Morgunblaðið - 07.05.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.05.1946, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðisflokkurinn einn hæfur til forystunnar Aí því sprettur öíund Framsóknar Finnur Jónsson dómsmáia- ráðherra gat þess í útvarpsum- ræðunum á dögunum, að það hefði oft kostað mikla lægni af hálfu Ólafs Thors forsætisráð- herrá að samræma sjónarmið flokkanna innan ríkisstiórnar- innar. Útvarpshlustendur urðu þess sjálfir áskynja, við að hlýða á umræðurnar, að þarna múndi ■sist vera of mælt. Allar báru umræðurnar þess glögt vitni, hvernig Sjáifstæð- isflokkurinn ber af hinum flokkunum. Hann einn ræddi málin af sjónarhóli þjóðarinnar í heild, og gerði grein fyrir, livað á- unnist hefði henni til gagns í stjórnmálunum síðustu árin. — Hinir flokkarnir forðuðust aft- ur á móti að líta lengra en flokkshagsmunir þeirra náðu. Framsókn óróleg á eyðimörk- inni. Framsóknarflokkurinn ljet sjer nægja gamla sönginn um að allt hefði orðíð ómögulegt á landi hjer, þegar hann ljet af stjórn. Skiftir það engu máli í augum forráðamanna. Fram- sóknar þó að tímabilið, eftir að í’ramsókn hröklaðist frá völd- um, sje einmitt sá tími, er ís- lenska þjóðin hefir átt við best kjör að búa og hefir sýnt mest- an stórhug um að búa þannig í haginn fyrir framtíðina, að þar verði ekki um stundarfyrir brigði að ræða. F orustumönnum Framsókn- arflokksins finst engu að síður, að þeir sjeu staddir á eyðimörk, vegna þess að þeir sjá hvergi móta fyrir hinu þráða valda- landi sínu. Flokkshagsmunir einir látnir ráða. En þó að Framsókn væri þannig ein um afturhaldið og úrtölumar, er því ekki að neita að mjög skorti á um víðsýni í ræðum beggja — Alþýðuflokks og Kommúnista. Hvorugur þeirra gat hafið sig svo hátt að Títa á málin frá sjónarhól heildarmnar, heldur ræddu þeir um það eitt, hvað hverjum flokk væri að þakka, hversu miklar þakkir þeir sjálf ir ætti skilið. og hversu sví- virðilegir hinir flokkarnir væru. Af öllu þessu mátti glögglega marka, að áhugi þessara manna beinist ekki að því, hvort tak- ast megi að vinna í sameiningu, þjóðinni allri til heilla, heldur að því einu, hvort hægt sje að hafa gagn til framdráttar fyr- ir flokk sinn, af þeim ráðstöf- unum, sem verið, er að fram- kvæma. Unna ekki samstarfsmönnum sannmaelis. Það er að vísu eðlilegt, að jnenn vitni til sinna eigin verka og reyni að sýna fram á, að vegna þeirra eigi þeir traust. Fjarri lagi er þó það. þegar margir menn vinna saman og málin geta ekki náð fram að ganga nema með atbeina þeirra allra, og verkinu hvergi nærri er lokið, þá skuli einn og 'oinn taka sig út úr og hrópa upp: „Sjáið, allt er þetta mjer að þakka. Hinir, sem með mjer vinna gera ekkert gagn heldur einungis spilla fyrir“. Slíkt athæfi sýnir sannar- lega eKki áhuga fyrir farsæl- ufn framgangi málanna. ' Þannig er þó hegðun bæði Alþýðufíokks og Kommúnista og í þessum anda eru blöð þeirra skrifuð. Samið um nýsköpunina 1944. Kommúnistar hafa til dæmis lengi reynt að telja þjóðinni trú um, að það væri þeim að þakka að nýsköpunin var tek- in upp á stefnuskrá núverandi stjórnar, og skírskotað því til sönnunar í ræðu, sem Einar Olgeirsson hjelt haustið 1944. Sannleikurinn tr sá, r-ð áður en þess ræða var haldin, höfðu allir síjórnmálaflokkar lands- ins, þar á meðal jafnvel Fram- sóknarflokkurinn, setið við samniugaborðið marga mánuði til þess að reyna að mynda stjórn, einmitt rneð því aðal- markmiði að hrinda af stað nýsköpuninni, eftir nákvæm- lega scmu aðferðum og samið var um milli stjórnarflokkanna. Einar Olgeirsson átti sæti í þessari samninganefnd sumar- ið 1944, og ræða hans var ein- ungis túlkun á því, sem þar Hafði komið