Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói:
ERNEST BEVIN, utanríkis
AHhvass SA og rsgning öðru
hvoru.
Fimtudagur 7. mars 1946
ráðhcrra Breta. - - Grein um
liann á bls. 7.
Gullna liliðið íær
góða dóma í Oslo-
blöðunum
Leikstjórinn fær góða dóma.
Páli ísólfssyni hæli fyrir hljóm-
lislina.
OSLO í gær. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá SKÚLA SKÚLASYNI.
FRUMSÝNIN á ,,Gullná hliðinu;‘ eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi fór fram á ,,Det Norske Teater" á þriðjudagskvöld
við prýðilegar móttökur og skemtu áhorfendur sjer hið besta.
Gagnrýnin er nokkuð misjöfn í blöðunum, en mörg blöð hæla
leikritinu, leikstjórn Lárusar Pálssonar og þó einkum dr. Páli
Isólfssyni fyrir hljómlistina.
Urnumæli í .,Dagbladet“.
Gagnrýnandi ,.Dagbladet“
segir ra. a. um leikritið: „Davíð
Stefánsson hefir þægilega
kýmnigáfu. Landi hans, Lárus
Pálsson sýndi sig sem mikinn
leikstjóra, frjálslegur og þægi-
legur í því, sern hann hefir hjer
skapað. Hann hafði góð tök á
Jeikurunum.
Hljómlist Páls ísólfssonar,
sem er þægileg og lýsir vel
því, sem lýsa átti og bindur
leikinn sniðuglega. Það var gert
það; sem hægt var að gera og
allir gátu unað af hjarta sínu
hinu viðkunnanlega Lárusi Páls
syni, er Hergel leikhússtióri af-
henti honum hinn volduga lár-
viðarsveig. Þakklæti var ein-
lægt og við höfum ástæðu til
að þakka vel og bjóða hinn
sjaldsjeða gest velkominn hing-
aö aftur. Hann er einnig leik-
ai i“.
„Arbeiderbladet“.
í ,,Arbeiderbladet“ segir: „ís-
Ienska tónskáldið Páll ísólfsson
hefir gert fallega músík, sem
á áhrifamikínn og sjálfstæðan
hátt sameinar þjóðstemninguna
með Fluck og Hándelkendum
motivum“.
„Verdens Gang“.
„'Leikritið steig upp í hinar
miklu hæðir. Hjer kemur fram
dramatisk frásagnarlist. Upp-
sefningin var voguð en ákveðin
og fylgdi hljómfalli leikritsins.
Það steig frá sýningu til sýn-
ingar og lauk sem miklum sigri
fyrir leikhúsið og hinn íslenska
leikhússtjóra.
Fögur er gamla vísan um ást-
ina í balladetónum eftir Pái ís-
ólfsson".
Siys á Reykjanes-
branl
ÞAÐ SLYS vildi til í gær á
Reykjanesbraut, að lítill dreng
ur varð fyrir vörubifreið og
slasaðist. — Drengur þessi er
Jóaas Bergmann Erlendsson,
átta ára gamall, til heimilis í
bragga 3 í Þóroddsstaðahverfi.
Jónas misti meðvitundina og
var þegar flattur í Landsspít-
alann. Kafði hann hlotið meiðsl
á höfði. — Líðan hans var tal-
in sæmileg í gærkvöldi.
AÓalfundur í, R. var
í gærkvöldi.
AÐALFUNÐUR íþróttafje-
lags Reykjavíkur var haldinn
í gærkveldi. — Fundar-
stjóri var Steindór Björnsson
Formaður fjelagsins gaf
skýrslu stjórnar fyrir síðastl.
starfsár, en. ritari las upp
reikninga fjeiagsins og voru
þeir samþyktir. Einnig voru
samþyktir reikningar hús
byggingarsjóðs og ÍR-húss-
ins. Samþykt var á fundinum,
að kr 5000,00 af tekjum ÍR-
hússins rynni til húsbygging
arsjóðs
Kosning í aðalstjórn fór
þannig, að Sigurpáll Jónsson
var endurkjörinn formaður í
einu hljóði, meðstjórnendur:
Finnbjörn Þorvaldsson, Sig-
urður Sigurðsson, Ragnar
Þorsteinsson, Ingólfur" Steins-
son, Friðjón Ástráðsson og
Þorbjörn Guðmundsson.
