Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. jan. 1946 Hagur hinna verst settu stórum bættur Forusfa Sjálfsfæðismanna um margvíslegar umbætur á framfaramálum — ítSœjarátjómarhoóninyamar — Orðsending frá S já If stæðisf lokkn u m LISTI Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er D-LISTI. Utankjörstaðakosningar eru byrjaðar og er kosið í Hó- tel Heklu. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, sem annast alla fyrir- greiðslu við utankjörstaðakosningar er í Thorvaldsens- stræti 2. — Símar 6472 og 2339. Kjósendur í Reykjavík, sem ekki verða heima á kjör- degi ættu að kjósa hið allra fyrsta. Kjósendur utan Reykjavíkur, sem hjer eru staddir, ættu að snúa sjer nú þegar til skrifstofunnar og kjósa strax. Listi Sjálfstæðisflokksins — D — LISTINN. — Þing sameinuðu þjóðanna Á valdaárum Framsóknar og Alþýðuflokksins var framfærsluþunginn eitt af mestu vandamálum Reyk- víkinga. Fjandskapur ríkis- síjórnar þessara flokka til atvinnuveganna átti sinn mikla þátt í því atvinnuleysi og þar af leiðandi örbyrgð, sem ríkti á þessum árum. Einn helsti talsmaður þeirr- ar þokkalegu ríkisstjórnar var Sigfús Sigurhjartarson. Andstæðingar Sjálfstæð- ismanna notuðu þetta ástand til tvíþættra árása á bæjarstjórnina. Annarsveg- ar voru menn, sem sögðu, að bæjarstjórnin gerði alt of vel við þá, sem á opinberu framfæri þurftu að halda. Nauðsynlegt væri að beita þetta fólk ýmiskonar harð- ræði o’g með því móti mundi vera hægt að iækka fram- • færslukostnaðinn. Hinsveg- ar voru svo kommúnistar og aðrir slíkir, sem ásökuðu Sjálfstæðismenn fyrir of mikla hörku gagnvart þeim, sem opinberan styrk þurftu að sækja. Atvinna er öryggi gegn skorti. Sjálfstæðismenn gerðu sjer þess' grein, að hjer var um sannarlegt neyðarástand að ræða og hjeldu því statt og stöðugt fram, að engin harð ræði dygðu gegn þessu fólki. Eina ráðið væri að efla at- vinnuvegina, svo að þeir gætu fengið öllum þeim vinnu, sem vinnu vildu. Þá mundi fr-amfærsluþunginn að mestu leyti hverfa. Hitt -yrði að játa, að gjaldgeta bæjarsjóðs stæði ekki undir því að veita öilum þeim mikla fjölda, sem þá þurfti á opinberum styrk að halda, svo mikla styrki sem æski- legt væri. En reynslan sýndi þó, að Reykjavík gerði í þessu bet- ur en aðrir kaupstaðir og sveitir, því að hingað til Reykjavíkur flvktust styrk þegar hvaðanæfa að af land inu. Einfaldlega vegna þess, að hjer var bétur að þessu fólki búið en annarsstaðar. Hjer átti bað meiri mannúð og skilningi að mæta á sín- um erfiðu kjörum. Staðreyndirnar urðu á þann veg, sem Sjálfstæðis- menn höfðu sagt fyrir. Þeg- ar atvinna efldist í landinu, hvarð hinn óeðiilegi fram- færsluþungi og framfærslu- byrðin varð vel viðráðanleg fyrir bæjarsjóð Reykjavík- ur. Framfærslunefnd kemur upp margvíslegum hælum. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn hafa beitt sje fyrir, að það fje, sem með þessu móti sparaðist, vrði að verulegu Jeyti notað til hags fyrir þá, sem verst eru staddir. Þeir hafa beitt sjer fyrir, að reist hafa verið hæli fyrir þá, sem umkomuminstir eru í þjóð- fjelaginu. Má þar m. a. nefna mæðra heimilið, sem reist var eftir áeggjan frk. Þuríðar Bárðar dóttur ljósmóður, og heldur til í húsi hennar í Tjarnar- götu. Stofnun, sem hefir bætt úr brýnni þörf um samastað fvrir þær mæður, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla fyrir og eftir barnsburðinn. Þá má einnig nefna hælið á Elliðavatni, sem er rekið í nánu sambandi við geð- veikrahælið á Kleppi Hefir tilhögun þar mjög verið háttað að ráðum