Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 iSueinhiöm ^JJc anneóóon, lueinnfom ■ Virðingin fyrir verka- manninum ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Tíminn eyða í dag miklu af dýrmætum pappír og prentsvertu til að sví virða mig sem verkamann, vegna þess að jeg hefi ekki brugðist fjelagslegri skyldu minni um að vera í framboði til stjórnarkosningar í stjettarfje- lagi mínu, Dagsbrún, eftir á- skorun fjelaga minna. — Þessi blöð álíta að verkamenn sjeu aðeins pólitísk peð, sem eigi enga sannfæringu. Það er vegna þessa sem flestir verkamenn fyr irlíta Alþýðuflokkinn og hata Framsóknarflokkinn. í Dagsbrún er jeg og við Sjálf stæðisverkamenn aðeins verka menn. Þar kemur engin póli- tík til greina, því verkamenn hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta hvaða flokki sem þeir fylgja. Jeg lýsi því yfir, að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn nje forystumenn hans hafa reynt að hafa áhrif á framboð mitt og starf í Dagsbrún, hvorki hvatt mig nje latt. Enda hefði jeg þar ekki farið eftir neinum flokkslegum fyrirskipunum. — Jeg ræki fjelagslegar skyldur mínar eftir getu, alveg eins og jeg nýt fjelagslegra rjettinda. Atkvæðagreiðslan í fyrra sýndi það, að fjelagar mínir bera traust til mín. En útkom- an þá sýndi líka vantraust verkamanna á Alþýðuflokkn- um, sem naut harðfylgis Fram- Sóknarflokksins og Mjólkursam sölunnar. Það er leiít að á fert ugasta ári Dagsbrúnar skuli vera til flokkur, kenndur við alþýðuna, sem sýnir verkamönn um aðra eins lítilsvirðingu og Skrif Alþýðublaðsins benda til. iVerkamennirnir, sem enn eru í Alþýðuflokknum myndu vera vel metnir í stjórn Pagsbrúnar, Stjettarfjelags okkar verka- manna, ef þeir fengju frið til þess fyrir ofríki flokksforingja sinna. Alþýðublaðið hneykslast á því að jeg skuli vera á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar, líklega af því að jeg er verkamaður. Jeg hjelt að mjer væri alveg leyfi- legt að hafa sjálfstæða skoðun. Og mjer hefir altaf fundist Sjálfstæðisflokkurinn framtak- Samastur, frjálslyndastur og hlyntastur raunverulegum um- bótum. Því er jeg þar flokks- maður. Jeg veit ekki betur en að meiri-hlutinn í verkakvennafje laginu Framsókn sjeu Sjálfstæð jskonur, og mun formanni þeirra það kunnugast. — Engin þeirra hneykslast á því þó for- maður þeirra, frú Jóhanna Eg- ilsdóttir, sje á lista Alþýðu- flokksins. Aðeins telja þær og flestir aðrir að henni hefði hæft betur fyrsta sæti heldur en það þriðja, vegna mannkosta og for menskuhæfileika, að Jónunum alveg ólöstuðum. ,,Þegar ljónshúðin hylur ekki þá er að bæta refsbelgnum við“, segir gamla spakmælið. — Framsóknarflokkurinn hefir löngum haft í hótunum við okk ur verkamenn, en nú kjassa þeir góðu menn okkur í öðruhverju orði. Við munum þó enn áhug- ann í byggingamálunum frá þeim tímum er Eysteinn var að úthluta ,,reseptum“ á spýtur fyrir 100 krónur og þar um, gegn drengskapar loforðum um að nota dýrmætið vel. — Við munum líka þá tíma er Fram- sókn vildi láta klæða styrkþega í nokkurskonar sakamannabún inga, og senda þá sem matvinn- unga út í sveit. Við vitum líka vel, að það er einmitt Fram- sóknarflokkurinn, sem á höf- uðsök á dýrtíðinni. Við vitum að hin pólitísku samvinnufje- lög hafa legið eins og mara á þjóðinni. Og við þekkjum það vel, að frá þeim hjeruðum þar sem Framsóknarvaldið er mest hefir verið mestur fólksstraum ur hingað, vegna þess að menn vilja ekki