Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLA8IB
Fimtudagur 7 marz 1946
ÁST í MEINUM
CJptir CJaijíor CJa IdiAje lí
iitinniiiiiimiiiiiiiimimmiiiiiimiin
35. dagur
Mary hafði djúp, glampandi
augu eins og föðurafi hennar.
Hún var smáfríð, andlitsdrætt-
irnir ekki mótaðir til fulls enn
þá. En svipur hennar bar vott
um furðumikinn skapstyrk.
Hún hafði ekki fjörlegt andlit
eins og móðir hennar, og verið
gat að svipur hennar yrði kald
ur og harður með árunum —
eins og svipur afa hennar hafði
stundum verið. En hann var
bjartur og hreinn enn sem kom
ið var. Augun voru greindar-
leg, varirnar rauðar og boga-
dregnar, nefið beint. Jerome
kallaði hana alltaf „litlu fal-
legu dísina sína“. Hún vissi að
hún var falleg. En hún mikl-
aðist ekki af því. Henni þótti
einungis vænt um það, af því
að það gladdi föður hennar svo
mjög.
Hún hristi lokkana frá enn-
inu. Það var satt, sem mamma
sagði, það var ósköp að sjá
kjólinn hennar og svuntuna.
Hún reyndi að sljetta úr hrukk
unum með litlu höndunum. Svo
þreif hún svuntuna óþolinmóð-
•lega af sjer og fleygði henni á
stól föður síns. Hann fann
hana þar síðar um daginn^ og
flýtti sjer að fela hana.fyrir
Amalíu. Það gladdi hann alltaf,
þegar hann varð var við heim-
sóknir dóttur sinnar í herbergi
sitt. Mary hjóp niður stigann,
til þess að leita að Jim.
Amalía hafði farið inn í
barnaherbergið á meðan. Will-
iam litli, fimm ára snáði, svaf
í rúmi sínu. Hann var eftirlæti
Amalíu á sama hátt og Mary
var eftirlæti föður síns. Will-
iam var stór eftir aldri, rjóð-
ur í kinnum og pattaralegur.
Hann brosti í svefninum. Ama-
lía strauk blíðlega svart hár-
ið frá enni hans.
Svo læddist hún hljóðlega út
úr barnaherberginu. Hún fór
inn í svefnherbergið til þess að
ná í hatt sinn. Það var ekki
laust við, að hún fyndi til á-
nægju, þegar hún virti fyrir
sjer spegilmynd sína. Hún var
nú orðin þrjátíu og þriggja ára
gömul, og barneignirnar höfðu
ekki haft nein áhrif á fagran
vöxt hennar. Línurnar voru að
eins mýkri og ávalari en áður.
Augu hennar blikuðu fjörlega
og það glampaði á hrafnsvart
hárið. Það eitt olli henni á-
hyggju, að hún hafði um dag-
inn sjeð nokkur grá hár í öðr-
um vanganum. En Jerome, er
nú var fjörutíu og tveggja ára,
var orðin alveg hvítur fyrir
hærum — og jók það aðeins á
virðuleik hans. Þegar henni
varð hugsað til manns sfns,
mildaðist svipur hennar og
hún varð gagntekin djúpum
unaði. Hún varð eins og korn-
ung, ástfangin stúlka. Þó að
stundum hefði skorist í odda
með þeim hjónunum, hafði
það aðeins skerpt ástina. —
Amalía hló við og gekk niður.
Hún náði í blómakörfuna inn í
bókaherbergið og fór síðan út.
Vagninn beið fyrir utan. Jim,
sem alltaf var sjálfum sjer lík-
ur; var í háværum samræðum
við Mary. sem sat hjá honum í
ökusætinu, berhöfðuð og kápu
laus.
