Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 14
14 MOBQUNBLADlö Laugardagur 16. mars 1946 jniMeniiiiuiiiuiiinimufUiUuaMiiiiiiiiimi - & ÁST í IMEIMUM £ftir JJaijtor Ctatdtuett nmiiiiiiiiiiHiniiiuiiiii' ■ iuiiiiiiiiiiiiiiii ióa Lan.gsok.kiLr 43. dagur Amalía þagði. Stúlkan hafði ijett fyrir sjer. Einhverntíma — ef til vill mjög bráðlega — -wtyndi hún fá að vita alt af Tjetta. Menn voru miskunnar- fhfesir. Kannske myndi einhver segja henni alla söguna af ein- skærri illgirni — alla rang- snúna og afbakaða. Amalía vissi, að Mary var afar tilfinn- wiganæm. þó að hún virtist ró- ’*e g á yfirborðinu. Það var ekki að vita, hverjar afleiðingar það wsjmdi hafa, ef hún heyrði tta af vörum ókunnugra. En Arnalía hikaði. Þegar öllu var á botninn hvolft, var Mary ekki enn orðin fjórtán ára. Rvað gat hún vitað um ástríð- ur mannanna? Myndi hún ekki áfellast foreldra sína? Loks sagði hún í örvæntingu: ,,Einu sinni var eg gift Alfreð Líndsey". Mary tók viðbragð. Hún liörfði fast á móður sína. Amalía neri saman höndun- um. ,,Við — við áttum þá öll heima hjer á Uppsölum. Faðir þirm kom heim, til þess að vera fc brúðkaupinu. Faðir þinn og jeg — eh — við komumst að þeirri niðurstöðu. að við unn- ttin hvort öðru hugástum. Svo, nokkrum mánuðum síðar, skildi jeg við Alfreð — og giftist föð- ur þínum“. „Skildir við Alfreð!“ endur- tók Mary. Amalía hleypti brúnum. „Þú veist, hvað hjónaskilnaður er, Mary. Það er að vísu ~— eh — fremur sjaldgæft. að hjón skilji. En það getur stundum verið nauðsynlegt“. Augu Mary höfðu ekki vikið frá andliti rnóður hennar. Amalía vissi ekki. hvað hún ætti að ráða af svip dóttur sinnar. Svo varð feenni alt í einu ljóst, að Mary Rorfði á hana með aðdáun. „Mamma!“ sagði Mary, og feðhdi furðu í röddinni. ,,Þú Klýtur að hafa verið mjög hug- mkk!“ Mary virti móður sína fyrir sjer með vaxandi áhuga. Mamma var þá ekki leiðinleg! Hún hafði verið kjarkmikil, wng og sterk. Hún hafði haft djörfung til þess að bjóða heim irtum byrgin! Hún hafði gert sig seka um hneykslanlegt og »• senn rómantískt athæfi! Og pabbi! Hve hann hlaut að hafa verið fallegur og glæsilegur! Máry komst að þeirri niður- stöðu, að henni hefði aldrei jþótt eins vænt um foreldra sína og á þessu andartaki, „Þess vegna er það, að fjöl- skyldurnar heimsækja ekki fevor aðra“, sagði hún dreym- andi röddu. „Alfreð frændi lilýtur að hafa tekið þetta mjög nærri sjer — var það ekki?“ Amalía hreyfði sig órólega. „Jú — jeg geri ráð fyrir því“, ansaði hún. Hún liafði ekki enn «áð sjer eftir undrunina yfir því; sem hún sá í svip dóttur sinnar. „En hann er skynsam- ar maður. Jeg er viss um, að bann ber engan kala til okkar I&rigur. En okkur fanst — við hjeldum, að það myndi best fyrir alla aðila, að fjölskyld- trrnar hefðu ekkert saman við' bvor aðra að sælda“. ,.Já“, svaraði Mary. „Jeg skil það vel. Alfreð var að spyrja um þig, mamma. Af hverju skyldi hann aldrei hafa kvænst aftur?“ „Hvað heldurðu að jeg viti um það!“ svaraði Amalía ó- þolinmóðlega. „Honum hefir sennilega þótt það meira en nóg, að vera giftur tvisvar". Hún þagnaði. „Hvað var hann að spyrja um mig, Mary?“ sagði hún svo. „Hann langaði til þess að vita, hvort þú værir ennþá falleg“. Mary einblíndi á móð- ur sína. ,.Jeg vissi það ekki þá. En jeg veit það nú. Honum þykir enn vænt um þig“. Amalía reis á fætur. Það var annarlegur hljómur í rödd hennar. „Mary — faðir þinn verður mjög reiður. Jeg —• jeg hygg, að þú ættir að segja hon- um þetta sjálf. Þú skalt segja honum það, sem jeg var nú að segja þjer. En jeg vil ekki vera viðstödd, þegar þú gerir það“. Mary kinkaði kolli. Dular- fult bros ljek um varir henn- ar. „Jeg veit, að hann bannar þjer að fara þangað niður eft- ir oftar. Og þú verður að hlýða honum“. „Börn eiga ekki að hlýða heimskulegum skipunum“, sagði Mary rólega. „Og jeg hefi gamán af að heimsækja frændfólk mitt“. „Mary!