Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. jan. 1946 •lMMM*MMMMIIMMMMMMMMIIMMMMIMMMIMIMMMMMMMI*MM*fMMMMMMMMMMMM*MMMMMMMMMMMM***M*MM MMM**M ••••*••**• MM***M,******,,,,,,*****,**I,,,*,*,,*M,M,MMM,,,,M Dularfulla brjefið C.-fítlr lí)oi'ot/tif Í3. Jl VLCf Leó immiimiMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIimilllllllllllllllllMIIMM*IIIIIIMMMMMIIM***M*MMM*MMMMMMMM**M*MM**««MMM*,*MMMM,MM,M,M* 11. dagur ,,Jeg þakka“. Anna sneri sjer aftur að umræðuefninu. ,,Er það af þeim ástæðum að þú komst til mín?“ Elsa talaði hægt. „Dow er nokkuð gamaldags. Hann heldur að stúlkur geti ekki sjeð um sig sjálfar. Og þar sem hann er vinur þinn, heldur hann, að þú þurfir sjerstakr- ar verndar við, geri jeg ráð fyrir“. Hún brosti en það var enn alvara í augum*hennar. — „Sjáðu til, eftir að Nick fór af skrifstofunni, fór hann að elta mig, líkt og hann gerði við þig í gær. Jeg skildi þetta ekki. Jeg á við . . “. Hún brosti dapurlega. „Jeg hjelt að hann væri ástfang inn af mjer. En jeg fann það fljótt, að hann var að reyna að fá upplýsingar um starfsemi Dows“. Hún var hætt að brosa. „Jeg sagði Dow þetta. Og hann bað mig að halda áfram að fara með honum út, meðan þeir reyndu að komast að því, að hverju hann stefndi. Svo jeg hefi gert eins og hann bað mig um, en jeg er hálf hrædd við hann“. Anna sagði: „Það er jeg líka. Jeg er hrædd þegar jeg sje hann . . en jeg hræðist líka að sjá hann ekki. Hann . . hann gerir mig svo óstjórnlega hrædda“. Þetta var sannleikur. Núverandi vinátta hans var enn skelfilegri en óvinátta hans. — Hún dró djúpt að sjer andann. „Hversvegna hjelt Dow að Nick mundi veita mjer ein- hverja eftirtekt?“ „Vegna föður þíns“..— Augu Elsu voru meðaumkvunarfull. „Þú sagðir Dów, að faðir þinn hefði með höndum mikilvægt starf. Hann var hræddur um að Nick mundi reyna að fá upplýs- ingar um þetta frá þjer“. Anna brosti ánægð. „Hann getur það ekki. Jeg veit ekkert um þetta“. „Hefir hann reynt það?“ Hann hafði reynt að fá hjá henni upplýsingar, en ekki samskonar og Elsa hjelt. Hún reyndi að svara þessu ekki. — „Hann er að reyna að komast eftir einhverju. — Jeg vildi að faðir minn færi að koma“. „Veistu ekki, hvenær hann kemur?“ „Nei“. Elsa sagði: „Farðu til Dow. ef Nick ónáðar þig aftur. — Hann mundi hjálpa þjer“. Anna kinkaði kolli. „Jeg skal gera það“. Loksins sá hún hversu lævíslega Nick hafði fengið hana til að vantreysta vinum föður síns. Eftir því að dæma, sem hún hafði heyrt í kvöld, hafði Nick sífelt sagt henni ósatt. Þetta um samning- ana hlaut að vera satt hjá Elsu. Það var of auðvelt að komast að raun um það, hvort hún segði satt. Nú vissi hún úr hvaða átt hættan steðjaði. Hún stóð upp til að fara. — „^anske að faðir minn komi á nrrorgun. Þá get jeg hætt að hafa áþyggjur af Steuben“. — Hún horfði gegnum regnvotan glugg ann. Það var enn mikil rigning, en þó virtist hún heldur vera að minnka. Elsa iánaði henni regnhlíf. „Ef til vill yerður enn rigning á morgun“. Elsa sagði: „Jeg kem á mánu