Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1946, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. jan. 1946 MORQUNBLAÐIÐ 11 Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins Fögur borg með hagkvæmu skipulagi Frh. af bls. 10. Mörg undanfarin ár hefir ver- ið unnið kappsamlega að skipu- lagsmálum Reykjavíkur. Vegna hins öra vaxtar bæjar- ins hefir þurft að leggja sjerstaka áherslu á skipulagningu nýrra hverfa. Enda er , fyrirkomulag þeirra yfirleitt fagurt og hag- kvæmt. í elstu hverfum bæjarins þarf að breyta gatnaskipun í sam- ræmi við nútíma kröfur og um- ferð. Hefir nú í höfuðatriðum náðst samkomulag um framtíð- arskipulag þessara hverfa. Eitt af höfuðatriðum skipulagn ingar* bæjarins er að velja stór- byggingum hentuga staði, svo sem ráðhúsi. Hefir verið efnt til samkepni um staðsetningu og útlit ráðhúss, enda hefir nú þeg- Greið umferð í gatnagerð hefir á síðustu ár- um verið lögð mikil áhersla á, ekki einungis að lagfæra ailar götur eftir hið mikla rót við lagn ir Hitaveitunnar, heldur einnig að grjótpúkka og malbika allar fjölförnustu göturnar. Til gatnagerðar. holræsa og við halds, hefir á síðasta kjörtímabili ve'rið varið um 18 miljónum króna. Bærinn hefir eignast margar nýjar, stórvirkar vinnuvjelar og eru ráðin stórfeid kaup nýtísku vjela til viðbótar. Grjót- og sand- nárp bæjarins hefir stóraukist. Afköstin hafa margfaldast með nýrri tækni og hefir þannig á síð- asta ári lengd malbikaðra gatna aukist um nær þriðjung. Bærinn hefir tekið í sínar hend ur rekstur strætisvagnanna og á margan hátt umbætt hann. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja áherslu á: 1. Að haldið verði áfram þeirri stefnu að fullbyggja ailar göt- ar verið lögð til hliðar 1 miljón króna til byggingar þess. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sjer fyrir því: 1. Að hið fyrsta verði staðfest það skipulag, sem nii hefir náðst samkomulag um. 2. Að sett verði löggjöf, sem geri skipulagsbreytingarnar framkvæmanlegar, m. a. um verðihækkunarskatt á þeim lóðum, sem hækka í verði vegna skipulagsbreytinganna. 3. Að hin eldri bæjarhverfi verði hið fyrsta bygð upp í sam- ræmi við nútíma kröfur. 4. Að haldið verði áfram und- irbúningi þess, að bygt verði ráðhús, meðal annars með því að áætla rífleg fjárframlög til þess, og framkvæmdir hafnar svo fljótt sem fært þykir. góðar götur ur bæjarins með hagkvæm- ustu aðferðum og nýjustu tækni. 2. Að stofnað verði til vísinda- legra rannsókna um hentug- asta efni og aðferðir til gatna- gerðar. 3. Að haldið verði áfram kaup- um stórvirkra vinnuvjela af nýtísku gerð til gatnagerðar og annarar bæjarvinnu. 4. Að rekstur strætisvagnanna verði aukinn og endurbætt- ur. 5. Að rannsakað verði, hvaða gerð strætisvagna henti best. 6. Að fjölgað verði strætisvögn- um og umferðaleiðum. 7. Að komið verði upp biðskýl- um á viðkomustöðum strætis- vagna. 8. Að bætt verði aðstaða við rekstur bifreiðastöðva í bæn- um. 9. Að komið verði upp miðstöð fyrir langferðabifreiðar. Oryggi gegn skorti Á árunum fyrir styrjöldina var hjer mikill og vaxandi fram- færsluþungi, svo að nærri lá, að hann sligaði gjaldgetu bæjar- sjóðs, einkum þó eftir að and- stæðingar Sjálfstæðismanna veltu meginhluta framfærslu- kostnaðar landsmanna yfir á Reykjavík eina með sjerstakri löggjöf. Sumir andstæðinganna vildu þá beita styrkþegana sjerstöku harðræði, svo sem með því að láta þá gartga í þar til gerðum fötum og búa við rýran kost. Sjálfstæcfismenn hjeldu því hins vegar fram. að hjer dygðu engin harðræði, heldur bæri að leggja höfuðáherslu á eflingu at- vinnulífsins í bænum, því að þá mundi allur óeðlilegur fram- færsluþungi hverfá. . Reynslan hefir staðfest rjett- mæti þessarar skoðunar Sjálf- stæðismanna, því að eftir að at- vinnulífið blómgaðist, hefir fram færsluþunginn orðið hverfandi miðað við það sem var. Hins vegar hefir bæjarstjórnin, undir forystu Sjálfstæðismanna, beitt sjer fvrir því að nota það fje, sem þannig hefir sparast, til þess að koma upp ýmiskonar hæl um og stofnunum fyrir þá, sem vegalausir voru, Komið hefir verið upp vist- heimilum á Elliðavatni og Arn- arholti. Sjerstakt mæðraheimili hefir verið sett á stofn. Elliheimilið Grund hefir verið styrkt til mikillar stækkunar. Sjálfstæðisflokkurinn er nú sem áður þeirrar skoðunar, að öruggasta ráðið gegn skorti sje blómlegt atvinnulíf, en vill búa sem best að þeim, sem á almanna hjálp þurfa að halda, og vill í því skyni beita sjer fyrir: 1. Að haldið verði áfram þeirri stefnu að koma upp heimilum fyrir þá, sem hvergi eiga höfði að að halla. 