,,Þú hefir gleymt hattinum
þínum, barn“, sagði Amalía,
ásakandi. „Farðu undir eins og
sæktu hann. Þú getur fengið
sólstungu, ef þú ert svona ber-
höfðuð, og faðir þinn ásakar
mig þá vitanlega. Þú ert þeg-
ar orðin eldrauð í framan*1.
★
Þegar Amalía og dóttir henn
ar komu að leiði Lindsey
gamla, sáu þær, að einhver
hafði verið þar á undan þeim.
Hvítar liljur höfðu verið sett-
ar á gröfina.
„Nei, sko — hvað þetta eru
falleg blóm“, sagði Mary. „Það
er leiðinlegt að þau skuli visna
hjer, þar sem engin fær að sjá
þau“.
Undir niðri var Amalía sam-
þykk dóttur sinni, en hún
sagði: „IJvaða vitleysa er þetta,
Mary. Við sjáum þau — er þa'i
ekki? Það eru þeir sem lifa —
ekki hinir látnu, sem eiga að
njóta þeirra“.
„Af hverju eru þau látin
þarna?“ spurði hnátan. „Af
hverju getum við ekki farið
með þau heim? Það eru ekki
til svona fallegar liljur heima“.
Amalía var kominn á fremsta
hlunn með að halda stutta sið-
ferðispredikun yfir dóttur
sinni, en hætti svo við það.
Jerome hafði , á rjettu að
standa. Það var kjánalegt að
vera með óþarfa viðkvæmni,
þ^gar börn voru annars vegar.
Þau sáu alltaf í gegnum það og
gerðu gys að því í hjarta sínu.
Hún svaraði: „Jæja — ef þig
langar til þess, þá máttu svo
sem taka eina eða tvær liljur“.
Mary var ekki sein á sjer
að fara að orðum móður sinn-
ar. „Heldurðu, að afa sé ekki
sama?“ spurði hún svo.
„Jú“, svaraði Amalía alvar-
leg í bragði. „Jeg veit að það
gleður hann“.
Mary leit snögt á hana, eins
og hún væri undrandi yfir orð
um hennar.
Amelía hjelt áfram: „Jeg
vildi, að þú hefðir þekt afa
þinn, Mary. Hann var ekki
einungis góíur maður. Hann
var vinur“.
,,Ó—já“, ansaði telpan, og
þefaði af blómunum. „Jeg veit
það“.
„Hefir pabbi þinn sagt þjer
það?“
Mary hristi höfuðið. „Nei —
jeg veit það bara. Jeg finn það
á mjer“.
Amalía kraup niður til þess
að hagræða blómunum. „Hver
skyldi hafa komið með þessar
liljur?“ sagði hún eins og við
sjálfa sig.
„Hann hefir sjálfsagt gert
það“, ansaði Mary rólega, og
benti á mann, er sat á bekk,
sem stóð í skugga við pílvið-
inn.
Amalía reis snöggt á fætur
og sneri sér við. Þegar maður-
inn sá, að Amelía hafði komið
auga á hann, reis hann á fætur
og kom í áttina til hennar.
„Filip!“ hrópaði Amalía.
Hann rjetti brosandi fram
höndina.
Amalía hikaði og tók síðan í
hönd hans. — Hún stamaði:
„Hvernig líður þjer, Filip? Þú
lítur vel út. — Þú hefir lítið
breytst“.
En Filip var breyttur. Hann
var nú fulltíða maður, tuttugu
og fimm ára gamall. Þó að
hann væri aðeins lítið eitt
hærri vexti en áður, hafði hann
andlit fullþroskaðs manns. —
Hann var nauðalíkur Jerome,
svipurinn aðeins mildari, góð-
legri. Það var staðfesta og ró
í fari hans, sem bar vott um,
að hann hafði reynt sitt af
hverju um dagana, en tekist
að yfirbuga allar torfærur með
óbifanlegu hugrekki.
„Og þú ert alveg eins og þú
varst, Amalía“, sagði Filip lágt.
Hann hjelt enn í hönd hennar.