“ sagði Amalía ásak- andi. „Hvernig dettur þjer í hug að segja þvílíkt og annað eins! Þú hlýtur að skilja, að foreldrarnir verða að hafa vit- ið fyrir börnum sínum, á með- an þau eru of ung og óþroskuð til þess að geta sjeð fótum sín- um forráð sjálf“. „Nei“, ansaði telpan. „Jeg skil það ekki. Auk þess er jeg ekki barn lengur. Jeg er orðin nógu gömul til þess að hafá sjálfstæðar skoðanir. Jeg held, að pabbi muni skilja það. Hann er vanur að hlusta á það, sem jeg hefi að segja“. ★ Jerome var náfölur af reiði. Hann sat andspænis Mary í herbergi hennar. Hún hafði beðið hann að finna sig þang- að eftir kvöldverðinn. En þótt Jerome væri nær mállaus af reiði, var Mary fylli lega róleg. „Þú mátt ekki á- saka mömmu“, sagði hún. „Hún hafði ekki hugmynd um, að jeg fór þarna niður eftir, fyrr en jeg sag’ði henni það. Jeg fór að heiman án þess hún vissi. Þegar jeg kom heim, var hún mjög reið við mig. Jeg krafð- ist þess, að hún segði mjer alt af ljetta. Og hún ljet loks til- leiðast. Jeg er ekki hneyksluð. Þvert á móti dáist jeg að ykk- ur“. Svo bætti hún við, hugs- andi á svip: „Jeg hefði vitan- lega hreint ekki þurft að segja ykkur neitt frá þessu. En það hefði ekki verið rjett nje skyn- samlegt að fara á bak við ykk- ur. Það borgar sig aldrei11. Jerome hafði aldrei lagt hendur á dóttur sína. En nú var hann kominr á fremsta hlunn með að gefa henni eftir- minnilega ráðningu. Hann sagði reiðilega: „Þú vissir, að jeg vildi ekki, að þú færir þarxia niður eftir. Þú óhlýðnaðist mjer af ásettu ráði!“ Mary fölnaði. Hún, var hrædd við föður sinn — í fyrsta sinn á ævinni. En hún hvikaði ekki undan augnaráði hans. Jerome espaðist við það, hve róleg hún var. Hann reis snögt á fætur, gekk til Mary og rak henni utanundir. Mary gaf ekkert hljóð frá sjer. Hún reigði höfuðið aðeins meira. Eörin, eftir fingur Jerome, sá- ust greinilega á vanga hennar. Hún horfði fast á hann. Jerome hataði sjálfan sig alt \ einu fyr ir að hafa slegið hana. Rödd hans titraði örlítið, þegar hann tók aftur til máls. „Þú verður að gera þjer ljóst, að þú mátt ekki fara þangað oftar“. „Jeg get ekki skilið það, fað- ir minn. Ef nokkur hefir ástæðu til þess að vera reiður, þá er það Alfreð frændi, — ekki þú. Þú tókst mömmu frá honum“. „Það var heimskulegt af móður þinni að segja þjer þetta“, sagði Jerome. „Hún hefði átt að vita, að þú ert enn of ung til þess að skilja það. Einhvern tíma gerir þú það ef til vill. Og þá skilurðu um leið, hvers vegna jeg verð að banna þjer að fara þangað niður eft- ir oftar. Mjer þykir fyrir þessu, góða mín“. „Ef þetta er skipun þín, mun jeg hlýða“, sagði Mary lágt. „Þakka þjer fyrir,. Mary“, Jerome yfirgaf herbergið. Hann hafði ætlað að fara á fund Amalíu og segja við hana nokk ur vel valin orð. En hann hætti við það. Honum leið illa. Það var eins og hann hefði nú glat- að einhverju dýrmætu. Hann vildi vera einn, FIMTI HLUTI. Filip • snæddi kvöldverð á Uppsölum kvöldið eftir. Hann sá, að Amalía var óeðlilega ró- leg og það brá fyrir óheilla- vænlegum glampa í augum Je- rome, í hvert sinn, sem hann leit á konu sína. En hann var jafn vingjarnlegur við Filip og endranær. Filip hafði meðferðis dálítinn böggul. „Jeg er hjerna með ljóðabók eftir Shelley og nokk ur smálög eftir Brahms", sagði hann. „Það er handa Mary. Jeg var búin að lofa henni þessari Ijóðabók, en gleymdi því svo aftur“. Hann hló við. „En Mary gleymdi því ekki. Hún kom til þess að sækja hana í gær“. Amalía hreyfði sig órólega. Jerome svaraði brosandi: „Mary hefir ekki þann góða eiginleika að vera þolinmóð. Hún leggur einnig mikla á- herslu á, að menn efni loforð sín“. Filip var þakklátur Jerome fyrir þetta svar. Jerome var mjög háttvís, og það var ein af ástæðunum til