una ofríki. Og við munum það líka, verkamenn, þegar helsti bygg- ingasjerfræðingur Alþýðu- flokksins hjelt því fram á fundi í Byggingafjelagi verkamanna, að bæjarstjórnin ætti að byggja leigukassahverfi fyrir fátækl- ingana. Efnuðu mennirnir ættu að vera sjer. Og um verka- mannabústaðina hafa hvorki Alþýðuflokkurinn nje kommún istar af miklu að státa. Þeir hafa aðeins rifist um völdin en flýtt sjer með hægð um fram- kvæmdir. Frá byrjun hafa ver- ið byggðar að meðaltali um 20 íbúðir á ári, eða minna en lítil- fjörlegustu byggingarfjelög ein- stakra manna byggja nú. — Þó hefir ekki staðið á bæjarstjórn um tilskilið framlag. Við fjelaga mína í Dagsbrún vil jeg segja þetta: Við höfum skyldur við fjelag okkar, og skyldur við bæjarfjelagið. Sann færing hvers eins á að ráða því, hvaða stjórnmálaskoðun hann aðhyllist. 8. jan. Sveinbjörn Ilannesson. Bryggjutimbur Get útvegað frá Svíþjóð: bryggjutimbur, sívalt og kantað, af góðtegund í löngum lengdum. Ennfremur símða- og húsatimbur, krossvið, þilplötur og fleira til bygginga, gegn innflutnings- og gjaldeyrisleyfum. Jóh ann Ueyhdal Setbergi. $x®®<$x$x$k$x$x$x®®3x$x$x$x$x$x$x$x$xSx$x$x$x®<$xSx$x$x$k$x$x$x$x®<®®®®<®®®®^$x®®®®$x£<$k$k$xíxSx$x$x§.®<®<$x®<.>®®<$><®®<$xÍxí Almennur fundnr Sjúlfstæðismunnu Fyrsti fuhdur í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík efna til almenns fundar Sjálfstæðismanna í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sunnudaginn 13. janúar kl. 2 e. h. Þetta er fyrsti fundur Sjálfstæðismanna í hinu nýja fíokkshúsi við Austurvöll. % Umræðuefni: Fundarsetning: Fundarstjóri: Ræður flytja: BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR. Eyjólfur Jóhannsson, formaður byggingarnefndar. Frú Gúðrún Jónasson. Bjarni Benediktsson, borgarstjóri. Frú Auður Auðuns, cand. jur., Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir. Jóhann Hafstein, framkvstj. Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Thors, forsætisráðherra. Hljómsveit hússins leikur í byrjun f undarins, Allir Sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn. Reykvíkingar! Fylkið ykkúr um Sjálfstæðisflokkinn — flokk ykkar! Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík » VÖRÐUR ® HEIMDALLUR ® IIVÖT ® ÓÐINN • «$x$®<$x$x$x$®<$x$x$x$K$»$x$K$$x$K$<$<$x$<$x$x$K$x$x$x$x$x$x$x$K$x$x$x$K$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$K$x$K$x$x$x$x$x$;í*ixfx&<®«xsK$<$xsx$<$K»; <$xS*S><SxSxSxSxSx$xSxSxSK$KSx$x$x$x$><Sx$<Sx$<$*$xSxSxSxS><SxSKSxS*S*SxSxSxSxS»SxSxSxSxSxSxSx$<Sx$><SxS*S*S^xSxSx$<$<S<íx$?x$x$><$<$><$x$*$<$*$»®<$-fx UTSALA I dag og næstu daga seljum við til rýmingar nýjum birgðum kvenskó, kveninniskó og karlmannaskó með miklum afslætti. Sk óueróíunin ísjorl? h.i. Laugaveg 26. «*$*$*$<$<$<$<$<$<$*$x$<$k$<$x$x$x$x$x$x$x$k$x$x$x$x$x$*$xSxSxSxS*$x$x$x$*$x$x$xSx$«$kSxSx$<$»Sx Sölumaðtlr I Duglegur og áhugasamur ungur maður getur feng- ið framtíðaratvnnu hjá okkur strax sem sölumað- ur innanbæjar og utan. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ^JJ. CJiaJóóon CJ iJemhöJt 1 | •t"i a*$*$K$K$*$*$X$*$><$><$><$>3><$<$<$*$3x$<$<$<$<$<í>$><$<$x$<$><$><$<$K$X$<$X$S*$><í>®<$S*I<í»$xíx$.-.>< $*$<$<$<$^<S*$<$3*$3*$^<$*$><$<$<$k$><$*$<$<$<$<$<$<$<S*$*«><$<$<$*$<$<$<$<$<S*$*$<$<S*$<$-$> Vinnustígvjel með leður og gúmmísóla, nýkomin, margar gerðir. verð frá kr.: 25,90. Fæst alls staðar. Framlcitt lijá RUMFORD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.