daginn og sæki regnhlífina. — Jeg verð að öllum líkindum að vinna hjerna þá“. Um leið og Anna spenti út regnhlífina, sá hún ljósin á leigubíl koma hægt niður göt- una. Þetta var sjerstök heppni, að henni skyldi takast svona fljótt að ná í bíl. „Til Parke-gistihússins“, sagði hún við bifreiðarstjórann. „Það er fyrir sunnan Central Park“. Hún hallaði sjer aftur og naut þægindanna. Kvöldið hafði tek- ist vel. Hún var glöð yfir því að hún skyldi hafa hitt Elsu og sú tilfinning gladdi hana, að hún þurfti ekki að vantreysta vinum föður síns. Regnið buldi á bílrúðunum. Bíllinn hafði ek- ið um stund, er hún tók eftir því, að hann stefndi ekki í norð ur, í sömu átt og aðalgöturnar. Hún bankaði í rúðuna hjá bíl- stjóranum. „Jeg sagði Hótel Parke“. „Jku. Hann var hvorki önug- ur nje illúðlegur. — „Jeg þarf ast þetta sjálfsagt. „Jeg þarf fyrst að koma pakka í hús hjerna niðri á Oðru Stræti. — Þetta kemur ekki til að kosta yður neitt meira“. Hún vildi ekki deila við hann og gera hann reiðan. En þetta var einkennilegt. Hvernig stóð á því, að þennan leigubíl hafði borið að einmitt þegar hún þurfti á honum að halda? Það hafði verið ætlast til þess að hún tæki þennan bíl. Það átti að koma í veg fyrir það, að hún kæmist til gistihúss síns! Hún hafði ekki hugmynd um, hvar þau voru stödd. Það var ómögulegt að lesa götunöfnin í þessu myrkri og rigningu. Og bifreiðin fór með alt of mikl- um hraða, til að hugsanlegt væri að stökka úr henni. Bíl- stjórinn gat farið með hana hvert sem honum hafði verið skipað. Hún varð að bíða eftir tækifæri til að sleppa burtu. Og þegar tækifærið kom, var hún fljót að nota það. Vörubíll kom út úr þvergötu og bílstjór- inn varð að stöðva bifreiðina. Anna opnaði hurðina og komst út á götuna áður en bifreiðar- stjórinn gæti stöðvað hana. — Hann leit undrandi á hana, um leið og hún fleygði hálfum doll ara til hans. „Jeg kæri mig ekk ert um að vera að útbýta pökk- um“, sagði hún og hljóp yfir götuna þar sem þrír eða fjórir menn húktu. I fjarska sáust ljós in á strætisvagni. Hún komst upp í strætisvagn inn og settist niður og reyndi að dylja hræðslu sína. Hjarta hennar barðist ákaft. Hún mundi eftir regnhlífinni. Hún hafði ver ið íalleg en var nú töpuð. Hún vonaði að hún gæti keypt ein- hverja, sem líktist henni. Hún fór ein úr vagninum á Sjötta Stræti. Um leið og hún var komin niður á götuna, vissi hún, að hún hafði farið vitlaust að. Hún hefði átt að fara úr vagninum á Fimmta stræti, þar sem hún gat verið viss um það að fólk væri á ferli. Auk þess var þar meira af ljósum. Það var enginn á götuhorninu. — Hún fór yfir á suð-austur götuhorn- ið, til að bíða þ»r eftir strætis- vagninum, sem fór upp í borg- ina. Hann varð að koma fljótt, varð að koma áður en leigubíll- inn kæmi, eða menn, sem af ein hverjum ástæðum vildu gera henni illt. Hún stóð fast upp við húsið á horninu og reyndi að fylgjast með því, sem gerð- ist við báða enda götunnar. — Hún var holdvot og skalf af hræðálu við tilhugsunina um það, sem