Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.1945, Blaðsíða 8
MORGUNBLÁÐ10 Sunnudagur 25. nóv. 1945. iwastttHftfelfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Öla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fyrsti fiskurinn HÚN VAR einkar athyglisverð fyrir okkur íslendinga greinin um hraðfrystu fiskflökin, sem birtist hjer í blað- :nu síðastliðinn föstudag (á síðu L. í. Ú.). Greinin var þýdd úr enska tímaritinu Fishing News. Höfundurinn heitir John Stephen og er bersýnilegt, að hann er gagn- kunnugur þessum málum og hefir ágæta þekkingu á þeim. ★ Höfundur greinarinnar er að gera samanburð á fisk- ilökunum frá Kanada og íslandi. Hann segir m. a.: „Jeg finn ástæðu til að minnast á gæði frystra fisk- ílaka frá Kanada,. þar með talin einnig fiskflök frá Nova Scotia og Newfoundland. Eftir margra ára fjarveru hefi jeg nú sjeð flök þaðan aftur, og í allri einlægni sagt, finst mjer þau flök standa að baki fiskflökum frá ís- landi. — Jeg verð að segja eins og er, að þetta vekur mjög undrun mína, sökum þess, að Kanadamenn hafa stundað lengur fiskfrystingu en íslendingar, og jeg hafði álitið, að þeir hefðu ekkert að læra í þeim efnum. En raunin er einmitt sú, að mínu áliti, að þeir hafi í þessu efni talsvert að læra, því að frystu flökin þeirra skortir mikið á heilnæmt útlit, samanborið við íslensku flökin. — Jeg geri ekki ráð fyrir, að mikill munur geti átt sjer stað um aðferðina við frystinguna. En hinsvegar get jeg látið mjer til hugar koma, að um geti verið að ræða tals- verðan mismun á því, hve gamall fiskurinn hafi verið, begar hann' var frystur. Mjer skilst, að íslenski fiskur- inn sje veiddur innfjarða, af smábátum, og að frysting hans hafi, í flestura tilfellum, verið lokið innan 24 stunda frá því hann barst. á land. Útlit íslensku frystu flakanna gefur ástæðu til að ætla, að svo sje. Mætti í því sam- bandi benda á roðið á flökunum, sem heldur sínum upprunalega gljáa og lit, eftir að flökin hafa verið þýdd“. Þetta voru ummæli höfundar greinarinnar í Fishing News.. ★ En hinn breski greinarhöfundur hefir alt aðra sögu að segja um íslen^ka ísfiskinn á stríðsárunum. Hann segir: „Hinsvegar verður að segja það, að mikill hluti þess ,.ferska“ fiskjar (ísfiskjar), sem þeir (þ. e. íslending* ar) hafa ílutt til þessa lands á stríðsárunum, hefir verið hreinasta rusl. Sannleikurinn er því sá, að hraðfrysti íiskurinn hefir gefið fjölda fólks rjetta hugmynd um, hve góður íslenskur. fiskur getur verið“. ★ Það þarf ekki að lýsa því, hvaða þýðingu það hefir íyrir Islendinga, að ein aðal framleiðsluvara þeirra, hrað- irysti fiskurinn, fær slíkan dóm í neyslulöndunum, sem hjer hefir verið greint frá. í þessari sömu grein í Fishing News segir ennfremur: ,,Að tíu árum liönum er ekki ósennilegt, að helmingur alls þess fiskjar, sem seldur er við búðarbosðið og frá steikarofnum fisksalanna, verði frystur fiskur“. Ekki er að efa, að þróunin verði einmitt í þá átt, sem greinar- höfundur segir. ★ En þegar svo er komið, að helmingur alls þess fiskjar, sem neytt er í heiminum, verður frystur fiskur, ættum við íslendingar að standa vel að vígi, ef að það ágæta orð, sem nú er á okkar vöru, verður varanlegt. Einmitt hjer er ókkar stóra verkefni: Að búa okkar ágæta fisk þannig úr garði, að hann fái viðurkenningu neytenda, hvar á hnettinum sem þeir eru. Þá er okkur jafnframt trygður besti markaðurinn. Við getum áreiðanlega boðið betri fisk en nokkur þjóð ~önnur, ef þess er vandlega gætt, að vanda vöruna vel. Við verðum að setja okkur strangar reglur í meðferð iiskjarins og víkja hvergi frá þeirm Við getum, verið þess fullvissir, aö keppinautar okkar una því illa, að þeirra vara dæmist lakari en okkar. Þeir munu gera alt til þess að sigra í kapphlaupi því, sem nú verður háð. \Jiluerji álrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Gísli, Eiríkur og Helgi. NÝJASTA viðbótin við ís- lenska herskipastólinn er enn eitt af aðalumræðuefnum bæjarbúa. Fullyrt er, að búið sje. að velja skipunum nöfn. Tvö nöfnin eru goðanöfn, Njörður og Baldur. Er þar