fram. Að sjálfsögðu átti Einar sinn hlut að þessu En hitt er fjar- stætt að eigna honum einka- uþphaf þessara mála. Tryggingarnar stefnumál ungra Sjáll’stæðismanna. Svipað er með tryggingarnar. Það nefir lengi verið á stefnu skrá ungra Sjálfstæðismanna, að koma á sem fullkomnustu kerfi almannatrygginga. Þegar Alþýðuflokkurinn hreyfði því í sambandi við stjórnarsamning- ana 1944, að stjórnin skyldi beita sjer fyrir setniiígu slíkra trygginga, átti sú krafa flokks- ins því þegar af þessari ástæðu miklum skilningi að mæta hjá Sjálfstæðismönnum, og þeir hafa siðan lagt sig alla fram um að greiða fyrir sotningu þeirra” löggjafar um almanna- tryggingar, sem nú er á komin. Þannig mætti lengi telja. — Þgð er erfitt að gera sjer grein fyrir hvaðan hver og ein hug- mynd er komin. Hitt er alveg víst, að ekkert af þessu hefði verið framkvæmt, ef núver- andi stjórnarfstarf hefði ekki komist á. Lægni forsætisráðherra hefir bjargað stjórnarsamstarfinu. Það voru Sjálfstæðismenn, sem með ótrúlegri þraulseigju beittu sjer fyrir að koma því samstarfi á. Hitt liggur í aug- um uppi, að án atbeina Alþýðu- flokks og Kommúnista hefði það ekki getað orðið. Framsókn dró sig affur á Imóti í skel, afturhalds og ein- angrunar, og vildi ekki koma nærri stjórn landsins, nema hún fengi þar ein öllu ráðið. En það var ekki aðeins fyrir forustu Sjálfstæðismanna, að stjórnin komst á, heldur er alveg víst, að það er verk Sjálf stæðismanna og þá fyrst og fremst Ólafs Thors forsætisráð herra, að samstarfið hefir hald- ist fram á þenna dag. Til þess hefir áreiðanlega þurft á mikilli lægni að halda, eins og Finnur Jónsson sagði. En það er einmitt vegna þess- ara forustuhæfileika forsætis- ráðherra, sem Tímaliðið leggur á hann slíka óvild og raun ber vitni um. V Olympíunefnd skipuð ÍÞRÓTTASA MBANDIÐ hef- ir skipað Olympíunefnd til þess að undirbúa þátttöku ís- lendinga í næstu Olympíu- leíkjum 1948. í nefndinni eru þessir menn: Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, formaður, EHingur Pálsson, varaform., Ólafur Sveinsson, ritari, Kristján L. Gestsson, gjaldkeri, Jens Guðbjörnsson, Jón J. Kajdal og Steinþór Sig- urðsson. - Paleslfna Framh. af bls. 1. ig yrðu fulltrúar sendir til Cairo og Riad í Aauði-Arabía. 100 þúsund manna her. Husseini sagði, að Arabar í Pglestínu hefðu ýyllst örvænt- ingu, er beim varð kunnugt efni tillagna Palestínunefndarinnar, og væru beir ákveðnir að grípa til gagnráðstafana, hvað sem það kostaði.-Hann var spurð ur að því, hve sterkur her Araba myndi verða, ef æðsta ráðið gerði a'vöru úr því að vígbúa æskulýðinn. Hann svar- aði: „Það kæmi mjer ekki á óyart, að í æskulýðshersyeit- unum myndu verða um 100 þús. manns. ■ ■ Framhald af 1. síðc Spánarmálin rædd á föstudag. Öryggisráðið mup ræða Spán armálin á fundi sínum á föstu- daginn. Nefnd sú, sem ráðið skipaði til þess að athuga, hvort athafnir Francostjórnarinnar gæti talist hættulegar heims- friðnum, kom saman á lokað- an fund-í dag. Nefndinni hafa borist upplýsingai frá hernað- arsjerfræðingum og fulltrúum bresku stjórnarinnar á Spáni. í upplýsingum þessum mun það vera tekið fram, að ósann- að sje, að atómrannsóknir hafi farið fram á Spáni. Þriðjudagur 7. maí 1946 Tuliniusarmóílð: Fyrstu leikirnir gefa góðar vonir Á SUNNUDAGINN var fóru fram fyrstu tveir knattspyrnu- kappleikirnir, sem háðir eru í meistaraflokki á þessu vori. Og þó þeir færu fram svona snemma, gefa þeir mjög sæmilegar vonir um gott knattspyrnusumar. Menn voru í áberandi betri æfingu núna, en þeir hafa verið á þessum fyrstu leikjum sumarsins undanfarin ár, og er það vel, því nú ríður á að standa sig. KR vann Val 1:0. Það spillti leikjunum, að