig?“ • Jeg var alveg óviðbúinn þess ari spurningu, og hafði því eng ánn tíma til þess að hugsa mig um. »Jeg get vel gert mjer í hug- arlund, að maður, sem elskaði þig, fremdi sjálfsmorð“, svaraði jeg. „Jeg geri ráð fyrir að þú viljir að jeg sje hreinskilin’n“. „Jeg ætla að segja þjer frá því, hvernig þetta atvikaðist, en þú verður að hafa það hug- fast, að jeg hefi ekki sagt það ncinum öðrum. En það getur verið, að Jónatan viti eitthvað um það“. „Af hverju heldur þú það“. Það var eins og hrollur færL um hana og hún hreyfði sig óró lega í sætinu. „Þú manst að jeg sagði þjer ?.ð það, sem hann hefði sagt við mig rjett áður en hann fór úr borginni, hefði bor ið vitni um, hve snjall andstæð ingur hann væri? Hann sagði mjer, að hann hefði sjeð mann inn minn í París sama morgun- inn og hann fyrirfór sjer. ,,Nei!“ hrópaði hún alt í einu, þegar jeg var í þann veginn að taka til máls. ,.Þú skalt ekki spyrja| mig neins, því að jeg veit ekkij meira um þetta. Það má vera, j að þetta hafi aðeins verið bragð hjá Jónatan. En jeg er samt á því, að hann hafi í raun rjettri sjeð Standley. Jeg vissi ekki, að þeir þekktust neitt. Það get- ur líka verið, að þetta hafi ver- ið í fyrsta sinn, sem þeiy sá- ust“. — Hún reis snöggt á fæiur og tók að ganga um gólf. Jeg sá, að hún myndi vera að hugsa um Scrivener. Alt sem hún gerði og sagði, benti í þá átt, og jeg fór að skilja, hve tilfinningar henn- ar í garð Scrivener ættu sjer djúpar rætur. Mig langaði ekki til að kynnast leyndarmálum hennar, en ástríður þeirrar ver- aldar, sem hún lifði í, löðuðu mig samt að sjer. Hún var alger lega á valdi þeirra, svo algjör- lega, að henni fanst hið -dag- lega líf bæði leiðinlegt og lit- láust. Henni tókst að telja öðr- um trú um að alt, sem gerðist í hennar heimi, væri örlaga- ríkt, svo að jeg drógst út í hringiðuna af áhrifum hennar, eins og spítukubbur í iðu- straumi. „Jeg er óskilgetin dóttir ítalskrar leikkonu“, sagði hún. „Vissirðu það?“ Hún nam stað- ar, og sagði setninguna eins og hún hefði lært hana utanað. Jeg leit A hana og spurði: — „Hvernig heldurðu að jeg geti vitað það? Jeg veit bara það, sem stóð í blöðunum um það leyti, sem maðurinn þinn fyrir- fór sjer. Þar stóð nú ekki mikið um hann, og enn minna um þig. Samt man jeg nú, að þess var getið, að hann hefði kynnst þjer fyrst á Ítalíu“. I Eftir nokkra þögn hjelt hún j áfram: „Faðir minn var Eng- lendingur, auðugur og vel ætt- aður, að því er jeg held. En jeg veit það ekki með neinni vissu, því að jeg fjekk aldrei að vita hvað hann hjet og jeg hefi alclrei sjeð hann, svo að jeg viti. Móðir mín ljetst, þegar jeg var fimrrián ára og þá kom áj heimili okkar dularfull, ensk1 kona, sem átti að gæta mín.! Það vax vitanlega faðir minn, | sem sendi hana. Siðar ferðaðist! jeg talsvert með henni. Faðir minn hefir vitað hvað hann söng, þegar hann valdi hana, því að það var ekki hægt að fá hana til þess að ljósta neinu upp. Þegar jeg var orðin tutt- ugu og eins árs, fór jeg aftur til Ítalíu. Jeg kynntist Standley í Rómaborg". Hún þagnaði og starði fram fyrir sig. Hve þessar fáu setning ar höfðu skýrt margt fyrir mjer! En hversvegna var hún að segja mjer þetta? Jeg beið þess að hún hjeldi áfram, því að jeg vissi, að hver svo sem ástæð an var, þá sagði hún mjer sann- leikann. * „Það skiftir engu máli, hvern ig jeg kynntist honum“, hjelt hún áfram. „Hann varð ástfang inn af mjer — og jeg af hon- um, að minsta kosti eins og jeg skil ástina. Jeg sagði honum alt um mína hagi. Hann fjekkst ekk ert um það. Hann vildi ekki hlusta á mig. Hann var vanur að fá allar sínar óskir uppfylt- ar og hann vildi kvænast mjer þegar í stað. Jeg elskaði hann vegna þess að hann var ofsa- fenginn og bráðlátur — því að þannig hefi jeg altaf verið sjálf. Maður á að láta að öllum sínum óskum — þegar- í stað, —• meðan þær brenna í brjósti manns! Það er ekkert til, nema dagurinn í dag — líðandi stund. Dagurinn í gær er horfinn — morgundagurinn aðeins draum- ur“. Hún færði sessu að eldinum og settist niður. Höfuð hennar snart nærri því hnje mín. „Lagskona mín, eins og jeg ætla að kalla hana, skrifaði til Englands, en við vorum gift áð- ur en nokkurt svar kom. Svo hvarí hún einn góðan veðurdag jeg hefi ekki sjeð hana síðan. Við fórum til Parísar og seinna komum við til Lundúna. — Jeg veit nú, að í lífi Stanley voru aðeins tvö öfl: ást hans á mjer og ást hans á peningum. Hann var þrjátíu og sex ára þegar hann kvæntist mjer og hann var þá þegar mjög auðugur“. Hún þagnaði aftur. Því er ein hvernveginn svo farið, að þeg- ar maður heyrir sannleikann, lætur nærri að maður fyllist lotningu. Þar sem sannleikur- inn er — þar er heilagur stað- ur. Og hægt og hægt sa'gði hún mjér sannleikann. „Þetta skýrist ef til vill alt saman fyrir þjey“, hjelt hún á- fram, „þegar jeg segi þjer að það hvarflaði aldrei að mjer, að vera honum trú. Skilurðu það?