Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 2
2 i n MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7 marz 1946 PlymoHlh 1946 HJER BIRTIST síðasta myndin af nýju, amerísku bílunum, sem Morgunblaðið birtir að sinni. Er það Plymouth-bifreið af 1946 gerð. Bæjarráð ræðir strætisvagna- bílstjóra verkfallið EKKI HÁFA ENN tekist sámningar í verkfalli strætis- vagnastjóra. í gær hjelt bæjarráð Reykjavíkur fund um málið og þar gerðist eftirfarandi: Borgarstjóri bað bókað: „1. Til þess að koma í veg fyrir allan misskilning vil jeg taka fram, að vagnstjórunum hefir verið boðið kaup með hliðsjón af XI. launaflokki bæjarins, hámarkskaup á mán uði kr. 600.00, en jafnframt að þeir hækki allir í launum frá því sem nú er (kr. 525.00 á mán.), t. d. upp í 550.00 og 575.00 kr., þeir sem skemst hafa.starfað, en þeir í hámark strax, sem lengur hafa verið, eftir nánara samkomulagi, alt án nokkurs ákvæðis eða skuld- bindingar um að þeir gerist fastir opinberir starfsmenn. 2. Vagnstjórunum hefir einn ig verið bcðið að gerast nú þeg ar fastir starfsmenn bæjarins, með launakjörum eftir XI. flokki, þó þáhnig að laun þeirra'cillra hækki frá því sem nú er. 3. í þriðja lagi hefir í viðræð unum hjá sáttasemjara komið fram sú tillaga, að nú verði samið um launagreiðslu með hliðsjón af XI. flokki, hámarks laun 600 kr., en lægra þeir, sem skemur hafa verið, með álagi ti! styrktarsjóðs vagnstjóranna, en jafnframt verði um það samið, að Vagnstjórarnir verði síðar fastir starfsménn bæjar- ins, ef bæjarstjórn óskar þess. Mun þessi tillaga fram komin vegna þess, að því hefir verið haldið fram, að Hreyfill og Al- þýðusambandið gætu ekki un- að þvi. að verkfallinu lyki með því, að bifreiðastjórarnir yrðu fastir starfsmenn, þótt um það mætti semja, að þeir' yrðu það siðar. Hefi jeg tekið þessari til- lögu líklega, með því skilyrði, að þá verði jafnframt samið um að vagnstjórarnir taki laun skv. XI. flokki, ef þeir yrðu gerðir fastir starfsmenn. Hins- vegar hafa vagnstjórarnir tal- ið á því ýms tormerki, að þeir yrðu fastir starfsmenn, og ekki viijað semja nú um ákveðinn launaflokk, þó að svo yrði. Svo sem kunnugt er, hefir áf hálfu bæjarins verið talað um launagreiðslu til vagnstjór anna með hliðsjón af XI. launa flokki, vegna umsagnar stjórn- ar B.S.R.B., dags. 3. þ. m., en hún telur ekki óeðlileg, að launakjör vagnstjóranna verði miðuð við þann flokk, ef þeir verði fastir starfsmenn, og tel- ur að það myndi ekki hafa truflandi áhríf á launastiga bæjarins og ríkisins“. ★ Allir viðstaddir bæjarráðs- menn mæla með því, að samið verði á þeim grundvelli, sem segir í 1. lið. Þrír bæjarráðsmenn mæla og með samningum skv. 2. lið og geta e. a. fallist á samninga skv. 3. lið. Sigfús Sigurhjartarson vill ekki mæla með samningum skv. 2. og 3. lið. „Heilbrig líf" fimm ára TÍMARIT Rauða Kross íslands, „Heilbrigt líf“ kom út í gær og voru þá liðin fimm ár síðan tímarit þetta hóf göngu sína. Hefir ritið átt vaxandi vinsæld- um að fagna meðal landsmanna, enda hefir það flutt fróðlegar greinar um heilbrigðsmál og rætt ýms þjóðþrifamál. Heftið, sem kom út í gær, var engin undantekning frá fyrri ritum hvað efni og frágang snertir. Efni þess er þetta: Sjúkrahúsmál Reykjavíkur, eftir Pál Sigurðsson lækni, Ungbarnadauði á íslandi, eftir Júlíus Sigurðsson prófessor, Ritstjóraspjall, Farsóttir og sótt varnir, eftir Vilmund Jónsson landlækni, Læknisferð eftir Ing ólf Gíslason lækni, Mold og mygla, eftir dr. Gunnlaug Claessen, Sín ögnin af hverju, Á víð og dreif, Almannatrygg- ingar á íslandi eftir Jóhann Sæmundsson tryggingalækni og loks ritdómar eftir Guðmund Hannesson og Benedikt Tómas- son. Auk þess éru í ritinu nokk- urar myndir. