Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 11. jan. 1946 Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Framh af bls. 9 Hin síðari ár hefir verið bygt sem hjer segir: Árið 1942 var bygð 361 íbúð. Árið 1943 voru bygðar 354 íbúðir. Árið 1944 voru bygðar 339 íbúðir. Húsnæðisvandræðin Bæjarstjórnin hefir, undir for- ystu Sjálfstæðismanna, á marg- an hátt stutt og greitt fyrir þess- um miklu byggingarframkvæmd- um. Hún hefir látið mönnum í tje innlent byggingarefni. Þá hef- ir hún úthlutað mönnum lóðum með hinum hagkvæmustu skil- málum. Frá því 1942 hefir alls verið úthlutað 764 lóðum til í- búðarbygginga, og er langt kom- ið undirbúningi þess, að í ár verði hægt að úthluta a. m. k. 290 lóðum, þar sem reisa má h. u. b. 900 íbúðir. Þá hefir bærinn frá fyrstu tíð lagt sinn' skerf til bygginga verka mannabústaða, og er Reykjavík eina bæjarfjelagið á landinu, sem ætíð hefir uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögunum um verka- mannabústaði. Loks hefir bæjarstjórnin ekki látið við það sitja að styðja ein- stáklingana eftir föngum til byggingarframkvæmda, heldur sjálf hafist handa um bvggingu íbúðarhúsa, bæði bráðabirgða- húsa og fyrirmyndar-íbúða til frambúðar. Þannig bygði bæjarstjórnin 104 íbúðir í Höfðaborg. Bygð voru bæjarhúsin á Mel- unum með 48 íbúðum af vönd- uðustu gerð. Verið er að byggja við Skúla- götu 72 íbúðir í vönduðum hús- um. Þá eru um það bil að hefjast Árið 1945, í október mánuði, var búið að byggja 180 íbúðir, en þá voru í smíðum 758 íbúðir auk 240 einstaklingsherbergja. Þessar tölur sanna að aldrei hefir verið bygt nándar nærri eins mikið af íbúðarhúsum í Reykjavík og þessi síðustu ár. verða að leysasf framkvæmdir við byggingu stór- hýsis við Miklubraut.. Sjálfstæðisflokkurinn vill, í framhaldi af fyrri aðgerðum sín- um í húsnæðismálunum, bcita sjer fyrir: 1. Að einstaklingum verði auð- veldaðar byggingarfram- kvæmdir, enda leggur flokk- urinn á það mikla áherslu, að eðlileg byggingarstarfsemi einstaklinga verði ekki hindr- uð eða torvelduð. 2. Að mönnum verði látnar í tje lóðir til húsbygginga og þeim veittur hæfilegur frestur til að hefja framkvæmdir. 3. Að bærinn hafi til sölu bygg- ingarefni, sand og möl. 4. Að rannsaka hvort tiltækilegt sje, að bærinn komi upp steypublöndunarstöð, er selji einstaklingum hrærða stein- steypu. 5. Að einstaklingum verði látn- ar í tje ókeypis teikningar af hentugum smáhúsum. Svo og sameiginlegir eftirlitsmenn með slíkum byggingum. 6. Að stóraukin verði framlög af opinberri hálfu til verka- mannabústaða og auðvelduð verði starfsemi byggingar-. samvinnufjelaga, 7. Að byggingarefni sje notað til nauðsynJegra íbúðabygg- inga, í þarfir atvinnuveganna og almannastofnana. Yngttð kynslóðin þarfnasl aðfilynningar Undir forystu Sjálfstæðis- manna hefir bæjarstjórnin lagt áherslu á að hafa sem nánast sam starf við fjelög áhugamanna, svo sem Barnavinafjelagið Sumar- gjöf, um aðhlynningu yngstu barnanna. Bærinn hefir styrkt Sumargjöfina með stórfeldum fjárframlögum til þess að koma upp og reka vistheimili, dagheim ili og leikskóla Þá hefir bærinn styrkt sumardvalir barna í sam- vinnu við ríkisstjórnina og Rauða kross íslands. Barnaheimili hefir verið komið upp í Kumbaravogi. Akveðíð hefir verið að úthluta Thorvaldsensfjelaginu stóru landssvæði í Ártúni þar sem fje- lagið hygst að reisa barnahæli sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að styrkja hverskon- ar starfsemi áhugamanna, sem beinist að aðhlynningu barnanna og mun beita sjer fyrir: 1. Að reist verði barnaheimili svo að fullnægi þörfum bæj- arbúa. 2. Að leikskólum og dagheimil- um verði komið upp víðs veg- ar um bæinn og þeim ætlaður staður í hinum nýju hverfum. Öflugi íþróttalíf Undir forystu Sjálfstæðis- manna hefir bæjarstjórn Reykja- víkur á margan hátt stutt og styrkt íþróttalíf í bænum. Byrjað var á framkvæmdum við að koma upp allsherjar í- þróttasvæði vestan við Öskju- hlíð og hafði mikið fje verið lagt fram í því skyni. Þessar fram- kvæmdir stöðvuðust af stvrjald- arástæðum, og þegar á daginn kom, að ekki mundi hægt að ætla íþróttasvæði þarna stað í fram- tíðinni, var ákveðið að taka 95 hektara svæði í Laugardalnum undir íþróttasvæði og skemtistað bæjarbúa. í Laugardalnum hafa nú þegar verið keyptar eignir, á þeim slóð- um, þar sem sundlaug og aðal leikvangi hefir verið valinn stað- ur. Er nú verið að vinna að teikningu þessara mannvirkja og byrjað að ræsa fram landið. Samhliða þessu hefir verið var- ið miklu fje til viðhalds íþrótta- vellinum á Melunum og íþrótta- fjelög bæjarins á margan hátt styrkt. ★ Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja áherslu á að auka og bæta skilyrði fyrir eflingu íþróttalífs í bænum og stuðla að því eftir föngum, að uppvaxandi æska eflist að heilbrigði, þrótti og drengskap, við hollar íþróttaiðk- anir. Þessu marki vill flokkurinn m. a. ná með því — 1. Að hraða sem frekast er unt framkvæmdum á hinu fyrir- hugaða íþróttasvæði í Laug- ardal. 