“ „Já“, svaraði jeg. „Það er ekki neitt það í mannlegu eðli, sem jeg skil ekki. Maður þarf ekki annað en líta í eigin barm, til þess að vera fær um það“. Miuiinfmummimmiimmiuiirannuiiiiiiiiiuuisi I I S 2 siðprúðar = ur l | utan af landi óska eftir 1 = herbergi. Einhver húshjálp I | gæti komið til greina. — i 1 Uppl. í síma 5672 i kl. 10—12 f. h. 1 umnmmmiiinnimiiiiuiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiKi Ef Ivoftur getur bað ekki — bá hver? Stríðsherrann á Mars rencj ja ó a cj a Eftir Edgar Rice Burroughs. 3í hafði verið í förinni með Mathai Shang, svo að jeg treysti algerlega á dulargerfi mitt, og gekk beint inn um hliðið til þeirra. Þeir hættu leik sínum og litu á mig, en ekki sá jeg þess neitt merki að þeir grunuðu mig um græsku. Þeir litu líka á Woola, sem gekk urrandi á eftir mjer. „Kaor!“heilsaði jeg, eins og Marsbúar gera, og her- mennirnir risu á fætur og tóku kveðju miimi. „Jeg er ný- kominn hingað. frá Gullnu björgunum“, hjelt jeg áfram, ,,og leita jeg nú áheyrnar hjá hinum heilaga Hekkador. Mathai Shang, föður Þernanna. Hvar finn jeg hann hjer?“ „Fylgið mjer“, sagði einn af vörðunum þá, og gekk á undan mjer yfir garðinn að háum steinvegg, sem þar reis. Jeg skil ekki hversvegna það vakti ekki grunsemd hjá mjer, hversu auðveldlga jeg blekti þá, nema þá að orsök- in hafi verið sú, að enn var hugur minn þrunginn minn- ingunum um það, að jeg hafði sjeð prinsessunni minni bregða fyrir. — En hvernig sem það kann að hafa verið, þá gekk jeg ljettfættur eftir leiðsögumanni mínum beint inn í opið gin dauðans. Síðar komst jeg að því, að njósnarar höfðu orðið ferða minna varir löngu áður en jeg kom til hins falda virkis. Hliðið hafði verið skilið eftir opið af ásettu ráði. Varð- mönnum skipað nákvæmlega hvernig þeir ættu að haga sjer, og jeg gekk beint í gildruna, líkari skóladreng, en margreyndum bardagamanni. Leiðsögumaður minn opnaði með lykli dyr á veggn- um og bauð mjer að ganga þar inn. — „Mathai Shang er í musterisgarðinum beint framundan", sagði náunginn og lokaði skyndilega hurðinni að baki mjer og Woola. Hinn illúðlegi hlátur, sem jeg heyrði gegnum hurðina, eftir að henni var læst, var það fyrsta^ sem gaf mjer í skyn, að alt væri ekki með feldu. Jeg var staddur í litlu, hringmynduðu herbergi, og beint fynr framan mig voru dyr, sem líklega opnuðu leið inn í musterisgarðinn. Jeg hikaði andartak og var nú orðinn í hæsta máta grunsamur og var um mig, þótt seint væri, en svo ypti jeg öxlum, opnaði hurðina og gekk inn í albjart herbergi sem reyndist vera innri forgarðurinn. Gamall maður utan af landi kom í heimsókn til Reykjavík- ur, og bjó hjá kunningja sín- um. Hann dvaldist þar mun lengur en vinurinn hafði gert ráð fyrir, að hann myndi gera. Svo datt honum (kunningjan- um) í hug, þegar líða fór að jól um, að hann skyldi gefa hinum smávink um, að hann ætlaðist ekki til, að hann dveldi hjá sjer það sem eftir var æfinnar. Hann sagði því við gest sinn, að sjer þætti líklegt að konu hans og börnum þætti vænt um að fá að sjá hann á jólunum. — Já, svaraði sá gamli, jeg geri ráð fyrir því. Þetta er mjög mikil hugsunarsemi af þjer — jeg skal senda boð eftir þeim þegar á morgun. ★ OKotskur kennari var að skýra eiginleika ýmsra sterkra sýra fyrir nemendum sínum. Hann hjelt á tilraunaglasi og sagði: ,,Þessi sýra hjerna uppleyí’L' svo að segja alt. Ef jeg setti nú svolítinn silfurklump í hana, haldið þið að hún myndi leysa hann upp“. „Nei“, svaraði einn nemand- inn ákveðið. .Hversvegna haldið þjer það? Ef sýran myndi leysa silfrið upp, mynduð þjer aldrei setja það í glasið“. ★ Sigurður hafði lengi sóttst eftir Jónu, en áður en hann gerði alvöru úr því að biðja hennar, vildi hann vera viss um, að hún væri ekki mjðg eyðslusöm. Eiít kvöldið, þegar hann fylgdi henni heim. spurði hann: ,Jóna, lest þú mikið í rúminu á kvöldin?" „Bara þegar að tunglsljós er“, svaraði hún. Hálfum mánuði seinna voru þau gift. ★ Það borgar sig fjárhagslega, að vera fyndinn og skemmta geslunum vel, því að þá hlægja þeir svo mikið, að þeir borða miklu minna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.