Amalía varð vandræðaleg á
svipinn, og dró að sjer höndina.
„Þetta er Mary, dóttir okk-
ar“, sagði hún.
Filip sneri sjer að barninu
og brosti. „Já — jeg veit það.
Jeg á líka kíki“.
Amaía roðnaði upp í hárs-
: ætur. Svo fór hún að hlægja.
„O — Filip! Þú ætlar þó ekki
að segja að — að allir viti það
„Nei, nei“, svaraði Filip,
hlægjandi. „Jeg er sá eini“.
Mary starði á hann, og for-
vitnin skein úr bláum augun-
um. „Þú ert alveg eins og
pabbi“, sagði hún. „Þekkir þú
hann pabba minn?“
„Já, Mary. Við erum frænd-
ur. Jeg heiti Filip Lindsey“.
„Af hverju heimsækirðu okk
ur aldrei?“ spurði Mary.
Amalía beið eftir að heyra,
hverju Filip svaraði. Hann
sagði: „Jeg hefi verið í skóla.
Jeg lauk ekki prófi fyrr en í
júní í sumar. En nú er jeg
kominn heim fyrir fullt og allt.
Og ef þig langar til, þá er mjer
mikil ánægja að því, að heim-
sækja þig“.
„Hvar áttu heima?“ spurði
Mary.
„Fyrir neðan hæðina —
skamt frá þjer“.
Mary hleypti brúnum. „Áttu
við það hús?“, spurði hún.
Brosið á andliti Filip breikk
aði. „Segir pabbi þinn þetta?
Já, jeg bý í húsinu því!“
Mary, sem ekkert tók eftir
því, að móðir hennar var far-
in að ókyrrast, hjelt áfram:
„Pabbi segir, að jeg megi aldr-
ei fara þangað. Hann segir, að
gráir menn úr steini eigi heima
þar“.
„Mary“, hrópaði Amalía. —
„Dæmalaust bull er í þjer! Jeg
hefi aldrei heyrt föður þinn
segja annað eins og þetta. •—
Þetta er uppspuni frá rótum!
Þú ert mjög ókurteis;“
Mary sneri sjer að móður
sinni, og svipur hennar harðn-
aði. „Mamma, jeg skrökva
ekki. Jeg segi aldrei ósatt! —
Pabbi sagði mjer þetta“.
Filip virti telpuna fyrir sjer,
og sagði blíðlega: „Þú ert mjög
lík afa þínum, góða mín“.
Mary kinkaði kolli. „Já, jeg
veit það. Bæði pabbi og mamma
hafa sagt mjer það“.
„Við skulum fá okkur sæti,
Filip“, sagði Amalía. „Mig
langar svo mikið til þess að
heyra, hvað á daga þína hefir
drifið“.
Ef Loftur getur það ekki
— þá hver?
Stríðsherrann á Mars
2>,
’rengfaðaga
Eftir Edgar Rice Burrougiss.
154.
Hinn fríði ungi maður beygði sig niður yfir konuna
sem hjá honum sat. Jeg leit brosandi á Dejah Thoris, og
dró hana að mj'er um leið og jeg hvíslaði: „Því ekki það?“
Já, því ekki það, hverju skifti aldursmunur í þessum
heimi eilífðar æsku?
Við vorum um kyrt í Kadabra, gestir hjá Talu, þar
til hann hafði verið settur formlega í embætti og sigld-
um síðan suður fyrir ísfjöllin á flotanum mikla, sem
jeg hafði verið svo heppinn að bjarga frá gjöreyðingu.
En áður en við lögðum af stað, horfðum við á það, er
Talu ljet eyðileggja „Vörð Norðursins“, stálturninn mikla,
alveg gjörsamlega.
„Hjeðan í frá,“ sagði hann, er verkinu var lokið, „Skulu
loftflotar rauðra manna og svartra fara og koma yfir ís-
íjöllin, eins og þá lystir, eins og þeir sjeu á ferð yfir
sínum eigin löndum.
