Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjór.i: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. TT * r 7 » Art 7 » 7 * 4. Frjals viö kjorboroio ÞEGAR Koestler hefir í bók sinni lýst hinúm bág- bornu kjörum og undirokun verkalýðsins í Rússlandi undir stjórn kommúnista, þar sem.sagt er frá misrjettinu ] launakjörum, er skapað hefir nýríka vfirstjett í land- inu, sem ræður gersamlega yfir verkalýðnum og beitir hann allskonar harðrjetti, spyr hann: „Hverníg hefir allt þetta getað skeð, án mótstöðu, og í landi, sem að orði kveðnu hefir verið undir einræðis- stjórn öreiganna?“ Og Koestler svarar þessari spurningu þannig: ,,í auðvaldsríkjunum með lýðstjórnarfyrirkomulagi, eru verkamönnum opnar tvær leiðir til þess að hafa áhrif á stjórnarákvarðanir: hinar almennu kosningar og verk- lýðsfjelögin. Augljóst er, að fyrri leiðina er ekki um að ræða í ríki sem aðeins leyfir einn stjórnmálaflokk. Kjósendur í Ráðstjórnarríkjunum hafa aðeins rjett til þess að greiða atkvæði með eða móti þeim eina lista fram- bjóðenda, sem borinn hefir verið fram af stjórnarvöldun- um. Að greiða atkvæði gegn slíkum lista, getur komið kjósendum í koll, því að í flestum sveitakjördæmum fara kosningar fram opinberlega, auk þess sem það er með öllu tilgangslaust, þar eð ekki er völ á öðrum frambjóð- endum. Löglegir andstöðuflokkar eru ekki til, engin óháð blöð og engir möguleikar á því að almenningsálitið geti látið til sín taka gegn ríkisvaldinu“. Þannig er lýsing Koestlers á hinu „austræna lýðræði“, Verkalýðurinn í Rússlandi hefir engin tök á að ná rjetti sínum gegn um hinar almennu kosningar. En standa þá ekki verkalýðsfjelögin vörð um rjett verkalýðsins? Þessu svarar Koestler. Hann segir m. a.: „Er skrifstofuvald Stalins kom til sögunnar á árunum eftir 1925, varð gagnger breyting á starfsemi og högum verklýðssamtakanna.---------Hlutverk þeirra var nú ekki lengur að gæta hagsmuna verkamannanna, heldur áttu þau að herða á vinnuaganum og sjá til þess, að há- marksafköstin yrðu aukin. Þessi fjelagsskapur, sem áður hafði verið athvarf og vörn verkamannasíjettarinnar var nú orðinn verkfæri í hendi ríkisvaldsins til þess að kúga verkamenn“. Þetta voru orð Koestlers. ★ íslensku kommúnistarnir hafa verið að amast við því, að Morgunblaðið skuli vera að rifja upp stjórnarfarið í Rússlandi og hið miskunarlausa harðrjetti, sem verka- lýðurinn á þar við að búa. En kommúnistar.geta sjálfum sjer um kent, að almenn- mgur á íslandi fær vitneskju um þessi mál. Þeir hafa talið sig málsvara verkalýðsins. Þeir hafa prjedikað, að hjer væri verkalýðurinn kúgaður og undirokaður, eins og í öðrum ,,auðvaldsríkjum“. Samtímis hafa þeir verið að búsúna alsælu þá, sem verkalýðurinn í Rússlandi ætti við að búa, bæði í stjórnarfarslegu og efnahagslegu til- liti' Þeir bjuggu til slagorðið „austræna lýðræðið“ um stjórnarfar kommúnista og fengu átrúnaðarskáld sín til þess að hefja það til skýjanna. Þeir reyndu að telja verka- mönnum trú um, að hjer hefði þeir ekkert öryggi. En í ríki kommúnista væri þeim trygt fylsta öryggi o. s. frv. Verkalýðurinn á íslandi veit það nú, að allur þessi áróð- ur kommúnista var stórfeld blekking og fölsun stað- reynda. Hjer er verkalýðurinn frjáls athafna sinna. — Hann semur sjálfur um kaup og kjör sín, en í ríki komm- únista skamta valdhafarnir kaupið. Hjer hefir verkalýð- urinn lögverndaðan rjett til samtaka, til þess að tryggja rjett sinn og er frjálst að gera verkfall. I ríki kommúnista eru verkföll bönnuð að viðlagðri dauðarefsingu. Verkamaðurinn á íslandi fæst aldrei til að afsala sjer frelsi sínu. Hjer gengur hann frjáls að kjörborðinu og þar tryggir hann rjett sinn, með því að afneita boðberurn ein- ræðis og harðstjórnar — afneita kommúnistum! XJíluerjl óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Vantar ísland full- trúa í Núrnberg? NÝLEGA fóru fram umræð- ur á