í húsbyggingarnefnd voru
kosnir. þeir: Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson, Haraldur Jó-
hannessen, Gunnar Einarsson
Magnús Þorgeirsson og Ing-
ólfur B. Guðmundsson. Stjórn
skíðadeildarinnar var kosin:
Formaður Gísli Kristjánsson,
sem einnig tekur sæti í aðai-
stjóm, og meðstjórnendur:
Gunnar Hjaltasón. Guðmund
ur Samúelsson, Gretar Árna-
son og Grímur Sveinsson. í
rekstrarnefnd Koiviðarhóls
voru kosnir: Þorvaldur Guð-
mundsson, Jóhannes Krist-
jánsson, Sigurjón Þórðarson,
Guðm. Sveinsson og Friðrik
Daníelsson. Endurskoðendur
fjelagsins voru kosnir: Ben.
G. Waage og Gunnar Einars-
son.
LANDSTJÓRASKIFTI
í KANADA.
OTTAWA: — Jarlinn af
Athlone og kona hans Alice
prinsessa, munu bráðlega fara
heim til Englands, en jarlinn
hefir verið landstjóri í Kanada
undanfarin ár. Munu land-
stjórahjónin halda heim, er
jarlinn hefir sett Kanadaþing,
sem kemiír saman 14. mars.
Grænlensk loðskinn á markaðlnum.
GRÆNLENSK loðskinn eru nú nýkomin á markaðinn. — í
þessum mánuði verður haldið uppboð á grænlenskum loð-
skinnum í Kaupmannahöfn og verða þar boðhi upp 6.000
refabelgir og 102 bjarndýra skinn og ennfremur nokkur
minkaskinn, en nýlega er farið að ala mink í Grænlandi
í tilraunaskyni.
. Islenskir skátar fara á
g
3 norrænt skátamót í Sviþjóð
ÍSLENSKUM SKÁTUM hefir verið boðin þátttaka í norrænu
skátamóti, sem haldið verður 1 Svíþjóð á sumri komanda. •—• Þá
hefir skátum verið boðin þátttaka í skátanámskeiðum, sem hald-
in verða í Danmörku og Svíþjóð. — Loks hefir íslenskum skátum
verið boðin þátttaka í alþjóðamóti skáta, sem haldið verður í
Frakklandi sumarið 1947.
Norræna skátamótið.
Ákveðið hefir verið að nor-
ræna skátamótið verði haldið
í Gránsö, sem er skammt frá
Stokkhólmi. — Er svo ráð fyr-
ir gert, að tíu þúsund skátar
frá öllum Norðurlöndunum taki
þátt í mótinu. Alls hafa til þessa
85 íslenskir skátar tilkynnt
þátttöku sína. — En íslandi var
boðið að senda allt að 300.
Gustaf Adolf Svíaprins, verð-
ur verndari mótsins, en mót-
stjóri verður Bernadotte, greifi.
Enn er óvíst hvort hentug
ferð fáist hjeðan, en það mál er
nú til athugunar.
Onnur skátamót.
Þá hefir íslenskum skátum
einnig verið boðið að senda full
trúa á skátanámskeið, bæði í
Svíþjóð og i Danmörku. Fjelags
skapur danskra skáta og K. F.
U. M.-skátar bjóða íslenskum
til Danmerkur.
Þá hefir skátum verið boðið
að senda fulltrúa á alþjóðamót
skáta, sem haldið verður við
París sumarið 1947.
) Mikill hugur er í íslenskum
skátum, að geta tekið þátt í
mótum þessum.
