Morgunblaðið - 07.03.1946, Blaðsíða 6
lORG ONBLA0IÐ
Fimtudagur 7 marz 1946
imitittHaMft
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Skyldleikinn auðsær
ÞEGAR Einar Olgeirsson alþm. var í útvarpinu síð-
astliðinn sunnudag að lýsa heimsókn sinni í Berlín á síð-
astliðnu sumri, fljettaði hann inn í frásögnina endurminn-
ingum frá fyrri tíma, er hann dvaldi við nám í Þýska-
landi. Rifjaðist þá upp fyrir honum, að þeir stúdentarnir
hefðu oft (veturinn 1922—1923) komið saman í kaffihúsi
einu í Berlín og rabbað þar saman um allt milli himins
og jarðar, einkum þó stjórnmál. Alveg sjerstaklega var
alþingismanninum minnisstætt kvöld eitt, er þeir röbb-
uðu þarna saman í kaffihúsinu. Meðal þeirra stúdent-
anna var ungur og efnilegur Þjóðverji (sennilega svip-
aðrar skoðunar og alþingismaðurinn). Þeir ræddu um
stjórnmálaástandið í Þýskalandi og hafði þá hinn ungi
Þjóðverji sagt eitthvað á þessa leið: ÖIl ógæfa Þýskalands
og allt sem aflaga fer, stafar frá Gyðingum!
Islensku stúdentarnir skildu ekki hvað hinn ungi Þjóð-
verji var að fara, og er það ekkert undur. En Þjóðverjinn
reyndi ekkert að skýra þetta.
Og svo rifjaðist það upp fyrir Einari Olgeirssyni, hvað
ófyrirleitinn stjórnmálaflokkur getur áorkað í því að leiða
heila þjóð út á villigötur, með taumlausum áróðri. Hann
minnist þess nú, aiþingismaðurinn, að nasistarnir þýsku
höfðu framið flest ódæðisverkin undir því yfirskyni, að
útrýma þyrfti Gyðingum, því að frá þeim stafaði öll ógæfa
Þýskalands. Og þýska þjóðin var orðin svo blind, að hún
trúði þessu.
★
Minnir ekki þessi saga á íslensku kommúnistana? Er
ekki aðferð þeirra nákvæmlega hin sama og nasistanna
þýsku?
Hvað segja menn t. d. um herferð kommúnista gegn
verslunarstjettinni og þá einkum og sjer í lagi gegn heild-
sölunum? Hafa ekki kommúnistar æ ofan í æ staðhæft, að
allt sem miður fer í okkar landi, stafi frá þessari einu
stjett þjóðfjelagsins? Jú, vissulega hafa þeir gert það, og
í því efni haga þeir sjer nákvæmlega eins og nasistarnir
þýsku gerðu. Hin þungbæra dýrtíð í landinu er heildsöl-
unum að kenna, segja kommúnistar. Gangi erfiðlega að
koma málum fram á Alþingi, þá standa heildsalarnir þar
í vegi. Þegar þjóðbankinn er tregur til að afhenda öðrum
banka mikinn hluta af geymslufje sínu, eru heildsalarnir
þar að verki. Vilji atvinnurekendur ekki ganga að kaup-
kröfum verklýðsfjelags, eru heildsalarnir þar til hindr-
unar.
Þannig mætti lengi telja. Alt, sem kommúnistar telja
að miður fari í okkar þjóðfjelagi, er verk heildsalanna.
Og krafa kommúnista er nákvæmlega hin sama og nas-
istanna þýsku: Alger útrýming heildsalanna!
★
Það, sem háð hefir íslenskri verslun og háir henni enn
í dag, er ekki of mikið frelsi, heldur hitt, að verslunin er
í fjötrum.
Frjáls verslun hefir ekki þekkst hjer á stríðsárunum.
Ríkisvaldið hefir verið alls ráðandi í versluninni. Það hef-
ir skamtað innflutninginn og úthlutað til fárra manna, eða
fyrirtækja, og það hefir ákveðið álagningu á vöruna. Um
heilbrigða samkeppni í versluninni hefir alls ekki verið
að ræða.
Þetta er meinsemdin í okkar verslun í dag. Og hún
verður vissulega ekki læknuð með nýjum fjötrum, ríkis-
einkasölu. Með því yrði farið úr öskunni í eldinn. Lækn-
ingin á meinsemdinni fæst ekki með öðru en því, að gera
verslunina frjálsa. Ekki aðeins í orði, heldur einnig á
borði, þannig, að tryggt sje, að heilbrigð samkeppni fái
notið sín. ij |
★
Islendingar þekkja sögu þjóðar sinnar. Þeir vita vel,
hve grátt verslunareinokunin ljek þjóðina hjer fyrr meir.
Þessvegna mun áróður kómmúnista fyrir allsherjar ríkis-
einokun litlu fá: áorkað. En söm er gerð þeirra. Og skyld-
leikinn við nasismann er auðsær.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skemdarverk.