Alþingi um fyrirætlanir Þjóðverja hjer á Islandi í styrj aldarbyrjun. Njósnir og gagn- njósnir voru nefndar í því sam- bandi, en fátt kom fram í um- ræðunum, sem varpaði skýru ljósi á fyrirætlanir Þjóðverja og starfsemi hjer fyrir stríð. Nú vill svo vel til, að við mun um geta fengið aðgang að bestu heimildum um þetta atriði, þar sem eru málskjölin í rjettarhöld unum í Núrnberg. Þar hefir margt komið í ljós, sem almenn ingur vissi ekki um áður. — Flestar Evrópuþjóðir hafa veitt þessum rjettarhöldum serstaka athygli og hafa sent þangað blaðamenn og aðra fulltrúa til þess að fylgjast með því sem er að gerast og upp kann að komast. Þannig er það t. d. með Svía. Sænskir blaðamenn eru við- staddir rjettarhöldin og þeir hafa orðið margs vísari um starfsemi og fyrirætlanir Þjóð- verja í Svíþjóð og moldvörpu- starf nasista þar, bæði inn- lendra og erlendra. • „Amt Norden“- skjölin. í RJETTARHÖLDUNUM í Núrnberg hafa verið lögð fram skjöl, sem fundust hjá Alfred Rosenberg og nefnd eru „Amt Norden“ skjölin. Þessi fskjöl fjalla nær eingöngu um fyrir- ætlanir Þjóðverja á Norður- löndum og má gera ráð fyrir að ísland sje þar með, ef Þjóð- verjar hafa haft einhverjar fyr irætlanir í huga hvað ísland snertir. Göring ljet svo um mælt skömmu eftir að hann var hand tekinn í sumar að Hitler hafi fyrirhugað innrás á Island 1940. Það skiftir hreint ekki litlu máli fyrir Islendinga að fá að vita hið sanna í því máli. Ef til vill er nauðsynlegt að íslendingar sendi mann til Núrnberg eins og Svíar og fleiri þjóðir til þess að komast að fyr irætlunum Þjóðverja. En það þyrfti þá að gerast hið fyrsta. • Sírennslið. FYRIR nokkrum mánuðum voru menn hvattir til þess að gæta þess að ekki rynni hjá þeim vatn að óþörfu. Vatnsveit an _ hafði menn til þess að ,,hlusta“ hús að næturlagi til þess að ganga úr skugga um að ekki væri eytt vatni til ónýtis. Var þetta sjálfsögð ráðstöfun, því bruðl með vatn er ekk-i betra en önnur óregla, sem ekki á að eiga sjer stað. En nú virðist sem einhver aft urkippur hafi komið í það hjá Vatnsveitunni að ganga eftir því að vatn sje ekki látið renna til ónýtis. Undanfarnar vikur hafa mjer borist mörg brjef frá fólki, sem kvartar undan sí- rennsli vatns í húsum sem það býr í. Sumir, sem búa á efri hæðum hús kvarta yfir því, að fólk á neðri hæðum láti renna svo mikið vatn til ónýtis, að ekki komi dropi upp á efri hæð arnar, aðrir kvarta um svefn- leysi vegna söngs í vatnsrörun- um að næturlagi. Óvíða í heimi mun vera notað jafnmikið vatnsmagn á hvern íbúa eins og hjer í Reykjavík. Það er ekki vegna þess að Reyk víkingar sje meiri vatnskettir en fólk er flest, heldur vegna þess, að í kæruleysi er vatn lát- ið sírenna í tíma og ótíma. Vatnsveitan þyrfti að hefja eftirlit sitt á ný óg hafa það strangt. Stutt símtal. HÚSFREYJA skrifar mjer á þessa leið: — „Á mánudaginn var hringt í síma hjá mjer kl. 12.15. Jeg svaraði í símann og nefndi númer mitt, en sá, er hringdi spyr um annað númer og svara jeg þá- aftur og nefni enn númer sima míns, en við- komandi virðist ekki heyra svo jeg spyr hvaða númer hafi verið valið til þess að fullvissa mig um, að skakt hafi verið hringt. En svarið, sem jeg fæ er bara: „Þegiðu!“ — Síðan er skelt á. Jeg beið méð heyrnartólið fyr ir eyranu dálitla stund, mest af undrun yfir þessari dæmafáu ósvífni, því það er ekki á hverj um degi, sem maður er hringd ur upp til að skipa manni að þegja. Eftir drykklanga stund kemur-áftur rödd í símann og jeg spyr hver þetta sje og fæ þá það svar, að þetta sje í KRON. Gaf jeg þá þeim, er jeg talaði við skýringu á spurningu minni og sagðist gjarna vilja vita hvaða fyrirtæki það væri, sem hefði slíka dóna í sinni þjón- ustu. Það var stúlka, sem svar- að hafði í símann og kvaðst hún ekki hafa símað til mín. Þekkti jeg á röddinni að hún sagði satt. • Lögreglan og fáninn. AGNAR KOFOED HANSEN lögreglustjóri hefir