2. Að halda íþróttavellinum á Melunum í sem bestu horfi, þangað til Laugardalssvæðið er tilbúið. 3. Að halda áfram á þeirri braut að koma upp æfingavöllum víðsvegar í bænum fyrir í- þróttafjelögin. 4. Að styðja og styrkja íþrótta- fjelög bæjarins. 5. Að bæta sem best skilyrði til skauta og skíðaiðkana. 6. Að leggja sjerstaka áherslu á að börn í skólum bæjarins fái notið sem bestra íþróttaiðk- ana, bæði utan húss og innan. 7. Að stuðla að byggingu íþrótta húsa, eftir því sem þörf kref- ur. Fleiri skólar. Fjölþætf mentalíf Á síðustú árum hefir meira verið gert til endurbóta í skóla- málum bæjarins en nokkru sinni fyrr. Unnið hefir verið að tveim glæsilegum barnaskólabvgging- um. Laugarnesskólinn er þegar tekinn 1 notkun og bygging Mela skóla þegar komin vel á veg. Jafn framt þessu hefir Miðbæjarbarna skólinn verið stórkostlega end- urbættur og ákveðið er að bæta einni hæð ofan á Austurbæjar- barnaskólann. Komið hefir verið upp hús- mæðraskóla, sem.þegar hefir get- ið sjer hið besta orð. Byrjað er á byggingu gagn- fræðaskóla Reykjavíkur á Skóla- vörðuholti og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga fengið húsnæði, sem ætla má að honum nægi um sinn, þar til bygt verður yfir hann. Fje hefir verið lagt fram og lóð látin í tje til byggingar iðnskóla. Sjómannaskólanum hefir verið látið í tje endurgjaldslaust mikið landsvæði, svo sem áður var gert við Háskólann. Námsflokkar Reykjavíkur hafa verið styrktir. Bærinn hefir styrkt og gert mögulega starfsemi Skátaskólans að Úlfljótsvatni. í samræmi við þessar aðgerðir mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sjer fyrir alhliða stuðningi við mentalíf í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á: 1. Að lokið verði sem fyrst smíði Laugarnesskólans og Mela- skólans og síðan verði haldið áfram byggingum barna- skóla, eftir því sem þörf kref- ur. 2. Að hraðað verði byggingu Gagnfræðaskóla Reykjavíkur á Skólavörðuholti og síðan jafnhíiða hafin bygging fyrir Gagnfræðaskóla Reykvíkinga í Vesturbænum. 3. Að haldið sje áfram stuðningi við byggingu iðnskóla, svo að hann geti sem fyrst tekið til starfa í hinu nýja húsi. 4. Að bygður verði hið bráðasta nýr húsmæðraskóíi í Austur- bænum. 5. Að sem fyrst verði fram- kvæmd hækkun Austurbæjar barnaskólans og þar komið fyr ir bæjarbókasafninu, enda fái það útibú í öðrum barnaskól- urn bæjarins, eftir því sem við verður komið og starfsemi þess aukin að öðru leyti. 6. Að styrktir verði sjerskólar, t. d. Verslunarskólinn og Kvennaskólinn, svo sem verið hefir. 7. Að kenslutæki í skólum verði bætt og kenslukvikmynda afl að, svo sem þegar hefir verið gerð ráðstöfun til. 8. Að styrkt verði menningarf je- lög svo sem leikfjelög og hljómlistarfjelög. 9. Að bygð verði æskulýðshöll með þátttöku ríkisins. Aukin hollusta með útiveru Mikið hefir verið gert af því á síðustu árum að bæta aðstöðu bæjarbúa, bæði eldri og yngri, til heilsusamlegrar útiveru. Nú þegar eru fullgerðir fimm leikvellir með nýtísku áhöldum. Verið er að endurbæta og full- gera 4 til viðbótar, Auk þessa hefir 6 nýjum le'ikvöllum verið valinn staður og verða fram- kvæmdir við þá hafnar bráðlega. Þá er ákveðið, að í öllum nýjum hverfum bæjarins verði komið upp fullkomnum leikvöllum fyrir börnin. Skemtigarðar bæjarins hafa verið fegraðir og sumir þegar tek ið algerum stakkaskiftum, eins og Austurvöllur. í undirbúningi er að taka ný svæði í bænum til skemtigarða svo s'em á Landa- kotshæð, Sunnuhvolstúni og í Laugardalnum. mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sjer fyrir því: 1. Að sem mest verði hraðað framkvæmdum við þá leik- velli, sem þegar hafa verið á- kveðnir. 2. Að nýjum Jeikvöllum verði komið upp eftir því sem þörf krefur. 3. Að barnaleikvellir bæjarins verði jafnan búnir bestu tækj um og vel sjeð fyrir gæslu þeirra. 4. Að hraðað verði endurbótum á skemtigörðum og ný svæði tekin til notkunar sem allra fyrst. 5. Að hið fyrirhugaða skemti- svæði og friðland Reykvík- inga, „Heiðmörk“, verði girt á þessu ári og skóggræðsla hafin þar sem fyrst. Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.