SKEMDARSTARFSEMI fjekk'
á sig einskonar rómantískan
blæ á styrjaldarárunum. í her-
teknum löndum Evrópu þótti
sá mestur maðurinn, sem gat
eyðilagt mest fyrir setuliðinu
í landinu. Hann varð hetja í
augum fólksins. Jafnvel þjófn-
aður varð ekki aðeins leyfileg-
ur heldur og æskilegur, ef stol
ið var frá hernámsliðinu 1
hverju landi, sem hersetið var.
Þetta óeðlilega ástand hef-
ir ruglað rjettlætistilfinningu
manna víða um lönd og enn ber
á því í löndum, sem hersetin
voru styrjaldarárin, að ekkert
fær að vera í friði fyrir skemd
arverkamönnum. — En nú er
það glæpur að slá eign sinni á,
eða eyðileggja eigur annara.
Hjer á Islandi kom aldrei til
þess, að þjóðin legði blessun
sína á skemdarverkastarfsemi
og setuliðið, sem hjer var hef-
ir fært það í annála, að hjer á
landi hafi ekki svomikið sem
verið skorið á símaþráð, sem
lá þó fyrir hunda- og manna-
fótum víðsvegar um landið.
Eyðilögð verðmæti.
EN ÞÓ VIÐ íslendingar sæj-
um ekki ástæðu til að fremja
skemdaverk gegn setuliðinu,
sem hjer var, vegna þess að
nærvera þess hjer var okkur
frekar til verndar en ama, og
framkoma þess með öðrum
blæ, en í flestum öðrum her-
teknum löndum, þá fer þó mik
ið verðmæti í súginn hjá okkur
árlega, vegna skemdaverka,
sem framin eru á innlendum
eignum.
Það væri hægt að nefna ótal
dæmi, en það er óþarfi vegna
þes að skemdaverkin blasa al-
staðar við almenningi. Niður-
rifnar girðingar kringum hús,
brotnar rúður í húsum, sem
staðið hafa auð um tíma o. fl.
Hjer suður á Fríkirkjuvegin
um er falleg eignarlóð fjelags-
skapar nokkurs. Þessi fjelags-
skapur hefir látið gera snotra
girðingu umhverfis lóðina. •—
Girðing þessi eykur á fegurð
umhverfisins og kostaði upp-
haflega 600 krónur í peningum.
En ekki fær girðingin að vera
í friði fyrir skemdarvörgum.
Nú á stuttum tíma hafa veg-
! farendur á þessum slóðum eyði-
lagt girðinguna smámsaman og
hefir kostað 400 krónur að lag-
færa skemdirnar, eða 2/3 af
upphaflegu verði mannvirkis-
ins. Þannig fer mikið fje til
einskis í þessu landi.
lifa á því að selja afurðir okk-
ar út úr landinu og kaupa nauð
synjar erlendis frá.
Við höfum ekki ráð á að
láta eitt einasta tækifæri ganga
okkur úr greipum til að kynna
landið rjett á erlendum vett-
vangi.
Hvort okkur þykir
ljúft eða leitt.
MORGUNBLAÐIÐ birti í
gær viðtal við foringja í ame-
ríska hernum, Henderson of-
ursta. Hann segir frá því
hvernig brjef, sem hann skrif-
aði konu sinni vöktu athygli
og áhuga á Islandi í heilum
skóla og getur þessi landkynn
ing orðið til þess að stór hóp-
ur Bandaríkjamanna komi í
kynningarferð til Islands.
Þannig berast frjettir af
landi -eg þjóð út um heiminn
frá hermönnum, sem verið hafa
hjer á landi og þeir skifta nú
orðið tugþúsundum sem kunn-
ugt er.
Hvort sem okkur líkár betur
eða ver, berast frjettir frá okk
ur til útlanda. Það er að vísu
undir hælinn lagt, hvort þær
frjettir eru okkur í hag, eða
ekki. Hvað Henderson ofursta
snertir höfum við verið hepp-
in, því honum líkar vel við
land og þjóð og ber okkur sög-
una vel.
Það er mikils virði þegar við
eignumst slíka vini meðal er-
lendra þjóða.
m
Áhuginn er fyrir
hendi.
SAMTALIÐ við Henderson
ofursta sýnir að það er tiltölu-
lega auðvelt að vekja áhuga
fyrir íslandi meðal erlendra
þjóða, ekki síst Bandaríkja-
manna, sem hafa áhuga mik-
inn fyrir erlendum þjóðum.
Hitt er annað mál að við höf-
um ekki notað okkur af þess-
um áhuga eins og við hefðum
getað gert.
Lesendur þsssara dálka vita
um skoðun mína á landkynn-
ingu og hún er ekki sprottin
af neinni fordild, heldur af því
að smáþjóð, eins og okkur er
nauðsynlegt að vera vel kynt
meðal erlendra þjóða, ekki síst
vegna þess að við þurfum að
Enn er kvartaS um
flugvöllinn.