Grískur ráðherra
býsl við byltingu
í landínu
RÁÐHERRA sá sem hefir á
hendi umsjói með verslunar-
flota Grikkja. hefir lýst yfir
því, að óumflýjanlegt sje, að til
byltingar komi í landinu, ef
kosningar þær verði látnar fara
fram, sem í ráði er að halda
þar innan skamms. Ástæðuna
segir hann vera þá, að vinstri
flokkarnir í landinu hafi neitað
að taka þátt í þessum kosning-
um. Ráðherrann hefir gert það
að tillögu sinni, að kosningun-
um verði frestað um hríð.
Melsala í Hull
NÝLEGA setti breski togar-
inn „Scottish“ nýtt sölumet í
Hull. Afli hans var 581.840 libs.
fiskjar og 20 smál. af þorska-
lýsi, sem seldist fyrir 345 þús.
norskar krónur. Ekki er þesS
getið hvar togarinn hafi verið
að veiðum, en útivistin voru 20
dagar.
Skipbrofsmönnum
a! Podlasie bjargað
BJÖRGUNARSVEITUM hafði
tekist kl. 9.30 í gærmorgun, að
bjarga skipshöfn breska togar-
ans Podlasie, 18 mönnum. —•
Skipbrotsmennirnir voru í gær
dag fluttir að Kirkjubæjar-
klaustri.
Morgbl. átti í gærkvöldi tal
við Siggeir Lárusson að Kirkju-
bæjarklaustri, en hann meðal
þeirra er þátt tóku í björgun-
arstarfinu. Hann skýrði svo frá,
að björgun skipverja hefði haf-
ist um kl. 8 í gærmorgun, þvx
skipbrotsmenn hafi látið fyrir-
berast í skipinu yfir nóttina.
Kl. 9,30 var búið að bjarga!
öllum mönnunum. — Engan
þeirra sakaði. Voru þeir síðan
fluttir á bílum að Fljótum. —<
Þar var þeim gefið kaffi. Það-
an var svo haldið til Kirkju-
bæjarklausturs.
Siggeir sagði, að skipið væri
um það bil 50 metra frá landi í
brimgarðinum. Hann sagði, að
menn þar eystra teldu að ekki
myndi takast að bjarga skip-
inu, þareð • skrúfa þess væri
brotin.
--------------- 1
Sex heilavalnsgeym-
ar eru nú í notfcun
UM síðustu helgi var sjötti
heitavatnsgeymirinn á Öskju-
hlíðinni settur í samband við
bæjarkerfið. — Geymir þessi
rúmar 1000 smálestir af vatni.
Smíði sjöunda geymisins, og
þess síðasta að sinni, er nú svo
langt komið, að innan skamms
verður vatni hleypt í hann til
þess að kanna hvort hann sje
þjettur.
Skákþingið
FIIVÍTA umferð í landsliðs-
keppni Skáksambands Islands
var tefld í fyrrakvöld. Úrslit
urðu þau, að Eggert Gilfer
vann Benóný, Árni Snævarr
vann Óla og Guðmundur S.
vann Magnús G. Jafntefli varð
milli Jóns Þorsteinssonar og
Guðm. Ágústssonar.
Efstir eru nú Guðm. S. Guð-
mundssorí með 4 vinninga (5),
Árni Snævarr 3 (4), Eggert
Gilfer og Guðm. Ágústsson 2^
(4)* Tölurnar í svigum merkja
skákafjöldann, sem keppand-
inn hefir lokið.
Þrjár fyrstu umferðir kepn-
innar eru nú komnar út fjöl-
ritaðar.
í kvöld hefst 6. umferð. Þá
teflir Guðm. Ágústsson við
Árna Snævarr, Magnús við
Jón, Lárus við Guðm. S. og
Óli við Eggert Gilfer. Benóný
á frí.
FURTWANGLER í banni.
VÍNARBORG: — Austurrísk
nefnd hefir samþykt að mæl-
ast til þess, að hljómsveitar-
stjórinn Furtwángler fái ekki
að stjórna hljómleikum neins-
staðar í Austurríki vegna sam-
vinnu hans við nasista.