Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1946, Blaðsíða 5
Fimtudagur 21. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Englandsför íslenskra knafttspyrnumanna MJER hefir skilist á mörgum áhugamönnum um málefni knattspyrnunr ar hjer, að þá mundi fýsa að frjetta meira af för Reykvísku knattspyrnu- mannanna til Englands í haust Og þá einkum um kappleikina sem háðir voru og um árangur fararinnar yfirleitt. Svo sem kunnugt er var flokknum boðið til Englands af Isthmian League, sem er eitt elsta og þekktasta samband á- huga knattspyrnufjelaga í Eng- landi. Upphafsmenn ferðarinn- ar voru þeir Mr. Victor Rae hinn góðkunni knattspyrnu- 'dómari, sem hjer dvaldi á stríðs árunum og Mr. Stanley Rous hinn voldugi framkvcamdar- stjóri enska knattspyrnusam- handsins. Ritari Isthmian Leuge Mr. Andrew T. Ralston annað- Ist með prýði undirbúning all- ann vegna dvalar flokksins í London. Flokkurinn kepptí fimm leiki, þar af fjóra í London og einn í Oxford. Mörkin fjellu þann- §g að flokkurinn skoraði 11 mörk, en fekk á sig 15. — Við töpuðum þremur leikjanna, einn varð jafntefli og einn vanst. Það má því segja, að frammistaða flokksins hafi ver- Ið góð eða jafnvei ágæt ef mið- að er við markatöluna eina gaman. Við sem för þessa fórúm, höfðum alls ekki gert okkur vonir um að vinna nokkurn leik, eða yfirleitt að sleppa eins vel út úr leikjunum og raun varð á. Við höfðum heldur ekki búist við neinu „oursti“. — En ’útkoman 11:15 er sannarlega betri árangur en iafnvel þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Jeg hafði vissulega búist við &ð mæta sterkari mótherjum en raun varð á. En jeg verð um leið að segja það, að jeg bjóst einnig við að okkar flokkur gæti sýnt mpn sterkara spil en hann gerði. Jeg held að mjer sje óhætt að fullyrða, að öll þau lið, er við kepptum við í ferðinni, að e. t. v. einu und- anskildu, mundu tapa fyrir okkar mönnum, ef keppt væri S vellinum hjer heima. Ekki þó feingöngu vegna bess, að hinn harði völlur okkar mundi draga hin ensku lið svo mjög niður, heldur vegna þess að mjög fáir okkar leikmanna sýndu í kapp leikjunum í Englandi, hinn raunverulega styrkleika sinn, heldur voru allverulega lakari en þeir eru í kapnleikjum hjer heima. 'Aðeins grasvellir. Þessi för hefir enn einu sinni sannfært mig og alla þá, sem í förinni voru um það, að því aðeins geta íslenskir knatt- spyrnumenn vænst nokkurs verulegs árangurs í keppni við Úrvalslið annara þjóða, að Eftir Björgvin Schram Endlandsfararnir fengu að æfa á hinum ágæta vclli Arsenal, Highbury, og er myndin tekin þar á undan æfingunni. Frá vinstri sjási í fremri röð: Gunnlaugur Lárusson, Kristján Olafsson, Anton Sigurðsson, Hermann Hermannsson, Karl Guðmundsson og Albert Guðmundsson. — Aft- ari röð: Sigurjón Jónsson, Sigurður Ólafsson, Ólafur Hannesson, Einar Pálsson, Valtýr Guð- mundsson, Snorri Jónsson, Jón Jónasson, Sveinn Helgason, Ellert Sölvason, Þórhallur Einars- son, Birgir Guðjónsson, Hafsteinn Guðmundsson, fulltrúi Arsenal og Björgvin Srhram, farar- stjóri. — Þeir af knattspyrnumönnunum, sem fóru um París, voru ekki komnir til London, þeg- ar myndin var tekin. komið verði hjer upp grasvöll- um til æfinga og keppni. — I öllum öðrum löndum, sem við þekkjum til, er knattspyrna iðk uð á grasi eingöngu. Það er því augljóst mál, að ef við ætlum okkur að þreyta keppni í knatt spyrnu utanlands með nokkr- um árangri, þá verðum við að æfa og keppa njer heima á samskonar völlum og þeim, sem okkur er boðið upp á annars staðar. Það yrði of langt mál að Iýsa því nú, hversu knatt- spyrna leikin á góðum gras- velli, er margfalt skemtilegri og betri íþrótt, heldur en ef leik ið er á hörðum velli. Það er í rauninni um alt aðra „teknik“ að ræða þegar leikið er á grasi. í fáum orðum sagt, knattspyrnu á að ieika á