haldið gömlu reglunni, að skíra varðskipin goðanöfnum. En hið þriðja kvað eiga að heita María. Hvort það er upphafið að þvi, að nú eigi að fara út í dýrl- inganöfn, er ekki vitað með vissu. En sje svo, þá hefði verið skemtilegra að hafa St. fyrir framan, eins og venja er um dýrlinga. Það var svo sem viðbúið, að það kæmi hiti í menn út af nafna valinu. Aldrei geta menn verið sammála um neitt. Einn sjómann hitti jeg í gær. Hann kvað nöfn- in illa valin. „Það hefði átt að láta "skipin heita í höfuðið á ein- hverjum kunnum sjósóknurum. Til dæmis einhverjum mönnum, sefn frægir eru fyrir, hve vel þeim tókst að taka mið. Verður manni þá fyrst hugsað til þeirra bræðra, Gísla, Eiríks og Helga, sem settu á sig miðin með því að gera-skoru í borðstokkinn á bátn um sínum“. Þetta sagði sjómaðurinn. En vafalaust koma fram feiri tillög- ur í þessu máli kanske einhverj um detti í hug „Bakkabræður I., II. og III“. • Nafnlausu höfund- arnir. MIKIÐ EIGA menn bágt með sig, er j>eir vilja skrifa eitthvað í blöðin. Það er hjerumbil und- antekning, að brjefritarar til blað anna láta hins rjetta nafns síns getið. Það er eins og þeir skamm ist sín fyrir það, sem þeir hafa skrifað, og um að gera sje, að láta ekki vita nafn sitt. Nú er það siður flestra blaða, að birta alls wmmmmmmmmmmmaBiim ekki brjef frá mönnum, sem ekki láta nafns síns getið. Og það er góð regla og sjálfsögð. Engin á- stæða að leyfa nafnleysingjum að vaða uppi í opinberum blöð- um. Hinsvegar birta blöð jafnan dulnefni manna, er þau vita hið rjetta nafn. Á hverjum einasta degi berast mjer brjef frá nafnlausu fólki. Eins og svo oft hefir verið lýst yfir, er ekki hægt að-birta slík- ar ritsmíðar, hversu góðar, sem þær kunna að vera. Stundum berast brjef, sem ekki eru brjefriturum til neins sóma. — Oft skrifuð í reiði. Þótt jeg vilji á engan hátt draga úr mönnum að senda mjer línu, þá er ein regla, sem jeg vil benda á og sem hefir gefist mörgum vel, en það er að skrifa skamm- arbrjef. Geyma það yfir nóttina, lesa það einu sinni enn — og þá lendir það venjulega í brjefa- körfunni. • Háskólalóðin. ÞAÐ VERÐUR fallegt kring- um''Háskóla íslands, þegar búið er að ganga frá héskólalóðinni, eins og hún er fyrirhuguð í fram tíðinni. Hver byggingin annari myndarlegri er nú að rísa upp þarna suður á Melunum, og það þyrfti að fara að laga betur til á lóðinni en gert hefir verið. Fólk, sem sækir hina almennu háskólafyrirlestra núna í skamm deginu, kvartar mjög undan því, hve erfitt sje að komast að há- skólanum, þegar komið er sunn- anað, eða austan. Kona nokkur, sem hafði mikla ánægju af því að hlusta á fyrir- lestra dr. Matthíasar Jónasson- ar, sagði mjer á dögunum, að hún væri alveg að gefast upp að fara suður í Háskóla vegna þess, hve erfitt væri að komast að skólan- um, einkum í bleytutíð og myrkri. Sama sagan við Þjóðleikhúsið. SÖMU SÖGU er að segja f-rá Þjóðleikhúsinu. Lóðin kringum húsið er 'illa hirt óg erfitt að komast að húsinu í myrkri. En fjöldi manns á nú þangað er- indi vegna margskonar starf- semi, sem þar fer orðið fram. Sjerstaklega hefir það verið bagalegt, að ekki skuli vera bú- ið að setja upp útidyraljós á hús- ið, þar sem gengið er inn á mann eldissýninguna. Það ggtur varla kostað svo mikla fyrirhöfn að laga til á lóð- inni kringum húsið, og einhvern- tíma verður það að gerast. * Ánægður bílaeigandi. KUNNINGI MINN, sem á bíl og vinnur í skrifstofu í miðbæn- um, bauð mjer upp í bílinn sinn á dögunum. Hann sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Mjer þyk- ir vænt um skrifin þín um bíla- ösina í miðbænum og hin nýju afskifti lögreglunnar af bílaeig- endum, sem leggja bílum sínum í kös við aðalgötur bæjarins. Jeg er einn þeirra, sem lögreglan hefir gluggað í í • þessu sam- bandi. Mjer var gefin áminning fyrir, hvernig jeg lagði bíl mín- um. Lögregluþjónninn var kurt- eis og jeg sá, hvað það hafði verið skakt af mjer að leggja bílnum þar sem jeg hafði gert. Það er oftast ekki nema kæru- leysi eitt í okkur, sem höfum bíla, hvernig við leggjum þeim illa við aðalgötur bæjarins, í tíma og ótíma“. Það hefir þegar borið góðan árangur, að lögreglan hefir tek- ið rögg á sig í þessu máli, og svo hefir brugðið við undanfarna daga, að bílastæðið á Hótel ís- lands lóðinni er nú fult af bíl- um allan daginn. um allan daginn og þess færri eru þeir í Austurstræti. !