„Hrævahellana skal hreinsa,“ sagði hann ennfremur,
„svo að grænu mennirnir geti átt auðvelda leið til landa
hinna gulu manna, og aðalsmenn mínir skulu veiða hinn
helga apt, uns ekkert einasta dýr er eftir af þeim ófreskj-
um.“ • «*-
Við kvöddum hinn gula vin okkar með söknuði, er
við lögðum af stað til Ptarsth. Þar vorum við gestir
Thuvan Dihn um mánaðartíma og var auðsjeð að Chet-
horis hefði viljað vera þar að eilífu, þó hann yrði að
fara heim til Helium.
Svo hurfum við yfir hinum stórkostlegu skógum við
Kavl, uns við fengum merki um að lenda við hinn eina
lendingarturn Kulan Tith. Þar í borg voru formlega
staðfest hin nýju vináttubönd, er tengd höfðu verið milli
Helium og Kavl, og einn dag, sem við munum lengi eftir,
Þau nýgiftu eyddu hveiti-
brauðsdögunum á hóteli uppi
í sveit. Þau voru hálf feimin
og vildu láta bera sem minst
á sjer, og báðu því hótelvörð-
inn að láta ekki berast út milli
gestanna að þau væru gift.
Þó leið ekki á löngu, þar til
þau tóku eftir því, að gestirn-
ir fóru að veita þeim sömu
eftirtekt og ekki ósjaldan sjest
er nýgift hjón eru einhvers
staðar á ferðinni.
Þeim leiddist þetta og víttu
hótelvörðinn harðlega fyrir
það, að geta ekki þagað yfir
leyndarmáli þeirra.
„Við búum hjerna saman“,
sögðu þau, „og viljum ekki
hafa Pjetur og Pál glápandi á
okkur, um leið og við komum
út úr herberginu okkar á
morgnana“.
„En, kæru hjón“, sagði hót-
elvörðurinn, „Jeg hefi ekki sagt
nokkurri sál frá þessu. Þvert
á móti. Þeim gestanna, sem
hafa spurt mig, hvort þið vær-
uð gift, hefi jeg sagt, að þið
væruð það alls ekki, heldur
bara svona góðir vinir“.
★
Kona nokkur kom upp í
strætisvagn og fjekk bílstjór-
anum 10 krónur.
„Mjer þykir leitt“, sagði hún
„að jeg skuli ekki hafa 25
aura“.
„Hafið engar áhyggjur af
því“, var svarið, „áður en
langt um líður, munuð þjer
eiga þrjátíu og níu 25-eyr-
inga“.
★
Kalli var staddur hjá lækn-
inum.
„Hafið þjer nokkurn tíma
verið alvarlega veikur?“ spurði
læknirinn.
„Nei“.
„Nokkurntíma orðið fyrir
slysförum?“
„Nei“.
„Aldrei orðið fyrir einu ein-
asta slysi?“
„Nei, eiginlega ekki. En síð-
astliðið vor, þegar jeg var
staddur uppi í sveit, fleygði
naut mjer á . gaddavírsgirð-
ingu“.
„Jæja, kallið þjer það ekki
slys“.
„Held nú ekki. Skrattans
nautið gerði þetta viljandi“.
★
Móðirin (við yngstu dóttur-
ina): — Jæja, elskan mín,
sýndu nú gestunum, hvað þú
getur farið með margar vísur.
Yfir kaldan eyði . . .
Dóttirin: — Sand.
Móðirin: — Einn um nótt jeg
svei . . .
Dóttirin: — Ma.
Móðirin: — Nú er horfið
Norður . . .
Dóttirin: — Land.
Móðirin: — Nú á jeg hvergi
hei . . .
Dóttirin: — Ma.
Móðirin: — Ágætt! Og farðu
nú með aðra.