Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. jan. 1946 M0S6UNBLA8IÐ 9 framfaramAl REYKJAVÍKUR STEFNUSKRÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Hjer er í stórum dráttum lýst stefnu og starfi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarmálum höfuðstaðarins Hapýtíng náltúruorkunnar RAFORKAN S J ÁLFSTÆÐISMENN hafa beitt sjer fyrir öllum hinum stór- íeldu framkvæmdum í raforku- málum í Reykjavík, oft við mikla mótspyrnu andstæðinganna. Þegar fá skyldi ríkisábyrgð fvrir fyrstu virkjun Sogsins, not- aði Framsóknarflokkurinn það sem eina átyllu fyrir þingrofinu 1931. Þrátt fyrir andróðurinn hefir ekki tekist að stöðva framþróun- ina. Þegar Elliðaárstöðin fyrst tók til starfa, voru þar vjelasam'stæð- ur með 1500 hestafla orku, sem smám saman var aukin upp í 4500 hestöfl. Þegar fyrstu virkjun Sogsins var lokið árið 1937 voru þar vjela samstæður með 12500 hestöflum. Með viðbótarvirkjun Sogsins, sem lokið var 1944, bætast við 7650 hestöfl. Nú er verið að undirbúa bygg- ingu eimknúinnar varastöðvar við Elliðaár með 10800 hestafla orku. Þá er einnig hafinn undirbún- ingur að virkjun neðri Sogsfossa með þeim hætti, að þar geti alls fengist 60000 hestafla orka. Sjálfstæðisflokkurinn mun í raforkumálunum leggja áherslu á: 1. Að hin fyrirhugaða varastöð við Elliðaár verði fullgerð eigi síðar en haustið 1946. 2. Að undirbúningi virkjunar neðri Sogsfossanna verði hrað að sem frekast er kostur, og framkvæmdir hafnar eigi síð- ar en á næsta ári. 3. Að bæjarkerfið verði stórlega aukið og endurbætt í sam- ræmi við auknar aflstöðvar. HITAVEITAN SJÁLFSTÆÐISMENN hafa beitt sjer fyrir framkvæmd Hita- veitunnar, þrátt fyrir óteljandi örðugleika, bæði innan lands og utan. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna sýndu málinu langvar- andi fjandskap Þegar trygð voru kaup hita- rjettindanna á Reykjum með sam þykt bæjarstjórnar Reykjavíkur 1. júlí 1933, kröfðust andstæðing- ar Sjálfstæðismanna nafnakalls og greiddu þeir allir atkvæði á móti kaupunum eða hurfu af fundi. Síðar notuðu þeir yfirráð sín í gjaldeyrismálum til þess að hindra það, að nauðsynlegur jarð bor fengist keyptur erlendis frá til borunar eftir heita vatninu. Ef mótspyrna andstæðinganna hefði ekki komið til, mundi fram kvæmd verksins hafa verið lokið fvrir stríð, og þá fyrir einungis þriðjung þess kostnaðar, sem orðið hefir. Sjálfstæðismenn hjeldu engu að síður ætíð ótrauðir áfram og ljetu taka verkið upp að nýju í miðju stríðinu, þegar öll sund virtust lokuð. Nú er Hitaveitan búin að starfa í tvö ár og enginn efast lengur um ágæti hennar. Hitaveitan er nú slíkur orku- gjafi, að hún svarar til 70000 hest afla vatnsaflsstöðvar að meðal- tali. Hitaveitan hefir á einum sólar- hring veitt til bæjanns 25000 xonnum af heitu vatni. Hitaveitan sparar þjóðinni ár- lega 33 þúsund tonn af kolum, sem nú kosta 6 600 000 kr. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja áherslu á: 1 Að haldið verði áfram bor- iinum eftir auknu magni af heitu vatni að Reykjum. 2. AÖ varastöðin við Elliðaár > verði notuð til frekari hitun- ar vatnsins, þegar mest á reynir. 3. Að rannsakaðir verði aðrir möguleikar til hagnýtingar jarðhita, svo sem nýting jarð- hitans í Hengli til hags fyrir Reykvíkinga. 4. Að jafn skjótt og fært er, sje hitaveita leidd í þau bæjar- hverfi, sem enn ekki njóta hennar, en þangað til fái þess ir bæjarhlutar rafmagn til hit unar svo fljótí sem kostur er. 5. Að greitt verði fyrir notkun heita vatnsins til nnnara nota en upphitunar. svo sem til ræktunar í gróðurhúsum o. fl. Nýsköpun sjávarútvegsins Með eflingu sjávarútvegsins var lagður grundvöllur að vexti Revkjavíkur. Oll þróun í sjávarútvegsmálum í höfuðstað landsins hefir átt sjer stað undir forystu Sjálfstæðis- manna. Sjálfstæðismenn fylkja sjer einhuga um hina stórkost- legu nýsköpun í sjávarútvegi, sem mörkuð er með stefnu nú- verandi ríkisstjórnar, undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sjer fyrir því af alefli, að sem mestur hluti hinna nýju skipa, sem nú eru væntanleg til lands- ins á vegum ríkisstjórnarinnar, verði gerður út hjeðan úr bæn- um. Sjálfstæðismcnn telja rjett, að þeir