2. Að komið verði á víðtæku kérfi almannatrygginga. Heilsuvernd í Miklu fje hefir á undanförnum árum verið varið til hreinlætis í bænum,- Hafa framlög til þessa verið stóraukin á síðustu árum, enda sjást þess augljós merki. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn- inni hafa beitt sjer fvrir því, að ráðinn yrði lærður læknir sem heilbrigðisfulltrúi, enda er það l'jóst að nauðsyn er öruggrar for- ystu bæjarins í heilbrigðismál- um. Bæjarstjórnin hefir nú þegar haft aukin afskifti af heilþrigð- ismálum með stvrkjum til hjúkr- unarfjelagsins Líknar og með því að standa að verulegu leyti straum af kostnaði við hina merki legu berklaskoðun á bæjarbúum. Þá hefir bærinn tekið við rekstri sjúkrahúss Hvítabands- ins, er hann áður styrkti, og beitt sjer fyrir byggin-ýu nýrrar fæð- ingadeildar við Landsspítalann. Sjálfstæðisflokkurinn mun beiía sjer fyrir því: 1. Að lokið verði hið fyrsta setn- Hagnýt rækfun Undir forystu' Sjálfstæðis- manna hefir bæjarstjórnin um langa hríð greitt fyrir jarðrækt og landbúnaði á bæjarlandinu og látið mönnum ræktunarlönd í tje með hagkvæmum kjörum. í þessu skvni leigir bærinn ein- staklingum nú um 450 erfðafestu lönd og 1524 kálgarða. Eftir því sem bærinn stækk- aði, hefir orðið að taka af erfða- festulöndum undir bygðina, en með miklum jarðakaupum bæj- arins hafa verið skapaðir stór- auk.nir möguleikar til þess að láta bæjarbúum ræktarlönd í tje í framtíðinni. Hafinn er undir- búningur að nýrri úthlutun rækt unarlanda. Á Korpúlfsstöðum er hægt að skapa skilyrði til fyrir- myndar búreksturs með fram- leiðslu barnamjólkur fyrir aug- um. • Unnið er að stofnun garðyrkju stöðvar að Lambhaga í sambandi við Hitaveituna. hreinlegum bæ ingu fullkominnar heilbrigð- issaniþyktar fyrir bæinn. 2. Að hin nýja fæðingardeild geti sem fyrst tekið til starfa. 3. Að nýtt farsóttahús verði bygt svo fljótt sem unt er í sam- lögum við ríkið. 4. Að síðan verði haldið áfram að byggja sjúkrahús í bænum, eftir því sem hefttast er talið að ráði sjerfróðra manna. 5. Að unnið sje gegn óhollustu þeirri, er af áfengisnautn leið- ir og bindindisstarfsemi efld. 6. Að starfsemi heilsuverndar- stöðvar verði efld og aukin í samstarfi við Líkn og ríkis- stjórn. 7. Að hreinlætið í bænum verði aukið með samvinnu bæjar- stjórnar og borgara. 8. Að fengin verði ný og hag- kvæm tæki til sorp- og gatna- hreinsunar. 9. Að haldið verði áfram rann- sókn á því, hvernig sorpi verði eytt þannig, að úr því fáist verðmæt efni. bæjarlandsins Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sjer fyrir: 1. Að hraðað verði úthlutun erfðafestulanda. 2. Að ætíð verði næg kálgarða- lönd fyrir hendi. 3. Að haldið verði áfram sjer- fræðilegri aðsteð og leiðbein- ingum fyrir almenning við garðrækt. 4. Að komið verði. upp fyrir- myndar kúabúi á Korpúlfs- stöðum til framleiðslu barna- mjólkur. 5. Að haldið verði áfram rann- sóknum á áburðarvinslu úr sorpi til hagnýtingar við rækt unina. 6. Að hraðað verði framkvæmd- um við stofnun garðyrkju- stöðvar að Lambhaga, þar sem ræktaðar verði matjurtir í garða bæjarbúa og skrúð- plöntur í skemtigarða bæjar- ins. Framfarír Ijetta hehnilisstörfin Framkvæmdir bæjarfjelagsins á undanförnum áratugum hafa á margvíslegan hátt ljett húsmæðr unum störfin. Má þar til nefna vatnsveituna, skolpleiðslur, gas, rafmagn og heita vatnið. Þrátt fyrir það þótt vatnsveit- an flytji nú hjer um bil 400 lítra á sólarhring fyrir hvern íbúa bæjarins, hefir hin síðustu ár ver ið tilfinnanlegur vatnsskortur í ýmsum bæjarhverfum. Nú er ver ið að gera ráðstafanir til þess að bæta úr þessu með stækkun vatnsveitunnar. í framlialdi af fyrri aðgerðum mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sjer fyrir að ljetta heimilisstörfin með því: 1. Að framkvæmdir við lagn- ingu nýrrar vatnsæðar frá Gvendarbrunnum verði hrað að svo sem frekasí eru föng á. 2. Að með aukinni úfgerð sje trygt, að nýr fiskur sje ætíð fáanlegur í bænum. 3. Að fisksölumiðstöð fyrir bæjarbúa verði komið upp í hraðfrystihúsi því, sem Fiski- málanéfnd nú er að byggja; þar sem hafnarstjórn hefir trygt henni aðsetur. 4. Að athugaðir verði möguleik- ar á t»í að koma upp stofnun til geymslu riýmetis fyrir heimilin. 5. Að komið verði upp almenn- ings þvottahúsi í sambandi við hitaveitu og rafveitu. Framh. á 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.