þess, að Fil- ip hafði ætíð dáðst að honum. Filip vjek talinu að öðru. Hann hældi Amalíu fyrir, hve blómin hennar væru falleg. „Þú ert fyrirmyndar húsmóð- ir, Amalía", sagði hafln. Jerome hló. „Það er naumast að þú skjallar konu mína í kvöld“. H •-> K **rs' Eftir Astrid Lindgren, 4. En það sem olli mestri undrun hjá Tuma og Önnu, var apinn, sem sat á öxl ókunnu telpunnar. Það vúr svo lítill apaköttur, klæddur í bláar buxur, gulan jakka og hvítan stráhatt. Lóa fór út á götuna og lagði af stað. Hún gekk með annan fótinn á gangstjettinni, en hinn í göturæsinu. —■ Bráðlega kom hún aftur og þá gekk hún aftur á bak. Það var til þess að hún þyrfti ekki að snúa sjer við, þegar hún færi heim. Þegar hún var fyrir framan hliðið hjá Önnu og Tuma, nam hún staðar. Börnin litu hvert á annað. Að lokum sagði Tumi: — Af hverju gekkstu aftur á bak? — Hversvegna jeg gekk aftur á bak? sagði Lóa Erum við kannske ekki í frjálsu landi? Má maður ekki ganga eins og maður vill helst? Annars skal jeg segja þjer, að í Egyptalandi gengur allt fólk svona og engum finnst það nokkuð undarlegt. — Hvernig veistu það? spurði Tumi. Þú hefir þó lík- lega ekki verið í Egyptalandi? — Hvort jeg hefi verið í Egyptalandi! Jú, það geturðu reitt þig á. Jeg hefi farið um allan hnöttinn og sjeð margt miklu merkilegra en fólk, sem gengur aftur á bak. Mjer þætti gaman að vita hvað þú hefðir sagt, ef jeg hefði gengið á höndunum, eins og fólkið gerir í Austur- Indlandi? —- Nú skrökvarðu, sagði Tumi. Lóa hugsaði sig svolítið um. — Jáv það er rjett hjá þjer. Jeg er að skrökva, sagði hún stúrin. — Það er ljótt að skrökva, sagði Anna, sem nú fyrst vogaði að opna munninn. — Já, það er voða ljótt að skrökva, sagði Lóa, enn stúrnari. En jeg gleymi því svona stundum, skiljið þið. Og hvernig getið þið eiginlega búist við því, að lítið barn, sem á mömmu, sem er engill og pabba, sem er negra- kóngur, og sem hefir verið að flækjast um höfin alla sína Stúlka nokkur uppi í sveit var að mjólka, þegar stórt naut kom þeysandi -yfir völlinn og stefndi í áttina til hennar. Þeir. sem viðstaddir voru, lögðu á flótta, en sáu sjer til mikillar undrunar, að stúlkan hjelt hin rólegasta áfram vinnu sinni og leit ekki einu sinni við, þegar nautið kom másandi og blás- andi, stoppaði svo alt í einu í rúmlega meters fjarlægð frá henni og rölti svo dapurlega burtu. „Varstu ekki hrædd?“ spurðu allir í einu hljóði. „Ekki vitund. Svo vildi til, að jeg vissi það, að þessi, sem jeg var að mjólka, er tengda- móðir nautsins“. ★ Það var kominn matartími, og Mangi gamli var ekki enn kominn heim. Jón, smaladreng urinn, var því sendur til að leita að honum. Hann fann * , , hann standandi 1 skogarkjarri skamt frá bænum. „Það er farið að dimma, Mangi minn“, sagði strákur. „Já“. „Maturinn bíður“. „Já“. „Ertu ekki orðinn svang- ur?“ „Jú“. „Jæja, ætlarðu þá ekki að koma heim?“ „Nei“. „Hvers vegna ekki?“ „Get það ekki“. „Hvers vegna?“ „Fastur í refagildru“. ★ Kvikmyndaleikarinn Otto Kruger, sem einu sinni var loftskeytamaður,. hafði kent konu sinni að senda og taka á móti loftskeytamerkjum. — í veislu einni á heimili þeirra sendi hann með hnífi sínum eftirfarandi fyrirspurn til konu sinnar: „Eigum við meira af kjöti?“ Menn geta gert sjer í hugar- und, hversu undrandi hann varð, er einn gestanna svaraði aftur á morsi: „Takk fyrir, en við erum orðin pakksödd“. * Mentask.nemandinn: „Hvað gerðirðu við skyrtuna mína?“ Herbergisfjelaginn: „Sendi hana í þvott“. Mentask.nemandinn: „Drott- inn minn! Öll Sturlungaöldin vár skrifuð á manchetturnar“. Á Faðirinn: — Hvers vegna varstu látinn sitja eftir í skól- anum? Sonurinn: — Jeg mundi ekki hvar Batavía var. Faðirinn: — Jæja, reyndu þá' að muna framvegis, hvar þú leggur frá þjer hlutina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.