ef til vill var að elta hana. | Loks sá hún ljós á hreyfingu 1 niður við norðurenda götunnar, | ljós á leigubifreið en ekki strætisvagni. Hún faldi sig í skoti á húsinu og þorði ekki að stöðva bílinn, því að hún óttaðist I að það væri sá sami, sem hún var nýsloppin útúr. Bíllinn þaut framhjá og hún gekk aftur út á gangstjettina. En um leið og hún gerði það, sá hún þrjár ó- ljósar verur skammt í burtu. — Hún þóttist geta heyrt þung- lamalegt fótatak þeirra. Hún nötraði af ótta og stundi hálfhátt: „Látið strætisvagninn koma, í guðanna bænum, látið hann koma“. Og eins og svar við bæn hennar birtust í fjarska óglögg ljós bifreiðar. Fótatakið nálgaðist og varð hærra. Strætisvagninn kom á ná- kvæmlega rjettum tíma. Hún hljóp út á götuna og veifaði til hans, um leið og mennirnir komu að götuhorninu. Hún sá ekki andlit þeirra, sneri sjer ekki við, til þess að líta út um gluggann. Hún fjell niður í sæti rjett aftan við vagnstjór- ann og lokaði augunum. Hræðslan rann ekki af henni, fyrr en hún var komin upp í herbergi sitt. Kjóllinn hennar var ónýtur, sömuleiðis hattur- inn. Skórnir voru rennvotir. En henni stóð á sama. Að baki læstrar hurðarinnar var hún ör- ugg. Það var ekki fyrr en hún hafði farið í heitt bað og var kom inn í silkisloppinn sinn, að hún mundi eftir litlu hvítu umslög unum, sem henni höfðu verið fengin með lyklinum. — Gat það verið, að Jim væri kominn aftur? Hún opnaði eitt umslag. I því var smáblað, sem á var ritað, að Steuben hefði spurt eftir henni. Hún opnaði annað og í því var hið sama. Um leið og hún opnaði þriðja umslagið, hringdi síminn. „Anná!“ Nick var í símanum og virtist í mjög æstu skapi. „Er alt í lagi hjá þjer?“ „Já, jeg hefi það ágætt“, hún reyndi ekki að dylja háð sitt. „Hefi það alveg prýðilegt“, end urtók h.ún. „Guði sje lof“, sagði hann. „Jeg hefi verið að Kringja til þín síðan. snemma í kvöld. Jeg var farinn að verða áhyggju- fullur. Ef jeg hefði vitað hvar þú varst, mundi jeg hafa sótt þig“. En jeg slapp, hugsaði hún. — Svo hló hún hátt. „Jeg hefi skemmt mjer ágæt lega í kvöld“, sagði hún. „Jeg skil ekki hversvegna þú ert að hafa áhyggjur af því, sem jeg geri“. BEST AÐ AUGLYSA í MORGUNBLAÐINU Stríðsherrann á Mars •enflfaiaqa Eftir Edgar Rice Burroughs. 109. „Heldur þú, Salensus Oll, að kona manns eins og hann er, sá sem þarna berst“, hrópaði hún, „myndi nokkru sinni leggjast svo lágt að svívirða minningu hans, væri hann látinn, með því að taka sjer minni mann að maka? Er til í nokkrum heimi maður slíkur sem John Carter, prins af Helium? Er nokkursstaðár nokkur maður til, sem fyrir konuást leggur sig í þúsund hættur um allan þenna hnött? Jeg, Dejah Thoris, prinsessa af Helium, er hans að eilífu. Hann barðist fyrir mig og vann mig. Ef þú ert liraustur maður, þá munt þú heiðra hreysti hans og hlífa lífi hans. Gerðu hann að þræli, ef þú vilt. Salensus Oll, en þyrmdu lífi hans. Jeg vildi heldur vera ambátt með honum, en drotning í Okar“. „Hvorki þrælar nje drotningar skipa Salensus