Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1946, Blaðsíða 12
12 MOBÖUNBLAÐIö Laugardagur 16. mars 1946 Svar til Árna B. Björnssonar ÁRNI SPYR í grein sinni í Morgunblaðinu í dag, hver sje hinn sanngjarnasti og viturleg- ! é-' asti háttur, sem iðnþingið og iðnráðin hafi leyst mál gerfi- smiðanna á, og „fer fram á af- dráttarlaust og hreinlegt svar“. Þessu var jeg búinn að lýsa í fyrri greinum mínum, en Árni hefir annaðhvort ekki skilið það, eða verið búinn að gleyma því, og skal jeg því, honum til fróunar, ítreka það hjer. Þessi háttur er sá, að mæla með því, að gerfismið- irnir geri samning um fullan námstíma, en fái hærra kaup en aðrir nemendur. Þessi lausn er sanngjörnust gagnvart nem- endunum, hvort sem þeir hafa verið gerfismiðir áður eða ekki. Þeim er ekki gert mishátt und- ir höfði hvað námstímann snert ir. Hún er líka sanngjörnust gagnvart gerfismiðunum, sem í hærra kaupi fá að njóta þeirr ar kunnáttu, sem þeir hafa afl- að sjer. Og hún er viturlegust af því, að hún er sanngjörn- ust gagnvart öllum málsaðil- um. Ádeilu Árna á járnsmiðjurn- ar hjer í bænum skal jeg láta verkstjóra þeirra, sem hafa kenslu nemendanna með hönd um, um að svara. Að öðru leyti er ekkert nýtt í þessari síðustu grein Árna, og mun jeg því ekki ræða mál þetta frekar við hann í blað- inu. Reykjavík 10. mars 1946. 'Helgi Hermann Eiríksson. Rifsafn kvenna- BÓKAÚTGÁFA Guðjóns Ó. Guðjónssonar hefir efnt til út- gáfu á sjerstökum bókaflokki, er ber heitið Ritsafn kvenna. Verða allar bækur bókaflokks- ins eftir konur og þýðingar er- lendra bóka flokksins gerðar af konum. Verða gefnar út í bóka flokki þessum 4 bækur ár hvert, ein handbók, tvær skáld sögur og ein æfi- eða ferðasaga. Bækur yfirstandandi árs hafa þegar verið valdar og eru þær þessar: Jenny eftir norsku skáldkon una Sigrid Undset. Sigrid Und- set er ein þeirra þriggja kvenna, sem hlotið hefir bók- mentaverðlaun Nobels, og hlaut hún þau fyrst þeirra. Er Und- set í tölu frægustu rithöfunda Norðurlanda og er Jenny ein af vinsaélustu skáldsögum hennar. Wuthering Heights eftir ensku skáldkonuna Emily Bronté, sem er heimsfræg skáldsaga og meðal annars í hinum fræga bókaflokki Gyl- dendals, sem út kom árin fyr- ir styrjöldina. Handbók heimilisins, ser. hefir að geyma margvíslegr efni, sem varðar kvenþjóðina og heimilið. Fjórða bókin hefir enn ekki verið valin, en hún verður ævi- saga eða ferðasaga. Kvenfólk annast val allra bókanna og hafa- þegar verið ráðnir þýðendur bókanna og ritstjóri Árbókarinnar. Áskrifendum verður safnað að Ritsafni kvenna og verður árgjaldið eitt hundrað krónur. DULARFULT HJÓNAHVARF - Síða S. U. S. drasla meðan nokkurt tötur eða tætla er eftir af því, sem nú er til? Þá Sjálfstæðismenn í bænda stjett, sem ekki vilja styðja Ól- af Thors og stjórn hans með dáð og djrengskap, einurð og dug, skora jeg á að endurskoða nú þegar afstöðu sína. Það er óhrekjanleg staðreynd, að stefna hennar mótast af stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þið, sem hingað til hafið verið hlutlaus og dregið ykkur í hlje, ættuð nú þegar að styðja stjórnina ykkar. Ekki með hljedrægni heldur með hug og dug. LONDON: Eftir viku leit fannst Suður-Afríkanskur majór látinn nærri firði einum við Capetown. Kona hans fanst dauðvona af sárum á höfði á sama svæði fyrir viku síðan. Sundmót KR. Er skýrt var frá sundmóti K.R. í blaðinu í gær fjellu niður úrslitin í 50 m. baksundi karla, en þau urðu þessi: — 1. Ari Guðmundsson, Æ, 36,4 sek., 2. Halldór Bach- mann, Æ, 37,9 sek., 3. Ólafur