Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. jan. 1946 — Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Frjálsl framtak í verslun og iðnaði Framh. af 'bls. 11. FYRSTU DRÖGIN að Reykja- vík sem kaupstað og höfuðstað landsins lagði Skúli Magnússon landfógeti, er hann með djörfu framtaki stofnaði hjer útgerð og iðnfyrirtæki. Verslun og iðnaður þjóðarinn- ar hafa eflst mjög, einkum eftir að landsmenn gátu notið frjálsra viðskifta, og þá fyrst og fremst hjer í Reykjavík. Hjer hefir verið miðstöð alls framtaks þjóðarinnar í verslun og iðnaði, undir farsælli stjórn Sjálf stæðismanna á bæjarfjelaginu. Höfnin, rafveitan o. fl. fyrir- tæki bæjarins hafa gert þróun at- vinnulífsins öra og affarasæla í hraðvaxandi höfuðstað, enda at-' vinnurekendur í iðnaði hjer orðn- ir 636 í árslok 1944, en rafknúnar iðnvjelar rúmlega 2500 að tölu. Hafði tala þeirra tvöfaldast á næstliðnum sjö árum. Sjálfstæðisflokkurinn vill hjer eftir sem hingað til leggja megin- áherslu á, að: 1. Efla frjálst framtak í verslun og iðnaði. 2. Skapa þessum greinum at- vinnulífsins sem best skilyrði, m. a. með því, að hafa næga og ódýra raforku fyrir hendi og lóðir til hentugra athafna- svæða fyrir fjelög og einstak- linga. 3. Stuðla að aukinni fagþekk- ingu í iðnaði og verslun. 4. Leggja sjerstaka áherslu á, að efla þær iðngreinar, sem vinna úr innlendum efnivör- um, svo sem fiskiðnaðinn. Góð fjármálastjórn undirslaða framfara SAMFARA MIKLUM og ör- um framkvæmdum í Reykjavík undir forystu Sjálfstæðismanna, hefir þess jafnan verið gætt, að stjórna fjármálum bæjarfjelags- ins af fylstu hagsýni og gætni. Reykjavík hefir yfirleitt haft til mikilla muna lægri útsvars- stiga en önnur bæjarfjelög. Eignir bæjarfjelagsins umfram skuldir voru í árslok 1944 tæpar 68 miljónir króna eða sem svar- ar 1533 kr. á hvern íbúa. — Fyr- ir stríð, árið 1938, voru eignirnar umfram skuldir rúmar 20 milj. króna, eða 544 kr. á íbúa. 1930 eru eignir umfram skuldir tæp- ar 11 og hálf miljón, eða 408 kr. á íbúa. Þó eru fasteignir bæjar- fjelagsins bókfærðar samkvæmt fasteignamati, sem mjög lítið hefir.hækkað, þannig, að ef meta ætti eignirnar til raunverulegs peningaigldis nú, mundu þær stórkostlega hækka. Sama er að segja um mannvirki fyrirtækja bæjarins, sem bókfærð eru með stofnkostnaði, sem miðast við kostnaðarvcrð, þegar þeim er komið- upp c g stofnkostnaður af- / skrifaður áiiega. Ef þessi mann- virki væru metin með núverandi verðlægi, kæmi einnig fram stórkostleg eignahækkun. Skuldir bæjarsjóðs erlendis eru nú naumast nokkrar, eða að- eins 50 þús. kr. í árslok 1944. — Erlendu lánin alls, að meðtöldum lánum bæjarfyrirtækjanna, eru nú aðeins 5,5 milj. kr. Sjálfstæðisflokkurinn mun hjer eftir sem hingað til leggja höfuð áherslu á, að gætt sje hag- sýni og varúðar í stjórn fjármála bæjarfjelagsins. Hann vill beita sjer fyrir: 1. Að borgurunum sje ekki í- þyngt með álögum fram yfir það, sem nauðsyn krefur. 2. Að gætt sje, sparnaðar í með- ferð f jármuna bæjarf jelagsins 3. Að opinberar framkvæmdir sjeu við það miðaðar, að þjóna sem best þörfum horg- aranna, bæta hag bæjarfje- lagsins og stuðla að eflingu atvinnulífsins. Listi Sj álfstæðismanna í Reykjavík er D-listi Víinning Steinunnar Sigurðar- dóttur frá Kópsvatni í DAG verður hún til mold- 1 ar borin, þessi gagnmerka kona, er var einn hinna hljóðlátu full trúa eldri kynslóðarinnar og átti að baki sjer langt og kær- leiksríkt ævistarf. Steinunn Sigurðardóttir fædd ist að Kópsvatni 29. sept. 1865 og var því áttræð, er hún and- aðist 3. þ. m. Hún var dóttir merkishjónanna Sigurðar Magn ússonar, hreppstjóra á Kóps- vatni, og Kristrúnar Jónsdótt- ur, konu hans. Ekki átti Stein- unn kost á skólagöngu í æsku. En á heimili foreldra sinna kynt ist hún íslenskum fornbókment um, því að þar voru fornsög- urnar lesnar á hverjum vetri spjaldanna