mjúk- um velli en ekki hörðum. Það var óneitanlega hart að horfa upp á það ieik eftir leik, að okkar dugl.egustu og örugg- ustu knattspyrnurnenn urðu að láta í minni pokann og tapa vegna þess, að þeir kunnu ekki tökin á því, að leika á hinum mjúku grasvöilum, en eru raun verulega betri ieikmenn en margir í liðum mótherjanna, ef leikið væri við skilvrði sem þeir eru vanir. Þetta átti þó ekki við hvað Albert snerti eða Karl, sem báðir eru orðnir vanir að leika á grasi og sáum við strax hversu vel þeir kunnu lagið á i því að fóta sig á grasinu. Lítið jafnvægi. Einkum var þó áberandi hve okkar menn voru óvissir í öll- um hreyfingum og sýnilega út úr jafnvægi, vegna þess, að grasið er vitanlega hálla en mal arvöllur. Einnig voru okkar menn yfirleitt áberandi seinni að hlaupa en mótherjarnir, sem stafar af því, að þeir eru óvanir að þungt sje und'r fótinn. Vit- anlega há þessi umskifti, hvað völlinn snertir, mönnum mis- jafnlega mikið, og sumir stóðu sig eftir atvikum sæmilega, en yfirleitt fannst mier útkoman vera sú, að oklrar sterkustu menn urðu rjett meðalmenn. | Þetta er staðreynd, sem eng- in ástæða er til aö fara í laun- kofa með. Jeg hefi áður (í Þýskalandsferðinnx 1935), sjeð þessa sömu breytingu á knatt- spyrnumönnum vorum, enda Nær Anton knettinum? Hann er hjer að verja skot, sem hann fær á markið á æfingu á Highbury-vellinum í London, velli Arsenal. orðið fyrir því sjáifur. Þótt vall ar breytingin sje höfuð orsök- in, þá eru þó ýms önnur atriði sem hjer koma til greina og öll verða til þess að ctraga úr getu manna. Jeg hygg að tauga- óstyrkur, vegna skorts á reynslu í áríðandi og mikils- varðandi kappleikium,, sje at- riði sem mikil ánrif hefir. — Loftlagsbreyting, breytt matar- æði o. fl„ vei'ður allt til að minka getuna, þegar leikið er fjarri heimalandinu. En geti þessi ferð orðið til þess að koma meira skriði á hið mikla og aðkallandi áhuga og nauðsynjamál ísl. knattspyrnu — grasvallarmálið — þá borgar það förina margfalt. Hvert á að fara? Ymsir hafa haldið fram þeirri skoðun, að við iiefðum frekar átt að senda knattspyrnuflokk- inn til Norðurlanda en til Eng- lands og hafa þeir eflausi nokk uð til síns máls. Það er hins- vegar .athugandi í þessu sám- bandi, að ef þessi flokkur, sem var úrval úr Reykjavíkurfje- lögunum og raunverulegt lands lið, hefði farið til Norðurlanda, þá eru miklar likur til þess, að flokkurinn hetði þurft að keppa við bæjar- eða landslið. En jeg álít, að á meðan knatt- spyrnan er niðri t þeim öldu- dal, sem hún er í bjer hjá okk- ur, þá sjeu slíkir móthei-jar of sterkir heim að sækja og því sje mikið vafamál hvort för til Norðurlanda haf.i verið tíma- bær í sumar. Nú kunna menn að spyrja hvort það sje ekki einmitt í Englandi sem vænta megi hinna sterkustu mótherja í knattspyrnu. Þvi er tíl að svara, að knattspyrnan í Eng- landi skiftist eiginlega í tvær greinar, ahugamanna og at- vinnumanna. Kjarninn í enskri knattspyrnu er í stvinnumanna fjelögunum og áhugi almenn- ings að langmestu Ieyti bund- inn við þá grein. Ahugamanna- fjelögin eru því, ef svo má segja í skugganum af hinum stóru og voldugu atvinnufjelög um og það var meðal annars þess vegna, sem við í haust gát um í kyrþey leitt hesta okkar saman án þess að um bæja- keppni eða landskeppni væri að ræða. Með ferð til Englands gátum við því hvorttveggja í senn, keppt við ágæt fxelög áhuga- manna og þannig áunnið okkur dýrmæta reynslu og vitneskju um hvar við stondum, jafn- framt því, sem við íengum tæki færi til að sjá sterkustu flokka atvinnuknattspyrnumanna keppa, sem telja má hiklaust, að sýni, er þeir keppa heima hjá sjer, þá bestu knattspyrnu sem völ er á i heiminum. Þeg- ar, þessi ati’iði eru tekin til greina, þá tel jeg að England (Framh. á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.