■■■■■■*■■■■■■■■■*« (mwim R ■ * nmmimimiHiiiiinnviMmm ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■•■■■■■*■■■■*■■■•■■■*■ ! A ALÞJOÐA VETTVANGI ■ ■ ■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■ ■■■■■■■MMUUCÚUUUUUOUfli VIÐ HÖL-DUM nú áfram með útdráttinn úr ræðu Kalinins: — Margir úr rauða hernum hafa ver ið órólegir, er þeir komu him aft ur úr stríðinu, — órólegir vegna þá reynslu, sem hafði sömu áhrif þá reynslu, sem hafði sömuáhrif á Bandaríkjamenn. —- Kalinin sagði: „Það var verið að tala um það (á fundinum sem hann flutti ræðuna á), að fólk sem komið hefði heim frá Þýskalandi, hefði sjeð „menningu“ í þýskum þorp um, og 'orðið fyrir vissum áhrif- um af þessari reynslu. Áróðurs- menn vorir verða að afmá þessi þýsku „menningaráhrif“....... .... Gerum samanburð: í borg- um vorum og þorpum er fólk, er les varla nokkuð og er mjög van- þroska, en sem langar ákaflega til þess að klæðast samkvæmt tískunni, hafa hatta á höfði, jafn vel eiga samkvæmisföt og nota ilmvötn .... En í sjálfu sjer hef- ir þetta fólk enga menningu til að bera. Þannig finnst mjer líka menning hi’ns þýska borgara vera.....Þetta er aðeins yfir- borðsmenning, nær ekki niður í djúp mannlegrar sálar... „Þeir tímar eru ekki langt und an, áð á samyrkjubúunum verð- ur margt fólk, sem að minnsta kóstí hefir gengið í menntaskóla". En uns þar að kemur verðum við áem nú gerum áætlanir fyrir n ræðir framlið og Sovjetríkin, að velja á milli þeirra krafa, sem gerðar eru til auðlinda ríkjanna af fátækt fólks ins annarsvegar og utanaðkom- andi hættum hinsvegar. Til þess að draga úr hinni fyrri, er hin síðari ýkt. Bolsjevikar af kynslóð Kalinins rjeðust á „kapitalistiska heimsveldissinna“ fyrir það, að þeir notuðu sjer þjóðrembing og valdastefnu, til þess að beina hug um fólksins frá skorti þess og neyð. — Nú prjedikaði Kalinin það, sem hann mótmælti þá. Hann þakkaði ekki skipulagn- ingu það, hve sæmilega gekk með matvælaöflun á styrjaldarárun- um, nje heldur samyrkjubúskapn um. — Nei, hann sagði hreint og beint, að það hefði verið vegna „þjóðhollustu, — stórkostlegra framfara í þjóðhollustu og þjóð- erniskend“, sem matvælaöflun í Rússlandi á stríðsárunum hætti ekki algjörlega. Hvernig eiga nú skipulagninga mennirnir að halda uppi áhugan um á samyrkjubúunum? — Með meiri þjóðerniskend, í rauninni með að halda við hugsununum frá stríðsárunum, segja fókinu að utan Sovjetríkjanna sje andstæð ur kápítalistiskur heímur. Kalin- ín sagði: „Jafnvel nú, eftir stfefsta sig- úr, sem sagan kann að grelna frá, megum við ekki eitt augna- jblik gleyma þeirri grundvallar- staðreynd, að land vort er eina sósíalistiska ríkið í heimi. Þetta getið þið sagt bændunum á sam yrkjubúunum berum orðum. .. Aðeins mesta hættan er horfin. Hættan frá Þýskalandi“. En jafnvel þessi ráð gátu ekki kæft alla mótspyrnu. Og Kalinin hefir ekki þótt það svo mjög slæmt, hann virtist vona að fólk- ið svaraði áróðursmönnunum full um hálsi. (Harmleikur allra sem sigrað hafa í byltingu er sá, að þeir verða að afhenda völd sín öðrum mönnum, sem eru ekki hertir í sama eldi og þeir. Hluti af brestandi öryggistilfinningu mannanna í Moskva, kemur af því, að þeir eru hræddir við hina „veikgeðja nýju menn“). Kalin- in mundi árið 1905, er hann stóð í fylkingarbrjósti verkfallsmanna í hinu mikla verkfalli í Putilov- smiðjunum, og 1902, þegar Stal- in var foringi verkfallsmanna í Batum. Kalinin minnti skipulagn ingamennina á þetta: „Þið genguð ekki í gamla skól ann, sem við lærðum í. Fundar- salir okkar voru oft jafn þjett- setnir óvinum' bg fylgismönnum”. Vissulega mun vilji fólksins fá því' ffáhigehgt', að lífssRilyrðin verði tóætt. Endurbæturnar verða rjettlættar. méð því að þær sjeu r'rainh. á bls j.z.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.