Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 1
33. árgangur. 54. tbl. — Fimtudagur 7. marz 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. CHURCHILL VARAR VIÐ KOMMÚMSTUM Alþjóða rilhöfunda mót í Slokkhólmi sumar ALÞJÓÐAFJELAGSSKAP- UR rithöfunda, Pen klúbburinn, mun halda 17. alþjóðaþing sitt í Stokkhólmi dagana 2. til 6. júní í sumar. Boð hefir verið sent til um 40 Pen-klúbba víðs- vegar í heiminum og er búist við um 300 þátttakendum. Mafgir merkir rithöfundar hafa verið boðnir á þingið, sem heiðursgestir og meðan á þing- inu stendur, munu þátttakend- ur fara í boði Svíakonungs; til Konungshallarinnar og ýmis- legt fleira er í undirbúningi, Farandkensla. Brelar leggja kapp London í gærkvöldi. ATTLEE, forsætisráðherra Breta, hefir lýst yfir því, að Bretar leggi nú mikið kapp á rannsóknir atómorkunnar og atómsprengjunnar. Þessi til- kynning forsætisráðherrans barst um líkt leyti og Winston Churchill gerði það að tillögu sinni, í ræðu þeirri, sem hann hjelt í Bandaríkjunum í gær, að bandaríska stjórnin gerði leyndarmál atómsprengjunnar ekki opinber. Attlee kvað at- ómrannsóknir Breta fyrsta árið mundu kosta 2.800.000 sterlings pund. •—Reuter. Tekjuhæsfu menn Ameríku. Louis B. Mayer $908,069 Thomas J. Watsc,, $425,548 ENDURBYGGING NEÐRI MÁLSTOFUNNAR. LONDON: — Vinna er haf- in við endurreisn neðri mál- stofu breska þingsins, sem ger- eyðilagðist í loftárás Þjóðverja á London árið 1941. ÞESSIR TVEIR MENN voru tekjuhæstu menn Bandaríkj anna árið sem leið. Louis B. Mayer, forstjóri Metro Goldwyn Mayer kvikmyndafjelagsins, hafði rúmlega 900.000 dollara í kaup yfir árið, eða um 6 miljónir króna, en sá, sem kom næstur honum, Thomas J. Watson, varð að lifa á rúmlega 400 þúsund dollurum, eða um 3 miljónum króna. Watson er forstjóri Inter- national Business Machines Corp. Forsætisráðherra íran snýr heim frá Moskva Viðræður hans við Rússa hafa engan árangur borið. London í gærkvöldi. ÞAÐ er nú alment álitið, að forsætisráðherra íranstjórnar, er undanfarið hefir dvalist í Moskva, til viðræðna við stjórnar- völdin þar, muni hverfa heimleiðis eftir einn eða tvo daga. — Meðan beðið er eftir heimkomu hans, bíða stjórnirnar í London og Washington eftir því, að svar rússnesku stjórnarinnar við orðsendingu þeirra um íranmálin, berist þeim í hendur. Hvetur til samvinnu enskumælandi þfóða til verndar friðnum Einkaskeyti til Morgunblaðsins. London í gærkvöldi. WINSTON CHURCHILL, fyrverandi forsætisráðherra Breta, sem nú dvelur í Bandaríkjunum, hjelt ræðu í fyrrakvöld, sem vakið hefir athygli um allan heim og þykir ein merkasta ræða, sem haldin hefir verið um alþjóðamál um langan tíma. Chur- chill varaði eindregið við stefnu Rússa og kommúnista í öðrum löndum, sem hann sagði að „væri fimta herdeild“. Hann hvatti mjög eindregið til samvinnu meðal enskumælandi þjóða og sagði að til mála gæti komið, að enskumælandi þjóðirnar fengju sam- eiginlegan borgararjett. — Churchill sagði, að það gengi glæpi næst, ef leyndarmálið um atómorkuna yrði gert opinbert. I' '..1 Stefna Rússa. Churchill hjelt ræðu sína í bænum Fulton í Misouri. Tru- tnan Banda- ríkjaforseti kynti ræðum. fyrir áheyr- endum, en Churchill sagð ist tala alger- lega á eigin ábyrgð og lýsa aðeins sínum persónulegu skoðunum. Ræðumaður Kínverjar segja Rússa flytja vjelar frá Mansjúríu London í gærkvöldi. EINN af ráðherrum kín- versku stjórnarinnar hefir lýst því yfir opinberlega, að sönn- ur hafi nú fengist fyrir því, að Rúsar hafi flutt vjelar og önnur gögn frá Mansjúríu. Eins og kunnugt er, hefir þetta vakið miklar æsingar í Kína. Kínverska stjórnin hefur neitað að fallast á þá uppá- stungu Bandaríkjastjórnar, að