Morgunblaðið - 15.02.1946, Síða 7
Föstudagjur 15. febr. 1946
ÍOR6UNBLI0I®
1
Morgaret O’Brien íær 325 þús.
kr. í árslttun
MARGARET O’Brien, 8
ára gömul, byrjaði að leika
í kvikmyndum, þegar hún
var fjögra ára. Síðan hefir
hún fullgert fjórar myndir
og þær vinsælustu, eins og
,,Journey for Margaret“,
og „Meet Me in St. Louis“,
hafa haft það í för með sjer,
að hún er alment álitin ein-
hver þektasti kveiíleikari
Bandaríkjanna.
O’Brien litla fær 50.000
dollara (325 000 krónur) á
ári frá kvikmyndaf jelagi því
sem hún er ráðin hjá, og um
það bil jafn mikið fyrir ýms
aukastörf við útvarpsleiki,
hljómplötugerð o. fl. í leik-
herbergi hennar er meðal
annars myndlíkan af. St.
Bridget, sem Gaelic Society
hefir gefið henni, tvö heið-
ursmerki fyrir að selja stríðs
skuldabrjef, demantshring-
ur frá Jimmy Durante, og
mjmd af Marshall hershöfð-
ingja með eiginhandarund-
irskrift hans. O’Brien er
heiðursprinsessa tveggja
kynflokka í Indlandi, og fær
fleiri brjef frá kvikmynda-
aðdáendum en allir leikarar
M-G-M kvikmyndafjelags-
ins, að Van Johnson og
June Allysön undanskild-
um. Öll þessi viðurkenning-
armerki sýna það ljóslega,
að hún er frægasti barnaleik
arinn síðan á tímum Shirley
Temple, og enn er ekki út-
sjeð um, hvort hún fer jafn
vel ekki fram úr henni.
Miklar leikgáfur.
ÞAÐ eru tvö mikilsverð
atriði, sem gera það að verk
um, að Margaret O-Brien er
öðru vísi en flestir aðrir
barnaleikarar. Hún er ekk-
ert sjerlega falleg og hún
hefir hvorki dans nje söng-
hæfileika. En hún hefir samt
einn ómetanlegan eigin-
leika, leikarahæfileika, en
þar er hún langt á undan
jafnöldrum sínum, sem
stunda leikstarfsemi. Marga
ret er ágætur skopleikari,
hefir sjerstaklega góðan
framburð og er einstakur
snillingur að beita hinum
barnalega yndisþokka sín-
um.
Jafnvel fullorðnir kven-
leikarar verða að vera gædd
ir þeim hæfileikum, að geta
látið tárin streyma, þegar
með þarf. í fyrstu kvikmynd
sinni, „Journey for Marga-
ret“, kjökraði hún og org-
aði í fullar fjórar og hálfa
mínútu. Persónuleiki henn-
ar hefir komið mörgum full-
orðnum leikurum í vand-
ræði. Lionel Barrymore hef
ir sagt um hana: „Hún er
eini kvenmaðurinn, að Ethel
systur minni ótaldri, sem
hefir komið mjer til að
vökna um augun“.
Það, sem vekur jafn vel
meiri furðu en leikaðferðir
hennar, er hæfileiki hennar
að læra hlutverk sitt. Varla
kemur fyrir oftar en fjórum
eða fimm sinnum meðan
verið er að gera myndir
hennar, að hún gleymi lín-
um sínum, þó það komi ekki
ósjaldan fyrir, að fullorðnir
gleymi þeim jafn oft á ein-
Hún er aðeins átta ára gömul og
þó einn af vinsælustu kvikmynda-
leikurum Bandaríkjanna
um degi. Síðastliðið vor fór
hún með 33 sjálfstæðar lín-
ur í útvarpið, án þess að mis
takast í eitt einasta skifti og
þurfti þó aldrei að styðjast
við handritið. Fullorðið fólk,
sem tók 'þátt í þessari út-
varpssendingu, furðaði stór-
lega á þessu fyrirbrigði. —
Margaret, sem lærir línur
sínar með því að hlusta á
móður sína fara með þær,
skammaðist sín ákaflega fyr
ir að geta ekki lesið handrit-
ið. Er hún heyrði, að það
væri hreint ekki svo erfitt
að læra að lesa, þrábað hún
að fá að taka aukakennslu
í lestri. Það, sem flest börn
læra á tveim árum, lærði
hún á 67 dögum. Hún getur
í dag lesið næstum hvaða
bók sem er.