FARÞEGAR, sem nýlega eru
komnir flugleiðis vestan um
haf kvarta mjög yfir móttök-
unum, sem þeir fá á Keflavík-
urflugvellinum. Það væri að
bera í bakkafullan lækinn að
minnast meira á aðbúnaðinn,
sem farþegar njóta þarna suð-
urfrá. Engin breyting hefir
orðið á því frá í fyrrasumar,
er mest var um það spjallað
hjer í dálkunum.
En nú eru það íslensk yfir-
völd, sem verða fyrir gagn-
rýni.
Nýlega kom flugvjel að vest
an með nokkra farþega. Hún
lenti snemma morguns á flug-
vellinum og farþegarnir vildu
vitanlega komast heim sem
allra fyrst. En þeir urðu að
dúsa á flugvellinum í 8 klukku
stundir, eða jafnlengi og sjálft
Atlantshafsflugið hafði tekið
tekið þá, vegna þess að það
komu engir tollmenn nje full-
trúar frá útlendingaeftirlitinu
til þess að ganga frá nauðsyn-
legum skýrslum.
íslendingum finst þetta
slæmt, sem von er, en þó er
það ennþá verra þegar útlend-
ingar verða fyrir slíku sleif-
arlagi, því það er sannarlega
ekki skemtilegt til afspurnar,
að farþegar, sem koma loft-
leiðis til landsins skuli þurfa
að bíða tímum saman eftir af-
greiðslu tolls og útlendingaeft-
irlitsins — Slíkt þekkist ekki
í öðrum löndum og yrði enda
ekki liðið.
•
Hernaðarflugvöllur.
EN ÞEGAR við ræðum um
það, sem aflaga fer úti á Kefla
víkurflugvelli verðum við að
muna eftir því, að völlurinn er
ennþá eingöngu hernaðarflug-
völlur og að alment farþega-
flug hefir ekki hafist um hann
ennþá.
BRJEF SENT MORGUNBLAÐINU
Vanrækl útgéfusfarfsemi.
Herra ritstjóri!
ALLIR . UNNENDUR söng-
laga, og þeir sem eitthvað hafa
fengist við að leika á harmon-
íum kannast við „íslenskt
söngvasafn, sem stundum er
kallað „Fjárlögin“, og þeir
gáfu út .á sínum tíma, Sigfús
Einarsson.og Halldór Jónasson.
Komu þessi sönglagahefti út í
tveim heftum, og munu þau
vinsælustu fjárlög, sem gefin
hafa verið út hjer á landi. —
Munu útgefendur hafa ætlast
til að framhald yrði á þessari
útgáfustarfsemi, en af því varð
ekki meðan þeirra naut við.
Það má telja það furðulegt að
engir skuli hafa orðið til að
halda áfram þessari útgáfu-
starfsemi, þrátt fyrir sívaxandi
tónlistarstarfsemi, og stofnun-
ar fjelagssambanda þeim mál-
um til framdráttar. Er nú svo
komið að þessi Sönglagahefti
eru löngu uppseld og ófáanleg
hvað sem í boði er. Alþýða
manna á Islandi er söngelsk,
ekki síður en Ijóðelsk, og marg
ir kunna, og hafa yndi af að
leika á Harmoníum, þótt það
sje ekki á listrænan hátt, eða
ráðið verði við hin þyngri við-
fangsefni. Þess vegna er hið
„Islenska Söngvasafn" með
sinni litlu og einföldu útsetn-
ingu laganna, svo kært allri
alþýðu manna. Við Islendingar
eigum mörg tónskáld eldri og
yngri, sem gefið hafa þjóðinni
mörg fögur og heillandi Söng-
lög við skáldanna ágætu ljóð.
Við heyrum þessi lög oft sung
in af listafólki í útvarpi á söng
skemtunum og við önnur
tækifæri, með undirleik lærðra
spilara. Mörg þessara sönglaga
hafa verið gefin út, en aðeins
örfá í aðgengilegri útgáfu fyrir
alþýðu manna, þá sem dálítið
kunna á harmoníum og þrá að
fara hug og höndum um þess-
ar dýru gjafir — læra lögin,
spila þau og syngja fyrir sjálf-
an sig, og með öðrum í heima-
húsum og annarsstaðar á góð-
vinafundum. Jeg veit ékki,
hvort þeir sem vilja útbreiða
tónlistarþekkingu meðal þjóð-
arinnar, og gefa sem flestum
kost á að njóta þess unaðar,
sem tónlistin veitir, hafa kom-
ið auga á, eða athugað hve
þarna er um mikla vanrækslu
að ræða. Skal í þessu sambandi
bent á að nú er að koma út
heildarsafn af Sönglögum hins
ástsæla tónskálds Sigvalda
Kaldalóns, eru þau gefin út
sem einsöngslög með undir-
spili, og það örðug til flutnings,
að þeim sem minna eru kunn-
andi í listinni að leika á hljóð-
færi, er meinað að hafa full-
qVamh. á bls. 8.