Guðmundsson, I.R., 28,0 sek. og 4. Einar Sigurvinsson, K.R., 38,8 sek. — Þá urðu og þau mistök, að þar sem standa átti 100 m. skriðsund drengja var sett „50 m. baksund karla“. Ný þingmdl Ræktunarlönd cg byggingarlóðir. Lúðvík Jósefsson og Einar Olgeirsson flytja frv. ,,um ræktunarlönd og byggingar- lóðir í kaupstöðum, kauptún- um og þorpum“. Er þetta all- mikill lagabálkur, og er frv. samið af fjögra manna nefnd, sem fjelagsmálaráðherra skip- aði í apríl 1943. I nefndinni voru: Kjartan Ólafsson bæjar- fulltr., Hafnarfirði, Sigurður Björnsson frá Veðramóti, Áki Jakobsson alþm. og Jens Hólm geirsson. Er frv. í 7 aðalköfl- um, alls 37 greinar. Með frv. er að því stefnt, að tryggja kaupstöðum, kauptúnum og þorpum eignar- og umráða- rjett yfir nauðsynlegum lönd- um og lóðum, með sanngjörn- um kjörum, og reynt að tryggja, að verðhækkun, er leiðir af opinberum fram- kvæmdum, verði almennings- eign. Ráðstafanir vegna bátaútvegsins. Meirihluti fjárhagsnefndar Nd. flytur að beiðni atvinnu- málaráðherra frv. ,,um heimild fyrir ríkisstjórnina til ráðstaf- ana vegna útflutnings á afurð- um bátaútvegsins“. Er ríkisstjórninni hjer heim- ilað að ábyrgjast hraðfrystihús unum alt að 5 aura á innveg- ið kg. miðað við slægðan fisk með haus. Ennfremur að kaupa til útflutnings eða ábyrgjast sölu á alt að 5000 tonnum af saltfiski fyrir kr. 1.70 pr. kg. I greinargerð segir: „Um síðastliðin áramót voru horfur á afkomu bátaútvegsins þannig, að vafasamt var, að út- vegsmenn fengju sjómenn á bátana og treystust til að gera út báta sína með óbreyttu verði á fiskaflanum. Til þess að forða vandræðum var, að tilhlutun ríkisstjórnarinnar,' hækkað lág marksverð á nýjum þorski og ýsu. Jafnframt þurfti að tryggja sölu á fiskinum fyrir hið hækkaða lágmarksverð. Á þessum tíma var ósamið um sölu á hraðfrysta fiskinum. Til þess að örugt yrði, að hrað- frystihúsin hæfu rekstur bar nauðsyn til að tryggja þau fyr- ir tapi, sem kynni að leiða af hækkun lágmarksverðsins. Enn fremur þurfti, þar sem útlit var fyrir, að skortur yrði á nægi- lega miklu skiprúmi til útflutn ings á nýjum fiski, að tryggja útvegsmenn og sjómenn fyrir hugsanlegu tjóni af því að salta hluta aflans. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er frumvarp þetta borið fram, til þess að rík isstjórninni veitist lagaheimild til að takast á hendur fyrir hönd ríkissjóðs þær skuldbind ingar, sem í frumvarpinu greinir. Vega- og brúamál. Samgöngumálanefndir Al- þingis fengu til meðferðar mikinn sæg tillagna um nýja þjóðvegi og nýjar brýr. Tillög- ur um þjóðvegi nema samtals 758 km. og fyrir þinginu liggja tillögur um byggingu 19 brúa (þar af var fje veitt í fjárlög- um til byggingar þriggja brúa). Samgöngumálanefnd Nd. hefir nú lagt til, að vega- og brúamálatillögur þær, sem liggja fyrir þinginu, verði af- greiddar með rökstuddri dag- skrá, á þeim forsendum, að vegamálastjóri undirbúi fyrir næsta Alþingi endurskoðun vega- og brúalaganna. Mjólkursamlag S. Þingeyinga. Jónas Jónsson flytur svo- hlj. þál.till. 1 Sþ.: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs lán til mjólk- ursamlags Suður-Þingeyinga á Húsavík, alt að 300 þús. kr. og að greiða til þess mjólkur- bús V\ hluta stofnkostnaðar. alt að 150 þús. kr.“. Endurgreiðsla á aðflutnings- gjöldum. Pjetur Ottesen flytur svo- hlj. þál.till. í Sþ.: „Alþingi ályktar að heim- ila ríkisstjórninni að endur- greiða: 1. Tolla, sem innheimtir hafa verið af skipum, sem keypt hafa verið til landsins á ár- inu 1945 og keypt verða á ár- unum 1946—1947. 