einstaklingar, sem vilja hætta fje sínu í útgerð, eigi þess kost, og að greiða eigi fyrir út- gerð einstaklinga og fjelaga á allan hátt. Ef þátttaka einstaklinganna verð ur eigi svo mikil, að hún tryggi næga útgerð frá bænum, þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, að bæjar- sjóður leggi fram fje til skipa- kaupa. Því að mestu máli skiftir, að allir hafi næga atvinnu. Hitt varðar minnu, hver skipin á. Mun Sjálfstæðisflokkurinn í þessu efni fylgja fram þeirri stefnu, sem þegar hefir verið mörkuð af fulltrúum hans í bæjarstjórn. Bæjarstjórnin hefir þegar fest kaup á 10 nýtísku vjelbátum, sem smíðaðir eru efíir hagkvæmusíu teikningum, sem bæjarstjórnin sjálf Ijet gera. Þá hefir bæjar- síjórnin einnig boðist til að á- byrgjast kaup á 20 nýjum tog- urum í því skyni, að þeir verði gerðir út frá bænum. Bygging Reykjavíkurhafnar var hafin árið 1913, um svipað leyti og hafinn var undirbúning- ur að stofnuix Eimskipafjelags ís- lands. Síðan hafa siglingar lands- manna verið tengdari höfninni í Reykjavík, en nokkrum öðrum stað, og án hafnarinnar hefði Reykjavík ekki getað orðið mið- stöð verslunar, iðnaðar og stór- útgerðar á íslandi. Þegar fyrsti verktaki skilaði af sjer árið 1917 voru viðlegubryggj ur fyrir skip aðeins 240 metrar að lengd. Nú eru þær 1364 metrar að lengd. Auk þessa eru nú bátabryggj- ur að lengd 480 metrar. Til þeirra hafnarmannvirkja, sem nú eru fyrir hendi, hefir Reykjavík varið stórkostlegum fjárfúlgum. Á móti hefir komið aðeins 400 þús. kr. framlag frá ríkinu. Sjálfstæðisflokkurinn mun hjer efíir sem hingað til beita sjer fyrir eflingu hafnarinnar og vill m. a. í því skyni vinna að eftirfarandi atriðum: 1. Gjöra fyllingu meðfram Grandagarðinum. 2. Byggja geymsluhús vestast á fyllingunni, sem um leið Fólkssiraumurinn heftr Hin öra fólksfjölgun í Reykja- vík hefir lengi verið mönnum um hugsunarefni. Þannig segir Alþýðublaðið um vöxt Reykjavíkur þann 6. júní 1943: ,,Reykjavík er nú orðin ein hin fjölmennasta höfuðborg í heimi, miðað við fólksfjöldn þjóðarinn- ar. Vöxtur hennar hefir verið svo ör, að fátítt er um borgir, aðrar en þær, sem rísa upp við gull- æðar, olíubrunna eða annað því líkt“. Aldrei hefir fólksstraumurinn þó verið meiri til bæjarins en hin síðustu ár. Á síðustu fjórum árum, sem skýrslur ná til, hefir fólksfjölg- unin á öllu landinu numið 6212, manns, en á sama tíma hefir fólksfjölgunin í Reykjavík einni numið 6348. Ljóst er, að þessi öri vöxtur bæjarins skapar ýmsa erfiðleika, ekki síst á stríðsárum, þegar erf- innvirbi er brimvörn á Grandagarð- inum. 3. Byggja 3 bátabryggjur í við- bót við þá einu, sem lokið er. 4. Gjöra íogarabryggjur við norðurhluta Grandafylling- arinnar, svo að þar geíi orðið afgreiðsla minsta kosti 15 tog ara. 5. Gjöra garð frá norðurgarði gengt Ægisgarði, er skýli vesturhluta hafnarinnar fyr- ir austanátt. 6. Endurbyggja bryggjurnar í austurhöfninni, eftir því sem þörf er á og við verður kom- ið. 7. Sjá um að keypt verði til hafnarinnar stór og fullkom- in löndunartæki til afferm- ingar og hleðslu skipa, svo og aðrar nýtísku vinnuvjel- ar, sem ljetta og flýía allri afgreiðslu skipa. 8. Bæta aðbúnað verkamanna við höfnina með byggingu nýs verkamannaskýlis og endurbæta það gamla. 9. Fjölga verbúðabyggingum til að fullnægja þörf stóraukins bátaútvegs. 10. Byrja á framkvæmdum hafn armannvirkja fyrir skipa- smíðastöð, eftir því sem við verður komið. legið ti! Refkjavíkur iðara er um allar framkvæmdir en ella. í þessum staðreyndum er þá einnig að leita orsakanna til þeirra húsnæðisvandræða, sem í bænum eru. Ástæðan fyrir húsnæðisvand- ræðunum liggur ekki í því, að minna hafi verið bygt í Reykja- vík nú en áður. Á árunum fyrir stríð var bygt úr öllu því byggingarefni, sem þá fjekst flutt inn til bæjarins, en ríkisstjórn sú, sem þá var við völd, og studd var af andstæð- ingum Sjálfstæðismanna, stefndi beinlínis að því að hindra bvgg- ingarframkvæmdir í Reykjavík með því að takmarka innflutning á byggingarefni sem mest. Á þessum árum voru að meðal- tali bygðar 230 íbúðir á ári hjer í bænum. Fyrstu stríðsárin dró úr bygg- ingarframkvæmdum. Framk. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.