skýrt mjer frá því, að lögregluþjónar hafi mjög ströng fyrirmæli um að sýna fána sínum, fánum er- lendra ríkja, svo og þjóðsöng Islands og annarra ríkja alla þá virðingu, sem krafist sje. — Þetta se svo stórt atriði í æf- ingu lögregluþjóna, að ekki komi til mála annað, en'að þeim sje öllum fullljósar skyldur sín ar í þessum efnum. Hinsvegar benti lögreglu- stjóri á, að þegar lögregluþjón- ar eru að vinna skyldustörf sín, t. d. að stjórna umferð og nota til'þess hendurnar, sje ekki hægt að krefjast af þeim að þeir geri tvent í' einu, vinna skyldustörf sín og heilsa fána, þjóðsöng eða yfirmönnum sín- um. Þegar lögreglúþjónn fer á undan fylkingu þar sem fáni er borinn og beinir umferð frá fylkingunni, er hann að vernda fánann og þá getur staðið þann ig á, að hann verði að snúa baki að fánanum, eða geti ekki stað- ið kyrr til að heilsa á meðan þjóðsöngur er leikin. Það er skylda lögregluþjóns að hugsa fyrst og fremst um starf sitt. Þetta sagði lögreglustjórinn og er skýring hans í alla staði eðlileg. (■uaauanMMMni MMwrmntmnmMtktiiáMMM^aB'nMMiiif ■ i*ir«inri>TB ■ mvtyafrrm Á ALÞJÓÐA VETTVANGI cmu*« «» w in langa leið lii frelsisins SEGLBÁTURINN var litlu stærri en venjulegur björgunar bátur; virtist jafnvel enn smærri er hann ljet í haf frá sænsku ströndinni og lagði út í hin vályndu veður og strauma sama Skagerrak. Um borð voru 16 estlenskir flóttamenn — sjö karlmenn, fimm konur og fjög ur ungbörn. Þau þrengdu sjer saman í lágreista vistarveru Ermu. Þau höfðu engin kort af Atlantshafinu, engin matvæli nema kartöflur, mjölmat og dálítið af niðursoðnum fiski. — En þau kvörtuðu ekki. Eftir margra ára stríð og strit voru þau á leið til Ameríku. Þau höfðu öll flúið frá ætt- landi sínu er Rússar hernámu það og neituðu að lúta stjórn kommúnista. Allt sparifje þeirra fór í að kaupa bátinn og vistirnar. Gömul bátsvjel var sett í Ermu og þó báturinn væri aðeins 34 fet, var hann sjó fær. Forystumaður flóttafólks ins var Harri Phalberg, sjó- maður góður og stýrimaður hans, Arvid Kuun var einnig góður liðsmaður á sjó. Þeir skiptu með sjer vöktum, stóðu við stýrið 4 klukkustund ir í einu allan sólarhringinn. — Það var eins og slæmt veður elti Ermu á röndum. Dag eftir dag veltist þessi litla fleyta í miklum sjóum og óveðri, en 62 dögum eftir að báturinn ljet úr höfn í Stokkhólmi kom flótta- fólkið til Madeira-eyju. Flótta- fólkið ætlaði í land, en yfirvöld in sögðu nei: „Við viljum enga kommúnista hjer“. x Fleytan ljet aftur úr höfn og stefndi suður á 20. breiddar stig og fjekk byr hinna hlýju stað- vinda. Vikum saman. naut fólkið og börnin sólarinnar á þilfari bátsins. En svo var það þann 27. nóvember s. 1., að Erma sigldi inn í kaldan vest- lægan storm, 60 mílur frá Hatt eras-höfða. Stórsjóar gengu yf- ir skipið dag eftir dag. Leki kom að dekkinu og lúgarinn fyltist af sjó. Alt blotnaði, föt, skór, rúmföt. Kuldinn var óskap legur. Einu sinni var báturinn einar 40 mílur frá Atlantic City, en þá skall enn á stór- viðri, sem hrakti bátinn aftur austur og suður á bóginn til hafs og það var ekki útlit fyrir annað en að flóttafólkið myndi farast, rjett í landsýn. Matvælabirgðir voru nærri á þrotum og skipverjar á Ermu gátu ekki borðað nema eina máltíð á dag. Til þess að elda þessa einu máltíð urðu konurn ar að skiptast á að halda prímus undir pottinum og pott- inum varð að halda yfir eldin- um með höndunum. — Oft fór prímusinn og potturinn um koll og olía og matur fór til spillis. Dag eftir dag lásu konurnar hátt fyrir börnin til að róa þau og karlmennirnir sungu til þess að óreifa huganum frá erfið- leikunum. Að lokum rakst amerískur tundurspillir á Ermu og dró hana til hafnar. Flótta- mennirnir fengu alla þá bestu aðhlynningu, sem hægt var að veita í flotastöðinni. Fólk sendi börnunum leikföng og fullorðna fólkinu fatnað og matvæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.