2. Aðflutningsgjöld af efni til skipabygginga og vjelum og tækjum í skip, sem bygð hafa verið innanlands á árinu 1945 og bygð verða og fullbúin fyr ir árslok 1947“. Handknatfleiks- ntóiið í gærkveidi HANDKNATTLEIKS- MÖT íslands hjelt áfram í gærkvöldi. Leikar fóru sem hjer segir: í meistaraflokki kvenna unnu Haukar Fram með 3:2. I meistaraflokki karla vann Ármann KR með 16:13 og ÍR Víking, þar sem Víkingur mætti ekki til leiks með lög- legt meistaraflokkslið. í II. flokki karla vann Víkingur Val með 13:8*g Fram Hauka með 10:8. Víkingur hefir leik ið alla sína leiki í A-riðli II. fl. og unnið þá alla. Er því kominn þar í úrslit. Mótið heldur áfram n. k. mánudag. - Alþj. vetiv. Framhald af bls. 8 menn höfðu unnið með Rússum af stjórnmálaástæðum, þeir höfðu samúð með kommúnism- anum. Kanadamenn (Bandaríkja- menn og Bretar líka) höfðu komist að því fyrir nokkrum mánuðum,^ að eitthvað var á seyði, líklega vegna þess, að einhver lítilfjörleg pérsóna, sem flækt var í það, kjaftaði frá. Lögreglan hafði ekki und- ir eins farið á stúfana. Fyrst þurftu allar sannanir að vera fullkomnar. Þar að auki myndi það auka veiðina, ef nokkuð yrði beðið. En þó var það stjórnmálasambandið við er- lend ríki, sem mest þurfti að taka tillit til. Kanadamenn myndu ekki verða lengi einir í skömminni. Kanada er íhaldssamt land, þar sem mjög lítið ber á komm únistum. Maður þurfti ekki sjerstakt hugmyndaflug til þess að gera sjer ljóst, hvað Rússar voru að láta gera með miklu stærri þjóðum, eins og Bretum og Bandaríkjamönn- um. Ein heimild frá Washing- ton ljet það uppi, að öryggis- lögreglan þar gæti hvenær sem hún vildi tekið þar um 1500 manns, sem starfa að leyndar- málasnuðrunum. — Líklega verður ekki langt T>angað til hún reiðir til höggs, — o'g slær fast. — (Time). BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU BHiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiniHiiiiifiiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiunHiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniiiiiiiiifiiiiiiiiniimiiiiuiiiuiuiiiiiiLiiiiiiuiimiiiiJiUiiuiiiiiiiqiramTmnninirfmtHiUL’iíiniiríníiniTnnniiniínunnfiniiiiniiniiMniiiiiiiuiiunuiuiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiniiiiiuiiiiíiHiiiiunnHniiiKniiiiiinrrrr; a 3 a iX-9 & a & & & Eflir Roberi Sform j \ 3i]iiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiii!i!iiiíiimiiitiiiisiimimiiiiiiiiiiiiiii[iimii][iiiiiiii[iiitiimimiii[|ii[ii iimiiiiiimiiiiiimimiimiimiiiiimimiiiiiiifiimimiiiiiimiiiiimiimiiiiimiimimiiitiimiimml HE GOT MB i 700 ~ FROM TME ROOF OP THAT 0OX-CAR ---- .. ONE MO/MENT... I PWiL , THAT GOON 1 THEV CALL A1AN0RILL- THE ONE WHO SLUGGED /ME - HOW AB0UT A CHANCE TO EVEN THING&? JH HUH?.... WELL- VEAH...GURE! YOU MEN HAVE FIR$-T CLAIiM, ANVWAV! ■' T-ÍI5 i5 A 0IT IRREGUL/ MANDRILL, 5UÍ WGULD YOU CARE TO 6H0W ,V,£ HOW VOU CAN GLU6 — WITHOUT A BLACKJACK? " OKAV, COPPER- lr THIE IE ON THE &QUARE Behind >pr. 19-15, Kiny IV.iturcs Syndicate, lnc., Worh Munroe: — Mig langar svo lítið til þess að jafna um þennan nagla, sem rotaði okkur, Apaköttinn, sem þeir kalla. — X-9: Það má athuga það. — Lögregluþjónninn: Já, já, ekki er jeg á móti því. Svo fara þeir X-9 og Munroe með Apann á bak við hlöðuna. — Munroe: Þetta er nú ekki beint sam- kvæmt reglunum, en vildirðu sýna mjer, Api, hvernig þú ferð að slást, þegar þú hefir ekkert bar- efli. — Apinn: Já, það skal jeg gera, ef engin brögð eru í tafli. — X-9: Það er ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.