Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÖIb Laugardagur 16. mars 1946 ovgmtHtofeift Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ekkert launungarmál FYRIR fáum dögum birtist í Vísi skeyti frá United Press, þar sem skýrt var frá skrifum amerísks blaða- manns um utanríkismál íslands. Þessi ameríski blaða- maður hafði þá fyrir skömmu verið hjer í stuttri heim- sókn, og að því er virðist átt tal við nokkra menn hjer, m. a. Erling Erlingsen flugmálastjóra. í fregninni til Vísis var getið um viðtal við flugmálastjórann. í þessu viðtali hafði hinn ameríski blaðamaður það eftir flug- málastjóra, að hann (flugmálastjórinn) væri „sann- færður um, að Rússar myndu varpa kjarnorkusprengju á ísland, ef Bandaríkin hefðu þar áfram bækistöðvar“, og ennfremur, að „stríð milli Bandaríkjanna og Rúss- lands sje óhjákvæmilegt innan 50 ára“. Areiðanlega tók hjer enginn maður þessa fregn hátíð- lega. Við íslendingar erum orðnir vanir því, að miður vandaðir erlendir blaðamenn afflytji mál okkar og erum fyrir löngu hættir að hneykslast á þessu. En samdæm- urs og þessi furðu-fregn birtist í Vísi, fá blöðin í hend- ur orðsendingu frá atvinnumálaráðherra og fylgir grein- argerð frá flugmálastjóra, þar sem líst er tilhæfu- laus uppspuni, sem hinn ameríski blaðamaður hafði eftir honum. ★ Það eru skrif Þjóðviljans að undanförnu, sem gefa tilefni til, að þetta sje rifjað upp. Þjóðviljinn hefir verið að prenta upp glefsur úr greinum þessa ameríska blaða- manns, og virðist taka ákaflega hátíðlega alt, sem blaða- maðurinn segir um menn og málefni hjer, þar sem aðrir eiga í hlut en flugmálastjórinn. Ritstjórn Þjóðviljans hlýtur þó að vera ljóst, að öll skrif þessa ameríska blaðamanns um íslensk málefni, er einn samfeldur þvættingur. Þar er okki heil brú í neinu. Sem dæmi má nefna, að í einni greininni er því haldið fram, að þeir Jónas frá Hriflu og Ásgeir Ásgeirs- son túlki afstöðu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum! Vita mætti ritstjórn Þióðviljans, að á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins skipar sæti utan- ríkisráðherrans, ætti ekki að þurfa að leita til manna í öðrum flokkum til þess að túlka afstöðu Sjálfstæðis- flokksins. ★ Annars er það næsta furðulegt, hve sum íslensk blöð eru sólgin í að halda því fram, að einhver hulinn leyndar- dómur hvíli yfir vilja og stefnu okkar íslendinga í sam- skiftum við aðrar þjóðir. Þó er þetta ekkert launungar- mál. Það er fyrir löngu vitað, að ísland hefir óskað að verða ein hinna sameinuðu þjóða, með þeim rjettindum ' og skyldum, sem því fylgir. Þetta er ekkert launungar- mál og alþjóð kunnugt. ísland sótti það á sínum tíma all-fast, að verða meðal stofnenda hinna sameinuðu þjóða, en það gat ekki orðið, þar eð talið var að við uppfyltum ekki þau skilyrði, sem sett voru. Höfðu þó stjórnir Breta og Bandaríkjanna mælt með því, að við yrðum teknir með. En það strandaði á einhverjum öðr- um, sem átti mikið undir sjer. En þótt svo færi, að ísland yrði ekki eitt af stofn- endum hinna sameinuðu þjóða, getur vart neitt verið því til fyrirstöðu lengur, að við verðum teknir þar inn. Að vísu horfir ekki vel fyrir bandalagi þjóðanna nú í augnablikinu. En allar friðelskandi þjóðir vona, að úr rætist og bjartari tímar sjeu framundan. ★ En þegar við íslendingar erum að setjast á bekk með öðrum þjóðum á alþjóðasamkundum, er vissulega mál til komið, að við förum að temja okkur betri siði í um- ræðum um utanríkismál. Að við leggjum þann óvana niður, að ræða viðkvöem utanríkismál með þeim ofsa og óbilgirni, sem tíðast ríkir í innanlandsmálum. Þetta getur orðið okkur hættulegt. \Jtlwerji ólzripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Flagið