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Frjeltir frá í. S. í. AXEL ANDRJESSON hefir lokið knattspyrnu og handknatt leiksnámskeiði við hjeraðsskól- ann í Reykholti. — Nemendur voru alls 94. Námskeiðið stóð yfir frá 9. jan. til 10. febr. s.l. Axel heldur nú námskéið í Reykjaskóla. Arngrímur Ingimundarson hefir lokið Skíðanámskeiði hjá Sunlfjelaginu Gretti í Stranda- sýslu. Nemendur voru 17. Nám skeiðið stóð yfir frá 13. jan. til 19. jan. s.l. Þá hefir Arngrímur lokið Skíðanámskeiði hjá Umf. Efling og Umf. Leif heppna. — Nemendur voru 25. Námskeiðið stóð yfir frá 20. jan. til 2. febr. s.l. Staðfcstur íþróttabúningur. Umf. Leifur heppni hefir fengið staðfestan íþróttabúning fjelagsins, sem er: hvít peysa eða bolur, blár borði frá hægri öxl að vinstri mjöðm. 1 sm. breiður, Merki fjelagsins er á brjósti. Buxur bláar, sokkar bláir með hvítri fit. íþróttabandalag Siglufjarðar hefir gengið í í. S. í. 1 banda- laginu eru 3 fjelög, Skíðafjelag- ið Siglfirðingur, Skíðafjelag Siglufjarðar og Knattspyrnufje lag Siglufjarðar, með samtals 666 fjelagsmenn. Form. í. B. S. er Vigfús Friðjónsson, Siglu- firði. / í tilefni af 15 ára afmæl Knattspyrnufjel. Haukar í Hafnarfirði, hefir í. S. í. gefið fjelaginu veggskjöld sambands- ins með áletrun. Staðfest íslands met. 50 m. skriðsund karla. Met- hafi Ari F. Guðmundsson (Æ). Árangur 27,2 sek., sett 7. febr. s.l. 400 m. bringusund kvenna. •— Methafi Anna Ólafsdóttir (Á). Árangur 7:06.9 mínútur. Matarskamtur minkaður í Þýskalandi London í gærkvöldi. BRESKU hernaðaryfirvöldin á hernámssvæði Breta í Þýska- landi hafa tilkynt, að matar- skamturinn á hernámssvæði þeirra í Þýskalandi verði mink aður þann 4. mars næstkom- andi, vegna þess, að annars end ist ekki matarbirgðir þar til næsta uppskera fæst. Skamtur inn verður frá og með 4. mars aðeins 1014 hitaeiningar á dag, á móts við 1500 áður, og er það kvarða. — Reuter. Porlúgalsmenn gera úl á Græn- landsmið SAMKVÆMT blaðafregnum, verða gert út frá Portúgal 56 skip, til að stunda veiðar við Nýfundnaland og Grænland. — Þar af eru sex togarar Fjórir þeirra voru smíðaðir í stríðinu. Búist er við, að með flota þessum takist Portúgalsmönn- um að afla 50% af fiskneyslu þjóðarinnar. Alfmikil þátttaka í Skíiamúti íslands á Akureyri Nægur snjór. - Undirbúningur í fullum gangi. Frá rjettaritara vorum á Akureyri. SKÍÐARÁÐ AKUREYRAR vinnur nú að því, að undirbúa Skíðamót íslands, sem hefst föstudaginn 22. mars kl. 9 árd. og verður þá keppt í göngu. Þátttaka mun allalmenn í báðum ald- ursflokkum göngunnar, sjerstaklega ef Vestfirðingar geta mætt,. en á því munu nokkur vandkvæði, vegna þess að hvorki Ríkis- skip eða Eimskip hafa getað gefið skíðaráði Akureyrar nokkrar, vonir um að flytja umrædda keppendur á mótið, en um önnur skip mun naumast að ræða. Keppnin. Laugardaginn 23. mars hefst keppni kl. 9 árd. í svigi C-fl. Kl. 11 árd. keppir svo B-flokk- ur í svigi og kl. 2 síðd. fer fram sveitakeppni um slalombikar Litla skíðafjelagsins, en hann hlýtur það fjelag sem á bestu fjögra manna svigsveit. Eru þessir fjórir menn frá hverju fjelagi valdir án tillits til hæfn is- eða