Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. mars 1946 5 0 gi-t^gp Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. ÚTGERÐ OG SIGLINGAR EINS og öllum er kunnugt, þá stendur nú fvrir dyrum að efla alla atvinnuvegi okkar til lands og sjávar, og koma þeim í það horf, sem best þekkist meðal annara þjóða. Sú stjórn, sem nú situr við völd. hefir orðið ásátt um að koma þessu í framkvaemd, og ber vissulega að fagna því. Það má nú telja fullvíst, að íslenskir sjómenn fá bá full- komnustu togara sem vitað er, að smíðaðir hafa verið, og vjel- bátar þeir, sem nú eru í smíð- um, bæði hjer heima og í Sví- þjóð, eru sterkari og eru í þeim kraftmeiri vjelar err almennt gerist meðal framandi þjóða, á skipum þessarar stærðar. Við íslendingar byggjum ey- land og öll okkar afkoma er undir útveginum komin, hve vel hann heppnast. Við erum eins og sakir standa orðnir all- langt á eftir öðrum þjóðum, og höfum raunar alltaf verið það. En aú, þegar við erurr. alger- lega frjáls gerða okkar, ættum við að byrja að starfa af full- um krafti. Nú er veiðum þannig hagað, að bátar fiska og leggja aflann upp, ýmist til neyslu eða vinslu hjer á landi eða að togarar fiska í sig og sigla með aflann á mark aði erlendis, en það er að mínu áliti úrelt aðferð. Selveiðar á stærri skipum í Norður-íshafinu eru hjer næst um óþekkt fyrirbrigði, en þá atvinnugrein stunda t. d. Norð- menn með frábærum árangri. Hvalveiðar með móðurskipi þekkjast hjer ekki og varla frá stöðvum í landi, en hvalveið- ar hafa veitt Norðmönnum drjúgar tekjur. Margt er það því, sem betur mætti fara og hefi jeg, eins og margir aðrir verið að byggja í huganum, hvernig málum þess um væri best hagað. Möguleikar ættu að vera fyrir okkur íslendinga að koma upp verksmiðjum í nágrenni við góð fiskimið. Þær mættu t. d. saman standa af hraðfrysti- stöð, lýsisbræðslu, hreinsunar og herslustöð, rannsóknarstofu, löndunartækjum og hafnar- mannvirkjum (brjrggjum o. fí.) Þessar stöðvar yrðu færar um að vinna allan fisk er á land bærist. Þær fengju hann alveg eða sem næst nýjan og þess- yegna.færi minna til ónýtis og varan yrði betri. Þá mætti og hafa beinavinnslu í sambandi við verksmiðjurnar til að vinna úr úrgangi hráefnisins. Um leið og verið er að koma þesum verksmiðjum upp þarf að afla skipa, sem fiskuðu fyr- ir svona verksmiðjur. Jeg hefi hugsað mjer sjerstaka togara,' sem bygðir væru með það fyr- ir augum að fiska fyrir þessar verksmiðjur. ■— Þessir togarar þyrftu ekki að vera eins stórir og togararnir, sem nú er verið að byggja. Þeir þyrftu ekki að Eftir Sverrir R. Bjarnason hafa jafnmikið burðarmagn pr. tonn og venjuiegir togarar, en gætu haft meiri vjelar og þá meiri hraða, og mundu þá að öllum líkindum bera margfald- an arð. Þegar nú fiskurinn hefir verið veiddur og ýmist hrað- frystur eða soðinn niður í ýmsu formi, liggur fyrir að konsa honum í peninga, vinan mark- aði og koma honum á þá. Þau erlend skip, sem fengin hafa verið til fiskflutninga hafa flest reynst óhentug. m. a. vegna stærðar sinnar. Fáar eða engin þjóft heimsins nota jafnmikið erlend skip og við íslendingar, miðað við fólksfjölda og ber okkur að keppa að því að nota eingöngu íslcnsk skip til siglinga að og frá landinu. Jeg er þeirrar skoðunar a. m. k. með tilliti til fiskflutninga, að við ættum að byggja mörg meðalstór skip, sex hundruð til tvö þúsund rúmlestir, og að þau hefðu 14—18 sjóm. ganghraða-, og knúin olíuhreyflum. Þessi skip munndu hafa mara kosti umfram stærri skip og gufuskip. Það væri hægara að sigla þeim milli hafna. Þau kæmust inn á fleiri og grynnri hafnir en þau stóru. Þau geta alltaf farið fullfermd frá land- inu. Þau þyrftu styttri tíma til að