á milli. Var Sigurð ur á Kópsvatni annálaður gáfu ig fróðleiksmaður, og frá hon- um erfði Steínunn ást sína á bókmentum, en kærleikslund sína frá foreldrunum báðum. Þegar fyrsta smjörbú hjer á landi var stofnað að Syðra-Seli í Hrunamannahreppi árið 1900, tók Steinunn að sjer forstöðu þess, en hún var í hópi þeirra kvenna, er fyrstar luku prófi í meðferð mjólkur hjá Hans Grönfeldt á Hvítárvöllum. Árið 1902 var smjörbú þeirra Hruna manna flutt að Áslæk, og veitti Steinunn því forstöðu á hverju sumri fram til 1911, er hún sagði því starfi lausu til þess að geta tekið við búsforráðum hjá mági sínum, Skúla hjeraðs lækni Árnasyni í Skálholti, en hann misti þá konu sína Sig- ríði, systur Steinunnar, frá um- svifamiklu heimili og börnum þeirra hjóna kornungum. Starfið við smjörbúið var að vísu ekki auðyelt, er það var rækt með þeirri trúmensku og prýði, sem einkendi öll störf Steinunnar Sigurðardóttur, en ólíkt var það þó áhyggju- og umsvifaminna en búsforráðin á læknissetrinu, því að bæði var búið allstórt og sífeldar gesta- straumur að garði allan ársins hring. En Steinunn hafði áður stjórnað stóru heimili, því að eftir að frændi hennar, sjera Guðmundur Helgason í Reyk- holti, misti konu sína, hafði hún verið bústýra hjá honum, Þegar Skúli læknir brá búi I og fluttist til Reykjavíkur árið 1927, fór Steinunn þangað með honum og fjölskyld^. hans og stýrði enn heimilinu um skeið. Hún hafði ávalt gengið börnum hans og fóstursyni í móðurstað, og áttu þau sjer þá ósk heit- asta, að hún fengi notið hjá þeim hvíldar, er ævi tæki að halla. En árið 1929 hlaut hún áfall af byltu og bar aldrei barr sitt eftir það. Og frá 1935 mátti segja, að heilsa hennar væri þrotin. Eftir það dvaldist hún lengst af á sjúkrahúsi, en á heimili sínu, er heilsan leyfði. ,,Sælir eru dánir, þeir er í drotni deyja, því að verk þeirra fylgja þeim“. Þeirra orða var minnst við lát þessarar göfugu kærleikskonu. Ævi hennar var óvenjulega flekklaus og fögur. Hún átti einlæga og öfgalausa trú, svo sterka og sanna, að hún mótaði alt líf hennar. Það var hlutskipti Steinunnar ungr ar að annast lítil, móðurlaus börn, segja þeim sögur af frels- aranum og kenna þeim kvöld- bænirnar, áður en þau fóru að sofa. Hún hugsaði um aðra meira en sjálfa sig, og henni var það nóg, ef hún sá gleði þeirra og hamingju, sem hún lifði fyrir. Hugsunarháttur hennar og hjartalag minti á orð Abrahams forðum: „Ekkert handa mjer“. Þjónustustarfið fyrir aðra var aðal hennar. Og nú er hún horfin um stund ást- vinum sínum, er geyma munu minninguna um hana sem dýr- mætan fjársjóð til æviloka. . Frændi. F.........................I ] x - 9 &&&&£, Eflir Roberl Sform j P ■! / VEAH.3UT IN LEQITIMATE BU&INES'S’, VOU DON'T C0A1PET6 , WITH Ö'/VIEN ! WELL, FRANKIE...NOW yOU KNOW HOW WE OPERATE THERE'ö A RI5K, OF C0UR£E BUT THAT'E- TRUE OF ANV n BUSINE££.' , A .r»Á WlUH/M 'op: | v 15 Kicg Fc-aturcs Syndicate, ínc , World rights rcscrvcd I 6>EE VOUR POlNT.. IF I'M Ó0IN6 TO BE A ETINKER, I /MAV A4- WELL E3E A ' B\6 ONE! A& A DRAFT EVADER, YCU WERE C0MPETIN6 WiTH THE 6-MEN BEFORE VOU MET ME — ONLV NOW, VOU 6ET , PAID FOR IT ! _____ Glámur: Jæja, Franki, nú veistu hvernig við G-menn! — Glámur: Sem liðhlaupi varstu farinn rWHAT A FUNK I TL'RNED OUT TO BE.. DIDNT HAVE THE 6UT$ TO FACE A DRAFT CALL UKE THE OTMER V0UN6 ÖUYð' .NOW jeg eins orðið mikill þrjótur. — Mikill skelfingar vinnum. Auðvita er áhættd í þessu fólgin, en hún að keppa við þá, áður en þú kyntist mjer. En nú ræfill var jeg annars, þorði ekki í herinn eins og er nú í öllum viðskiftum. — Franki: En í lög- færðu borgað fyrir kepnina. — Franki: Jeg skil hinir piltarnir og er svo að grafa undan heima- legum viðskiftum þarf maður ekki að keppa við þig, og ef jeg á að fara að verða þrjótur, þá get vígstöðvunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.