Þetta er Margaret O’Brien.
kvikmyndum?“ „Ó, já,
þakka yður fyrir“, svaraði
Margaret og sneri sjer síðan
að móður sinni. „Hann hef-
ir ekki farið víða þessi, ex
það?“ spurði hún. Það feist
frekar meðaumkun með full
orðnum en mont í þessum
barnalegu spurningum henn
ar. Þegar hún fyrst mætti
Gloria Swanson, sagði Glo-
ria: „Einu sinni var jeg nú
sjálf töluvert þekkt leik-
kona“. „Er það?“, svaraði
Margaret. „Hvað kom fyr-
ir?“
Margaret notar eiginleika
sína út í æsar. Síðasta mynd
hennar, „Our Vines Have
Tender Grapes“, hefst á því,
að hú n lætur í ljós hrygð
sína yfir að hafa orðið óvilj-
andi litlum íkorna að þana.
Kvikmyndastjórinn lýsti
þessu nákvæmlega' fyrir
henni, lagði áherslu á gildi
bessa þáttar og spurði loks,
hvort það væri nokkuð
meira, sem hún vildi vita.
,,Já“, svaraði Margaret. —
„Viltu að tárin renni hing-
að“, hún snerti augnahár
sín, „eða viltu tár, sem
renna alla leið niður?“
Hún hefir nóg að gera.
MARGARET og móðir
hennar — faðir hennar dó
áður en hún fæddist — búa
í íbúðarhúsi í Beverley
Hills. Margaret fer til vinnu
hjá kvikmyndafjelaginu kl.
níu á hverjum morgni, og
er þar allan daginn, annað
hvort að leika, fara yfir hlut
verk eða stunda nám við
skóla þann, sem kvikmynda
fjelagið hefir handa hinum
ungu leikurum sínum. Að
klukkustundar hvíldartíma
ótöldum, eyðir Margaret
megninu af þeim fjórum
tímum, sem hún er við leik-
störf, í að hugsa um eitthvað
sorglegt, til þess að komast
í rjett skap fyrir alvarleg-
ustu þætti kvikmyndarinn-
ar. Hún gerir þetta óbeðin
og virðist hafa hina mestu
ánægju af.
Helmingur launa hennar,
sem, samkvæmt lögum rík-
isins, er lagður inn á spari-
sjóðsbók hennar, fer í Vic-
tory Bonds. Megnið af því,
sem eftir er, fer til uppihalds
hennar sjálfrar og móður
hennar. Margaret fær sjálf
ekkert nema það, sem hún
vinnur stöku sinnum í spili,
sem hún spilar upp á fimm
cent spilið, auk þess sem
hún fær einn dollara og tutt
ugu cent fyrir að taka til í
klæðaskápum móður sinnar,
og það sem hún vinnur á
skeiðvellinum, en um hesta-
veðmál er Louis B. Mayer
aðal ráðunautur hennar.
Móðir Margaret litlu, Gla-
dys O'Brien, vann fyrir sjer
í mörg ár sem dansmær. —
Hún mætti manni sínum, er
hún sýndi dans hjá hring-
leikahúsi nokkru, og giftist
honum 1934. Eftir að dóttir
hennar fæddist, ferðaðist
Gladys í tvö ár ásamt syst-
ur sinni um Bandaríkin,
Kanda og Kúba til danssýn-
inga. Meðan systir hennar
sýndi dans, eyddi Gladys
miklu af tíma sínum í kvik-
myndahúsum, og með henni
var oft dóttir hennar litla,
sem til þessa hafði lifað mest
an hluta hinnar stuttu æfi
sinnar á ferðalögum.
Ákvað að verða Ieikari.
MARGARET tók snemma
þá ákvörðun að verða kvik-
myndaleikkona. — Áður en
hún var orðin fullra þriggja
ára, hafði hún lært sex eða
sjö hlutverk, meðal annars
hlutverk Scarlett O’Hara og
Lady Hamilton, sem hún
ljek, hvenær sem hún fekk
tækifæri til þess. Árið 1941,
er hún var fjögra ára gömul,
þótti henni tími til kominn
að fara til Hollywood. Móð-
ir hennar ljet þetta eftir
henni.
Eftir það einkenndist fer-
ill hennar af baráttu og sigr
um yfir erfiðri samkeppni
og slæmum aðstæðum. — Á
vilja komast að hjá kvik-
mvndaframleiðanda, yfir
skrifstofukostnað er eftir-
farandi klausa: „Fyrir að
horfa á börn gædd ýmsum
hæfileikum, 500 dollara; fyr
ir að hafa tal af þessum börn
um, 50.000 dollara“. — Á
þessu sjest ljósast, hvaða álit
flestir kvikmvndaframleið-
endur hafa á barnaleikur-
um. Og við þetta bætist. bað,
að skrásetningarskrifstofa
kvikmyndafjelagsins skráir
árlega 2400 börn, sem næst-
um öll geta sungið, dansað,
skaufað og riðið á hestbaki,
mikið betur en Margaret.