á Arnarhóls- núni. HVERNIG ÆTLI Reykvík- ingum yrði við, ef það væri samþykt í bæjarstjórninni að eyða Arnarhólstúni — gera það alt að einu moldarflagi. — Það þarf ekki spurningarmerki aft- an við þessa setningu, því það er engin spurning, heldur víst, að sú bæjarstjórn, sem slíkt gerði, yrði varla kosin aftur. Það er þessvegna undarlegt, að bæjarbúar sjálfir skuli vera á góðum vegi með að vinna þetta verk sjálfir, samþyktarlaust. Þeir, sem gengið hafa um Arnarhólstúnið undanfarna daga, hafa veitt því eftirtekt, að kærulausir vegfarendur eru að eyðileggja blettinn, smátt og smátt. Verst er umgengnin í norð- austurhorni túnsins, gegnt stjórnarbyggingunni, Arnar- hvoli. Vegfarendur nenna ekki að leggja örlítinn krók á leið sína, þegar þeir koma að eða fara frá Arnarhvoli, og ganga eftir gangstígunum, heldur er anað beint af augum, yfir gras ið og það troðið niður. Er nú svo komið, að þarna er orðið eitt moldarflag og ekki von til þess, að nokkur gróður nái sjer aftur, nema tyrft verði yfir með nýjum þökum. e Börn og forystu- menn þjóðarinnar. ÞAÐ ER ef til vill ekki und- arlegt, að börn og óvitar vaði þarna yfir túnið í hugsunar- léysi og verða hinir fullorðnu, sem vitið hafa meira, að leið- beina fáráðlingunum. En hver á að taka að sjer að forða því, að forystumenn þjóðarinnar og sumir æðstu embættismenn landsins hagi sjer ekki eins og börnin og vaði yfir tunblett- inn og eyðileggi þann litla gróður, sem þar er að finna? Það er hægt að gera sjer í hugarlund, að miklar áhyggj- ur steðji að forystumönnum vorum á þessum síðustu og verstu tímum. Að þeir gangi í þungum hugsunum og gæti ekki að sjer, hvert þeir fara. — En þaðjsr jafn slæmt fyrir það, að þeir skuli vera, ásamt börn- um og -skemdarvörgum, að eyði leggja þenna friðsæla og vin- sæla, græna blett, sem bæjar- búar hafa svo mikið yndi af á góðviðrisdögum. Forseta-frímerki. I HVAÐ SKYLDI tefja þá sjálfsögðu ráðstöfun póststjórn arinnar, að láta gera frímerki með forseta hins islenska lýð- veldis? —■ Er það ekki alveg 1 furðulegt, að það skuli ekki enn hafa verið gefið út íslenskt frimerki með mynd af forset- anum. Góðgerðarfjelag hjer á landi fjekk leyfi forsetans til að setja mynd hans á jóla- merki, en því miður urðu mis- tök í sambandi við prentun merkjanna, svo að þau komu ekki fyr en eftir jólin 1944 og voru því minna keypt en ella hefði orðið. Það virðist hreint ekki of seint að gera það nú þegar, að gefa út íslenskt forsetafrí- merki og mætti enda gera fleiri frímerki, sem auglýsa stofnurí hins íslenska lýðveldis. Flugfrímerki. ÞÁ FER okkur að vanta til- finnanlega nýja gerð af flug- frímerkjum. Einnig á því sviði væri á smekklegan hátt hægt að auglýsa landið. Það er mik- ið talað um þýðingu Islands á alþjóða og þó einkum á Atlants hafsflugleiðum. Hið nýja flugfrímerki ætti að vera gert í sambandi við það. T. d. mætti hafa kort af flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku og ísland þar miðja vegu. Utanfarir skóla- unglinga. ÞAÐ ER greinilegt, ' að það hafa fleiri foreldrar áhyggjur út af fyrirhuguðum utanförum skólabarna á sumri komanda, en faðirinn, sem jeg sagði ykk- ur frá á dögunum. Margir foreldrar, sem eiga börn í skólum, sem hyggja á utanferðir, hafa komið að máli við mig síðan jeg birti viðtalið við föðurinn, og tjáð mjer sín- ar áhyggjur í þessu sambandi. Einn faðir sagði mjer, að ef hann leyfði syni sínum að fara í þetta ferðalag, sem myndi kosta sig um 5000 krónur, þá sæi hann ekki annað, en að hann neyddist til að láta son sinn hætta námi, þar sem þessi fjárútlát myndu valda því, að hann hefði ekki efni á að kosta hann í skóla næsta vetur. — Líka sögu hafa fleiri að segja. Farkostur og gjaldeyrir. í SAMBANDI