ferma og afferma. Fiskur- inn yrði betri vara. Það væri hægara að taka skip úr umferð t. d. vegna viðgerða o. s. frv. •— þ. e.. a. s., það mundi muna minna um það em ella. Af því EÐÁ ÓSTJORN Haraldsson frá Miðey STJÓRN Eftir Sig. E ÁÐUR en. núverandi stjórn var mynduð haustið 1944, átti Sjálfstæðisflokkurinn við mikla örðugleika að ^tríða. — Hann var þá stærsti þingflokk- urinn, en hafði ekki meirihl.að- stöðu og gat því ekki nema með bandalagi við aðra flokka skap að þing og þjóðarmeirihluta. Við Sjálfstæðismenn íengum þá tíðum að neyra hjá Fram- sóknarmönnum að höndulega tækist nú Sjálfstæðisflokknum forustan. Það væri aðeins mun- ur eða þegar Framsókn stóð í fylkingarbroddi og sttjórnaði með rögg og ráðvendni. Og þeir gerð allt hvað þeir gátu til að gera Sjálfstæðisflokkinn óvii'k- an. Eftir margítrekaðar umræð- ur — og jeg verð að segja dek- ur — við þá Framsóknarmenn, var sýnilegt að þeir vildu ekki stjórnarsamstarf við Sjálfstæð- isflokkinn á heilbrigðum grund velli, það er að segja, ekki nema þeir fengju öllu að ráða. Er því alveg ástæðulaust að álasa flokksforustunni þótt hætt væri samningum við þá klíku, sem Framsókn ræður, enda hafði þessi klíka fvrst slit ið upp úr samningatilraunum. Og svo skeður dálítið undar- legt. Ólafi Thors tekst að mynda stjórn — þá er nú situr að völdum — að langmestu leyti á þeim ^grundvelli, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir sína stefnu á: einstaklings- framtaki, frelsi og jafnrjetti. Þetta er í fljótu bragði at- hugað dálítið kynlegt, þar sem vitað er, að stefna þeirra flokka sem með Sjáífstæðisflokknum vinna, er að vinna að því, að afmá eignarrjctt einstaklings- ins og þióðnýta atvinnutækin. Hafa þeir í þetta sinn sett hag alþjóðar ofar baráttumálum flokka sinna og er það lofs- vert. En treysta skulum við þeim sem varlegast, því vitað er að kommúnistar eru múlbundnari við hið aust”æna ,,lýðræði“, sem er þó, elns og allir vita, ekkert annað en einræði, í stíl við einræði það. er ríkti í Þýskalandi í tíð Hitlers. Þegar stjórnin var mynduð, litu margir hana með tortrygni og þar á meðal bændur. Töldu að hún myndi sundrast mjög fljótlega. Var þessi ótti manna ekki með öllu ástæðulaus, þar sem að stjórninni stóðu flokk- ar, sero. höfðu gagnólíkar stefnu skrár. Og Framsóknarmenn biðu nú með eftirvæntingu þeirrar stundar, að upp úr samvinn- unni slitnaði. Þá væri þeirra stund komin. Þá væri óhætt að minna landslýðinn á, að þeir væru einu mennirnir, sem eitt- hvað vit hefðu á að stjórna landinu. Já, við hefðum sann- arlega fengið að heyra: Þarna sjáið þið nú hvernig fer, þegar við erum ekki hafðir nieð í ráð- um. Það er alveg óhætt að trúa því, að svona hefði ekki farið, ef Hermann og Co. hefðu feng- ið að ráða! Þetta og annað slíkt hefði Tíma-Tóti látið svella í eyrum ykkar kjósendur góðir. — Og enn bíða þeir Framsóknarmenn eftir þessari stund, þótt nokk- uð sje þá nú farið að bresta þolinmæðina. En því betur sem stjórninni gengur, því meira herða þeir Timamenn róður- inn, setja sig móti öllu, sem hún gerir. Frægir urðu þeir Hermann og Evsteinn fyrir langa stjórnarsetu, enda hafði þeim nærri tekist að sigla þjóð- arfleyinu í strand. En þó eru þeir orðnir ennþá frægari fyrir stjórnarandstöðu sína það eina ár, sem núverandi stjórn hefir setið að völdum og eiga þeir efa laust eftir að auka enn við frægð sína fyrir sjerstæða framkomu. Ekki skal jeg öðru trúa en margir bændur, sem hingað til hafa kosið Framsókn hugsi sig tvisvar um áður en þeir^ greiða því afturhaldi — sem í Framsókn ræður •— at- kvæði sitt ein sinni enn. Jeg hefi dvalið meðal bænda frá því er jeg fyrst leit Ijós þessa heims. Og þótt ekki sjeu árin mörg, sem