Kínverjar og Rússar hafi sam- eiginlega umsjá með helstu framleiðsluvörum Mansjúríu. I Bandaríkjunum er nú beðið eft- ir því, að svar Rússa berist við orðsendingu þeirri, sem Banda- ríkjastjórn hefir sent þeim, út af þessum málum. Bandaríkjastjórn neitaði Rúss- um um 6 miljarða dollara lán WASHINGTON í gærkvöldi: — Frederick Vinson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá því í gær, að Banda- ríkjastjórn hefði í janúar 1945 neitað að verða við beiðni Rússa um 6000 miljón dollara lán, sem stjórn Sovjet-Rússlands hafði farið fram á að fá. Vinson skýrði ennfremur frá því, að ráðgjafarnefnd Banda- ríkjastjórnar um stefnu í fjár- málum á erlendum vettvangi, hafi samþykt ný lán til Kín- verja, Tjekkóslóvaka, Hollend- inga, og 1000 miljón dollara gjaldfrest til Rússa á vörum, sem þeir kaupa í Bandaríkjun- um. Loks skýrði Vinson frá því, að verið væri að semja um gjaldeyrislán til nokkurra þjóða. — Reuter. BILL GORINGS TIL SYNIS. LONDON: — Góðgerðafje- lög, sem vilja hafa peninga upp úr að sýna 5 smálesta bifreið af Mercedes gerð, sem var eign Görings, geta fengið bifreiðina lánaða með því að snúa sjer til J. H. Stirk, Grosvernor House í London. — Þetta er brynvarin bifreið, sem Göring ferðaðist í, er hann heimsótti vígstöðv- arnar. Því hefir verið lýst yfir opin- berlega í Teheran, en þar hefir verið efnt til mótmælafunda, vegna veru Rússa í landinu, að ekkert endanlegt samkomulag hafi verið gert í Moskva. For- sætisráðherra íran hafi aðeins átt viðræður við helstu forráða menn Rússa og reynt að finna þá lausn deiluefnanna, sem báðir aðilar gætu fallist á. Þá er það vitað, að ekkert sam- komulag verður gert við Rússa, fyrr en stjórnin í Teheran og þingið þar hefir fjallað um þessi mál. DOMSMALARAÐHERRA DAUÐADÆMDUR. BUDAPEST: — Budinsky, fyrverandi dómsmálaráðherra í Ungverjalandi í Szalasy- stjórninni, hefir verið dæmdur til dauða fyrir landráð. Það var þjóðardómstóllinn, sem dæmdi ráðherrann. Svíar vilja gerast meðlimir Samein- uðu þjóðanna Stokkhólmur í gærkvöldi. SÆNSKA stjórnin hefir á- kveðið að sækja um upptöku Svíþjóðar í bandalag Samein- uðu þjóðanna. Eins og kunn- ugt er, var Svíum — ásamt Is- lendingum og fleiri þjóðum — neitað urú þátttöku í bandalag inu, sökum þess, að þeir töldu sig ekki vilja segja Þjóðverj- um stríð á hendur. — Reuter. ÞJOÐVERJAR FARA FRA PORTÚGAL. LISSABON: — 247 Þjóðverj ar, sem dvöldu í Portúgal styrjaldarárin, verða sendir heim einhvern næstu daga. - Talið er, að um 1000 Þjóðverj ar hafi dvalið í landinu styrj- aldarárin. Winston Chnrchill gat þess, að hann bæri virðingu fyrir Stal- in marskálki og fyrir.rússnesku þjóðinni í heild. Hann kvað það eðlilegt, að Rússar hefðu viljað tryggja landamæri sín. En nú væri svo komið, að þeir hefðu reist vegg um land sitt og nágrannalönd frá Eystra- salti til Miðjarðarhafs. Innan þessa veggjar væru höfuðborgir margra sjálfstæðra ríkja, sem verið hefðu. Nú vissi enginn nema Rússar hvað gerðist inn- an þessa veggjar, nema það, að þar færi allt að vilja Rússa- stjórnar og víst væri að ekki rikti þar neitt lýðræði. „Fimta herdeildin“. Churchill sagðist ekki vita hvað stjórn Sovjet-Russlands ætlaði sjer fyrir í framlíðinni, nje heldur hin nákvæma skipu lagning kommúnista í öðrum löndum. En kommúnistar utan Rússlands væru „fimta her- deild“, sem hlýddi skipunum frá Moskva. Orðin tóm duga ekki. Churchill sagði, að orðin tóm dygðu ekki og það þýddi ekki að halda áfram að þvæla fram og aftur á þingi sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, eins og hingað til hefði verið gert. Sameinuðu þjóðirnar yrðu að Framh. á 2. síðuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.