aldursflokka. — Kl. 5 þenna dag fer svo fram skíða- stökk í sömu flokkum og göngu. Sunnudaginn 24. mars er síð- asti keppnisdagur. Kl. 2 síðd. verður keppni í svigi A-flokks karla og kl. 3 sama dag, fer allt kvennasvigið fram. Brunkeppni í aldursflokkum verður sett inn í annað hvort á föstudag eða sunnudag. Ráðgert er að fram fari aukakeppni í stökki, ef fært reynist vegna allra að- stæðna. Skíðaráðið ætlar sjer að reyna að koma allri keppn- inni af á þremur dögum og er það gert vegna aðkomumanna. Mikið er af nýjum verðlaun- um, sem verða Veitt til eignar. T. d. fyrir þriggja manna göngu sveit í A og B-flokki, og þriggja manna sveit í II. flokki, 17, 18,* 19 ára. Þriggja manna sveit í svigi A- og B-flokkum. Nýir verðlaunagripir. Þá e'-u ennfremur nýir bik- arar til eignar fyrir bestu af- rek. Bikarana gefur K. E. A. Tvenn skíði gefur sportvöru- verslun Brynjólfs Sveinssonar h.f. til verðlauna. Snjór er nú mikill hjer nær- lendis, og hefir Mentaskólinn og Gagnfræðaskólinn hvort í sínu lagi haft nemendur í skíða skálum sínum uridanfarnar fjór ar vikur. Hefir hver bekkur fengið þriggja daga skíðanám- skeið, sem lýkur ætíð með keppni seinasta daginn. Haldist þessi snjór, fer Skíða mót íslands fram hjer rjett við bæinn og mun t. d. gangan þá hefjast við íþróttahúsið og enda þar einnig. Formaður Skíðaráðs Akufeyrar, er Hermann Stef- ánsson, íþróttakennari M. A., en ritari dr. Sveinn Þórðarson, mentaskólakennari. Góður hlutur sjó- manna í GLOCHESTER er gerð út skonnorta ein. — Á skipinu er 10 manna áhöfn. Fyrir nokkru síðan var farið í 19 daga veiði- ferð. Öfluðu skipverjar 321 sverðfisk. Hlutur hvers þeirra var kr. 5.460 norskar krónur. Ný barna og ung- lingabók eftir sr. Friðrlk Hallgrímsson SÍRA FRIÐRIK HALL- GRÍMSSON er löngu orðinn landskunnur maður og vinsæll meðal barna og unglinga fyrir sögúr sínar í barnatíma útvárps ins og fyrir barnaguðsþjónust- ur sínar hjer í höfuðstaðnum, sem hann hjelt í fjölda mörg' ár. Hafa sögur sr. Friðriks ver- ið gefnar í bókarformi og ávalt þótt hinn hollasti og besti lest- ur fyrir börn og unglinga. Um þessar mundir er að korna^ á bókamarkaðinn ný barna- og unglingabók eftir síra Friðrik, sem hlotið hefir nafnið Skræpuskikkja og aðr- ar sögur. í bókinni eru 15 sögur og ævintýri. Halldór Pjetursson listmálari hefir gert teikningar í bókina, en útgefandi er Bóka- verslun Sigfúsar Eymundsson- ar. - (hurchil! Framhald af 1. síðn framkvæma það, sem þær ætl- uðu og fyrst og fremst yrðu þær að koma sjer upp öflugum her til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar og komið í veg fyrir, að nýr ófriður bryt ist út í heiminum. Sanivinna Breta og Bandaríkjamanna. Ræðumaður sagði, að Bretar og Bandaríkjamenn yrðu að taka höndum saman í náinni samvinnu og tryggja smáþjóð- um heimsins rjettlæti og frið. Enskumælandi þjóðirnar og lýðræðisþjóðirnar yrðu að standa saman gegn ofbeldinu, hvaðan sem það kæmi. Ræðan vekur hrifningu. Ræða Churchills hefir vakið mikla hrifningu í öllum lýðræð islöndum í heiminum og heims blöðin hafa sagt sitt álit á skoð unum Churchills. Eru þau yf- irleitt fylgjandi skoðuhum hans. Frá Rússum hafði hinsvegar ekkert heyrst seint í gærkvöldi um ræðuna. RÚSSUM SKILAÐ HEIM. LONDON: — Þriðji her Bandaríkjamanna hefir afhent rússneskum yfirvöldum 1590 rússneska þegna, sem börðust með þýska hernum í styrjöld- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.