jeg hefi að baki að sjá, þá tel jeg mig þekkja þá mjög vel. Og þótt ef til vill kunni að vera meðal þeirra ein- hverjir, sem standa móti öllum framförum — þótt jeg hafi eng um slíkum kynnst — þá er alveg víst, að slíkir menn eru hreinustu undantekningar. Jeg er alveg viss um, að íslenskir bændur vilja áfram, þeir kæra sig ekki um íð standa á móti framförum og nýsköpum. Þeir vilja áreiðanlega ekki verða eftirbátar t. d. útvegsmanna, sem eru búnir að festa kaup á tugum togara, auk fjölda fiskiskipa. Jeg veit að bændur skortir nokkuð fje til raunhæfrar ný- söpunar atvinnuvegar sms, en það er alveg víst að þeir stefna markvist að því, að orf og hrífa, kvísl og skófla, hverfi að sem langmestu leyti, en þar í stað komi stórvirk atvinnut'æki. Jeg veit, að það er hugsjón flestra þeirra að túnið, sem ef til vill er lífið og þýft, verði bæði stórt og sljett. Til þess vill nú- verandi stjórn styðja bændur. Og nú vil jeg spyrja: Hvort finst ykkur skynsamlegra, stefna stjórnarinnar, að taka í notkun nútíma vinnuvjelar til sjós og lands, svo að möguleik- ar sjeu á. að íslensk framleiðsla þoli samjöfnuð við framleiðslu annara þjóða. Eða stefna aft- urhaldsins í F’.’amsókn, iáta alt Framhald á bls. 12 að skipin eru mörg, en smá, mundu aldrei safnast fyrir mikl ar fiskfyrningar. Jeg hefi hjer gert ráð fyrtr að togararnir og raunar önnur skip einnig væru knúin diesel- vjelum, þareð jeg tel þær hent- ugri fyrir okkur en gufuvjelar. Ef þeim er vel við haldið eru þær ódýrari í rekstri. Eimtúr- b'ínan nýtir að vísu betur þann hita sem hún fær frá eldsneyt- inu, heldur en dieselvjelin, en það er ekki hægt að nota hana í smáskip svo vel sje. Einnig virðxst betra að skip- in sjeu fremur smá vegna þess að víða er svo farið að aðeins smáskip komast inn á hafnir. Eins og er, verða þvi bátar eða bílar að flytja fiskinn í skipið þar sem því þóknast að liggja. Þessir bátar eða bílar hafa í öllum tilfellum engan sjerstak- an útbúnað til flutnings á fryst um fiski. Þar á ofan er þetta gífurlegur aukakostnaður og síðast en ekki síst, hlýtur þetta að rýra gæði vörunnar. Þegar fiskurinn er kominn í markaðshöfn, getur töf þar eyðilagt fiskinn. Athugandi væri bví, hvort möguleikar væru á því að islensk hraðfrysti •hús reistu sameiginleg geymslu hús erlendis r. d. á Spáni, ít- alíu, Portúgal, Grikklandi og Englandi og ýmsum stöðum í Norður- og Suður-Ameríku. í þessum geymslum væri hægt að halda fiskinum sem nýjum og skapaðist víð það aukið öryggi í útflutningi og tryggari markaður. Eimskipaíjelag íslands er nú að' auka skipastól sinn með ný- smíðum bæði í Englandi og Danmörku. — Hraðfrystihúsin kaupa einnig eitt kæliskip o. s. frv. ÖIl þau skip sem vitað er um, eru frekar smá á alþjóða- mælikvarða. Flest eða öll bygð með það fyrir augum að flytja aðallega vörur, samt er varla líklegt að þessi skip, ásamt þeim sem fyrir eru fullnægi flutningaþörfinni að og frá landinu, og bá kemur auðvit- að ekki til greina að þau sigli eingöngu milli erlendra hafna. Samt sem áður er okkur það nauðsynlegt að íslensk skip sjeu í flutningum erlendis ein- göngu, a. m. k. nokkurn tíma árs, og afli erlends gjaMeyris. Slík skip; sem nú er verið að smíða, eru of smá til að þau geti orðið samkeppnishæf á al- þjóða siglingaleiðum. En ef hægt væri að fá smíðuð skip frá fimm þúsund til tíu búsund rúml. yrðu íslendingar bráð- lega samkeppnisfærir á lang- leiðum. Danir hafa staðist sam- keppni á leiðum eins og frá V.- Evrópu til Austur-Asíu og hafa þeir siglt á þeim ferðum bæði Panama- og Suez-skurð- ; ina. — Hversvegna er þetta ekki mögulegt fyrir íslendinga líka? Sverrir R. Bjarnason. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.