Oll fyr- ir verkum“, svaraði jeddak jeddakanna. „John Carter skal deyja eðlilegum dauða í nægtabrunninum, og sama dag og hann gefur upp andann, skal Dejah Thoris verða drotning mín“. Jeg heyrði ekki svar hennar, því þá fjekk jeg rothögg á höfuðið, og þegar jeg kom til sjálfs mín aftur, voru aðeins nokkrir varðmenn eftir með mjer í áheyrnar- salnum. Um leið og jeg opnaði augun, otuðu þeir að mjer sverðsoddum og báðu mig að rísa á fætur. Þeir leiddu mig eftir löngum göngum, uns jeg hjelt okkur vera nærri miðbiki hallarinnar. Var þar herbergi allstórt og á miðju gólfi þess var djúpur brunnur og hjá honum stóðu allmargir verðir og biðu mín. Einn þeirra hjelt á löngum kaðli í hendinni, og tók hann að rekja hann sundur, er við nálguðumst. Við vorum um 50 fet frá mönnum þessum, þegar mjer lanst eins og jeg vera stunginn í einn fingurinn, hvað eftir annað. Andartak var jeg hissa á þessari einkennilegu tilfinn- ingu, en svo mundi jeg eftir hringnum góða, sem prins Talu hafði gefið mjer, er jeg fór frá Marentina. Professor Charles Townsend Copeland var eitt sinn spurður hvernig á því stæði, að hann hjeldi áfram að búa á efstu hæð í Hollis Hall. — Herbergi hans var lítið og heldur óásjá- legt og vinur hans stakk upp á því, að hann flytti. — Nei, svaraði Copey, nei, svo lengi sem jeg lifi mun jeg búa á efstu hæð. Það er eini staðurinn í Cambridge, þar sem drottinn einn er fyrir ofan mig. Hann þagnaði augnablik og bætti svo við. — Hann hefir feiknin öll að gera . . en hann hefir ekki hátt. ★ Negrapresturinn var að tala um fyrir einum úr söfnuði sín- um, gömlum negra að nafni Montgomery Lee. Gamli karl- inn var drykkfeldur og lýginn. — Hvernig stendur á því, sagði presturinn, að þú fæst ekki til að trúa því, að Helvíti sje til? Hefurðu ekki heyrt um elda Helvítis? Veistu ekki, að fyrir þjer liggur ekkert annað en að brenna og kveljast um alla eilífð? — Já, jeg hefi heyrt talað um þetta, svaraði Lee gamli, en jeg held ekki að nokkur maður mundi lifa þennan skolla af. + Baltimore Johnson hafði far- ið úr skyrtunni og sat úti á bletti og týndi úr henni pödd- urnar. Vinur hans gekk framhjá og spurði: — Hvað ertu að gera, Balti- more? — Gá að stærfræðipöddum. — Stærðfræðipöddum? — Af hverju ertu að kalla þær það? — Vegna þess, að þær auka ólíðan mína, draga frá ham- ingju minni, deila blóði mínu og margfaldast hraðar en sjálf- ur skrattinn. ★ Gömul kona gekk að kistu mannsins síns, hristi höfuðið, andvarpaði og sagði: i — Vesalings Henry, jeg vona þú hafir farið þangað sem jeg býst við að þú sjert ekki. ★ — Heyrðu Gunnar, húsbónd inn minn sagði í morgun að jeg yrði að sýna kurteisi og skyn- bragð, þegar jeg þjónaði gest- unúm. Hvað á hann eiginlega við? — Jeg skal skýra þetta fyrir I þjer, Knútur minn. I morgun gekk jeg inn í baðhefbergi og það var kona í baðkerinu. Jeg sagði: — Afsakið þjer, hérra, og flýtti mjer út. „Afsakið þjer“ var kurteisi, en ,,herra“ var skynbragð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.