Ein leiðin fyrir börn, sem
vilja komast a ðhjá kvik-
mvndafjelögum, er að fá
Paul Hesse til að taka af
sjer mynd. Á biðstofu Hesse
var sægur af fallegum og
efnilegum börnum, og móð-
ur Margaret f jell allur ketill
í eld og vildi fara með hana
heim aftur. En Margaret
þverneitaði því, og beið í
klukkutíma. — Loks kom
Hesse til vinnustofu sinnar,
hoffði augna'blik á Margaret
og sagði, um leið og hann
benti á hana: „Þessa vil jeg
láta sitja fyrir“.
Fyrsta hlutverkið.
MYNDIR Hesse birtust á
forsíðum margra vikublaða.
Hún fekk einnig smáhlut-
verk í kvikmyndinni „Babes
on Broadway“, en hinn eig-
inlegi ferill hennar á sviði
kvikmyndanna hófst, er
henni var gefið hlutverk
foreldralausu stúlkunnar í
„Journev for Margaret“. —
Þar sem flest börnin í Holly
wood eru sælleg, vel vax-
in og hamingjusöm að sjá,
gátu fá þeirra komið til
greina til þessa hlutverks.
Margaret, með hið föla og
tilfinninganæma andlit sitt
og fljettúrnar, mundi hafa
verið sjálfsögð í hlutverkið,
jafnvel þó hún hefði ekki
verið gædd þeim leikhæfi-
leikum, sem raun er á. Er
próf höfðu farið fram og að-
eins fjórar voru eftir af um-
sækjendunum, fór Margaret
með nokkrar línur, með
þeim árangri, að Harry Rapf
kvikmyndaframleiðandi,
hrópaði: „Látið hana hætta,
hún er að drepa mig“, og ljet
hana fá hlutverkið. — Frá
þeirri stundu hafa vinsældir
hennar stöðugt aukist.
Hún er ófeiniin.
SÁ árangur, sem Marga-
ret hefir náð með leiklist
sinni, mundi gera það að
verkum, að jafnvel illa gef-
ið barn, mundi komast að
raun um þýðingu sína. Marg
aret, sem er langt frá því að
vera heimsk, genr sjer þetta
algerlega-ljóst. Þegar Clark
Gable sneri aftur eftir
tveggja ára herþjónustu,
mætti hann Margaret litlu
og sagði brosandi: „Jæja,
telpa mín, leikur þú líka í
- Alþj. veltv.
Framh. af bls. 6.
og gengi gjaldeyris er eitt og
hið sama, þegar til lengdar læt
ur, og má gjarnan bæta yið
eignaaukaskattinum (eengangs
skatten).
Það er gífurleg ábyrgð, sem
-hvílir á foringjum verkalýðs-
og vinnuveitendafjelaga innan
ástands þess, er nú ríkir, þeg-
ar ríkisvaldið ræður hagkerf-
inu, en’ ákvörðun vinnulauna
er ein háð frjálsu samkomu-
Iagi. Þetta ástand er órjett-
mætt og mjög hættulegt. í
höndum foringja samtakrnna
hvíla ekki einungis ákvarðanir
um hæð launataxta, heldi?r í
raun rjettri ákvarðanir um
gengi gjaldeyris vors og sam-
kepnismöguleika landsins,' og
þar með um það, hvort hægt
verður að forðast geigvænlegar
kreppur.
Ef verkamenn sjálfir beittu
viturlegri hófsemi í launa-
samningum og vinnuveitendur
sömu hófsemi í útreikningum
ágóða síns, myndi slíkt bera tí-
faldan ávöxt fyrií danskt at-
vinnulíf og þvi verða báðum
aðilum til hagsbóta á ókomn-
um tímum.
Vandamál, sem leysa
verður í samhengi.
Verkalaun, gengismál og
eignaskattur eru eitt og sama
vandamálið, og verða því ekki
leyst hvert í sínu lagi. Það
gengur sjálfsmorði næst, er
hópur landsmanna ætlar að
þvinga fram hærri laun, m. a.
af ótta við að krónan muni
verða feld, og annar hópur
krefst ef til vill lægra gengis,
ff því að hann sjer fram á
hækkandi kauplag. Það er
skylda ríkisstjórnarinnar, iðn-
samtaka, verlcalýðs- og vinnu-
veitendafjelaga að haga að-
stæðum þannig, að þessi við-
fangsefni verði leyst í sam-
hengi.
Hjónaefni. Síðastl. laugardag
opinbaruðu trúlofun sína Kam
illa Valdimarsdóttir og Eyjólf-
ur Vilhelmsson. Bæði til heim-
ilis á Hverfisgötu 91.