við hinn milda utanfararfaraldur skóla og ann ara dettur manni í hug, hvern- ig það sje með gjaldeyri fyrir allan þenna fjölda og hvernig sje háttað farkosti. Hvernig á að flytja alt þetta fólk milli larída? Frá sendiráði Islands í Stokk hólmi eru birtar þær fregnir, að fjöldi Islendingá sitji fastur í Svíþjóð vegna þess, að þeir fá ekki far heim. Varla myndi straumur unglinga til og frá landinu bæta úr í þeim efnum. Það er ekki hægt að varast þá hugsun, að rasað hafi verið fyrir ráð fram í því að ákveða utanferöir unglinga á næsta sumri. Fyrirspurnir. ALLMARGIR af lesendum mínum hafa á undanförnum ár- um sýnt mjer það traust, að senda mjer allskonar fyrir- spurnir. Því miður eru margar fyrirspurnirnar þess eðlis, að jeg hefi ekki rúm til að gera þær að umtalsefni, nje heldur svara þeim í blaðinu. Liggur fjöldi spurninga hjá mjer ó- svaraðar. Einn lesandi vill t. d. vita, hvað eigi að snúa fram og hvað aftur á líkúm, er þau eru bor- in í og úr kirkju. Annar vill vita, hvað pundið kostar í skyr inu, eða hvað forsetinn heiti í negralýðveldinu Liberíu. Mjer þykir vænt um, að mjer skuli vera sýnd sú hefð, að les- endur mínir trúi mjer til að greiða úr vandamálum þeirra, en því miður er svo margt, sem steðjar að í daglega lífinu, að mjer er ómögulegt eins og stend ur að anna því að svara þess- um fyrirspurnum hjer í dálk- unum. — Vona jeg, að þið, spyrjendur góðir, virðið mjer það á betri veg. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI GttM leyndarmál ÞAÐ VAR kaldur, drunga- legur morgunn, þegar tveir há- ir og grafalvarlegir, kanadisk- ir lögregluþjónar börðu að dyr um íbúðar einnar í Ottawa. Þegar opnað var, gengu þeir inn. Bráðlega gengu þeir út aftur og leiddu syfjaðan mann á milli sín. Um sama leyti skeði þetta sama víðar í höfuðborginni. En það fór þó ekki altaf, eins og ákveðið hafði verið. í íbúð einni á þriðju hæð við Elgin-stræti munaði minstu, að lögreglu- mennirnir mistu af þeim, sem þeir áttu að taka. Þegar þeir komu, rjeðist annar maður á þá; hann hafði vaknað, er þeir börðu, og hjelt, að þeir væru innbrotsþjófar, en maðurinn, sem þeir voru að sækja, stein- svaf í næsta herbergi. — Það voru líka handtökur víðar í Kanada, að því er tjáð var bæði í Toronto, Edmonton og Mon- treal. Næsta sunnudag höfðu að minsta kosti 20 menn verið teknir. Sagt var, að einn Kan- adamaður hefði verið handtek- inn í London. Þetta voru ekki venjulegar handtökur. Þær voru í sam- bandi við svakalegasta njósna- mál í sögu Kanada. Mackenzie King forsætisráðherra sagði hluta af hinum óhugnanlega sannleika í 320 orða tilkynn- ingu. — „Kanadastjórn hefir komist að því, að erlendri sendi sveit í Ottawa hafa verið gefn- ar iipplýsingar, sem voru leynd armál ríkisins. Þeir, sem þetta hafa gert, eru meðal annars ýmsir menn, sem hafa annað- hvort verið, eða eru í opin- berri þjónustu, — í ýmsum stjórnardeildum“. Það,' sern eftir var af ;sann- leikanum, var erfiðara að leiða í ljós. Hið erlenda ríki, sem um var rætt, var Sovjetríkin. Það sém Rússar vildu ná í, var leynd- ardómur atómorkunnar, sem Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Bretar hjeldu í sameinigu. Sjerstaklega ágirntust Rússar upplýsingar, sem komið gætu þeirra eigin vísindamönnum að gagni til þess að hægt væri að byggja samskonar verk- smiðju og Kanadamenn eiga og starfrækja við Chalk River í Ontario. Til þess að fá slíkar upplýsingar, höfðu erindrekar Sovjetríkjanna komið sjer í kynni við tilkippilega Kanada- menn, — suma sem stjórnin treysti, suma sem voru í rann- sóknarráðinu, en það gætir atóm-leyndardómsins. Um fjár mútur var lítt eða ekki að ræða. Hinir svikulu Kanada- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.