vindur var allhvass og illt að hemja knöttinn Valur hafði miklu meiri sókn í fyrri hálf- leik, og fengu framherjarnir oft góð tækifæri til þess að skora, en misnotuðu þau öll og sum herfilega. Sóknin upp að mark- inu var oft lagleg og hröð, en smiðshöggin komu aldrei. KR- ingarnir voru lítið skotharðari, en þó vhtust upphlaup þeirra hættulegri, og eftir leik, sem Valur hafði átt meira í, fjekk KR vítispyrnu á síðustu mín- útunni, en skotið kom beint í Hermann. Var rú framlengt tvisvar sinnum, og í fyrri hluta c'íðari íramlengingar fengu KR- ingar aftur vítispyrnu, og var nú Birgir látinn taka hana. Hann /ar ekki að fálma neitt við knöttinn með fótunum og á markinu, sem hann skoraði þar, vann KR leikinn. Víkingur vann Fram 1:0. Leikurinn á eftir milli Vík- ings og Fram var yfirleitt ekki eins fjörugur og hinn, en þó brá oft fyrir samleik í honum, sjerstaklega hjá Víking. Fram- ararnir virtust daufari en venju legt er, og liðið illa samstætt. Finnst mjer langt vera síðan jeg hef sjeð jafnlítinn heildar- svip á Fram og í þessum leik og eftir því var leikið. Víking- ur Ijek undan vindi 1 fyrra hálfleik og hafði sókn mest- allan nálfleikinn. en um hann miðjan skoraði Einar Pálsson markið, sem leikurinn vannst á. Fram sótti ákaft á síðari hálf leik*, en náði ekki að kvitta. Sköruðu framúr. Það fer ekki hjá því nú, þegar Íandsliðsleikir standa fyrir dyrum, að maður taki enn betur eftir því hverjir skara fram úr á vellinum í hverjum leik. í þessum tveim leikjum sem lýst er hjer að framan, get jeg nefnt fimm menn, en það eru þessir: Ellert Sölvason (Val), Birgir Guðjónsson (KR) Óli B. Jónsson (KR) og Hauk- ur Óskarsson (Víking). Auð- vitað eiga þessii menn samt allir eftir að batna mikið. áður en til stórræðanna dregur. J Gn. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. Hallveigarslððir efna lil hljómleika NÆSTKOMANDI fímtu- dagskvöld, kl. 11,30, efna Hallveigarstaðir til hljóm- leika í Gamla Bíó. Verða það s\ymg-tónleikar og skemta þar Mr. Harry Dawson, Miss Nancy Osborne og þrír íslend ingar, þeir: Sveinn Ólafsson, Jóhannes Eggertsson og Trausti Óskarsson. Mr. Daw- son er bæjarbúum að góðu kunnur fyrir hljómleika þá, sem hann hefir haldið hjer að undanförnu. Að þessu sinni mun hann m. a. leika ný lög eftir sjálfan sig, sem hann hefir samið 'síðan hann kom til Islands. Miss Osborne, sem er þekt söngkona, hefir ekki komið opinberlega fram hjer áður, en hefir unnið við Keflavíkurstöðina, og kann- ast sjálfsagt margir við hana. Á hljómleikum þessum gerir hún hvorttveggja að syngja og leika á pfanó. Þá þremenn ingana Svein, Jóhannes og Trausta mun óþarfi að kvnna. Þeir eru meðal okkar bestu jazz-hljóðfæraleikara. í þessu sambandi má geta þess, að Hallveigarstaðir hafa ýmislegt annað á prjónunum, til þess að afla fjár, svo sám tískusýningu, sýningu á sögu legum kvenbúningum o. m. íl. Þá hefir verið ákveðið að tíleinka Hallveigu, konu Ing- ólfs Arnarssonar framvegis einn dag á ári — 23. júní. — Verða þá seld merki, haldnar fkemtanir o. s. frv., til ágóða fyrir Hallveigarstaði. Einnig verður haldið áfram að hafa hið vinsæla Hallveigarstaða- kaffi á boðstólnum — en það fá altaf færri en vilja. Fjár- söfnunin hefir yfirleitt geng- ið vel undanfarið, enda dugn aður þeirra kvenna, er' að söfnuninni standa, ótrúlega •mikill. Sjóðurinn nemur nu alls rúmlega 400 þús. kr. Funk fyrlr rjelti í Humberg Núrnberg í gærkvöldi. DR. WALTER FUNK, fyrr- verandi fjármálaráSherra Hitl- ers, gaf í dag skýrslu í máli sínu fyrir rjettinum í Núrn- berg. Hann kvaðst engan þátt hafa átt í endurvígbúnaði Þjóð- verja fyrir styrjöldina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.