dr. Helga Tómassonar. Hæli þetta hefir að vísu aldrei % verið sjerstaklega mannmargt, en þó unnið mikið og gott starf og orðið til þess, að Reykja- vík hefir komist mun betur en flest öhnur sveitarfjelög frá þeim miklu erfiðleikum, sem hafa verið á því að koma geðveikum karlmönn- um fyrir á undanförnum árum. Miklu meiri stofnun er þó vistheimilið í Arnarholti á Kjalarnesi. Það tók ttl starfa á síðastl. hausti og er undir læknisfræðilegri umsjá Árna Pjeturssonar læknis. Þar dvelja ýmsir þeir, sem ella mundu hvergi eiga höfði sínu að að halla. Er það vissulega vandrekin starf- semi, en einnig stofnun, er mjög brýn þörf var á og ekk- ert hefir verið til sparað, að svo væri úr garði gerð, að hún gæti náð tilgangi sín- um. í þessu sambandi má einn ig nefna barnaheimilið í Kumbaravogi, sem_ nýlega er tekið til starfa. Á það að starfa undir sjerstakri um- sjá barnaverndarnefndar, og er ætlast til, að þarna verði einkanlega komið fyr- ir börnum frá illa stöddum heimilum. Þá hefir bærinn með fvr- irgreiðslu og stvrkjum mjög stuðlað að því að átt gæti sjer stað sú stækkun á Elli- heimilinu, sem undanfarið hefir verið unnið að og ger- ir mögulegt að fjölga vist- mönnum á Elliheimilinu að miklum mun. Þannig hefir markvisst verið unnið að því, að bæta aðstöðuna fyrir þá, sem verst eru staddir. Samtímis því hefir á ýmsan annan veg verið reynt að gera svo yel við þá, sem opinbers styrks hafa þurft að njóta, sem fært hefir verið talið. Skal það ekki nánar rakið hjer, en einungis á það minst, sem þó ætti að vera óþarfi, að Þjóðviljinn þakk- ar auðvitað bæjarfulltrúa frú Katrínu Pálsdóttur fyr- ir allt, sem áunnist hefir í þessu efni. Kraftaverk frú Katrínar. Frú Katrín er gædd sama undramættinum að dómi Þjóðviljans og aðrir fulltrú- ar kommúnista, að þó að hún sje í miklum minni- hluta, þá er hennar verk alt, sem vel hefir verið gert, en auðvitað ekkert af því, sem miður hefir farið. Þannig er öll fyrirgreiðsla við stvrkþega á síðasta kjör- tímabili að þakka frú Kat- rínu, sem er aðeins einn fimti hluti framfærslunefnd arinnar, en hinir fjórir fimtu eiga allar skammirn- ar, sem Þjóðviljinn telur rjett að láta dynja á stjórn þessara mála. Hitt er þó furðulegra, að eins og máttur frú Katrínar og annara kommúnista er mikill til að fá góðum mál- um framgengt meðan þau eru í minnihluta, þá sýnist sá máttur mjög hverfa, ef kommúnistar einhversstað- ar fá meirihluta.Þannig hef- ir það t. d. reynst í fram- færslumálunum. Kraftaverka-mátturinn hverfur þegar kommúnistar komast í meiri hluta. Eitt helsta verkefni Áka Jakobssonar meðan hann var bæjarstjóri var að hlut- ast til um, að frekari sparn- aði yrði komið á í útgjöld- um til framfærslumála. Alveg sama kemur í ljós af skýrslum þeim um launa kjör og ellistyrki, sem ný- lega birtust í Lesbók Morg- unblaðsins, frá því eina ríki, þar sem kommúnisminn hef ir verið framkvæmdur. Þar kemur að vísu fram stórkost legur munur á launakjörum verkamanna Þannig að eini ágreiningurinn milli Morg- unblaðsins og Þjóðviljans um þetta efni er sá, hvort að launakjaramunurinn milli þeirra, sem vinna í sömu verksmiðjunni, sje þrítug- faldur eða aðeins tuttug- faldur. Þrátt fyrir þennan gífur- lega mun á launakjörum, er samt ljóst, að hagur þeirra, sem ellilauna njóta, er þó miklu verri en þeirra, sem lægst hafa launin. Þannig að þeir fá ekki nema lítið brot af launum hinna lægst launuðu. Er því Ijóst, að kommún- istar, þar sem þeir hafa þessi mál einir með höndum án þess að ,óhræsis íhaldið1 komi til, eru miklu líkari í skoð- un Áka bæjarstjóra heldur en frú Katrínar meðan hún er að koma kraftaverkum sínum fram gegn eindregn- um mótmælum ,mannníðing anna', sem sitja í framfærslu nefnd af hálfu íhaldsins og Alþýðuflokksins. Reynslan hefir sýnt, að Framh. á Ms. 15 Framh. af bls. 1. bandalagsins og hvernig það' hefði brugðist. Nýja bánda- lagið myndi verða frábrugðið því. Það ætti að ráða megin- atriðum í utanríkismálastefnu þjóðanna og vera miðstöð þeirra mála, en ekki standa utan þeirra, eins og garnla bandalagið. *' Við verðum, við munum ná markinu. Að lokum minntist Attle á stórmálin. — Atómsprengjan væri síðasta aðvörunin til mannkynsins. Að því, er atóm- orkuna snerti, væri aðeins um tvennt að ræða: líf eða dauða. Þingið myndi taka þau mál til meðferðar og leysa þau -farsællega. — Hver einstakur allra manna, karla, kvenna og barna, yrði að skilja, að banda lagið ynni að málum, sem snertu hann. „Markmið vort“, sagði Attlee að lokum, ,.er heimur, sem stjórnast af rjettlæti. Spaak kjörinn forseti. Að ræðunum loknum átti að fara fram kosning forseta þingsins. — Andrei Gromyko, sendiherra, fulltrúi Rússa á þinginu, kvaddi sjer hljóðs. Lagði hann til, að Tryggve Lie, utanríkisráðherra Norð- manna, yrði kjörinn forseti þingsins. Hann væri ágætur og þrautreyndur stjórnmálamað- ur. Kosning hans maklegur virðing’arvottur við norsku þjóðina, sem háð hefði svo hetjulega baráttu. Tók þing- heimur máli hans með dynj- andi lófaklappi. 1 sama streng tóku pólski utanríkisráðherr- ann og fulltrúar Ukrainu og Danmerkur. — Þá fór fram atkvæða greiðsla um það,, hvort kosning forseta ætti að vera leynileg eða ekki. Full- trúar 15 þjóða vildu leynilega atkvæðagreiðslu, en 9 voru á móti. — Úrslit hinnar leyni- legu atkvæðagreiðslu urðu þau, að Paul Henri Spaak, ut- anríkisráðherra Belgíu, var kjörinn með atkvæðum 28 þjóða, en fulltrúar 23 þjóða greiddu Lie atkvæði. Að forsetakjöri loknu var fundi frestað til morguns —- (föstudags). — Að fundinum loknum hafði Bevin, utanrík- isráðherra Breta, móttöku fyr ir þingfulltrúa í sal lávarða- deildar breska þingsins. — Á morgun fer fram kjör nefnda, en í öryggisráðið verður að líkindum ekki kosið fyr en á] laugardag. Framhald af 1. síðu Allsher j arverkf all símamanna. Starfsmenn símastofnunar- innar Western Union hófu verk fall í fyrradag, en búist er við, að, á morgun hefjist allsherjar- verkfall símamanna um öll Bandaríkin. Símastúlkur og símaverkfræðingar munu einn ig taka þátt í verkfallinu. Sáttahorfur í verkfalli bílaiðnaðarmanna. Walther Reuther, varaforseti sambands bílaiðnaðarmanna, hefir boðað fulltrúa verka- manna við General Motors verksmiðjurnar til viðræðna í Detroit næstkomandi sunnudag. Verða þar ræddar tillögur, sem nefnd, skipuð af Truman for- seta, hefir gert í málinu. Utvarpið ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukennsla, 1. fl. 19.00 Þýskukensla 2. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.25 Útvarpssagan: „Stygge Krumpen“ eftir Thit Jensen XI (Andrjes Björnsson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins. 21.15 Erindi: Uppeldisfræðileg- ar rannsóknir. — Til hvers (dr. Matthías Jónasson). 21.40 Pólsk lög (plötur). 22.00 Frjettir. 22.05 Symfóníutónl. (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Báðir í einu. NEW YORK: — Þegar Jos- eph Stevens og Harry Dwyer voru að æfa sig í japanskri glímu í Chicago á dögunum, vildi svo til, að þeir fótbrutu hvor annan á hægra fæti á sama augnabliki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.